Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR RALLAKSTUR IMýi bfllinn FINNINN Juha Kankkunen á Toyota varfl í öðru sæti í rallinu og færfli Auriol tíðindinn um meistara- tlgnina á spaugilegan hátt. Hér öslar hann heimatilbúinn poll í RAC rallinu. Taugatrekkti meistarinn FRAKKARNIR Didier Auriol og Bernard Occelli á Toyota fjórhjóla- drifsbíll unnu heimsmeistaratitil ökumanna í ralli í vlkunni. Fyrir skömmu tryggfli Toyota sér heimsmelstaratitil framleiðenda. Reuter Heimsmeistarar fagna FRAKKINN Didier Auriol á Toy- ota tryggði sér heimsmeistara- titil ökumanna í railakstri í Kon- unglega breska rallinu (RAC) í Englandi í vikunni. Eftir æsi- spennandi keppni við Spán- verjann Carlos Sainz á Subaru fagnaði Auriol titlinum, þrátt fyrir að hafa um tíma hrapað í 94. sæti mótsins eftir útafakst- ur og veltu í upphafi. Skotinn Colin McRae vann RAC rallið á Subaru, fyrrum heimsmeistari Juha Kannkunen á Toyota varð annar og Bruno Thiry á Ford Ecsort þriðji. Það leit ekki vel út hjá Auriol eftir fyrsta dag RAC rallsins. Hann ók á gijót í einni beygju á sérleið og skemmdi stýrisganginn, en náði að ljúka leið- inni og lét lagfæra bílinn. Hann tapaði hinsvegar miklum tíma og daginn eftir velti hann bflnum á fyrstu leið og tapaði tíu mínútum á forystubílana. Honum virtust því allar bjargir bannaðar, var á tímabili með öft- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar ustu bílum ásamt aðstoðaröku- manni sínum Bemard Occelli. En hraði Auriols á sleipum leiðum ralls- ins var með ólíkindum og fyrir íjórða og síðasta dag keppninnar var hann kominn í níunda sæti og farinn að ógna Sainz að nýju. Taugaspennan mikil Taugaspennan var því gífurleg í upphafi lokadags. McRae var með hátt í tveggja mínútna forskot á Sainz í baráttunni um fyrsta sætið. Auriol varð að ná fjórða sæti ef Sainz ynni. Forráðamenn Subaru liðsins gátu hæglega sagt McRae að hleypa Sainz framúr, svo hann fengi fleiri stig. Auriol þyrfti þá fjórða sæti til að fá titilinn, sem var varla mögulegt. Á móti gat Toyota stoppað framför Kankkun- ens svo Auriol færðist ofar, en það dygði tæpast til að ná í titilinn. Ef Sainz yrði annar, varð Auriol að verða í sjöunda sæti. En allir spá- dómar um möguleika í stöðunni fuku út í veður og vind þegar Sainz missti bílinn útaf. Hann kvaðst skyndilega hafa séð tijádrumb á veginum, og brást harkalega við þannig að bíllinn rann á hliðarskriði útaf veginum. Sat hann fastur í langan tíma og hætti síðan keppni. Keppnisstjóri Subaru liðsins vildi meina að einhveijir áhorfendur hefði hent tijádrumbum í veg fýrir Sainz, svo heimamaðurinn McRae ynni örugglega keppnina. Breti hafði ekki unnið í átján ár. „Lélegur“ en samt meistari Skömmu eftir óhapp Sainz ók Kankkunen upp að bíl Auriols og kallaði hlæjandi til hans: „Þú ert lélegur ökúmaður, en þú ert samt heimsmeistari!“. þannig komst Auriol að því að hann var meistari, þrátt fyrir allt bröltið. Kankkunen hafði áttað sig á stöðunni, því hann var næstur inn á sérleiðina sem Sainz fór útaf á. Auriol hafði einn- ig misst bílinn lítillega útaf á sömu leið, en slapp með skrekkinn. Auri- ol lauk keppninni í sjötta sæti og fagnaði titlinum og innsiglaði einn- ig titil bílaframleiðenda fyrir Toy- ota, sem vannst með sigri í San Remo rallinu fyrir nokkrum vikum. „Ég þurfti sterkar taugar fyrir þessa keppni, því mikið var í húfi,“ sagði hinn 36 ára gamli Auriol eft- ir að hann kom í mark. Andlegur styrkur hefur ekki þótt hans sterk- asta hlið til þessa. „Þetta er erfið- asta keppnin á mínum ferli og það fóru margar skrítnar hugsanir í gegnum huga minn á meðan þessu stóð. Ég hafði miklar áhyggjur eft- ir að við lentum í vandamálum. Fyrst ók ég á gijót, síðan velti ég í ísilagðri beygju og túrbó búnaður bílsins bilaði á tímabili. Ég ákvað samt að gefast ekki upp, eftir góð- an nætursvefn eftir fyrstu tvo dag- ana. Ég náði mér betur á strik undir lokin og það var ekki hvað síst gott að ná tökum á sjálfum sér, hafa trú á því að þetta væri hægt.