Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 23. FLOKKSÞIIMG FRAMSÓKNARFLOKKSINS Skuldir heimila megin- stef kosningabaráttunnar Framsóknarflokkurinn vill að ríkissjóður leggi fram þijá milljarða til að greiða fyrir gerð kjara- samninga og að árlega verði einum milljarði varið til nýsköpunar í atvinnulífi. Egill Ólafsson fylgd- ist með flokksþingi framsóknarmanna. „ÉG ER mjög ánægður með ræðu Halldórs. Ég tel að með henni hafi Framsóknarflokkurinn stigið tvö skref til vinstri," sagði einn þingfull- trúi á flokksþingi Framsóknár- flokksins um helgina þegar hann var spurður álits á ræðu formanns Framsóknarflokksins; formanns sem hingað til hefur verið talinn koma úr hægri armi flokksins. Á flokks- þinginu, sem haldið var undir kjör- orðinu „Fólk í fyrirrúmi", fór engin umræða fram um hvort flokkurinn ætti fremur að leita eftir samstarfi til hægri eða vinstri að loknum kosn- ingum. Það er hins vegar skýrt að flokkurinn ætlar að ganga til kosn- inga með bættan hag heimila og launafólks sem helsta baráttumál. Minnkandi fylgi í skoðanakönnunum Á flokksþinginu var Halldór Ás- grímsson kjörinn formaður Fram- sóknarflokksins, en því embætti hef- ur hann gegnt síðan í vor þegar Steingrímur Hermannsson hætti af- skiptum af stjórnmálum. Þó að Hall- dór hafi alla tíð notið mikils trausts sem stjórnmálamaður hefur fylgi Framsóknarflokksins verið að dala síðan hann tók við forystunni. Þegar Steingrímur hætti mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 25-28%, en hefur síðan lækkað nær stöðugt og hefur undanfarnar vikur mælst 16-18%. Þetta er heldur minna fylgi en flokkurinn fékk í síð- ustu kosningum, en þá fékk hann 18,9% og 13 þingmenn kjörna. Hafa ber í huga að á þessu tímabili hafa miklar hræringar átt sér stað á vett- vangi stjórnmálanna. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur klofið sig út úr Alþýðuflokknum og ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að styrkja stöðu sína. Á flokksþinginu urðu ekki miklar umræður um minnkandi fylgi flokks- ins í skoðanakönnunum, en hins vegar var talsvert um það rætt á flokksþinginu að flokkurinn þyrfti að höfða meira til launafólks. Valdi- mar Guðmannsson, formaður Verka- lýðsfélags A-Húnavatnssýslu, sagði t.d. að þingfulltrúar mættu ekki fara heim án þess að svara því hvernig Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka á gífurlegum skuldavanda heimilanna. Afkoma launafólks og skuldir heimilanna voru líka fyrir- ferðarmikill þáttur í ályktunum flokksþingsins og í ræðu Halldórs Ásgrímssonar. Halldór vildi aðspurður ekki gefa mikið fyrir vangaveltur um að þetta væri tákn um að flokkurinn væri að færa sig til vinstri. Flokkurinn væri og hefði verið á miðju stjórnmál- anna. Hann spurði á móti hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði færst til vinstri fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Þrír milljarðar til lífskjarajöfnunar Á flokksþinginu voru samþykktar tillögur sem miða að „endurreisn heimilanna". Þær fela í sér þríhiiða samning milli verkfalýðshreyfingar, vinnuveitenda og ríkisins um lífs- kjarajöfnun og um stofnun ráðgjaf- ar- og endurreisnarstöðvar heimil- anna. Flokksþingið lagði til að ríkis- sjóður aflaði 3.000 milljóna í nýjum skatttekjum. Þetta skal gert með álagningu fjármagnsskatts (1.500- 2.000 milljónir), hátekjuskatts (300-400 milljónir) og minni skatt- svikum, lækkun jaðarskatts og ein- földun skattkerfisins (500-1.000 milljónum). Lagt er til að þessum fjármunum verði varið til lífskjara- jöfnunar. Flokksþingið benti á nokkrar ieiðir í því sambandi; að hækka skattleysismörk, að persónu- afsláttur hjóna og sambýlisfólks verði millifæranlegur að fullu, per- sónuafsláttur 