Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 37 HILDUR MAGNBJÖRG BJÖRG VINSDÓTTIR 4- Hildur Magn- ■ björg Björg- vinsdóttir var fædd á Aslaugarstöðum í Vopnafirði þann 30. september 1921. Dóttir Björgvins Þorgrímssonar og Guðríðar Arnadótt- ur. Fór ung í fóstur að Strandhöfn á sama stað. Hildur hóf sambúð með Hannesi Berg Bergsteinssyni, f. 6. ágúst 1932. Sam- an áttu þau synina Hjalta Berg, f. 23. febrúar 1951, og Sigbert Berg, f. 22. október 1953. Áður átti Hildur dóttur- ina Hafdísi Reynis Þórhalls- dóttur, f. 20. júlí 1944. Hildur og Hannes slitu samvistir, hann lést 13. maí 1987. Hildur lést í Vífilsstaðaspítala þann 22. nóv- ember sl. Hvað er lífið eftir árin? Eins og skuggi liðinn hjá. Æskan, vonin, viskan tárin, visnað eins og lítið strá. Það er 23. nóvem- ber, fallegur vetrar- dagur, ég að taka upp- úr ferðatöskunum ánægð að vera komin heim, glaðst með fjöl- skyldunni. Skyndilega hringir síminn, Hildur er dáin, kær vinkona í 30 ár er ekki lengur hér. Þegar ég sat í flug- vélinni á leiðinni heim, var hún að kveðja. Minningarnar koma upp í hugann eins og ljósbrot ein af ann- arri. Þegar ég sá hana fyrst, hún kom til dyranna lítil og fínleg og bauð mér inn, heimilið hennar var lítið og notalegt, og gott að sitja í eld- húskróknum og spjalla. Skerjafjörður - opið hús sun. 15-18 Rúmgóð 4ra-5 herb. íbúð í nýupp- gerðu fallegu húsi við Skeljanes 4. 2. hæð. íbúðin er 132 fm og skiptist m.a. í 3 svefnherb. og 2 góðar stof- ur. Stór og fallegur garður. Glæsileg eign á góðum og rólegum stað. Verð aðeins 8,3 millj. Upplýsingar fást hjá: KAUPMIÐLUN HF„ Austurstræti 17, Reykjavik, sími: 621700. OPIÐ HÚS í DAG KL. 14-18 Arnarsmári 10 - Kóp. - nýtt Glæsileg 3ja herbergja íbúð Athugið aðeins 1 íbúð eftir á 3. hæð (efstu) í fallegu fjölbýli. Sérþvottaherb. Óvenju stórar suðursvalir. Af- hendist fullbúin strax með öllum innréttingum og gólf- efnum. Parket. Sameign + lóð frágengin. Verð 7,5 millj. Athugið, höfum einnig tvær 4ra herb. íbúðir í þessu sama húsi. Nú er tækifærið, verið velkomin. Hraunhamar, fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sími 654511. OPIÐ HUS I DAG KL. 14-17 hÓLl FASTEIGN ASALA ® 10090 Hringbraut 109 - laus - 3ja herb. nýuppgerð Einstakl. glæsil. endurn. 75 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð t.v. Hér er allt nýtt m.a. ný eldhúsinnr. og tæki. Allt nýtt á baði sem er flísalagt í hólf og gólf, nýjar hurðir, gluggar, gler og gólf- efni. Þér er velkomið að skoða þessa íbúð í dag kl. 14-17. Verð aðeins 6,1 millj. Gakktu í bæinnl Bjalla merkt Hóll. Drápuhlíð 26 - sérhæð Klassísk og skemmtil. 110 fm sérhæð (1. hæð). 2 stofur og 3 parketlögð svefnherb. Nýlegt þak, gluggar og gler. Þau Gerður og ión bjóða þig sérstak- lega velkomin(n) í dag kl. 14-17. Já, Hlíðarnar standa fyrir sínu. Ofanleiti 15 - 4ra herb. - m. bílskúr - laus Afar glæsileg 4ra herþ. 106 fm íþúð á 2. hæð sem er laus fyrir þig og þína strax í dag. 3 svefnherb. Parket. Góð- ur bílskúr. Og, ekki spillir frábær stað- setning. Opið hús í dag kl. 14-17. Bjalla merkt Sigríður. Já, líttu inn...! OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17 MINNINGAR Oft lágu sporin inn í Höfðaborg á þeim árum þar sem hún bjó þá ásamt drengjunum sínum tveim. Hún var létt í lund, sá gjarnan það spaugilega við hlutina, og hafði leiftrandi frásagnargáfu. Nágrannakonurnar litu einatt inn og oft var glatt á hjalla. Lífið hafði þó ekki alltaf farið mjúkum höndum um Hildi, frekar en marga aðra, þegar ég kynntist henni var hún fráskilin með strákana sína tvo, hafði orðið að setja elsta barnið, dóttur, í fóstur og einn dreng hafði hún misst. En Hildur leit björtum augum á lífið og tilveruna og þá er allt auð- veldara og í ljósbroti minninganna var