Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Minningarathöfn um JÖHÖNNU C. M. JÓHANNESSON, fædd Svensson, (Hanna Jóhannesson frá Vatneyri, Patreksfirði), verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 3. desem- ber kl. 14.00. Unnur Friðþjófsdóttir, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Kristinn Friðþjófsson, Sólveig Jónsdóttir, Kolbrún Friðþjófsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Bryndfs Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ÁRNI ÁRNASON HAFSTAÐ, er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Arngunnur Ársælsdóttir, Kolbeinn, Árni, Ársæll, Jón, Finnur, tengdadætur og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hólmgarði 6, sem lést 23. nóvember verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. desember kl. 15.00. Birna Einarsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Rúnar Einarsson, Sævar Einarsson, Gunnar Einarsson, Karl Einarsson, María Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elísabet Valgeirsdóttir, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Guðlaug Gunnarsdóttir, Dagný Svavarsdóttir, Steingrímur Snorrason, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MÁLMFREÐS JÓNASAR ÁRNASONAR frá Eskifirði, Maríubakka 12, Reykjavík. Jóhanna Marfa Danfelsdóttir, Dani'el Jónasson, Ásdfs Jakobsdóttir, Árni Jónasson, Anna Britta Vilhjálmsdóttir, Örn Jónasson, Helga Jóhannesdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð, virðingu og vináttu við andlát og útför GRÓU HERTERVIG frá Akureyri. Sérstakar þakkir eru færðar forstöðu- konu og starfsfólki á Dalbraut 27 í Reykjavík. Arna Hjörleifsdóttir, Jóhannes R. Snorrason, Ingvi Hjörleifsson, Ólína Halldórsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og jarðarför ÍSAKS ÞÓRIS VIGGÓSSONAR, Trönuhjalla 3, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Arnardóttir, Rebekka ísaksdóttir, Páll ísaksson, Ragnar fsaksson, Ásta R. Rafnsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. SIGURJÓN VIÐAR ALFREÐS + Siguijón Viðar Alfreðs Guð- laugsson fæddist 29. nóvember 1934 á Akureyri. Hann lést 19. nóvember sl. á heimil sínu á Alfta- nesi. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Guðjónsdóttir og Guðlaugur Krist- jánsson. Nýfæddum var honum komið í fóstur hjá hjónunum Báru Sigurjónsdótt- ur og Alfreð Jóns- syni. Bára og Sigur- jón voru systkinabörn. Tvíbura- bróðir Siguijóns, Jón Viðar, fór einnig í fóstur til þeirra hjóna um sex ára aldur. Systkini Sig- urjóns á lífi eru: Sigurður, Pál- ína, Kristján, Anna, Kristín, Jón Viðar, Guðjón, Guðlaugur. Dáin eru Sigurjón, sem dó á barns- aldri, Margrét, Kristín og Valdimar, en þeir bræður voru kvæntir systrum. Bára Sigur- jónsdóttir lifir son sinn. Sigur- jón kvæntist 3. september 1955 Birnu Viggósdóttur, f. 1935. Þeim varð fjögurra bama auð- ið. 1) Alfreð, f. 1955, maki Elín Hauks- dóttir og eiga þau tvo syni. 2) Bára, f. 1956, maki Garðar Garðarsson og eiga þau eina dóttur og fjóra syni. 3) Svavar Páll, f. 1964, maki Anna María Hjalta- dóttir, eiga þau fjögur böm, einn son og þrjár dætur. 4) Margrét, f. 1971, unnusti hennar er Hrannar Orn Hrannarsson og eiga þau einn son. Sigutjón starfaði hjá Land- helgisgæsluni í u.þ.b. tíu ár, síðar lærði hann flugumsjón. Hann starfaði fyrst hjá Loft- leiðum, síðar Vængjum, Arnar- flugi og Helga Jónssyni. Sigur- jón varð fyrsti starfsmaður þeirra hj óna Þóm og Arngríms Jóhannssonar, eiganda flugfé- lagsins Atlanta, og starfaði þar til dánardægurs. VINUR minn, Siguqon Viðar Al- freðs, er farinn, horfinn, dáinn. Það var eins og ljós hefði slökknað. Ljós sem maður hafði tekið sem sjálf- sögðu. Ljós sem einfaldlega alltaf var og þar með ekki metið að verð- leikum, fyrr en það hvarf. Við höfðum unnið saman gegn- um árin, á íslandi og í útlöndum, og þegar við