Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UR VERIIMU Stefnt að stofn- un sjávarútvegs- skóla á Dalvík Skólinn verði tengdur atvinnulífinu Morgunblaðið/Rúnar Þór NEMENDUR í sjávarútvegsdeild eru í verklegri kennslu í frysti- húsi Dalvíkur. Talið frá vinstri Anna Sigríður, Ragnhildur, Katrín og Deane. MIKILL áhugi er fyrir því að stofna sjálfstæðan sjávarútvegsskóla á framhaldsskólastigi á Dalvík og hafa þau Þórunn Bergsdóttir skólastjóri Dalvíkurskóla og Bemharð Haralds- son skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri ritað menntamálaráð- herra Ólafi G. Einarssyni bréf þess efnis. Bréfíð var ritað í janúarmán- uði síðastliðnum en engin viðbrögð hafa komið fram að sögn Þórunnar. Framhaldsnám hefur verið á Dal- vík frá árinu 1958, en þá var þar iðnskóli. Árið 1977 hófst kennsla á framhaldsskólastigi, á uppeldis- heil- sugæslu- og viðskiptabrautum, frá 1981 hefur verið rekin þar skip- stjórnardeild, 1. stigs og 2. stigið bættist við 6 árum síðar. Ári síðar bættist 1. bekkur framhaldsskóla við og í beinu framhaldi fískiðnaðamám. Starfsnámskeið fyrir ófaglært fólk og 30 tonna réttindanám á báta hef- ur um árabil staðið til boða við Dal- víkurskóla. Árið 1989 var gerður samningur milli Dalvíkurbæjar, Verkmenntaskólans á Akureyri og menntamálaráðuneytis um að sjávar- útvegsdeild Dalvíkurskóla yrði hluti af VMA undir daglegri yfírstjórn skólastjóra Dalvíkurskóla; Sjávarút- vegsdeildin á Dalvík - VMA. Alltfrá þeim tíma hefur verið unnið að því að gera deildina sjálfstæða og eru menn sammála um að aldrei hafí hún verið sjálfstæðari en einmitt nú og því komin tími til að slíta nafla- strenginn sem tengir hana við Dal- víkurskóla og VMA. Við Sjávarút- vegsdeildina eru tvær brautir, stýri- manna og fiskvinnslu. Skólinn tengist atvinnulífinu „Við viljum leggja áherslu á að tengja skólann atvinnulífinu," sagði Þórunn. „Við höfum áhuga á að bæta við fleiri greinum hjá okkur sem tengjast atvinnulífínu sem mest.“ Þannig vildi skólinn slást í hóp þeirra sem væru að þróa nýjar stuttar at- vinnulífsbrautir í samræmi við áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu sem lagt hefði til að frumkvæði kæmi frá skólum við skipulagningu stuttra starfsmiðaðra námsbrauta. Nefndi Þórunn að áhugf væri fyrir að bjóða upp á stutt nám- skeið t.d. fyrir háseta, kokka og vél- stjóra auk þess sem skólinn vildi vera með í þeirri þróun sem ætti sér stað varðandi kennslu á sviði mat- vælafræði, en skólinn á Dalvík gæti orðið miðpunktur fískiðnaðarnáms í Eyjafírði. Nemendafjöldi tvöfaldast Nemendafjöldi deildarinnar hefur tvöfaldast á fjórum árum, úr 35 í 70. Lauslega hefur verið rætt við skólamenn í Ólafsfirði þar sem 15-20 nemar eru í 1. bekk fram- haldsskóla um að setja framhalds- skólanámið á báðum stöðum undir einn hatt. Samtals eru skólarnir tveir með á bilinu 80-90 nemendur í námi á framhaldsskólastigi og sagði Þór- unn það nægan fjölda til að stofna til sjálfstæðs framhaldsskóla og væru fordæmi fyrir skólum af þeirri stærðargráðu. Barist hefur verið fyrir því að Sjáv- arútvegsdeildin fái húsnæði við hæfi, en nú er kennt á nokkrum stöðum. Á efstu hæð Ráðhúss Dalvíkinga eru þijár kennslustofur sem þjóna stýri- mannanáminu, efsta hæðin í kaupfé- lagshúsinu er notuð undir fískvinnsl- una og stjómun og greiðir