Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER1994 43 I DAG BRIDS Umsjðn Guöm. Páll Arnarson EFTIR sterka laufopnun suðurs og afmeldingu norð- urs, enda NS í 5 laufum og vestur á út með þessi spil: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ V ♦ ♦ Vestur ♦ 1074 f ÁG96 ♦ K1053 ♦ Á8 Vestur Norður Austur Suður - llauf(l) Pass 1 tígull (2) Pass 1 hjarta (3) Pass 1 spaði (4) Pass 1 grand (5) Pass 2 spaðar (6JPass 3 lauf (7) Dobl Redobl Allir pass (1) Presicion. (2) Afmclding. (3) Tvfrætt; Ujartalitur eða 19-19 IIP ogjöfn skipting. (4) Biðsögn. (5) 18-19 punkta grandhendi. (6) Yfirfærsla í lauf. (7) Neitar háspili (laufi. Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon sögðu þannig á spil NS á síðasta spilakvöldi BR. Jakob Krist- insson og Jónas P. Erlings- son sögðu eins framan af, nema hvað Jakob stökk ein- faldlega í 5 iauf við einu grandi. Og nú er að velja útspilið. Ekkert útspil blasir bein- linis við og kannski er það þess vegna sem báðir spilararnir í vestursætinu ákváðu að fresta vandanum um hríð og „skoða blindan", þeir lyftu laufás: Norður ♦ 53 f 83 ♦ 7 ♦ D10976543 Vestur Austur ♦ 1074 ♦ G982 V ÁG96 IIIIH f 107542 ♦ K1053 111111 ♦ DG6 ♦ Á8 * K Suður ♦ ÁKD6 f KD ♦ Á9842 ♦ G2 Sem reyndist vera eina útspilið sem gaf samning- inn. Pennavinir SÆNSK kennslukona, kennir 13-15 ára ungling- um sænsku og ensku. Hefur m.a. mikinn áhuga á ljóð- list: Kerstin Löfgren, Fridas gata 137, S-256 54 Helsingborg, Sweden. Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, 28. nóvem- ber, verður Sesselia Ein- arsdóttir níræð. Sesselía er mörgum íslendingum í Kaupmannahöfn kunn, þar sem hún hefur búið í Dan- mörku mörg undanfarin ár og tekið þátt í starfi íslend- inga þar af lífi og sál. Sesselía er ísfirðingur. Þegar hún var á fermingar- aldri fluttist hún með danskri apótekarafjöl- skyldu til Danmerkur og bjó þar í nokkur ár, áður en hún fluttist aftur til ís- lands. Hún giftist Kjartani Ó. Bjamasyni prentara, sem einnig var kunnur ljós- myndari. Hann ferðaðist oft um og sýndi skyggnur, auk þess sem hann tók kvik- myndir. Kjartan er látinn fyrir allmörgum árum. Þau eignuðustu tvær dætur. Önnur býr í Bandaríkjunum og hin á Mön í Danmörku og hjá henni hefur Sesselía búið undanfarin nokkur ár. Sesselía og Kjartan flutt- ust til Danmerkur og bjuggu lengst af í litlu húsi úti á Amager. Sesselía var mikil handavinnukona, auk þess sem hún fékkst við smíðar. Bæði gerði hún við húsið sitt, smíðaði sjálf stiga í það og ýmsa innan- stokksmuni. Sesselía er við ágæta heilsu, utan hvað henni fór að daprast sjón fyrir nokkrum árum og er nú blind. Hún heimsótti ís- land í sumar og var þar í mánuð. Þeir sem þekkja hana hér þekkja hana sem glaðlynda og fagnandi og hún er létt í lund þrátt fyr- ir elli og ellisjúkdóma. ís- lendingar í Kaupmanna- höfn árna Sesselíu allra heilla á afmælisdaginn. 90 ARA afmæli. __ _ morgun, 28. nóvem- ber, verður níræður Óskar Jóhannsson, málara- meistari, Meðalholti 7, Reykjavík. Hann mun taka á móti gestum í dag, sunnu- dag, kl. 15.30-19 í Hæðar- garði 31. Ljósmyndastofan Hugskot BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 27. október sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ragnheiður Þorvaldsdóttir og Ófeig- ur Grétarsson. Heimili þeirra er í Fiskakvísl 11, Reykjavík. HÖGNIIIREKKVÍSI ORÐABÓKIN í Mbl. 5. nóv. sl. mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn: „Þekkt að bætur séu þáðar á móti færri vinnustundum." [Leturbr. hér] Hér hna- ut ég um beygingu so. að þiggja. Ágætur vinur minn, gamall og gróinn móðurmálskennari, hafði einnig samband við mig vegna þessa. En lítum á sögnina að þiggja og beygingu hennar. Þar er ekki allt sem sýnist. Þessi sögn fór upphaflega eftir 5. hljóðskipti sterkra so.: þiggja, þá, þágum, þeg- Þiggja ið — og beygðist eins og t.d. liggja, lá, lágum, legið. Virðist sú beyg- ing hafa verið einráð í fornmáli okkar. En hún riðlaðist fyrir mörgum öldum og varð veik í þt.: þáði, þáðum, og jafnvel einnig í lh.: þáð. Guðbrandur biskup not- ar sb. í biblíu sinni 1584, en sr. Hallgrímur leyfir sér að nota vb. í Passíusálmum sínum: „þáði sitt brauð með þakkargjörð“. Og svo þetta: „Hvíldarnótt marga hef eg þáð / herra Jesú af þinni náð.