Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lúðvík Jósepsson, fyrrum ráð- herra og formaður Alþýðu- bandalagsins, var jarðsettur í gær frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Fjölmenni var við útförina og meðal viðstaddra forseti íslands, forseti Alþingis og ráðherrar. Séra Halldór Reynisson í Hruna jarðsöng og organisti var Marteinn H. Frið- riksson. Szymon Kuran lék ein- leik, Inga J. Backman ein- Útför Lúðvíks Jósepssonar söngvari og Karlakór Reykja- víkur sungu við athöfnina. Lík- menn voru Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins, Ragnar Arnalds Morgunblaðið/Kristinn formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson alþingismaður, Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður, Smári Geirsson forseti bæjar- stjóraar á Neskaupstað, Guð- mundur Bjarnason bæjarstjóri í Neskaupstað, Björgvin Vil- mundarson bankasljóri Lands- bankans og Kjartan Gunnars- son formaður bankaráðs Landsbankans. Einkavæðing Lyfjaverslunar ríkisins Vill heimild til að selja öll bréfin FRIÐRIK Sophusson fjánnálaráð- herra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að honum verði heimiit að selja öll hlutabréf ríkisins í Lyfja- verslun ríkisins. Helmingur bréfanna seldist upp sama dag og þau voru sett á markað. Alþingi samþykkti síðasta vor lög um að breyta Lyfjaverslun ríkisins í hlutafélag og að fjármálaráðherra væri heimilt að selja helming hluta- bréfa ríkisins. Hlutafélagið tók til starfa í júlí og samkvæmt stofnefna- hagsreikningi, sem samþykktur var 7. nóvember sl. var eigið fé fyrirtæk- isins 430 milljónir, þar af hlutafé 300 milljónir. Heildareignir Lyfjaverslun- arinnar námu hins vegar 791 milljón. Ríkið bauð þann 17. nóvember 150 milljónir af hlutafé sínu til sölu á genginu 1,34 og seldust bréfín upp samdægurs fyrir 201 milljón. Lagafrumvarp um umsýslugjaldið TRYGGINGARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimil- ar Fasteignamati ríkisins að inn- heimta svonefnt umsýslugjald af hús- eigendum. Reglugerð um slíkt gjald var raunar sett í haust en efasemdir hafa verið uppi um að hún hafí laga- stoð og því er þetta frumvarp lagt fram. Samkvæmt frumvarpinu er Fast- eignamati ríkisins heimilt að inn- heimta 3 prómill af brunabótamati húseigna í umsýslugjald, en þetta svarar til 30 króna af hverri milljón. Gjaldið á að standa straum af þjón- ustu sem Fasteignamatið veitir hús- eigendum með því að halda landskrá yfír brunabótamat húseigna og fylgj- ast með því að brunabótamat hús- eigna sé rétt á hveijum tíma. Samkvæmt frumvarpinu verða fleiri breytingar á lögum um bruna- tryggingar sem tengist auknu hlut- verki Fasteignamatsins og uppsetn- ingu svokallaðrar Landskrár fast- eigna en í lögum, sem Alþingi sam- þykkti í vor var Fasteignamatinu fal- ið að annast mat á skylduvátryggðum húsum og halda utan um skráningu brunatryggðra húseigna í landinu. Ríkisendurskoðun um sölu ríkiseigna ^t-^94 Markmið sljómvalda hefðu mátt vera skýrari Morgunblaðið/RAX Sigurkoss JÓHANNES R. Jóhannesson fagn- aði öðru sæti á heimsmeistara- móti áhugamanna í snóker, sem fór fram í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku og lauk um helgina. Dómurinn 1 Hágangsmálinu Norska ákæruvald- ið áfrýjar Ósló. Morgunblaðið. NORSKA ákæruvaldið hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms í Norður- Tromsfylki yfir útgerð og skipverjum á Hágangi II, sem norska strandgæzlan færði til hafnar í Nor- egi í ágúst vegna veiða á fískvernd- arsvæðinu við Svalbarða. Ákæruvaldið sættir sig ekki við að skipstjórinn og útgerðin skuli hafa verið sýknuð af ólöglegum veið- um. Þá telur saksóknaraembættið að dómurinn yfir Antoni Ingvasyni stýrimanni, sem var fundinn sekur um að hafa skotið í átt að strandgæzlumönnum, sé of vægur. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að strandgæzlan hefði verið í órétti þegar hún skar á togvíra Hágangs II, og því hyggst ákæru- valdið jafnframt reyna að hnekkja fyrir hæstarétti. Kristín Björg Ingvadóttir tók á móti kærastanum í gær og að sjálf- sögðu með sigurkossi. ■ Annað sætið/B12 Skíðalyftur í viðlaga- tryggingu SKYLT verður að viðlaga- tryggja skíðalyftur, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í gær. Það þýðir að tjón sem verður á skíðalyftum vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns- flóða er bótaskylt. Samkvæmt frumvarpinu verður Víðlagatryggingu ís- lands einnig heimilt að greiða bætur vegna tjóns sem varð í snjóflóðum síðasta vetur á skíða- lyftum á ísafirði eins og skyldu- tryggingin hefði tekið-gildi frá 1. janúar 1994. I greinargerð með frumvarp- inu kemur fram, að með því sé tekin af um það öll tvímæli að viðlagatryggja skuli skíðalyftur en um þetta atriði hafi verið nokkur ágreiningur. Þess séu einnig dæmi að eigendur skíða- lyfta hafi ekki getað tryggt lyft- urnar gegn náttúruhamförum. „LÖGFESTA þarf reglur sem kveða í meginatriðum á um hvemig standa ber að sölu á eignum ríkisins," segir í ábendingum Ríkisendurskoðunar í skýrslu um sölu á fyrirtækjum í eigu ríkisins 1991-1994. Telur stofnunin að undantekningarlaust eigi að aug- lýsa opinberlega til sölu þau fyrirtæki sem ríkið hyggst selja. