Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hlúum að LISTIR börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Vatnagörðum 10 • Reykjavík "S 685854 / 685855 • Fax: 689974 —fo— Melka § man HAGKAUP Litrík veröld BOKMENNTIR L c i k r i t JÖKULL JAKOBSSON. LEIKRIT I OG II Útgefendur: Unnur Þóra Jökulsdótt- ir, Elisabet Jökulsdóttir, Hrafn Jök- ulsson, Illugi Jökulsson og Magnús Haukur Jökulsson. Umsjón með út- gáfu: Jón Viðar Jónsson. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi. 958 síður. Verð: Kr. 6.000 hjá útgefendum, kr. 7.900 í verslunum. ÞAÐ HEFUR verið furðulega hljótt um leikrit Jökul Jakobssonar í íslenskum leikhúsum undanfarin misseri og ef ekki væri fyrir það átak barna Jökuls að gefa út þetta heildarsafn verka hans er eins víst við myndum bara gleyma honum. Við gleymum svo mörgu. Til að byija með hraus mér hugur við að lesa þessa tvo doðr- anta af leikritum, sem mig minnti að hefðu verið mjög harmræn, hafandi ekki séð verk hans svið- sett lengi dags. En það birti mikið yfir tilverunni eftir að lestur var hafinn, því ríkulegur húmorinn gerir hveija lestrartörn að til- hlökkunarefni. Ritferill Jökuls spannar um tutt- ugu ár og hefur að geyma sviðs- verk, útvarps- og sjónvarpsleikrit og það er óhætt að segja að hann ferðist yfir öll svið mannlífsins í verkum sínum. Það er enginn einn aldur, ekkert eitt kyn, ekki ein stétt sem hann fjallar um, heldur er safnið eins og heildarmynd yfir mannlegt samfélag á hveijum tíma; broddborgarar og óbeinir betlarar (þeir sem taka lán sem þeir greiða ekki til baka), fínar frúr og ófínar, verksmiðjueigendur og verkafólk, gamlingjar og ungl- ingar. Mannleg samskipti Ekki svo að skilja að verk Jök- uls snúist um stéttaátök eða verkalýðsbaráttu, né það að per- sónur hans séu fulltrúar fyrir ein- hveijar vissar stéttir, aldurshópa eða kyn. Öllu heldur er persónur hans manneskjur sem eru markað- ar af staðsetningu sinni, sorgum og sigrum í heiminum. Einstakl- ingarnir eru oftar en ekki lokaðir inni í afneitun, þráhyggju, sjálfs- blekkingu, gleymsku, aðgerðar- leysi eða einhveiju öðru varnar- kerfi; hafa takmarkað hugsanir sínar og afstöðu við ómeðvitað val á því og þessvegna hljóma sam- ræður oft út í hött. Verk Jökuls snúast meira og minna um mannleg samskipti, eða öllu heldur vanhæfni til mannlegra samskipta. Persónurnar virðast tala í kross, hafa litla hæfileika til að hlusta á aðra, lífið hefur far- ið um þær misjöfnum höndum og þær af- hjúpa það hyldýpi sem er á milli drauma og veruleika. Þótt þetta sé kannski sú meginlína sem lesa má úr verk- um hans, felst svo ótal margt annað í þeim. Mörg þeirra eru sér- lega vel skrifaðar „tragikómedíur“, og Jökull Jakobsson taka óvænta stefnu. Jökull hefur verið sérlega naskur á einmitt það óvenjulega í fari fólks, sem gerir hvern einstakling ólíkan öðrum, þótt alltaf sé verið að reyna að steypa alla í sama mótið. Hjá hon- um eru þeir sem vilja láta steypa sig í sama „normal“ mótið svo firrtir sjálfum sér að þeir hljóta að vera upp á aðra komnir. Það er nokkuð algengt með kvenper- sónur hans. Það er engin leið að gera neina heildargrein fyrir verkum Jökuls Jakobssonar í því formi sem dag- blaðaumsögn er, til þess voru af- köst hans of mikil og innihald verkanna of yfirgripsmikið og fjöl- þætt. Verk hans eru fyrst og fremst skemmtileg, full af skraut- legu fólki, sem samt á svo