Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 56
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki (slands Bankl allra landsmanna SÍMI691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þörungaverksmiðjan Hagkvæmni athugun á sæeyraeldi Kaplakriki Tenóra- veisla SAMTÖK um tónlistarhús standa fyrir tvennum stórtón- leikum í desember, annars veg- ar djasstónleikum í Periunni 2. desember og hins vegar tón- leikum í íþróttahúsinu Kapla- krika í Hafnarfirði 11. desem- ber, þar sem margir af helstu tenórsöngvurum íslands koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og Óperukórnum. Tenóramir, sem verða að líkindum átta eða níu talsins, munu syngja helstu tenórperl- ur tónbókmenntanna og koma sumir þeirra gagngert til landsins á tónleikana. Kristján Jóhannsson hafði gefið vilyrði fyrir að syngja á tónleikunum, en hafði skuld- bundið sig til að syngja í Munehen á þeim tíma sem tókst að fá húsnæði. Á djasstónleikunum í Perl- unni spilar m.a. hinn heims- kunni danski bassaleikari Ni- els-Henning 0rsted Pedersen. ■ Perludjass og átta/4 ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera hag- kvæmniathugun á sæeyraeldi í Þör- ungaverksmiðjunni á Reykhól- um. Fulltrúar frá japönsku fyrir- tæki ræddu við forsvarsmenn verk- smiðjunnar fyrr í vikunni og sýndu málinu áhuga, að sögn Bjarna Ósk- ars Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Þörungaverksmiðjunnar. Bjarni tók það fram að málið væri á frumstigi, en kostir Þörunga- verksmiðjunnar við sæeyraeldi væru annars vegar aðgangur að jarðhita, sem fengist með affalls- vatni verksmiðjunnar, og hins vegar aðgangur að þara. Sæeyru eru eins konar sæsniglar sem lifa einkum með vesturströnd Bandaríkjanna. Til þess að rækta eitt kíló af sæeyra þarf um 20-25 kíló af þara. Tilraunaeldi á sæeyra hefur verið um nokkurt skeið við Grindavík og í Vogum. Bjarni, sem tók við framkvæmda- stjórn Þörungaverksmiðjunnar í júní á þessu ári, sagði að ákveðinn- ar bjartsýni gætti í áætlun fyrirtæk- isins hvað þetta ár varðar, þó að mikil fjármagnsgjöld væru fyrir- tækinu enn erfið. Hagnaður hefði verið af rekstrinum sjálfum það sem af væri ársins. Það væri þó of snemmt að spá fyrir um endanlega afkomu á árinu, því síðustu mánuð- ir ársins væru að jafnaði erfiðir fyrir verksmiðjuna. Árið 1993 var 9,5 milljón króna tap á Þörungaverksmiðjunni. Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða var 2,6 milljónir en vaxtagjöld námu 14,5 milljónum. Hluti af ástæðunni fyrir bjartsýni með framtíð verksmiðjunnar er að markaðir fyrir þang og þara virðast heldur vera að taka við sér eftir öldudal síðustu ár, sagði Bjarni. Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMENN áttu við vinnupalla á Ægisgötu. Fyrirséð hvassviðri kom sumum á óvart SUÐAUSTAN stormur með hlý- indum og regni fylgdi krappri lægð sem kom upp að landinu í fyrrinótt og var spáð útvestlægri átt fram eftir degi í gær. Þótt Veðurstofan hafi sagt fyrir um hvassviðrið virtist sem það kæmi sums staðar á óvart. Um tíu í gærmorgun var ótt- ast að vinnupallar við hús á mót- um Ægisgötu og Nýlendugötu kynnu að láta undan storminum, enda var frágangur þeirra held- ur bágborinn, að sögn slökkvi- liðs, sem sent var á staðinn ásamt vaktmönnum borgarinnar. Fyrr um morguninn hafði verktaka verið gert að grípa til ráðstafana þegar óttast var að vinnupallar við Orrahóla stæðust ekki vindinn. Vegna vatnsveðurs var slökkvilið kvatt með vatnssugu sína til aðstoðar við tvö hús þar sem niðurföll höfðu stíflast og vatn flætt inn. Samanburður á 13 QECD-löndum Arðsemi fyrirtækja langlægst á Islandi ARÐSEMI fyrirtækja er áberandi lægst á íslandi ef hún er borin sam- an við arðsemi fyrirtækja í 12 öðr- um aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Ef arðsemi hér væri eins og hún er að meðaltali í ríkjunum væri hagnaður í íslensku atvinnulífi um eða yfir 20 milljarðar króna á ári sem er margfalt meira en hefur verið. