Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spennan í algleymingi við upphaf talningar í Noregi Ka.nna.nir sýndu hníf- jafnan endasprett Reuter GRO Harlem Brundtland forsætisráðherra reynir í gær að fá kjósendur á sitt band í loka- sennu baráttunnar fyrir aðild Noregs að ESB. Ósló. Morgunblaðið. SPENNAN var í algleymingi í Nor- egi í gær við upphaf talningar at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Síðustu skoðanakannanirnar, sem birtar voru í gærmorgun, sýndu að fylkingar stuðningsmanna og andstæðinga aðildar væru hnífjafnar á endasprettinum. Norðmenn bjuggu sig undir langa kosninganótt, því að ekki var búizt við endanlegum úrslit- um_ fyrr en undir morgun. Ósló iðaði af kosningastemmningu um helgina. Á laugardag var mið- borgin troðfull af fólki og stuðnings- menn beggja fylkinga stóðu á götu- homum og dreifðu merkjum og bækl- ingum. Stjómmálamenn stóðu fyrir útifundum og sumir buðu upp á kappræður um ESB við hvern sem væri. Óvissan um úrslitin hafði meðal annars í för með sér að báðar fylking- ar sáu ástæðu til að gleðjast og hafa uppi stór orð um að sigurinn væri á næsta leiti. Þetta var síðasta tæki- færið fyrir alla að vera glaðir, sögðu sumir. Þrjár skoðanakannanir voru birtar í gærmorgun. í könnun Scan-Facts fyrir VG var í fyrsta sinn agnarlítill meirihluti fyrir aðild; 50,7% þeirra, sem afstöðu tóku, á móti 49,3% and- stæðinganna. Niðurstöður MMI voru nákvæmlega 50% á móti 50%. í könn- un Nielsen Norge fengu andstæðing- arnir hins vegar 52% stuðning, en stuðningsmenn 48%. Menn sáu því fram á æsi- spennandi kosn- inganótt. Ekki sömu mistökin aftur Norskir f)öl- miðlamenn vom mjög á varðbergi fyrir því að gera ekki sömu mis- tökin og í þjóðar- atkvæðagreiðsl- unni 1972, þegar sum morgunblöð- in komu út með risavaxið JÁ! á forsíðunni. Staðan snerist hins vegar um nóttina og þegar upp var staðið höfðu andstæðingar aðildar sigrað með 53,5% atkvæða, en • stuðnings- mennimir fengu 46,5%. Búizt var við að tímafrekast yrði að telja utankjörstaðaratkvæðin að þessu sinpi. Ekki var álitið að því yrði lokið fyrr en undir morgun. Forskot á sæluna Skoðanakönnuðir hugðust hins vegar reyna að ná forskoti á sæluná með því að gera kannanir meðal kjós- enda þegar þeir kæmu af kjörstað. MMI og Gallup lofuðu að ekki yrðu gerð sömu mistök og í Svíþjóð, en þar var um 5% skekkju að ræða í útgöngukönnunum, stuðningsmönn- um aðildar í vil. í Svfþjóð hallaði á landsbyggðina í úrtakinu og aukinheldur þóttu svar- seðlamir of flóknir, þannig að fólk með litla menntun, sem er yfirleitt andsnúnara ESB, neitaði oft að svara. Norsku könnuðimir hugðust komast fyrir þetta með því að hringja í fyrirframákveðið úrtak, sem var valið með það fyrir augum að gefa rétta mynd af kjósendahópnum. Veikir upp- reisnin í þing- Uðinu Major? London. Reuter. ALLT benti til þess síðdegis í gær að John Major, forsætisráðherra og leiðtoga breska íhaldsflokksins, tækist að beija niður uppreisn nokkurra þingmanna sinna er 'hót- að höfðu að greiða atkvæði gegn tillögum um greiðslur landsins í sjóði Evrópusambandsins, ESB. Sögusagnir um að mótframboð gegn Major komi fram virðast auk þess ekki vera á rökum reistar; Norman Lamont, fyrrverandi fjár- málaráðherra, vísaði því að bug að hann hygðist reyna að fella Major. íhaldsþingmenn óttast kosningar Þessir varnarsigrar eru þrátt fyrir allt taldir geta orðið dýrkeyptir. Major hótaði að boða þegar til nýrra kosninga ef tillagan um ESB-greiðslurnar yrði ekki sam- þykkt og þar sem staða íhalds- flokksins er afleit í skoðanakönn- unum virtust uppreisnarmenn láta sér segjast. „Við viljum ekki valda því að kosningum verði flýtt og tryggja kannski með því að við fáum ríkisstjóm Verkamanna- flokksins sem okkUr finnst jafnvel