alltaf sól á þessum árum og alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ótal minningar sem verma á kveðjustund, við Hildur að fara saman að vinna í fiski í fyrsta sinn í Sænska frystihúsinu, og hvað við vorum þreyttar þegar deginum lauk. Ég að labba til Hildar á mána- björtu kvöldi inn með sjónum í Laugarnesi og hvað ég var myrk- fælin að fara framhjá Höfða. Eða ég að hitta Hildi inn í „Almenna“ þar sem hún sá um kaffið. Á erfiðum tímum í lífi mínu þeg- ar unnusti minn lést, þá lá leiðin til Hildar þar sem dvalið var dag- langt, annað kom ekki til greina. Bróðir minn að koma til borgar- innar í fyrsta sinn á leið á vertíð til Eyja, auðvitað farið til Hildar í kaffi og pönnukökur. Eða við Hildur að leigja saman íbúð á Skólavörðustígnum. Minn- ingarnar eru óteljandi. í amnstri daganna vill það verða svo að heimsóknum til kunningj- anna fer fækkandi, og þannig var því farið með okkur Hildi að við sáumst ekki mjög oft seinni árin, en móðir mín og hún voru í ágætu sambandi og fóru nokkuð oft eitt- hvað saman sér til skemmtunar, og var þá gjarnan farið á kaffihús, því kaffihúsaferðir var eitthvað sem Hildur kunni alveg sérstaklega að meta og þá átti hún einn uppáhalds- stað sem var Kaffi Lækur, þangað fór hún gjarnan ein, sat í rólegheit- um og las blöðin, enda ekki mikið sem kallaði eftir að starfsævinni lauk. Seinni ár átti Hildur við lungna- sjúkdóm að stríða og háði það mik- ið hreyfigetu hennar, en frekar en sitja heima fór hún upp í þjónustu- miðstöð aldraðra í Lönguhlíð þar sem hún var í fæði, og seinasta árið voru þær ferðir oftast farnar í leigubílum. Að fara saman í berjamó var orðinn árviss vani og þá bauð Hild- ur okkur yfirleitt einhvers staðar á veitingahús í leiðinni, enda lét henni betur að vera veitandi en þiggjandi. Ég get ekki minnst Hildar án þess að nefna það hversu mikill kattavinur hún var, hún var félagi í Kattavinafélaginu og kisunum sem hún eignaðist var sannarlega vel sinnt. Kisann sinn sem hún átti síðast þótti henni mjög vænt um og saknaði hans sárt þegar hún missti hann, og sagði að enginn köttur kæmi í harts stað. Hildur vann við hin ýmsu störf á ævinni, þegar drengirnir voru yngri vann hún sem ráðskona, síðan sá hún um kaffistofu hjá Almenna byggingafélaginu, en lengst vann hún við fískvinnslustörf í Sjófangi og í Hraðfrystihúsinu við Kirkju- sand, á meðan heilsan leyfði. Seinasta símtalið átti ég við Hildi í byijun mánaðarins, hún sagði þá að hún kviði skammdeginu, það gerði hún alltaf, en nú er hún horf- in.til bjartari heima, þar sem myrk- ur og sorgir eru ekki til. Við óskum henni góðrar heimkomu. Börnum hennar, barnabörnum og öðrum ástvinum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Hildar Björg- vinsdóttur. Gunnlaug Ólafsdóttir. Fasteignaþ)ónustan Fasteignaþjónustan leitar eftir 200-300 fm einbýlishúsi eða hæð í vesturbænum nálægt Háskólanum til leigu fyrir opinberan aðila. Einnig vantar: 1. 60-100 fm leigupláss fyrir fiskbúð á góðum stað. 2. 300 fm verslunar- og lagerpláss á jarðhæð. 3. 300 fm fyrir auglýsingastofur, gjarnan gamalt einbýli. 4. 300 fm verslunarhæð fyrir notuð húsgögn. .L-'L Fasteignaþjónustan ■ 'IL; Skúlagötu 30, sími 26600. PERMAFORM - BYGGINGARMÁTI NÚTÍMANS 3ja herbergja 6.500.000 Við undírritun samnings 200.000 Húsbréf 4.200.000 Lán frá seljanda 1.000.000 Við afhendingu 1.100.000 4ra herbergja 6.950.000 Við undirritun samnings 200.000 Húsbréf 4.500.000 Lán frá seljanda 1.000.000 Við afhendingu 1.250.000 SMIÐJUVEG 11 - 200 KOPAVOGI - S: 91-641340 PERMAFORM Sýnum Permaformhús í Skeljatangahverfi, Mosfellsbæ, laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 verð frá kr. E Komið og ræðið við sölumenn okkar á staðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.