hjónin stofnuðum fé- lagið okkar Atlanta, þá kom Sigur- jón með okkur í baráttuna. Siguijón var flugumsjónarmaður að mennt og vann í fyrstu sem slík- ur, en gekk jafnframt í öll önnur störf eða allt annað sem þurfti að gera og það á hvaða tíma sem var, hvar sem var og það er nú einu sinni svo að þegar maður vinnur möglunarlaust allt sem þarf, þá er endalaust bætt á og verður þá gjarnan lítið um þakkir. En þó seint sé vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir samveruna og samstarfíð. Þegar ég horfi til baka rennur upp fyrir mér hversu stór maður Siguijón var. Hann var með geð- prúðustu mönnum og var alltaf í sínu einstæða sólskinsskapi. Hann var fyrstur til að fínna ef eitthvað bjátaði á hjá einhveijum og þá fyrstur með orð til hjálpar og styrkt- ar. Oft þegar ég stóð frammi fyrir erfíðleikum sem mér fannst á stundum óyfirstíganlegir og sá enga lausn á, kom hann, lagði hend- ina á öxlina á mér og sagði „o, þetta lagast fóstri". Lausnimar á vanda, litlum eða stórum, hafði hann alltaf tiltækar. Ein lítil saga frá því við opnuðum fyrirtækið okk- ar fyrst í Mosfellsbænum kom upp í huga mér. Við höfðum keypt not- uð skrifstofuhúsgögn sem Siguijón fann á einhverri útsölu, en þegar við vorum stoltir búnir að koma öllu saman og á sinn stað sáum við okkur til hrellingar að fínu hús- gögnin okkar voru öll í rispum. Þetta var hið versta mál því við höfðum boðið nokkrum gestum um kvöldið. Nú Siguijón dó ekki ráða- laus og hljóp yfir götuna í matvöru- versluíiina og keypti sósulit sem hann síðan bar á og allar rispur hurfu samstundis, og hafa ekki sést að ráði síðan og þessi húsgögn eru enn í notkun. Siguijón hafði þann einstaka hæfileika að eignast vini hvar sem hann fór. í Líbýu þar sem Siguijón var stöðvarstjóri um tíma var oft lítið um kræsilegan mat, en Sigur- jón fór bara og „talaði" og samdi við vini sína bænduma í nágrenninu og aflaði fanga svo sem eins og kjúklinga og eggja. Hvaða tungu- mál hann talaði eða hvernig hann fór að þessu hef ég aldrei komist að, en eitt er víst að ekki talaði hann arabísku og ekki töluðu þeir neitt það tungumál sem hann kunni, en matinn kom hann með. Þannig var Siguijón, hann einfaldlega við- urkenndi ekki vandamál. Svona litl- ar sögur geymi ég margar og á' eftir að minnast þeirra með hlýju um mína ókomnu daga. En nú hefur Sigurjón komið að endalokum þessa lífs og við sem eftir erum minnumst góðs drengs og vinar með djúpum söknuði og björt mininng hans mun geymast okkur um framtíð. Um leið og við þökkum fyrir sam- veruna, viljum við Birna mín votta þér og Báru, börnum ykkar, tengda- bömum, barnabömum svo og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð. Megi guð fylgja ykkur. Arngrímur og Þóra. Það var mér mikil harmafregn er ég frétti lát vinar míns Siguijóns V. Alfreðs sem lést á heimili sínu 19. nóvember sl., aðeins tíu dögum fyrir 60 ára afmæli sitt. Það er allt- af sárt þegar fólk fellur frá langt um aldur fram en það má fínna huggun í sorginni í því að hann þjáðist ekki og dó í svefni. Það mun hafa verið í kringum 1978-79 að vinátta tókst með mér, manni mínum Viðari og Siguijóni og Birnu, er þeir störfuðu saman hjá Vængjum. Ég gerði mér fljót- lega grein fyrir því að Siguijón var ekki allra né allir hans, en ég leyfí mér að álíta að ég hafi komist eins nálægt honum og óvensluðum ein- staklingi var unnt. Hann varð vinur minn sem ég fékk að aðstoða við viss tækifæri, en þau hjón launuðu mér margfalt þegar ég þurfti á að halda. Siguijón var sá mesti fjölskyldu- faðir sem ég hef þekkt. Eiginkona, böm, tengdaböm, bamabörn og aðrir ættingjar vom honum allt. Hann vildi helst hafa þau öll í kring- um sig, því fleiri því betra. Þá lék "hann á als oddi, eldaði kræsingar, en Siguijón var listakokkur. Hans tími vom stórhátíðir, svo sem jól, þar sem fjölskyldan kom saman. Sumar