bágt. Samtöl eru vel skrifuð og þá alveg sérstaklega þegar ekki neitt virðist vera sagt; ekkert að tala um. Ég hafði einstaka ánægju af því að lesa í gegnum safn leikrita Jökuls. Það er líka svo gaman að lesa leikrit; ánægjuleg tilbreyting að hafa ekkert skraut og málskrúð í kringum persónurnar. Það er svo gaman að svið- setja leikritin í hug- anum og búa sér til heim með þessum skemmtilegu persón- um. Helst af öllu vildi ég þó fara að sjá verk hans aftur á sviði. Sú kynslóð sem nú hefur slitið barnsskónum og útræst krísur unglingsáranna hefur ekki hugmynd um hvað Jökull aðhafð- ist, nema kannski einn og einn. Það er íslensku leikhúsi ekki til sóma. Allur frágangur safnsins er mjög góður. Þar er gerð grein fyrir hvenær leikritin voru frum- sýnd og hvaða listamenn komu við sögu. Einnig eru myndir úr nokkr- um leikritanna og hefðu alveg mátt vera fleiri. Eftir að hafa les- ið hluta af safninu, saknaði ég þess mest að safnið hefði ekki að geyma viðtöl við hann og greinar sem birst hafa um verk hans. Það bíður vonandi bara seinni tíma. Alltént eru nú leikrit hans að- gengileg fyrir alla þá sem vilja sviðsetja þau og þá sem vilja rýna í þau af öðrum ástæðum. Það er fengur að þessari útgáfu. Súsanna Svavarsdóttir Mannleg nánd Edda Jónsdóttir: Eitt tilvik. Flókin ástamál JVlYNDUSr____________ Gallcrí Sævars Karls GRAFÍK EDDAJÓNSDÓTTIR Opið á verslunartíma til 8. desem- ber. Aðgangur ókeypis. í SINNI einföldustu mynd er hægt að skilgreina myndlist sem formræna útfærslu þess myndefn- is, sem listamaðurinn kýs að tak- ast á við. Báðir þessir meginþætt- ir, þ.e. hin formræna útfærsla og myndefnið, byggjast hins vegar á ótal kostum, og það er með vali þeirra kosta sem listamaðurinn skapar sína persónulegu myndsýn og þá list, sem aðrir fá einnig notið. Hjá sumum er myndefnið sí- felldum breytingum undirorpið, en hin formræna útfærsla í nokkuð föstum skorðum; hjá öðrum getur að líta stöðugar athuganir á form- rænum möguleikum miðilsins, og þá vill myndefnið gjarna skipta minna máli. Gott jafnvægi Hið síðarnefna hefur verið mjög áberandi í myndlistinni hér á landi undanfarin ár, þar sem tilraunir með möguleika miðilsins hafa ráð- ið meiru en tjáning myndefnisins, sem oft hefur verið aukaatriði. Hins vegar eru það jafnan áhuga- verðustu sýningarnar, þar sem þessir tveir þættir koma fram í góðu jafnvægi. Edda Jónsdóttir hefur verið einn mikilvirkasti listamaður okkar á sviði grafíklistar frá því hún hélt sína fyrstu sýningu 1979; síðan hefur hún haldið sautján einkasýn- ingar og átt myndir á yfir fimmtíu samsýningum hér á landi og víða um heim, auk þess að hafa hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Möguleikar miðilsins hafa löng- um heillað listakonuna, og að þessu sinni hefur hún nýtt sér óvenjulega vinnuaðferð sem nefn- ist sykurakvatinta, þar sem sykur- lögur er notaður til að marka myndefnið á koparplötuna, í stað hefðbundnari efna. Þessi aðferð skapar mjúkar og lítið eitt óreglu- legar línur í einföldum myndunum, líkt og verkið sé dregið eilítið óstyrkri hendi. Mýkt og einfaldleiki Þessi mýkt og einfaldleiki hent- ar hins vegar myndefninu fullkom- lega að þessu sinni. Myndimar eru tíu talsins, og Edda nefnir þær „Tilvik“; þar fjallar hún um sam- skipti fólks með einföldum hætti, sem minnir um margt á fijálslega tjáningu hellamálverka og fornra norrænna minja. Um þessi mynd- verk sín segir listakonan í blaða- viðtali: „Myndirnar eru eins konar upp- hafskaflar. Ég opna kaflann og skoðandinn lýkur honum í sínu höfði. Ég hef gaman af að fjalla um margs konar vinnubrögð, og þetta kann ég best.