Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin frumsýna á næstunni jólamyndina Miracle on 34th Street með Richard Attenborough í aðalhlutverki, en þetta er endurgerðklassískrar myndar frá árinu 1947. Framleiðandi myndarinnar er John Hughes sem þekktur er fyrir Home Alone myndirnar KRISS Kringle heldur því fram að hann sé hinn eini sanni jólasveinn og verður að sanna mál sitt fyrir dómstólum. Klassík færð til nútímans RICHARD Attenborough sem Kriss Kringle og Mara Wilson sem Susan Walker í Miracle on 34th Street. JÓLAMYNDIR kvikmynda- húsanna fara nú . að líta dagsins ljós hver á fætur annarri og innan skamms frumsýna Sambíóin bandarísku myndina Miraele on 34th Street, eða Kraftaverk á 34. stræti, sem byggir á samnefndri kvikiriynd frá árinu 1947. Framleiðandi myndar- innar og meðhöfundur handrits er John Hughes, sem á að baki ýmsar fjölskyldumyndir á borð við Home Alone-myndirnar, Dennis the Menace og Baby’s Day Out. Með aðalhlutverkið í Miracle on 34th Street fer Richard Attenboro- ugh, en hann leikur Kriss Kringle, jólasvein í stórverslun. Kriss heldur að hann sé hinn eini og sanni jóla- sveinn og svo fer að hann kemur miklu róti á huga sex ára stelpu- hnokka sem til þessa hafði verið full efasemda um tilvist jólasveins- ins. Þegar Kriss er svo dreginn fyrir dómstóla til að sanna að hann sé jólasveinninn verður stelpunni og öllum aðstandendum hennar ljóst hið sanna eðli tiltrúarinnar, mikilvægi fjölskyldunnar og einnig að jafnvel nú til dags hafí allir þörf fyrir eitthvað til þess að trúa á. John Hughes segir að við það að færa hina klassísku kvikmynd frá árinu 1947 til nútímans hafi aðstandendur hennar aldrei misst sjónar af mikilvægasta boðskap hennar sem sé tiltrú og traust. „Sagan á meira erindi nú en nokkru sinni fyrr, en hún fjallar um trú og traust og markaðssetningu jól- anna. Þessi útgáfa myndarinnar er einskonar félagi hinnar uppruna- legu en ekki framhald, og það er engu líkara en Kriss Kringle hafi skotið upp kollinum í nútímanum," segir hann. „Það verður sífellt erf- iðara að blanda geði við ókunnuga og jólin eru í raun og veru eini tími ársins sem þú getur nálgast ein- hvern ókunnugan án þess að hann spyiji hvað þú viljir upp á dekk. Þessi kvikmynd undirstrikar mikil- vægi jólahátíðarinnar og þörf okk- ar fyrir að geta treyst hveiju öðru, ekki aðeins á jólunum heldur allan ársins hring.“ Richard Attenborough segist einnig hafa hrifist af áherslu sög- unnar á trú á þá hluti sem eru handan hversdagslegrar reynslu. „Sagan leggur áherslu á trúna á hið góða, sanngirnina og heiðar- leikann sem við viljum öll tileinka okkur jafnvel þótt okkur takist ekki alltaf upp sem skyldi. John Hughes segist ekki vera í minnsta vafa um að Attenborough hafí ver- ið rétti maðurinn í hlutverk Kriss Kringle og hann hafi haft hann í huga alveg frá því í upphafí er áætlanir um gerð myndarinnar hófust. Auk Attenboroughs koma fleiri þekktir Ieikarar fram í kvikmynd- inni, og þeirra á meðal eru Eliza- beth Perkins, sem leikur fram- kvæmdastjóra í stórversluninni sem reynir að samræma starf sitt og uppeldi dóttur sinnar og Dylan McDermott, sem leikur samúðar- fullan iögfræðing sem fer á fjörur við hana um leið og hann annast vörn Kriss Kringle fyrir dómstólun- um. Perkins sást síðast á hvíta tjaldinu í hlutverki Wilmu Flints- tone, en McDermott, sem hlaut mikið lof fyrir hlutverk sitt sem félagi Clints Eastwoods í myndinni In the Line of Fire, sást síðast í hlutverki illmennis í The Cowboy Way. Leitin að þeirri réttu í hlutverk hinnar sex ára gömlu Susan Wal- ker var tímafrek, en Hughes og starfslið hans leituðu um gjörvöll Bandaríkin og prófuðu rúmlega eitt þúsund unga leikara. En eftir að sjá Möru Wilson leika yngstu dóttur Robins Williams í Mrs. Do- ubtfire var Hughes ekki í nokkrum vafa um að hann'hefði fundið þá réttu. Þess má geta að Natalie Wood fór með hlutverk stelpunnar í myndinni sem gerð var 1947, og var það sennilega eitt fyrsta hlut- verk hennar í kvikmyndum. Rithöfundurinn, leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn John Hughes hefur átt mikilli velgengni að fagna allt frá því er hann skrif- aði fyrsta kvikmyndahandrit sitt árið 1982. Hann á nú að baki 25 kvikmyndir, en þeirra vinsælust varð Home Alone, sem er vinsæl- asta gamanmynd sem gerð hefur verið og íjórða aðsóknarmesta mynd allra tíma. Hann sló fyrst verulega í gegn með handritum sínum að myndunum Mr. Mom og National