Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 23 Allar teygjur verða líka að vera mátulega þröngar. Einnig er ég með flónelsnáttföt, sem fást óvíða og ýmislegt fleira eins og hálsa- björg sem er hlýr kragi og kemur í stað trefils." - Þú segist vera eini framleið- andi ungbamafatnaðar hér á landi? „Að vísu eru til fyrirtæki hér á landi sem ptjóna fatnað á ungbörn og önnur sem framleiða pollagalla, en hér er ekkert fyrirtæki svo að ég viti sem framleiðir ungbarna- fatnað á þann hátt sem ég geri. Annars fæ ég ekki séð af hverju Islendingar ættu ekki að geta fram- leitt ungbarnafatnað." - Hverjir eru þá helstu keppi- nautar þínir á markaðinum? „Það eru þeir sem selja innflutt barnaföt. Verð á fötum frá mér er yfirleitt lægra en á innfluttum föt- um, stundum allt að því helmingi lægra. Það er svipað og á ung- bamafötum sem Hagkaup selur, nema hvað fötin mín em vönduð, sérsaumuð, íslensk framleiðsla. Ég reyni að halda verðinu niðri með því að nota einföld snið og falleg efni, slíkur frágangur hentar líka vel ungum bömum. Það eru efniskaupin sem eru dýrasti liður framleiðslunnar. Ég kaupi efnin í heildsölum hér heima og kaupi þau á sama verði og versl- anir sem selja efni til sauma.“ Tryggur viðskiptahópur Heimilishagfræðin hefur dugað Jónu Björgu best, eftir því sem hún Ég vil hafa hlýju í fötunum mínum. Þegar manni þykir vænt um það sem maður gerir og hugur fylgir hendi verður útkoman góð. Ég hef aldrei sest tilneydd við sauma- vélina. segir. „Nýtnin hefur ekki einungis komið mér að gagni í innréttingu húsnæðis, heldur líka í framleiðsl- unni. Hver efnisbútur er nýttur. Fyrirburafötin eru til dæmis stund- um sniðin úr efnum sem ganga af stærri sniðum, og ef einhvetjir bút- ar eru þá afgangs fara þeir gjarnan út í skóla þar sem börnin nýta þá í föndur." - Hvemig er svo afkoman og hveijir era helstu viðskiptavinimir? „Ég er aðeins fýrir ofan núllið hvað reksturinn snertir, kúrfan fer hækkandi og viðskiptavinunum fjölgar. Fötin auglýsa sig sjálf. Við- skiptahópurinn er tryggur, þeir sem hafa einu sinni reynt fötin frá mér koma aftur. Það er líka mikið um að fólk kaupi sængurgjafir hjá mér og þá sérstaklega ef senda á til vina erlendis. En ég er með fyrir- tækið í fáfarinni íbúðagötu og þarf því að hafa upp á eitthvað alveg sérstakt að bjóða til að fólk leggi lykkju á leið sína til mín. Viðskiptavinimir em flestir utan- bæjarmenn. Kópavogsbúar virðast fremur leita til höfuðstaðarins sem er auðvitað dálítið sárt.“ - Þú hefur þá ekki hugsað þér að flytja starfsemina þangað? „Mér þykir vænt um bæjarfélag- ið og kysi helst að halda starfsem- inni áfram hér. En því er ekki að neita að mig dreymir um að stækka fyrirtækið og veita fólki atvinnu. Undirbyggingin er komin. Ég gæti þá einbeitt mér að efnisvali og hönnun en fengið aðstoð við sauma- skap og afgreiðslu. Fyrirtækið yrði áfram verkbúð þar sem fötin em framleidd á staðnum. Ég tek eftir því að fólk eru miklu kröfuharðara þegar fatnaður frá mér á í hlut, en þegar það kaupir innfluttan barna- fatnað. Það er vegna þess að þegar það kaupir fötin hér ræðir það við framleiðandann sjálfan. Ég tel mig vera fýllilega samkeppnisfæra við erlenda framleiðendur enda með vandað og gott handverk á boðstól- um.“ FRÉTTIR Bókagjöf frá Þjóðverjum SENDIHERRA Þýskalands, Helmut Schatzschneider, afhenti á föstudag fulltrúum stúdenta við Háskóla íslands, þeim Skúla Helgasyni, framkvæmdasljóra þjóðarátaks stúdenta, og Degi B. Eggertssyni, formanni Stúd- entaráðs HÍ, tilkynningu um gjafir til hins nýja þjóðarbóka- safns í Þjóðarbókhlöðu, í tilefni af þjóðarátaki stúdenta til að eflaritakost safnsins. Þýska rannsóknaráðið leggur til jafn. virði tæprar hálfrar milljónar króna í bókagjöf, m.a. í raunvís- indum og heimspeki, en að auki mun Goethestofnunin sjá um að útvega bækur sem tengjast Þýsk- unámi. Bækurnar munu berast til landsins á næstunni, en þær verða formlega afhentar við opn- un Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns þann I. des- ember næstkomandi. Morgunblaðið/Ásdís 4 i ► \x ,/ \V i L srffl Að komast upp á lagið me Greiðsluþjónusta mtm m Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu, sem er þægileg og öragg leið í fjármálum þínum og heimilisins. Greiðsluþjónustan er fjölþætt þjónusta sem kemur lagi á fjármál ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins. Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn, skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf. Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga ekki slá sig út af laginu. * SPARISJOÐIRNIR -fyrirþig ogþína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.