Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MARTIAL Nardeau og Guð- rún Birgisdóttir flautuleikarar.. Barokk- flautur á háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM á miðvikudag 30. nóvember kl. 12.30 koma fram Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleik- ari og munu þau leika á barokk- flautur á tónleikunum. Martial og Guðrún hófu að leika saman sem flautudúó árið 1981. Þau hafa haldið marga tónleika saman og meðal annars leikið tví- leikskonsert með Kammersveit Reykjavíkur. Á síðastliðnum árum hafa þau verið að auka þekkingu sína á barokktónlist með því að spila 17. og 18. aldar tónlist á upprunaleg- ar tréflautur. Og á tónleikunum í Norræna húsinu á miðvikudag leika þau á barokkflautur tvíleiks- verk eftir Georg Philipp Telemann, Jacques Hotteterre og Wilhelm Friedmann Bach. ----------- Hallgrímskirkja Jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur Reykjavíkur held- sína í Hallgríms- kirkju á morgun miðvikudaginn 30. nóvember og föstudaginn 2. desember kl. 20.30. Efnisskrá- in er að þessu sinni helguð jóla- nóttinni og er yf- irskrift _ tónleik- anna „Ó helga nótt“. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni verða Björk Jónsdóttir sópran og Þorgeir Andrésson tenór, en einnig leikur Ásgeir Stein- grímsson á trompet og félag- ar úr Karlakórnum Fóstbræðrum syngja. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir og Svana Víkingsdóttir píanóleikari sér um undirleik. KVENNAKÓR ur jólatónleika Björk Jónsdóttir I»orgeir Andrésson Blab allra landsmanna! -kjami máhins! LISTIR HVERS VEGNA KOM EKKI ÚT FRAMHALD ÍSLENSKRAR MENNINGAR? BOKMENNTIR Fornar mcnntir Dagskrá um dr. Signrð Nordal og verk hans. ÚT ER kominn seinasti ^þluti heildarútgáfu verka Sig- urðar Nordals, þriggja binda verk sem nefnist Fornar mennt- ir. I því eru ritsmíðar hans um íslenskar fornbók- menntir og menn- ingu Islendinga, m.a. Fragmenta Ultima sem er framhald íslenskr- ar menningar, þeirrar frægu bók- ar. Áður eru kom- in út Mannlýsing- ar og List og lífs- skoðanir sem hvort um sig er einnig þriggja binda verk. Af þessu tilefni efndi Stofnun Sig- urðar Nordals til dagskrár um Sigurð Nordal og verk hans laugardaginn 26. nóv- ember og var húsfyllir á þessari efnismiklu dagskrá í hátíðarsal Norræna hússins. Þrír fræðimenn fluttu erindi um Sigurð Nordal og verk hans: Dr. Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi forstöðumaður Árnastofn- unar, ræddi sérstaklega Islenska menningu, dr. Gunnar Karlsson flutti erindi um sagnfræði Sig- urðar og dr. Gunnar Harðarson flutti erindi sem hann kallaði yíslensk menning eða menning Islendinga". Auk þess var lesið úr verkum Sigurðar Nordals. Hér verður erindi Jónasar Kristjánssonar lítillega reifað en hann nálgaðist viðfangsefnið, Sigurð Nordal og íslenska menn- ingu, á persónulegan hátt. Það er erfitt fyrir þá sem nú eru uppi að gera sér grein fyrir því hve gagnger áhrif Sigurður Nor- dal hafði á samtíð sína, ekki ein- göngu stúdenta sína og aðra háskólamenn heldur _ á þjóðina alla. Jónas nefndi að íslendingar hefðu nánast verið bergnumdir af honum. Þetta átti sér ákveðnar ástæð- ur, m.a. drukku menn í sig það sem hann skrifaði um íslenskar bókmenntir, t.d. ritgerðirnar um verk Stephans G. Stephanssonar og Gríms Thomsen en helst af öllu var það þó útgáfa Sigurðar á íslenskri lestrarbók sem hélt nafni hans hátt á lofti. Varanleg- ust voru áhrif Sigurðar á ís- lenskukennslu við háskólann. Sé litið til þess hve lengi hann stundaði háskólakenn slu er þetta meira en trúlegt. Sigurður var prófessor í ís- lenskri málfræði og menningarsögu 1918 til 1945 og eftir það án kennsluskyldu. Arftaki Sigurðar, Steingrímur J. Þor- steinsson, vann í anda læriföður síns. Jónas Kristjánsson telur því að áhrifa hans hafi gætt í íslenskudeild alveg fram undir 1970. Þetta þýðir að flestir íslenskukennar- ar á þessari öld, eru og hafa verið, undir beinum og óbeinum áhrifum af hugmynd- um Sigurðar Nordals. Fræðistörf Sigurðar Nordals einkennast mikið af því að skoða og skilgreina viðfangsefni út frá andstæðum. Jónas minnti á að lífshlaup Sigurðar einkenndist einmitt af andstæðum. Hann er piltur úr alþýðustétt sem komst til metorða en