Lampoon’s Vacation, en skömmu síðar byijaði hann sjálfur að' leikstýra myndum eftir eigin handriti. Hin fyrsta var Sixteen Candles, en alls hefur hann leik- stýrt átta myndum. Meðal þeirra eru Curly Sue, Uncle Buck, She’s having a Baby, Planes, Trains and Automobiles, Ferris Butler’s Day Off og The Breakfast Club. Þá skrifaði hann handritið og fram- leiddi Dennis the Menace, Home Alone 2: Lost in New York, Nation- al Lampoon’s Christmas vacation, The Great Outdoors, Some Kind of Wonderful og Pretty in Pink. Árið 1991 útnefndu samtök kvikmyndahúsaeigenda í Banda- ríkjunum John Hughes framleið- anda ársins og nýlega hlaut hann fyrstu Cecil B. De Mille verðlaunin sem úthlutað hefur verið. Hughes er sem fyrr með mörg járn í eldin- um og næsta mynd sem hann leik- stýrir verður væntanlega The Bee, sem hann gerir fyrir Disney. Leikstjóri Miracle on 34th Street er Les Mayfield, sem fæddur er í Mexíkó. Þegar hann var á fyrsta ári í kvikmyndaskóla háskólans í Suður-Kaiiforníu stofnaði hann eigið fýrirtæki ásamt skólabróður sínum George Zaloom. Þeir unnu verkefni fyrir fyrirtæki Stevens Spielbergs, Amblin Entertainment, og meðal annars gerðu þeir heim- ildarmynd um gerð Poltergeist. Síðan hefur Mayfield leikstýrt heimildarmyndum um gerð Back to the Future, Empire of the Sun, Who Framed Roger Rabbit? og Indiana Jones and the Lost Crusade. Árið 1991 vann mynd hans um gerð myndar Francis Ford Cóppola, Apocalypse Now til marg- víslegra verðlauna. Myndin sem heitir Hearts of Darkness: A Filmmaker’s Apocalypse hlaut Cable Ace kapalsjónvarpsverðlaun- in, Eddie verðlaunin sem samtök klippara í Bandaríkjunum veita og loks verðlaun National Board of Review fyrir bestu heimildarmynd- ina sem sýnd var í kvikmyndahús- um. Töldu gagnrýnendurnir Paul- ine Kael og Gene Siskeel að He- arts of Darkness væri besta kvik- mynd ársins 1991. Fyrstu leiknu myndina gerði Mayfield svo árið 1992, en það var Encino Mans, sem naut mikillar aðsóknar. Aðlaður afreksmaður RICHARD Attenborough ásamt Les Mayfield leikstjóra Miracle on 34th Street. RICHARD Attenborough er margverðlaunaður kvikmyndaframleið- andi, leikstjóri og leik- ari, en hann hóf feril sinn sem leikari. Hann hefur leikið í rúm- lega 50 kvikmyndum og síðast fór hann með hlutverk í Júra- garði Stevens Spielbergs. Attenborough lauk prófi frá Konunglegu leiklistarakadem- iunni í London og fyrsta kvik- myndahlutverk hans var árið 1942 í myndinni In Whieh We Serve. Skömmu síðar var hann kallaður til herþjónustu, en að styrjöldinni lokinni lék hann í fjölda kvikmynda áður en hann lét þann draum sinn rætast að framleiða sjálfur kvikmyndir. Árið 1959 tók hann höndum sam- an við leikarann Bryan Forbes og stofnuðu þeir kvikmyndafyr- irtækið Beaver Films. Meðal mynda sem þeir gerðu má nefna The Angry Silence, All Night Long, Whistle Down the Wind og Seance on a Wet Afternoon, en þeirri mynd leikstýrði Forbes og færði myndin Attenborough verðlaun Bresku kvikmyndaaka- demíunnar sem besti leikari. Þau verðlaun hlotnuðust honum svo á nýjan leik árið 1964 fyrir hlut- verk í myndinni Guns at Batasi. Á næstu árum fór Attenboro- ugh með hlutverk í mörgum þekktum kvikmyndum og meðal þeirra eru The Flight of the Pho- enix, The Sand Peb- bles, Dr. Doolittle, The Great Escape og The Bliss of Mrs. Blossom. Fyrstu myndinni leikstýrði Attenboro- ugh svo árið 1969, en það var Oh! What a Lovely War, og í kjöl- farið fylgdu svo Young Winston, A Bridge Too Far og Magic. Árið 1982 rættist svo draum- ur sem Attenborough hafði lengi átt sé, en það var að framleiða og leikstýra stór- myndinni Gandhi, sem vann til fimm breskra kvikmyndaverð- launa og átta Óskarsveðláuna, en Attenborough fékk sjálfur verðlaun fyrir bestu myndina og sem besti leikstjóri beggja vegna Atlantshafsins. Síðan þetta var hefur Attenborough leikstýrt kvikmyndagerð söngleiksins A Chorus Line, Cry Freedom, Chaplin og nú síðast Shadow- lands með Anthony Hopkins og Debra Winger í aðalhlutverkum, en sú mynd verður nýársmynd Háskólabíós. Richard Attenborough var aðlaður árið 1976 og 1983 voru honum veitt Martin Luther King friðarverðlaunin og indversku Padma Bhusan verðlaunin. Þar sem hann ber nú titil aðalsmanns hefur hann veitt forstöðu yfir 30 félagasamtökum og stofnun- um, en meðal þeirra er Konung- lega leiklistarakademían, Breska kvikmyndastofnunin, UNICEF og Channel Four Tele- vision.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.