16-20 ára ungmenna í námi verði millifæranlegur séu fjöl- skyldutekjur undir tilteknu lág- marki, vaxtabætur verði hækkaðar og komi fyrr til greiðslu, barnabætur verði hækkaðar og lánskjaravísitala afnumin. Húsnæðislánin til bankakerfisins Flokksþingið lagði til að Hús- næðisstofnun yrði breytt í ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimilanna. Hlutverk hennar yrði að sjá um fé- lagslega íbúðarlánakerfið, en al- menna húsnæðislánakerfið yrði flutt til bankakerfísins. í ræðu við upphaf flokksþingsins talaði Halidór Ás- grímsson um stærstu skuldbreytingu Islandssögunnar í þessu sambandi. í ályktunum flokksþingsins er ekki að finna nákvæma útskýringu á hvernig fjármagna á þessa skuld- breytingu. Þar segir einungis að hún verði ijármögnuð af lífeyrissjóðum, bönkum, ríkinu og sveitarfélögum. Jafnframt segir að mikilvægt sé að ná sem mestri samstöðu um þessi markmið. Lausnirnar geti falist í breytingum á lánskjörum, lánstíma eða vöxtum og tímabundinni fryst- ingu lána. Vextir af námslánum Á nokkrum sviðum vilja fram- sóknarmenn að stigin verði til baka skref sem núverandi ríkisstjórn hef- ur tekið. Flokksþingið samþykkti t.d. að stefna að því að afnema vexti af lánum Lánasjóðs íslenskra náms- Skuldirn- ar hamla öllu flokks- starfi HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skuldir flokksins hafi undanfarin ár hamlað öllu flokksstarfí. Fram- sóknarflokkurinn skuldar um 40 milljónir króna og eigið fé flokksins er neikvætt um 30 milljónir. Hall- dór segir að þrátt fyrir erfiða stöðu sjái flokkurinn nú til sólar í fjármál- unum. Skuldirnar lækkuðu um 10 milljónir á síðasta fjárhagsári. Ákveðið hefur verið að hluti tekna þingflokks Framsóknarflokksins fari í að greiða niður skuldir flokks- ins. Meginástæðan fyrir fjárhagserf- iðleikum Framsóknarflokksins er að flokkurinn tók á sig að greiða skuldir vegna útgáfu Tímans. Finn- ur Ingólfsson, gjaldkeri Framsókn- arflokksins, sagði að þó að erfið- leikarnir væru miklir stefndi í rétta átt. Allar skuldir væru í skilum og ef ekkert óvænt kæmi upp á yrði Framsóknarflokkurinn skuldlaus um aldamótin. Á síðasta fjárhagsári voru tekjur Framsóknarflokksins 26,7 milljón- ir. Útgjöldin voru 27,9 milljónir, en þar af voru vaxtagjöld 5,2 millj- ónir. Leitar til fyrirtækja Finnur sagði að flokkurinn hefði á síðustu misserum leitað til fyrir- tækja í auknum mæli. Sá tekjuliður hefði á skömmum tíma hækkað úr rúmum 700 þúsundum í 10 milljón- ir. Halldór sagði að þarna væri flokkurinn að fara inn á sömu braut og aðrir flokkar. Hann hafnaði því að með fjárbeiðnum til fyrirtækja væru stjórnmálaflokkarnir að ger- ast háðir þeim. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmoastjori KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Ný og glæsileg eign - útsýni Parhús 99 fm nettó með úrvals 3ja herb. íbúð á einni hæð. Föndurherb. í risi. Bílskúr 26 fm. Góð lán. Eignaskipti möguleg. Verð aðeins kr. 9,8 millj. Vinsæll staður í Mosfellsbæ. Gott verð - gott lán - góð íbúð Á vinsælum stað í Breiöholti endaíbúð 3ja herb. á 2. hæð. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Frá- bær greiðslukjör. Glæsileg eign í litla Skerjafirði Ný úrvals sérhæð í tvíbýli 104,3 fm. Góður bílskúr. Langtímalán kr. 4,6 millj. Vinsæll staður. í suðurhlíðum Kópavogs Úrvals íbúð 4ra herb. á 2. hæð um 100 fm. 3 svefnherb. Innb. skáp- ar. Góður bílsk. 36,6 fm. 40 ára húsnæðislán kr. 4,1 millj. Mikið útsýni. Lyftuhús - stór og góð - fráb. útsýni 2ja herb. íbúð um 65 fm á 7, hæð í Hólahverfi. Ný yfirbyggðar svalir. Húsið nýklætt utan. Útsýni yfir borgina og nágrenni. Á söluskrá óskast: 5-6 herb. sérhæð helst við Goðheima, Glaðheima eða Sólheima. Eignir í gamla bænum af ýmsum stærðum. Mega þarfnast endurbóta. 