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði fréttabréfs Vinnuveitenda- sambands íslands (VSÍ), Af vett- vangi. Þar segir Hannes G. Sigurðs- son hagfræðingur að í þessum sam- anburði sé „ísland í sérflokki hvað varðar litla arðsemi í atvinnu- rekstri" og ekkert hinna landanna eigi við viðlíka vandamál að etja. Á árunum 1987-1992 var arð- semi eigin fjár í íslensku atvinnulífi 0,7% en hagnaður í hlutfalli við tekjur 0,2% að meðaltali. Hagnaður fyrirtækja í hinum OECD-löndun- um 12 var að meðaltali tæp 5% af veltu og 11% af eigin fé. Þau lönd sem koma næst íslandi með lága arðsemi á eigin fé eru Spánn, Finn- land og Bandaríkin, en arðsemi þar er þó um 7% en innan við en 1% hér á landi. Hannes kallar lélega arðsemi hjá íslenskum fyrirtækjum „alvarlegt þjóðfélagsvandamál“ sem sé „grundvöllur þess vítahrings stöðn- unar og samdráttar" sem sé á Is- landi. Hún valdi slæmri eigin- fjárstöðu fyrirtækja, mikilli skuld- setningu, lítilli fjárfestingu og tak- mörkuðum burðum til rannsókna og þróunarverkefna. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Hrímblóm HRIMIÐ tekur á sig ýmsar mynd- ir í hrauninu við Djúpavatn á Reykjanesi. Það gaf t.d. þessum fölnuðu blómum nýtt líf eitt andartak. Þrjú lönd hafa þegar boðið Atlanta velkomið ARNGRÍMUR B. Jóhannsson, eigandi og stofn- andi flugfélagsins Atlanta, segist vera önnum kafínn um þessar mundir við að kynna sér aðra — , möguleika sem fyrirtækið hafi fyrir staðsetningu flugrekstrar síns í framtíðinni. Hann segir að þegar hafi Atlanta verið boðið velkomið í þrem- ur löndum og eitt landanna þriggja hafi auk þess boðið fyrirtækinu ákveðin skattafríðindi. „Það blasir nú við okkur að meta það kalt og yfirvegað, hvort yið ætlum að starfa hér áfram,“ segir Arngrímur í samtali við Morgun- blaðið í dag. Hann kveðst sérstaklega vera að kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi séu, í þeim þremur löndum, sem þegar hafi boðið fyrir- tækið velkomið, en vill ekki á þessu stigi greina frá því um hvaða lönd er að ræða. Ákvörðun tekin fyrir áramót „Eitt þeirra hefur meira að segja boðið okkur ákveðin skattafríðindi, ef við flytjum starfsemina þangað," segir Arngrímur. Hann segir að niður- staða um framtíðarrekstrarfyrirkomulag Atlanta verði að liggja fyrir, fyrir áramót. Arngrímur segir ýmsa möguleika koma til greina, ef ákveðið verði að flytja reksturinn. „Eigum við til dæmis að flytja alla starfsemina úr landi, eða eigum við að flytja hluta hennar?“ spyr Arngrímur, og bætir við: „Ég hallast á þessari stundu að seinni kostinum og tel að við eigum að hafa móðurfyrirtækið staðsett á ís- landi." Urelt vinnulöggjöf Arngrímur segir að það sé ekki síst úrelt vinnu- löggjöf frá árinu 1938 sem geri alþjóðlegan flug- rekstur eins og rekstur Atlanta erfiðan hér á landi. Hann segir það liggja í augum uppi að starfsskipulag og rekstur fyrirtækisins verði tek- inn til gagngerrar endurskoðunar, þegar og ef til þess komi að starfsemi Atlanta verði flutt úr landi. ■ Læt ógjarnan kúga mig/10-11 Rólegt hjá lögreglu víðast hvar LÖGREGLAN í Reykjavík segir að rólegra hafi verið í miðbænum aðfaranótt föstu- dags en nokkru sinni undan- farna mánuði. Vegna veðurs var fátt fólk’ á ferli og fór allt friðsamlega fram að sögn lögreglunnar. Nokkur ölvun var í heima- húsum, að sögn lögreglu, en fáir gistu fangageymslur. Lögreglumenn víðs vegar um landið áttu rólega nótt að sögn og var ekki vitað um óhöpp en nokkrir ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.