af bestu uppskriftum sem ég á í fómm mínum em frá honum komnar. Þeir vom ófáir afleggjar- amir af fjölærum garðablómum sem ég fékk hjá þeim hjónum. Ég á margar minningar í huga mínum af ánægjulegum samverustundum okkar úr íjórsárdal, þar sem þau hjón höfðu komið sér_ upp unaðs- reit, í sumarbústað FÍA eða bara bíltúr austur fyrir fjall, t.d. að hausti til þegar litadýrð náttúrunn- ar er hvað mest. Því miður hafði þessum samvemstundum fækkað sl. þijú ár, oftast vegna fjarveru Viðars eða veikinda minna, en þá var bara gripið til símans. Við Sig- uijón höfðum svipaðar lífsskoðanir. Ég gleymi ekki eldmóðinum sem greip okkur þegar Borgaraflokkur- inn var stofnaður. Það var komin of mikil fijálshyggja í Sjálfstæðis- flokkinn að okkar beggja mati, enda hvorugt hriflð af þeirri pólitík. Kæra Elín, þó að hann afl þinn lifí ekki brúðkaupsdaginn þinn mun hann vaka yfír þér eins og hann gerði í lifanda lífí. Elsku Birna mín, Alli, Bára, Svavar Páll, Magga, tengdabörn og barnaböm. Ég votta ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur með einu af uppáhalds ljóðum mínum sem fjallar um lífið og dauðann á svo fallegan hátt. Geturðu sofið um sumamætur? - Senn kemur brosandi dagur. Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og bamalegt að hræðast er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast. Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólegur kveðja að kveldi með kærri þökk fyrrir daginn? (Séra Sigurður Einarsson í Holti.) Fríða Einarsdóttir. Laugardagsmorguninn 19. nóv- ember fékk ég símhringinguna um að hann Siguijón vinur minn og samstarfsmaður væri dáinn. Við sem unnum með honum hjá Atlanta eigum ennþá erfitt með að trúa því að hann birtist ekki hjá okkur snemma morguns á skrifstofunni með sitt hlýlega og káta bros, og gullkornin fjúkandi til hægri og vinstri. Mín fyrstu viðbrögð voru reiði, ég vildi ekki trúa þessu því hann kvaddi mig svo sæll og glaður með kossi á kinn á föstudeginum og sagði: Jæja, Hildur mín, héma færðu nú lykilinn ef það skyldi nú eitthvað dragast að hann kæmi heim aftur og við sjáumst þá bara hress og kát á sunnudaginn um borð í ABU. Tilefnið var að þau hjónin ætluðu nú loksins að fara saman í nokkra daga frí vegna væntanlegs 60 ára afmælis hans 29. nóvember nk. Og gleðin og spenningurinn hjá honum vini mínum var eins og hjá skóla- strák, hann var svo ánægður að þau hjónin gætu nú loksins farið saman í stutta skemmtiferð. Og mikið átti hann þessa ferð nú skilið og þau hjón bæði. Þessa ferð fer hann nú á annan hátt en við gerðum ráð fyrir en eitt veit ég að hvar sem við Atlanta- starfsmenn erum í heiminum, þar verður hann Siguijón okkar eins og ég og fleiri kölluðum hann allt- af. Hann var svo mikill vinur manns, ekki bara samstarfsmaður. Fyrir mér var hann eins og pabbi. Við gátum spjallað um alla heima og geima á morgnana ef erillinn var ekki of mikill og ef ég eða ein- hver af vinnufélögum hans töfð- umst eitthvað við að komast á vinnustað, þá var það bara eitt sím- tal til Siguijóns og alltaf var það sama svarið, ekkert mál elskan, sé þig bara á eftir. Við hlógum líka oft að viðkvæð- inu hans ef svona hlutur kom upp á, því þá sagði hann bara þegar við komum inn úr dyrunum, mjög alvarlegur: „Góða kvöldið," og svo kom hláturinn, sem alltaf var á næstu grösum. Með þessum fáu orðum langar mig að minnast míns kæra vinar og.félaga Siguijóns V. Alfreðs og þakka honum samfylgdina þessi tæpu þijú ár sem við höfum unnið saman og þekkst. Þakka honum öll góðu ráðin, klappið á öxlina og hlýju orðin þegar allt var kannski ekki eins og best varð á kosið. Siguijón átti stóra og góða fjöl- skyldu að ógleymdum barnabörn- unum sem hann var mjög stoltur af og sendi ég þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Ilildur Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.