fór snemma til útlanda og nam þar bæði fræði og framandi siði. Jónas telur að á Sigurði Nordal hafi verið mik- ið aðalsmannssnið, samt var hugur hans ætíð bundinn við menningararf alþýðunnar, þjóð- sögur voru honum hjartkærar. Þessi aðferð Sigurðar að nálg- ast viðfangsefnin út frá and- stæðum má segja að hafi verið helstu einkenni hans. Oft og lengi hafa menn spurt hvers vegna Sigurður lauk ekki við íslenska menningu en eins og flestum er kunnugt kom aðeins út fyrsta bindi heildarverksins þótt Sigurður hafi samt oftar en einu sinni gert atlögu að því að ljúka verkinu. Fragmenta ultima skrifaði hann 1958-59, eftir að hann kom frá sendiherrastarfi í Danmörku, þá sjötugur. Jónas spyr hvers vegna Sigurður hafi hætt við að gefa út framhald Islenskrar menningar. Hann tel- ur að afstaða Sigurðar til verks- Sigurður Nordal FJÖLMENNI var á námstefnu um Sigurð Nordal og verk hans á laugardaginn. Fremst á myndinni situr sonur Sigurð- ar, Jóhannes Nordal, ásamt dóttur sinni, Beru Nordal. Morgunblaðið/Þorkell JÓNAS Kristjánsson talar um Sigurð Nordal í Norræna húsinu. ins hafi tekið breytingum í vinnuferiinu og má vera að það hafi gerst í beinu framhaldi af eðlislægum þankagangi hans sem vísindamanns. I huga Sig- urðar hafi verið togstreita milli andstæðra viðhorfa til fornsagn- anna, togstreita sem ekki hafi hlotið neina lausn. Ósættanleg viðhorf til sannfræði þeirra, bók- festu- og sagnfestukenninga og erlendra og innlendra áhrifa hef- ur truflað fræðimanninn í að ljúka verkinu með þeim hætti sem hann ætlaði sér. Ingi Bogi Bogason í Hégómlandi LEIKUST LcikfcIag Kcflavíkur SYNDASELURINN SNORRI Eftir Júlíus Guðmundsson og Sigurð Eyberg Jóhannesson. Leikstjcri: Halldór Björnsson. Aðalleikarar: Ólafur Ólafsson, Hafsteinn Gíslason. Tónlistarflutningur: Nemendur í Tónlistarskólum Keflavíkur og Njarðvíkur. Sýnt í Félagsbíói, Kefla- vík. Fimmtudaginn 17. nóvember. STUNDUM er sagt að sam- keppnin í henni Ameríku sé dýrs- leg enda ku vera eftir talsverðu að slægjast. Veraldlegum auði. Og ef maður er poppari, frægð. Þessi söngleikur fjallar um syndas- elinn og poppsöngvarann Snorra og ófarir hans í Ameríku. Höfund- arnir vita hvað þeir syngja því þeir reyndu á sínum tíma að leggja Bandaríkin að fótum sér sem með- limir hljómsveitarinnar Deep Jimi. Þessi söngleikur gerist í dýra- ríkinu. Syndaselurinn Snorri býr í Hégómlandi og lætur sig dreyma um frægð og frama. En Skífusel- urinn einokar alla lýsissölu (lýsi: tónlist) á landinu og hefur alla Koppara (popptónlistarmenn) á mála: Subba kóng, Nebba Nilm- ars, Frídag Helbjörns og Ríkarð Trópí. Þeir framleiða tónlist með því að kreista á sér spikið. Hégóm- lendingar hella því svo í eyru sér og hafa nautn af. En þar kemur að syndaselurinn Snorri setur stefnuna á USA ... Syndaselurinn Snorri er mann- mörg sýning. Á þriðja tug leikara tekur þátt í henni og eru sumir í mörgum gervum. Ljósabúnaður og tæknibrellur allskonar eru meira áberandi en tíðkast í áhugaleik- húsi, og ferst leikhópnum sú fram- kvæmd vel úr hendi. Syndaselur- inn er því ábúðarmikil sýning. Tónlistin er kraftmikil, stundum falleg, og oftast vel flutt. Sá fjöl- háefi Hafsteinn Gíslason bregður sér í ýmissa líki á sviðinu og tekst vel til. Framsögn hans var skýr, en því miður var stundum erfitt að skilja það sem meðleikarar hans sögðu. Ólafur Ólafsson lætur minna yfir sér sem syndaselurinn Snorri, enda er sú persóna eitthvað á reiki. Maður veit aldrei hvort hann er gerandi eða þolandi. Eitthvað er söguþráðurinn líka á reiki. Hvert atriðið rekur annað og samhengið milli þeirra ekki með öllu ljóst. í verkinu má sjá og heyra glefsur úr mörgum söng- leikjum. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja í áhugamannaleik, en verra er að Syndaselurinn skuli aldrei taka á sig sjálfstæða mynd. Til þess hefði þurft meiri samvinnu leikstjóra og höfunda. Meiri tíma til að greina verkið og raða því saman áður en til sýninga kæmi. Og þar kemur einmitt að þeim vanda sem öll áhugamannaleikhús þurfa að glíma við þegar upp eru sett ný verk. Til þess að sæmilega megi takast til þarf gríðarlegan tíma, peninga og styrka hönd æfðs leikstjóra. Guðbrandur Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.