2ja-5 herb. íbúðir í vesturborginni í grennd við nýja miðbæinn eða í Smáíbúðahverfi. Fjöldi fjársterkra kaupenda. • • Rúmgott húsnæði óskast miðsvæðis í borginni. AIMENNA FASTt IGNASALAH Uu!gÁvEGI18SÍMAR2115(M!1370 Einstaklega ódýr fyrirtæki Ódýr sjoppa Til sölu mjög ódýr sælgætisverslun með Lottó- og Rauðakrosskassa. Er í þjónustumiðstöð þar sem haldnar eru unglingaskemmtanir. Leiga aðeins kr. 31 þús. per mánuð. Verð aðeins kr. 1.200 þús. Laus strax. Stór æfingasalur Til sölu aðstaða fyrir dans-, eróþikk- eða sjúkra- þjálfara. 100 fm parketsalur. Margar sturtur, gufubað, 4 sólbekkir. Góð móttaka og frábær aðstaða á mjög þekktum stað miðsvæðis. Ódýr húsaleiga. Allt plássið 300 fm. Sjoppa og húsnæði Til sölu dagsöluturn ásamt eigin húsnæði sem er um 50 fm. Verð fyrir húsn. og rekstur er aðeins kr. 2,5 millj. Svona örlátir höfum við aldr- ei verið áður, þetta eru kaup ársins. Hafið strax samband, þetta verður fljótt að fara. Bókalager Höfum til sölu bókalager með mjög seljanl. og spennandi bókum fyrir ótrúl. lágt verð. Samtals eru þetta um 9.500 bækur og verða seldar langt undir kostnaðarverði. Þú getur náð þér í drjúgan aukaþening með þessu verkefni í vetur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. rsrnTTiíTT^TTrcvTTVTm SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. EIGNAMIÐLUNIN % Síini 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 21 Goðheimar - sérstakt tilboð Mjög rúmg. um 137 fm neðri sérh. í glæsilegu stein- húsi. Suðursv. Húsið er allt nýlega viðgert og málað. Verðið er aðeins kr. 8,6 millj. Einstakt tækifæri til að eignast sérhæð á frábæru verði. 4012. EIGIMAHOLLIN Suðurlandsbraut 20 68 OO 57 Oskast keypt Austurbær. Erum að leita að minni eign í Reykjavík, austurbæ. Um er að ræða mikla útborgun, jafnvel staðgr. ef um semst. Vesturbær. Ung hjón leita að 2ja-3ja herb. íb. með góðum áhv. lánum. Miðbær/vesturbær. Fjár- sterkur aðili leitar að stórri, góðri eign helst m. 4 svefnherb. og bíl- skúr. 2ja herb. íbúðir Furugrund. Vorum að fá í söiu mjög góða og fallega 2ja herb. íb. neðst í Fossvogsdalnum. Öll íb. er nýmáluð og í góðu standi. Góð lán áhv. Verð 6,2 millj. Eskihlíð. Góð 65 fm íb. á 3. hæð m. sérherb. í risi í góðu fjölb. Áhv. 3,8 millj. byggingarsj. Verð 5,9 millj. 3ja herb. íbúðir Maríubakki. Mjög góð 100 fm íb. m. þvottah. á hæð innaf eldh. Fráb. útsýni. Stórt herb. í kj. sem gefur mikla mögul. Góð eign á góðu verði. Samtún. Nýkomin í sölu skemmtileg 60 fm íb. m. fallegu parketi, flísum á gólfum svo og nýrri eldhúsinnr.. Ath. eign sem kemur á óvart. Verð 5,2 millj. Kambsvegur. Mjög góð ca. so fm 3ja-4ra herb. ib. á efstu hæð í góðu þríb. Dökkt þarket á gólfum. Áhv. byggingarsj. 3,3 millj. Laugarnesvegur. Góð 68 fm íb. í góðu fjöib. Áhv. byggsj. og góð lán. Verð aðeins 5,9 millj. 4ra herb. Eiðistorg. Fráb. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð með stórkostl. útsýni. Mjög góðar innr. (parket, marmari o.fl.). Stæði í bílageymslu. Hraunbær. Mjög góð 100 fm björt íb. á 3. hæð í mjög góðu fjölb- húsi. Góðar innr. Snyrtil. sameign. Njarðargata. Góð 4ra-5 herb. íb. á efri hæð og risi. Ca 22 fm bílsk. Góð eign á einum besta stað í bænum. Sérbýli - einbýl Stigahlíð. 156fm sérh. á 1. hæð í frábæru parhsi. Stór og góður bílsk. Frábær eign á þessum frábæara stað. Verð 12,2 millj. Hvannarimi. Stórgiæsil. i85fm raðhús m. innb. bílskúr. Mjög fal- legar innréttingar, allt nýtt, mikið áhv. Góð lán. Tilboð. Lindarsel. Stórgl. ca 300 fm einb. með ca 50 fm tvöf. bílsk. Ýmis skipti mögul. Verð: Tilboð. Jóhann Friðgeir Valdimarsson, sölustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.