Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Veitingastaöurinn Thailandi er til sölu. jf^iiuWwwlí yríúiíwv&ivrt lo'&nmefrntf tfHsintiíwíiwtí 8 'tofUiBftotbS Upplýsingar í síma 654070. Ódýrt þakjárn ÓDÝRT ÞAKJÁRN og VEGGKLÆÐNING Framleiðum þakjárn og fallegar veggklæSningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt og hvítt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 45544 og 42740, fax 45607. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kuldaskórnir frá sem eru vatnsheldir og anda (veratex) komnir aftur Tegund: 69207 Stærð: 36-42 Litur: Svartir Ath: Loðfóðraðir, léttír og stamur sóli Verð: 4.995 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SlMI 18519 Ioppskórinn VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21212 STEINAR WAAGE / SKÓVERSLUN VIÐ INGÓLFSTORG ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkar góða þjónustu í Kattholti GUNNAR Magnús Ótafs- son hringdi til Velvakanda til að koma á framfæri þakklæti til Kattavinafé- lagsins og þeirra er sjá um starfsemi Kattholts og þeirrar frábæru þjónustu sem hann naut þar ekki alls fyrir löngu. Kötturinn Felix, skips- köttur sem hefur siglt með sanddæluskipum Björgun- ar út um allt land, týndist um miðjan september er hann fór út í Sævarhöfða og fannst í októberlok við Kassagerðina í Sundahöfn en þá var farið með hann upp í Kattholt. „Ég hafði hringt upp í Kattholt stuttu eftir að Felix týndist, gaf góða lýs- ingu á honum því hann var ómerktur. Eftir einn og hálfan mánuð var ég orð- inn úrkula vonar um að sjá hann nokkurntíma, þegar Sigríður í Kattholti hringdi og sagðist líklega vera með hann. Á ver- gangi hafði hann verið all- an þennan tíma en er hann kom í Kattholt fékk hann góða umönnun, var eyrna- merktur, geldur, var gefíð lyf við ýmsum kvillum og fyrir það þurfti að borga sáralítinn pening. Ég hafði ekki mikla hugmynd um starfsemina þarna en sé núna hvað hún er nauð- synleg og þakka mikið vel fyrir okkur.“ Hafa ekki hundsvit á rími AUÐUNN Bragi hringdi og fannst þeir hjá SVR ekki hafa mikið vit á rími og á hann þá við auglýs- inguna: „Kýldu á þorst- ann, drekktu Sprite“. Hann segir þetta vera lausbundið og að auglýs- ingin yrði meira sláandi svona: „Kýldu á þorstann, kneyfðu Sprite." Tapað/fundið Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR með perlu með mynstrinu 4ra blaða smára tapaðist 3. nóvember sl., e.t.v. í ís- landsbanka á Dalbraut eða milli Ármúla 7-13 eða fyr- ir utan Kleppsveg 2. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 33335. Gæludýr Köttur í óskilum KELINN svartur og hvít- ur, frekar lítill högni sem er ómerktur, hefur verið í óskilum í Hlíðarhjalla í Kópavogi í rúma viku. Eig- andinn er vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 46887. SKAK (Jmsjón Margcir l’étursson STERKASTI skákmaður Frakka, Joel Lautier (2.645), 21 árs, og Anatólí Karpov (2.780), FIDE- heimsmeistari, háðu æf- ingaeinvígi í síðustu viku í Ubeda á Spáni. Þessi staða kom upp í fimmtu skák- inni. Lautier lék síðast 29. - Hal-cl? Karpov hafði svart og átti leik í stöðunni: sjá stöðumynd 29. - Bxd4!, 30. Rxc6 (eða 30. Bxd4 - Rxd4, 31. Hxc8 og svartur á millileik- inn 31. - Rxf3+) 30. - Bxf2+, 31. Dxf2 (hvítur forðar peðstapi með 31. Kxf2 - Dxc6, 32. Bxd5, en eftir 32. - Dc5+ lendir kóngurinn á ver- gangi). 