“ „Mig hefur stundum skort einbeit- ingu og þarf að hugsa mikið. Marg- ir keyra á hreinni eðlisávísun, ég þarf hinsvegar oft að úthugsa hvert rall áður en farið er af stað. Það er líka þessvegna sem mér hefur gengið vel í margri keppninni og hef náð titlinum núna. En þetta er taugatrekkjandi íþrótt...“ sagði Auriol. íslandsmeistarinn í rallakstri, Rúnar Jónsson, hefur lengi fýlgst með heimsmeistaramótinu og þekk- ir vel til Auriols. „Auriol er glað- lyndasti ökumaður sem ég þekki, tekur sjálfan sig ekki of alvarlega. Jafnvel þegar allt gengur á aftur- fótunum er hann fyrsti maður til að brosa að öllu saman“, sagði Rúnar aðspurður við Morgunblaðið. „Hann hló bara eftir að hann velti í RAC rallinu og mér finnst hann vel að titlinum kominn. Fyrir tveimur árum barðist hann við Sa- inz um titilinn og tapaði þá, þó hann ynni sex röll á keppnistímabil- inu, sem er met. Hann getur tekið skuggalega spretti á sérleiðum, svo hraða að það á enginn möguleika í hann. Auriol hefur svipaða aksturs- takta og Sainz, það er mikið að ske hjá þeim í akstrinum, enginn logn- molla. Þetta em mikil tæki sem top- pökumennirnir aka. Líklega em þeir helmingi kraftmeiri en okkar bílar og ég gæfi mikið fyrir að prófa svona græju. Ég er viss um að það á eftir að gerast, fyrr en síðar. Það hefur alltaf verið á stefnuskránni hjá mér og skemmtilegast væri að prófa meistarabílinn nýja“, sagði Rúnar. GOLF Greg Norman vill nýja mótaröð þeirra bestu ÁSTRALSKI kylfíngurinn Greg Norman hefur mikinn áhuga á að koma á fót nýrri mótaröð þrjátíu bestu kylfinga heims og segir að „úrvalsdeildinni" verði komið á, sama hvað skipuleggjendur ann- arra móta segi. Hann er svo stað- fastur í trú sinni að hann hefur sjálfur lagt fram fé til að koma megi mótinu á. Hugmyndin er að á næsta ári verði komið á laggimar nýrri móta- röð þar sem 30 bestu kylfíngar heims taka þátt. Mótin verða átta talsins og leikið verður í Bandaríkj- unum, Kanada, Skotlandi, Spáni og í Japan. Undirtektir hafa verið mis- jafnar og Tim Finchem, einn stjóm- armanna PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum segir að ein mótaröð í viðbót sé ekki það sem bestu kylf- ingar heims þurfí og hefur gefíð í skyn að þeir sem em skráðir í PGA mótaröðina fái ekki frí til að keppa í þessum átta mótum. Ætlunin er að sigurvegarinn á hveiju móti fái veglega peninga- upphæð, en Norman segir það ekki aðalatriðið enda hafi sér verið boðið að koma á fót annarri móta- röð þar sem sigurvegarinn fengi um 66 milljónir króna. „Þetta snýst ekki bara um peninga og þess vegna sagði ég nei. Ég vil ekki kaupa menn til að taka þátt heldur koma þessum móturn á fót í sam- vinnu við samtök atvinnukylfinga. Undirbúningurinn að þessari móta- röð er kominn það langt að ég sé ekki annað en hún verði að veru- leika á næsta ári,“ segir Norman sem hefur ákveðið að taka á sig það tap sem hugsanlega gæti orðið á mótunum. Norman segir að það hljóti að vera hægt að komast að samkomu- lagi við skipuleggjendur annarra móta enda sé aðeins um átta mót að ræða. „Málin verða rædd og ég trúi ekki öðru en hægt verði að komast að samkomulagi. Það hefur enginn áhuga á að koma þessu á í óþökk annarra skipu- leggjenda og þurfa síðan að vera með lögfræðinga á bakinu næstu árin. Ég held að svona mót geti gert golfinu gott og gefur kylfingum sem ekki eru á meðal þeirra 40 bestu í heiminum aukin tækifæri. Ef ég væri ungur maður og vissi af mótum þar sem 30 bestu kylf- ingar heims mættust alltaf þá hefði ég að einhverju að keppa,“ segir Normann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.