“ Hér hefur rímið auðvitað áhrif, en sýnir engu að síður, að sr. Hallgrímur hefur þekkt þessa beygingu so. að þiggja. í OH eru frá 17. öld og fram á okkar daga mörg dæmi um báðar beygingarnar. I Réttritunarorðabók ís- lenskrar málnefndar er lh. hafður þegið, enda mun svo vera kennt í skólum. Ofangreind fyrirsögn hefði að sjálf- sögðu átt að hljóða svo: Þekkt að bætur séu þegnar á móti færri vinnustundum. — J.A.J. STJÖRNUSPÁ BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mjög ákveðnar skoð- anir og kannt vel við að fá að ráða ferðinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú tekur mikilvæga ákvörð- un varðandi vinnuna. Va- rastu að segja eitthvað sem getur sært þína nánustu. Gættu tungu þinnar. Naut (20. apríl - 20. maí) (tfö Fjölskyldumálin valda þér einhverjum áhyggjum ár- degis, en seinna átt þú góðar stundir í vinahópi. Sinntu ástvini í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) 4» Varastu óþarfa tillitsleysi í samskiptum við aðra árdeg- is. Fjölskylda og heimili hafa forgang í dag og kvöldið verður rólegt. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Smá ágreiningur getur kom- ið upp varðandi peninga, en að öðru leyti verður dagurinn góður og ástvinir skemmta sér í kvöld. Ljón (23. júll — 22. ágúst) Ættingi er ekki fyllilega sáttur við afstöðu þína ár- degis. Þú færð stuðning við góða hugmynd þína varðandi vinnuna. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú færð heimboð sem kemur þér á óvart. Nú gefst gott tækifæri til að koma hug- myndum þínum á framfæri hjá ráðamönnum. Vóg (23. sept. - 22. október) Þú kemur óvenju miklu í verk í dag og tekst loks að ljúka gömlu viðfangsefni. Einkamáiin hafa forgang hjá þér í kvöld. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) Varastu tilhneigingu til kald- hæðni í samskiptum við aðra árdegis. Dagurinn hefur upp á margt að bjóða í sam- kvæmislífinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Fjölskyldumálin eru efst á baugi hjá þér í dag. Þér býðst gullið tækifæri til að bæta afkomuna verulega á næst- unni. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Ágreiningur getur komið upp árdegis varðandi pen- inga eða viðskipti. Þú færð góðar fréttir frá fjarstöddum vini í kvöld. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Smávegis ágreiningur getur valdið leiðindum árdegis, en síðdegis tekur þú mikilvæga ákvörðun, og þér berast góð- ar fréttir. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Vinur gefur þér góð ráð í dag. Ástvinir vinna vel sam- an í kvöid og eru að und- irbúa spennandi ferðalag á næstunni. Stjörnuspófia á ad lesa sem dægradvól. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. HEILSUDYNA ÞÓ er hin margrómaöa SVENKO fiberheilsudýnan góóur kostur. irest-Kot S/mf 9f-72892. Elsku börnin mín, vinir og vandamenn, sem glöddu mig á 85 ára afmceli mínu, meÖ heim- sóknum, gjöfum ogskeytum; hjartansþakklœti. GuÖ launi ykkur allan kærleikann og blessi ykkur, kveÖja með DavíÖssálmi 23. Kristín Jónsdóttir. Hugheilar þakkir til þeirra mörgu, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og kveÖjum á afmœl- isdaginn minn þann 11. nóvember síÖastliÖinn. GuÖ blessi ykkur öll. Sæmundur Jónsson. !§§i in Myndatökur Eftirtökur og viðgerðir á myndum Framköllum svart/hvítt og koperum Ljósmyndavinnustofan, Suðurlandsbraut 4a, sími 91-88 78 78 „Grennri fyrir kvöldið" Instructor's Choice sokkabuxurnar sem gera fæturna svo fallega. Stær&ir S—M—L—XL—XXL Helstu útsölustaðir: Plexiglas, Borgarkringlunni íl®"dó' Laugavegi Sendum f póstkröfu Koda, Keflovik Heildsala - smásala NinO/ Akranesi Toppmenn og sport, Akureyri Flamingo, Vestmannaeyjum Topphár, ísafirði Sirrý, Grindavík ÆFINGASTUDEO Viðarsbúð, FáskrúSsfirði Sími 92-14828. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.