Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens “7 ÆfA ^erjU sibu&u, heF " " (Oýgerir ekki, neitt f j CC \ (J&, eq h ef Likd t/eríé', 1 J irelta. fví -fyrír rn&rj) Ferdinand Smáfólk Hæ, ég heiti Rabbi... viltu koma Við munum skemmta okkur vel... Það hefði orðið skemmtilegt!! út og leika? ég kasta boltanum og þú getur elt hann... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 JÓLAFRÍMERKIN sem um ræðir í greininni. 30 00 ISLAMD ; ISLAMD 35oo Forljót jólafrímerki Frá Sveini Ólafssyni: MÉR BRÁ óþyrmilega er ég kom á pósthúsið til að kaupa frímerki að verðgildi 30 og 35 krónur til að nota á jólapóstinn innanlands og til útlanda. Á undanförnum árum hefur Póstur og sími yfirleitt vandað til útlits á frímerkjum um jólin, og nú á árinu gefið út falleg og sér- lega smekkleg og litfögur 30 króna frímerki í tilefni af lýðveldis- hátíðinni með mynd af herra Gísla Sveinssyni forseta Alþingis við lýðveldisstofnunina og íslenzka skjaldarmerkinu í fánalitum. Nú bregður hins vegar svo við að gefin eru út merki, sem ekki verða kölluð annað en afskræmi og ömurlegasta pírumpár og klast- ur — svo ljót að ég neitaði að kaupa þau, en keypti aðrar teg- undir með öðrum verðgildum, sem líka voru til, Guði sé lof, — þó álímingin yrði þannig fyrirhafn- arsamari en ella. Mér fannst ég ekki geta sætt mig við að þurfa að taka þátt í að dreifa út því pári, sem myndin á merkjunum er í mínum augum. Stundum verður maður að sætta sig við að þegja, en svo getur manni ofboðið að ekki verði komist hjá að kvaka. Ég verð að lýsa vanþóknun minn á því smekk- lausa vali Pósts og síma á þessum frímerkjum fyrir landslýð til að líma á jólapóstinn í ár. Látum vera þó stofnunin vilji ef til vill hygla einhveijum með því að nota svona pírumpár, en það minnsta sem hefði mátt vænta er, að þess væri gætt hafa fleiri valkosti en þennan ömurleika fyrir hinn almenna við- skiptamann, svo hann þyrfti ekki vera ofurseldur svona afbakaðri sérvisku einmitt nú fyrir jólin, — án þess að eiga nokkurt val í sömu greinum merkja. Ef þetta á að bera orðstír ís- lenzkrar listar vitni, þá er það síð- ur en svo til hróss fyrir menningar- lega stöðu hennar. Þetta er eins og að færa hana aftur á ömurlegt steinaldarstig og auglýsa það út um allar jarðir, en ekki til að birta neina háfleyga hugsun eða fegurð sem sæmandi sé nútímaþróun. Að vísu er það orðið til siðs á síðustu og verstu tímum að kalla hvers- konar afskræmi og pírumpár bæði í allskyns myndagerð og tónsmíð- um „list“, þar sem misboðið er almennum smekk venjulegs fólks, og jafnvel búið að móta almennar hugmyndir í það form, að mat á slíku sé aðeins á valdi sérfræðinga með yfirskilvitlega sérþekkingu, sem svífí ofar fáfróðum skilningi pupulsins á götunni. Og enginn nennir eða vogar sér að stynja upp neinum andmælum gegn fárán- leikanum, og rennir svo öllu saman þegjandi niður, af ótta við að fá á sig stimpil fyrir „menningars- kort“ og að kunna ekki að meta „háfleyga“ listsköpun, sem oft er bara hrein vitleysa, — jafnvel eins til þess fallin að gera grín að fávizku fólks, sem fellur í stafi yfir. svoleiðis listsköpun, eða lætur svo; Án þess að farið sé lengra út í þessa sálma, verður að játa, að Póstur og sími hefur yfirleitt verið smekklegur í vali á myndum á frímerki til notkunar fyrir lands- lýðinn. Og oft hefur maður óljóst glaðst yfir því með sjálfum sér,' að á þeim bæ hafi ekki gætt „smit- unar“ frá fáránleika listanna, sem rutt hefur sér til rúms í nútíman- um, og fáir hafa þorað eða reynt — en enginn megnað — að reisa við rönd. En þetta, sem nú hefur haldið innreið sína í frímerkjaútg- áfunni, keyrir svo um þverbak og er svo sorgleg mynd af undanláts- semi við frummennsku og fátækt í myndvali, að óhug slær á mann, ef maður á að eiga vona á fram- haldi á þessum nótum. Er það von undirritaðs, að hald- ið verði staðfastlegar við fyrri hefðir Pósts og síma um að gefa út falleg og smekkleg frímerki, sem yfirleitt hafa verið til fyrir- myndar, þótt svo ömurlega hafi tekist til nú, sem hér er lýst, og sé í svo hrópandi ósamræmi við hátíð- arstemmningu jóla og áramóta í hugum fólksins. Eg vil svo senda Pósti og síma jóla- og nýárskveðjur og í von um betri tíma, — eða öllu heldur fram- hald á smekklegum hefðum hinna fyrri tíma — og að fólki verði gef- inn kostur á fallegri frímerkjum með nýrri fallegri útgáfu nú fyrir jólin en þessum afkáralega óskapnaði, sem nú er hafður á boðstólum. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa" efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lótandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.