verri í Evrópumálunum", sagði einn úr uppreisnarliðinu, Nicholas Budgen, í viðtali við Sky-sjón- varpsstöðina. íhaldsflokkurinn hefur aðeins 14 atkvæða meirihluta í neðri deild þingsins. Jeremy Hanley, lands- formaður íhaldsflokksins, sagði á laugardag að þeir sem greiddu atkvæði gegn framlögunum í sjóð- ina yrðu í reynd algerlega frystir í þingflokknum. Hótanir hans og Majors vora að vísu taldar duga að þessu sinni til að halda aganum en nokkrir þingmenn voru harð- orðir. Segja stjórnmálaskýrendur að svo geti farið að myndugleiki Majors, sem mjög hefur dregið úr undanfama mánuði í flokknum vegna meintra mistaka, einkum í viðbrögðum við ýmsum spillingar- málum, verði nú enn minni. „Ef stjóminni finnst í raun að, hún þurfi ekki á rnínu atkvæði að halda er það hennar mál“, sagði þingmaðurinn Christopher Gill. Hann sagði jafnframt að yrði hon- um úthýst í þingflokknum myndi hann hafa fijálsari hendur við að berjast gegn öðrum stjórnarað- gerðum. Starf SÞ í Bosníu sagt hafa mistekist með öllu Komíð að tímamót- um í friðargæslu SÞ Bob Dole segir NATO lamað vegna málsins HÆTTA er talin á því að starfsemi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu hrynji til grunna vegna þess hvern- ig mál hafa þróast á griðasvæðun- um í nágrenni Bihac, sem Bosníu- Serbar eru að ná á sitt vald. Þá hefur málið skaðað Atlantshafs- bandalagið (NATO) svo mikið, að óvíst er talið að bæta megi skað- ann að fullu. Sagði Bob Dole, leið- togi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, á sunnudag að NATO sé lamað vegna Bosníu-deil- unnar. Þá sagði hann friðargæslul- ið SÞ ekki vernda almenna borg- ara eins og til væri ætlast. Tíma gæti tekið að koma gæslusveitun- um burt og þær væru í raun fyrir. Hefur getuleysi SÞ til að stöðva árás Serba á Bihac vakið upp spurningar um hvaða samninga- leiðir hafi verið reyndar til að binda enda á stríðið, sem staðið hefur í 2 'h ár. Þá undirstrikar það einnig það öfugmæli að haldið sé uppi friðargæslu, þar sem ekki er friður. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna, Colum Murphy, sagði á laug- ardag í samtali við AP-fréttastof- una að komið væri að tímamótum í friðargæslunni. Til þess væri ætlast að SÞ kæmu í veg fyrir árásir á almenna borgara og vernduðu þá. Ljóst mætti vera að það hefði mistekist með öllu. Bandaríkjamenn lýstu því yfir 11. nóvember að þeir myndu hætta að framfylgja vopnasölubanni á múslima í Bosníu. Serbar sáu að það þýddi aðeins eitt, að nú væri síðasta tækifærið að tryggja sér að fullu þau yfirráð sem þeir hafa yfir um 70% lands Bosníu. Þeir hafa ekki aðeins ráðist á griða- svæði, heldur höfðu þeir bæki- stöðvar sínar hjá þjóðbræðrunum í Krajina-héraði í Króatíu, en SÞ áttu að hefja brottflutning vopna þaðan í janúar 1992. Hvað geta SÞ og NATO gert? Samkvæmt maí-samþykkt ör- yggisráðsins geta SÞ beðið NATO um að hefja loftárásir til að veija friðargæsluliða og almenna borg- ara á sex griðasvæðum. En öflug- ar loftárásir myndu líklega marka endalok friðargæslu SÞ og hjálpar- starfs, sem hefur haldið lífinu í hundruðum þúsunda manna. „Menn eiga í raun ekki að blanda sér í borgarastyijöld án þess að menn viti hverjum þeir fylgja að málum og ef menn vita það, eiga þeir að hjálpa þeim að vinna sigur,“ sagði Carrington lá- varður, fyrrum sáttasemjari SÞ, í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina. „En að vera mitt á milli, getulaus eins og SÞ og NATO eru á þess- ari stundu, er það versta. Það hef- ur flekkað orðspor SÞ og NATO og hefur ekki komið neinum til góða í Júgóslavíu." Rússar eru ákaflega ósáttir við árásir NATO á stöðvar Serba. Er talin hætta á því að þrýsti Banda- ríkjamenn frekar á að aflétt verði vopnasölubanni á múslima, muni alger klofningur verða í hópi