“ Þau tilvik, sem myndirnar sýna, eru í raun ekki annað en titillinn gefur til kynna; augnablik í sam- bandi karls og konu, þar sem þau standa gegnt hvort öðru og tengj- ast samliggjandi þráðum eða eru aðskilin af spennu flatarins. Hér er ekki rétt að fjalla sérstaklega um einstakar myndir, þar sem þær mynda ljóslega eina heild; þó má segja að hin fornu, einföldu minni mannlegrar nándar séu sterkari á þeim myndum, sem eru vinstra megin í salnum, og að augun leiti aftur til þeirra. Þessi verk eru þrykkt af aug- ljósum hæfileikamanni í London, og gefin út í grafíkmöppu, sem er kynnt á staðnum. Hér er vel vandað til verks, og ljóst að ekki þarf endilega stærðina, litagleðina eða flókna myndbyggingu til að skapa eftirtektarverða hluti í graf- ík. Eiríkur Þorláksson KVIKMYNPIR Stjörnubíó „THREESOME" ★ ★ Vi Leiksljórí og handritshöfundur: Andrew Fleming. Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, Stephen Baldwin, Josh Charles. TriStar. 1994. ÁSTÞRUNGNAR bandarískar háskólamyndir hafa tekið við af hin- um heilalausu menntaskólamyndum síðasta áratugar og er rómantíska gamanmyndin „Threesome" ein af þeim. Hún minnir helst á „Three of Hearts" nema hún er ekki eins til- gerðarleg og leiðinleg. Hún segir frá óvenjulegum ástarþríhyrningi ungra háskólanema. Tveir herbergisfélag- ar vingast við stúlkuna í herberginu á móti á heimavistinni og gera samn- ing um að láta hvorki ást né kynlíf trufla vinskapinn en fyrr en varir eru þau áform fokin út í veður og vind. Það sem flækir málið er að annar piltanna telur sig vera homma, grunar félaga sinn um að vera það líka, en sá er alvarlega skotinn í stelpunni, sem er bálskotin í homm- anum. Það er ekkert einfalt í þess- ari mynd. Hún er fjörug vel og persónusköp- unin gerð sem eðlilegust m.a. í gegn- um orðbragðið sem persónurnar nota og er mjög afdráttarlaust og gróft en einn af kostum myndarinnar er sá að hún er að mestu laus við allan hátíðleika þótt sumstaðar votti fyrir tilgerð (það eru a.m.k. tvö tónlistar- myndbönd í henni). Strákarnir eru mjög klámfengnir sín á milli og ágætlega leiknir af Stephen Baldwin og Josh Charles en Lara Flynn Boyle úr Tvídröngum leikur stelpuna og gefur þeim ekkert eftir. Leikstjórn og handrit eru í höndum Andrew Fleming, sem heldur áhuganum fyr- ir þríhyrningnum vakandi með hraða í frásögninni og þeirri kaldhæðni og efasemdum sem gerir ástarsam- böndin áhugaverð. Hann gerir heil- mikið út á kynlífið eins og það sé upphaf og endir alls og stundum eru persónurnar einum of góðar með sig og glaðhlakkalegar en það er þó aldrei til vansa. Þannig er leikurinn ágætur og sagan áhugaverð en þegar til kemur reynist lítið nýtt og frumlegt felast í myndinni. Hún segir á endanum áhorfandanum býsna lítið nema þetta alkunna stef úr bíómyndum að um leið og karlar og konur elsk- ast hverfa töfrar vinskaparins. Þá virðist sem höfundurinn hafi átt í erfiðleikum með lokin. Það er fínt að gera frakkar myndir en þær þurfa að vera eitthvað meira. Myndin virk- ar ágætlega á meðan hún varir en skilur eftir tómleikatilfinningu líkt og uppgjör eða ákveðnari niðurstöðu hafi vantað. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.