Dalvíkur- bær fjórðungs kostnað vegna leigu þar en ríkið hefur ekki tekið þátt í leigukostnaði hingað til. Verkleg kennsla fer fram í frystihúsinu á staðnum auk fleiri fiskvinnsluhúsa þar og í nágrenni og líka hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins á Ak- uréyri. Nemendur sjávarútvegsdeild- ar eiga þess kost að vera á heima- vist Dalvíurskóla, en hún er rekin á kostnað Dalvíkurbæjar. Farið hefur verið fram á að ríkið taki við rekstrin- um með öllum þeim skyldum sem heimavistum framhaldsskóla fylgja. Námið úr takt við tímann Miklar umræður hafa farið fram innan skólans um nám á sjávarút- vegssviði, en mörgum þykir það staðnað og langt í frá í takt við tím- ann. Nefndi Þórunn að sífellt væri verið að setja á stofn n'efndir um það, þær skiluðu áliti, legðu fram tillögur um úrbætur, sem síðan í flestum tilvikum væri stungið undir stól. Menn væru svo hissa á að sókn í nám á sjávarútvegssviði væri lítil, en sjálf sagðist Þórunn ekki í nokkr- um vafa um að dvínandi aðsókn í nám í skipstjórnarfræðum og físk- vinnslu væri vegna þess að skólamir hefðu ekki fengið skilyrði til að þróa námið í takt við tímann og gætu því ekki boðið upp á nám sem freistaði ungs fólks. Störf skipstjórnarmanna væru sífellt að verða fióknara, ábyrgðin meiri, skipin stærri og sæktu á fjarlægari mið, en yfirvöld virtust áhugalaus um að mennta fólk betur enda kostaði það peninga. Altæk gæða- stjórnun RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskólans stendur dagana 5.-9. desember fyrir nám- skeiði um gæðastjórnun í sjávarútvegi sem ber heitið „Altæk gæðastjórnun“. Nám- skeiðið sem haldið verður í Tæknigarði við Dunhaga er það síðasta í röð þriggja nám- skeiða sem haldin verða hér- lendis á vegum Quality Fish verkefnisins. Quality Fish er verkefni sem styrkt er af Evrópusam- bandinu og hefur það að markmiði að þróa og prófa námsefni á sviði gæðastjórn- unar í sjávarútvegi. Opið öllum aðilum í sjávarútvegi Búið hefur verið til náms- efni til þriggja námskeiða og hafa tvö þeirra þegar verið haldin, annað á Akureyri og hitt í Vestmannaeyjum. Nám- skeiðið í Tæknigarði er opið öllum þeim aðilum í sjávarút- vegi sem telja hag sínum bet- ur borgið með aukinni vitn- eskju um gæðamál í grein- inni. Námskeiðið stendur í fimm daga og er námskeiðsgjald kr. 35.000 að meðtöldum fæðiskostnaði. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp greiðslu húsaleigubóta fyrir árið 1995, í samræmi við lög nr. 100/1994. Skilyrði húsaleigubóta eru m.a. eftirfarandi: Húsaleigubætur eru ætlaðar tekju- og eignalitlu fólki sem leigir á almennum markaði. Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta mánuði eftir að réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Tekið er við umsóknum hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39. Upplýsingabæklingur og umsóknareyðublöð liggja þar frammi. Umsóknarfrestur er 15. hvers mánaðar, í fyrsta sinn 15. desember 1994. • að umsækjandi hafi lögheimili í Reykjavík. • að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigu- samning til a.m.k. sex mánaða. • að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklingsherbergi. • að leiguhúsnæðið sé ekki í eigu borgar eða ríkis. Reykjavík, 24.11.1994 Borgarstjórinn í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.