stór- veldanna fimm, sem reynt hafa að ná fram sáttum í Bosníudeilunni; Bandaríkjamanna, Rússa, Frakka, Breta og Þjóðveija. Ef SÞ gerði árás sem væri nógu öflug til þess að breyta gangi stríðsins, myndu samtökin um leið verða virkur þátttakandi í stríðinu. Vera friðargæsluliðanna dregur einnig úr líkum á hernaðarafskipt- um af hálfu annarra þjóða. Þau lönd sem sent hafa flesta friðar- gæsluliða til Bosníu; Frakkland, Bretland og Kanada, myndu að öllum líkindum kalla lið sitt heim ef SÞ gripi frekar inn í átökin, því víst er að mannfall yrði mikið í léttvopnuðum sveitum gæslulið- anna í hörðum bardögum. Heimild- ir innan NATO segja bandalagið nú þegar hafa gert áætlun um mögulegan brottflutning 32.000 friðargæsluliða. Bandaríkjamenn tiikynntu á föstudag að þeir myndu senda þijú skip með 2.000 landgönguliða og 4.000 sjóliða til Adríahafs. Banda- rísk stjórnvöld hafa hins vegar heitið þinginu því að taka ekki þátt í bardögum á landi. Eftir loftárásir NATO á stöðvar Serba fyrir viku, hindruðu þeir ferðir kanadískra, franskra, úkra- ínskra og rússneskra friðargæslu- liða. Flestir þeirra eru við vopna- búr nærri Sarajevo, þar sem geymd eru þungavopn sem Serbar afhentu SÞ í febrúar. Bosníumenn og SÞ segja Serba hafa flutt vopn til þessara staða undanfarna daga. Að sögn AP-fréttstofunnar gerir þetta þeim kleift að skjóta á borg- ina, þar sem NATO myndi ekki gera árás á Serba af ótta við að fella friðargæsluliða. GRIÐASVÆÐIГ í BIHAC AÐ FALLA Bihac Barist var viö Bihac-borg i gær en aö sögn friöargæsluliða hafa Serbar gert hlé á sókninni. Um 70.000 manns eru f borginni og talið er aö Serbar geti tekiö hana þegar þeim þóknast Velika Kladusa SKYRINGAP m Svæöi «Pi Bosníu-Serba .......1 Svæöi Serba í Krajina í Króatfu X I 1 1: Svæöiávaldi L-l stjórnarhersins 1 □ 1 hérað gos : ' ' : HtfíZSC NlA ÖWNA m / :••/ cc :nf ^ WjmTl Donjl Vakuf \ Sarajevo'B. ■f "f Mörk griöa- l svæöisins" - ÍBihac Frn. Mörk yfirráöa I&3 svæöa Aðeins einni flóttaleið er haldið opinni til norðurs Adria- haf 2.000 bandarískir hermenn á þremur skipum eru komnir til Adríahafs, tilbúnir til björgunaraðgerða REUTER Sjúkrahúsið í Bihac Léttvopnaðir friðargæsluliðar frá Bangladesh reyna að vernda meira en 2.000 sjúklinga Serbar eru taldir hafa náð þorpum fyrir sunnan borgina og kveikt í þeim Óljós framkvæmd ályktana öryggisráðsins Og hvernig komust Sameinuðu þjóðimar í þessa klípu? Embættismenn SÞ hafa löngum kvartað.yfir því að ákvarðanir ör- yggisráðsins hafi fyrst og fremst átt að túika almenningsálit í. heim- inum en lítið hafi verið hugsað fyrir því hvernig ætti að fram- kvæma þær. Griðasvæðin, sem maí-sam- þykkt SÞ kveður á um, eru gott dæmi um þetta. Ákvörðunin um þau var tekin í flýti eftir að sjón- varpsmyndir af skelfilegu ástand- inu í Srebrenica og Zepa voru sýndar og var sáralítið ráðgast við foringja liðs SÞ í Bosníu. Friðargæsluliðar eru nú þegar dreifðir um Bosníu og hafa yfir- menn þeirra kvartað yfir þvi að öryggisráðið hafi ekki látið frá sér fara neinar leiðbeiningar um hvernig eigi að veija griðasvæðin sex. Stærð þeirra var ekki einu sinni ákvörðuð fyrr en fyrir nokkr- um mánuðum. Sir Michael Rose, yfirmaður gæsluliðsins, sagði þau hafa verið ákveðin af SÞ-mönnum í Zagreb í Króatíu en fyrir viku sagðist talsmaður SÞ í New York ekki hafa séð kort af þeim. Sá dráttur sem orðið hefur á því að láta gerðir fylgja orðum hefur birst í ýmsum myndum. All- ir yfírmenn friðargæsluliða hafa kvartað undan skorti á mannafla, og taka því sem býðst. Þannig gæta 1.400 friðargæsluliðar frá Bangladesh griðasvæðisins í Bi- hac, en þeir eru svo illa vopnum búnir að aðeins einn af hveijum fjórum hefur riffíl. Byggt á: The Daily Telegraph, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.