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafí unnið ötullega að framkvæmd á stefnu stjómvalda í einkavæðingarmálum. „Það sem að mati Ríkisendurskoðunar hefur helst torveldað framkvæmd þessara mála er að markmiðssetning stjómvalda hefði mátt vera skýrari. Þetta á ekki síst við um það atriði hvort hámarka skuli tekjur af sölu, eða hvort önnur sjónarmið, ósamrýmanleg þessu, eigi að hafa meira vægi,“ segir í skýrsl- unni. Stofnunin leggur til að einum aðila innan stjómkérfísins sé falin umsjón með sölunni sem beri á hénni ábyrgð og skilja þurfí sem mest á milli markmiðssetningar stjómvalda og faglegrar umsjónar með sölu. Þá telur hún að við sölu á eignar- hlutum í fyrirtækjum ætti að nýta þekkingu sem til staðar sé innan stjómkerfisins eftir því sem kostur er áður en leitað sé til utanaðkom- andi aðila. Og áður en fyrirtæki eru boðin til sölu vill Ríkisendurskoðun að kynnt sé hvaða sjónarmið verði látin ráða mati á tilboðum og gefa þurfí hæfilega rúman tímafrest þegar fyrirtæki séu boðin til sölu. „Æskilegt er að stjómvöld hafi mótað sér fyrirfram skoðun á hvað sé lægsta ásættanlegt söluverð hveiju sinni,“ segir í skýrslunni og ennfrem- ur er lagt til að tekin verði afstaða til hvort ástæða sé til að selja einstök ríkisfyrirtæki í áföngum. Aukin ábyrgðartilfinning Loks bendir Ríkisendurskoðun á að af viðtölum við eigendur sumra fyrirtækja sem hafa verið einkavædd megi ráða að ábyrgðartilfínning stjómenda og starfsmanna hafí auk- ist, ákvarðanataka sé orðin skjótvirk- ari því ríkisfyrirtæki hafi liðið fyrir seinvirka ákvarðanatöku og einnig sé sveigjanleiki í starfsmannavali meiri og unnt sé að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin verk. Stundum of hratt farið í sakir RÍKISENDURSKOÐUN telur í skýrslu sinni um sölu á fyrirtækj- um í eigu ríkisins á árunum 1991-1994 að sala á hlutabréfum ríkisins í Þróunarfélagi íslands hf. veki upp þá spurningu hvort stundum sé of hratt farið í sakir við sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Rifjað er upp að aðeins tvö samtök lífeyrissjóða. hafi óskað eftir viðræðum um kaup á bréf- unum og ákveðið var að selja þeim þau á 130 millj. kr. en þau höfðu áður verið metin á bilinu 150-165 millj. kr. og fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu áður samþykkt að lægsta viðun- andi verð væri á bilinu 135-140 milíj. „f sumum tilfellum kann að vera skynsamlegt að bíða með sölu í þeirri von að hærra verð kunni að bjóðast síðar,“ segir Ríkisendurskoðun. Réttara að auglýsa bréfin í skýrslunni er bent á að við sölu á, hlutabréfum ríkisins í Ferðaskrifstofu íslands hf. hafi stjórnvöld viljað að starfsmenn eignuðust allt fyrirtækið og öðr- um aðilum ekki verið boðin bréfin til kaups. Bréfin voru seld fyrir 19 millj. kr. en verðbréfafyrirtæki hafði metið hæsta mögulegt verð fyrir þau 23 millj. „Það er mat Ríkisendurskoðun- ar að réttara hefði verið að aug- lýsa bréfin opinberlega til sölu eins og verðbréfafyrirtækið sem hafði með þetta mál að gera virð- ist hafa gengið út frá. Forkaups- réttur sem starfsmönnum var lög- um samkvæmt tryggður hefði átt að nægja til að gæta hagsmuna þeirra við sölu fyrirtækisins," seg- ir Ríkisendurskoðun. Sala ríkisfyrirtækja 1991-94 Skilaði ríkissjóði 826 millj. kr. RIKIÐ. hefur. selt eða lagt niðhr og selt eignir á annars tugs fyrirtækja, sem voru að hluta eða öllu leyti í eigu þess frá árinu 1991 fram á mitt ár 1994. Salan hefur skilað rík- issjóði 826 milljónum króna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar.um sölu á fyrirtækj- um í eigu ríkisins. Tekjur af sölu fyrirtækja í eigu ríkisins námu um 1.250 millj. kr., kostnaður við sölu nam um 36' millj. (þar af voru greiddar tæplega 20 millj. í sölulaun) og yfirtekin lán vegna sölu SR-mjöls hf. námu um 390 millj. Þannig nam hreinn hagn- aður af sölu 826 millj. kr. „Til marks um áhrif af einkavæð- ingu má nefna að velta þeirra tíu fyrirtækja sem ríkið seldi, og voru að öllu leyti í eigu þess, nam saman- lagt um 4,6 milljörðum kr. síðasta árið sem ríkið átti þau. Velta SR- mjöls hf. nam þar af 3,2 milljörðum kr. Alls störfuðu liðlega 340 manns hjá þessum fyrirtækjum áður en þau voru seld. Segja má að umsvif hins opinbera hafí því minnkað sem þessu nemur,“ segir í lokakafla skýrslunn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.