31. - Hxc6, 32. Hbl - Da6, 33. Dd4 - Hfa8, 34. Hal - Hfc8 og Karpov hefur vinn- ingsstöðu sem hann leiddi örugglega til lykta í 58 leikjum. Hann sigraði 4-2 í einvígi. í annarri skákinni vann hann jafnteflislegt hróksenda- tafl, en hinum fjórum lykt- aði með jafntefli. Besti árangur Karpovs frá stór- sigrinum í Linares í mars. Farsi „Grennri fyrir kvöldið" Instructor's Choice sokkabuxurnar sem gera fæturna svo fallega. Stærðir S—M—L—XL—XXL Hefstu útsölustaðir: Plexiglas, Borgarkringlunni Mondó, Laugavegi Sendum í póstkröfu Kóda, KerlavÍK Heildsala — smásala Nína, Akranesi Toppmenn og sport, Akureyri Flamingo, Vesfmannaeyjum Topphár, Isafirði Sirrý, Grindavík ÆFINGASTUDEO Vibarsbúb, Fáskrúðsfirði Síml 92-14828. Víkverji skrifar... IDAG hefst aðventa, eða jóla- fasta, og því er við hæfi að minna á gullfallegan texta í hug- vekjum séra Jónasar Gíslasonar, fv. vígslubiskups í Skálholti, í bókinni „Hver dagur nýr“, sem nýlega er komin út. Hugvekjur séra Jónasar, tengdar helgidögum ársins, eru settar fram í prósa og skírskota meðal annars til hvunndagsins og nútímans. Þær eiga því greiða leið til fólks á líð- andi stundu. Þessar hugvekjur eiga, að mati Víkverja, erindi til yngri sem eldri lesenda. Þær eru góður kostur í jólapakka, ekki sízt til þeirra sem að eiga fermast að vori. Víkvetji notar og tækifærið til að minna á að höfundurinn sér um samverustundir í Breiðholtskirkju í hádeginu á miðvikudögum. Þær eru að sjálfsögðu opnar öllum áhuga- sömum. xxx LÞÝÐUBLAÐIÐ hefur komið út í 75 ár. Það hefur mætt skini og skúrum á langri vegferð, góðum dögum og miður góðum, eins og gengur. Víkveiji hefur starfs sín vegna lesið blaðið um árabil, að vísu misvel, og líkað enda misvel. Upp á síkastið stendur Víkveiji sig hins vegar að því að lesa blaðið sér til gagns og gamans. Það er líflegra, bæði að efni og útliti, en næstliðin ár og ferskari vindar blása þar um síður. Víkveiji hefur það fyrir satt að heldur halli undan fæti fyrir Al- þýðuflokknum síðustu misserin, að ekki sé nú fastar að orði kveðið, af ýmsum hér ónefndum ástæðum. Það ætti að vera nokkur huggun harmi gegn á þeim bæ, að málgagn- ið hefur tekið fjörkipp og höfðar ótvírætt betur til hins venjulega manns þessa dagana en oft áður. XXX ETTA GAMLA en glaðvakandi blað vitnaði nýlega í brezkan háðfugl og stjórnmálamann, sem harmaði það hástöfum „að fólkið, sem bezt vissi, hvemig ætti að stjóma landi og leysa vandamál - væri allt upptekið við að klippa hár og keyra leigubíla“! Þrátt fyrir þetta brezka spé kem- ur sitt hvað spaklegt úr munni fólks úr þessum starfsstéttum. Þannig hélt leigubílstjóri, sem ók Víkvetja smáspotta, því fram, að saltaustur á höfuðborgarvegi væri hinn mesti skaðvaldur. Salttonninn breyttust í duft, sem naglar dekkja blönduðu biki. Síðan færu herlegheitin í and- rúmsloftið og öndunarfæri fólks - og kvillarnir létu ekki á sér standa, frá hausti og fram á vor. í þokka- bót bæmst þau á skóm inn á heim- ili fólks, m.a. í teppi, öllum til ama. Hyggnari væru Akureyringar, sem notuðu sand á hálku, í stað salts. Erlendis væm og önnur efni, ný af nál, nýtt í þessum tilgangi. En Reykvíkingar héldu sér á hinn bóginn fast við saltbeiska forneskj- una, hvort heldur hægri eð vinstri menn sætu að völdum. xxx OFT ER vitnað til orðtaksins „engar fréttir eru góðar frétt- ir“. Merking: þegar ekkert er frá- sagnarvert hefur ekkert ill skeð. Viðmælandi Víkveija lagði hins vegar þá merkingu í orðtakið, að fréttahaukar líðandi stundar teldu neikvæðar fréttir einar frásagnar- verðar! Þessi nýja orðtakstúlkun er ef til vill ekki alveg út í hött? Allavega ætti hún að vera viðkomendum verðugt íhugunarefni. Ejölmiðlarnir eiga ekki setja sjónglerið fyrir blinda augað þegar horft er til þess fagra, góða og skemmtilega í tilver- unni! Nóg er nú neikvæðnin og nöldrið samt sem áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.