Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 27 LISTIR Ævintýrið og veruleikinn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. ÓLÖF Sesselja Óskarsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Margrét Bóasdóttir við vígslu Oddsstofu. Sclfossi. Morgunblaðið. NÝR samkomusalur, Oddsstofa, var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn í Skálholti á laugardag, 26. nóvember. Oddstofa tengist svefnskála sumarbúðaaðstöðu þjóðkirkjunnar í Skálholti og bætir mjög aðstöðu til samkomu- halds. Oddsstofa heitir eftir Oddi Gottskálkssyni er fyrstur þýddi nýja testamentið á íslensku. Arkitekt stofunnar er Helgi Hafliðason. Herra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti flutti vígsluorð og gat þess meðal ann- ars að bygging Oddsstofu væri tímamot og sigur þeirra sem byggt hefðu upp Skálholtsbúðirn- ar. Herra Ólafur Skúlason biskup íslands rifjaði upp sögu Odds Gottskálkssonar sem húsið heitir eftir. Fyrsta þýðing Odds á Nýja testamentinu kom út 1540, prent- að í Hróarskeldu. Herra Ólafur sagði sögu Odds ekki haldið nægilega á lofti. „Við eigum að láta verk hans lifa í þakklátum huga þakklátrar kirkju,“ sagði lierra Ólafur Skúlason. Aðstaðan nýtist mörgum Séra Guðmundur Óli Ólafsson hefur haft uppbyggingu Skál- holtsbúðanna sem sérstakt áhuga- mál. Opnum Oddsstofu var honum Oddsstofa opnuð í Skálholti því sérstakt ánægjuefni. Upp- bygging búðanna hófst fljótlega eftir vígslu Skálholtskirkju 1963. 1966 var fyrsti skálinn tekinn í notkun. Skálholtsskóli byrjaði í sumarbúðaaðstöðunni 1972 og var þar fyrstu tvo veturna er hann flutti í nýtt hús á kirkju- staðnum. 1977 var gert sérstakt átak í endurreisn sumarbúðanna og hefur Guðmundur Óli haft ábyrgð á rekstrinum síðan. Á staðnum eru nú þrjú stakstæð hús og svefnskáli sem tengist Oddsstofu. „Það hafa sí- fellt fleiri aðilar nýtt sér aðstöð- una, kórar og fleiri tónlistarmenn sem æfa í kirkjunni," sagði Guð- mundur Óli. Hann sagði að þörf hefði verið fyrir húsin í starfi kirkjunnar. Hann sagði að Odds- stofa yki rýmið og fleiri kæmust að staðnum en áður. Helga Ingólfsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Margrét Bóasdóttir fluttu íslensk sönglög við vígslu hússins. Helga sagði að Oddsstofa myndi nýtast til margháttaðrar starfsemi. Frá 1980 hafa tónlistarmenn haft að- setur í búðunum, komið með fjöl- skyldur sínar með sér og verið allt upp í 30 manns í einu í 5 vikur. „Það er mjög góð aðstaða til að dvelja hér við æfingar. Síðan er Skál- holtskirkja besta tónlistarhús landsins hvað hljómburð snertir og þar er komin ástæðan fyrir því að tónlistarmenn laðast að staðnum. Þessi kirkja leggur tónlistar- fólki vissar skyldur á herðar. Við höfum auk þess sögu staðar- ins og ekki síður tónlistarsögu hans. Hér var skipulagður söngur margar aldir og leikið á hljóðfæri til dæmis á 17. öld. Á tímum þrenginga rofnaði þessi þróun mála og okkur finnst við vera að taka upp þráðinn á ný. Með hljóm- burðinum og sögunni laðar Skálholtskirkja tónlistarfólk til sín,“ sagði Helga Ingólfsdóttir. Helga sagði mörg verkefni framundan til dæmis í tengslum við nýstofnað kirkjutónlistarsvið við skólann. „Við viljum leggja sérstaka rækt við kirkjutónlistina," sagði Helga. BOKMENNTIR Æ v i s a g a ÓSKARS SAGAHALL- DÓRSSONAR eftir Ásgeir Jakobsson. 344 bls. Útg.: Setberg. Pentun: Prentberg hf. Reykjavík, 1944. Verð kr. 3.580. ÁSGEIR Jakobsson er manna fróðastur um sjávarútvegsmál. Bækur hans, sem eru orðnar nokk- uð margar, tengjast langflestar sjó- sókn og útgerð. Enginn var því betur í stakk búinn að skrá ævi- sögu stórútgerðarmannsins og þjóðsagnapersónunnar Óskars Halldórssonar. Hálft fjórða hundr- að síður er bókin með nafnaskrá; stórfróðleg og að mínum dómi skemmtileg. Að meirihluta er þetta gegnheil fræðimennska. En höf- undurinn getur líka brugðið á leik og blandað saman fróðleik og skemmtun. Mynd sú, sem hann bregður upp af söguhetjunni, er hvergi daufari en ímynd þjóðsög- unnar, en talsvert fyllri og að sumu leyti öðruvísi. Þjóðin hefur löngum gert sér í hugarlund að Óskar Halldórsson hafi verið eins og afar slyngur spilamaður, sóst eftir áhættu og staðið ýmist með fullar hendur fjár eða galtóma pyngju. Hið fyrrtalda á við veik rök að styðjast en hið síðar talda var bæði satt og rétt. Síldargróðinn gat orð- ið umtalsverður í góðæri. En hann gat líka orðið minni en enginn. Og þá var þröngt í búi hjá stórgróða- manninum. Ekki verður séð að Óskar hafi sóst eftir áhættu áhættunnar vegna. Fyrst og fremst er honum lýst sem afburða duglegum og þrekmiklum manni sem var þar að auki áræðinn og kjarkmikill. En um áhættuna var það að segja að hún var beinlínis hluti af starfinu. Ásgeir Jakobsson segir að Óskar hafi verið »ástríðuathafnamaður«. Það er vafalaust rétta orðið. Líka segir hann að Óskar hafi verið »mestur ferðalanga, en lélegastur bókhaldari sinnar samtíðar, þó alls- vitandi um rekstur sinn«. Skilvís hefur hann verið — á sinn hátt! Gæti hann ekki staðið í skiium á stundinni gerði hann það síðar. Þá var við brugðið greiðvikni hans og örlæti. Má með sanni segja að hann hafi skapað þá fyrirmynd sem margur útgerðarmaðurinn hefur síðan reynt að líkjast. Með þessari Óskars sögu rekur Ásgeir Jakobsson jafnframt sögu síldveiðanna frá upphafi. Það er saga sigra og ósigra. Allt var hér frumstætt í byijun aldar. Erfiðust reyndust sölumálin. íslendingar þekktu svo lítið til kaupskapar. Síldarspekúlantinn varð að vera allt í senn: kaupandi, matsmaður, verkandi, bókhaldari, forstjóri, selj- andi. Og ef vel átti að ganga — eigin verslunarfulltrúi erlendis. Ljóst er að höfundurinn hefur sjálfur haft ærna skemmtun af að færa í letur þessa sögu. Ásgeir Jakobsson er hér að lýsa því sem hann þekkir best. Hann man sögu- hetjuna. Og hann man tímana fyr- ir stríð, vinnubrögðin, lífshættina, að ógleymdri stemmningunni. Fyrir honum er þetta allt saman eins og hver annar nálægur veruleiki. Hispurslaust ræðir hann um menn og málefni — stjórnmálin þá hvergi undanskilin — og segir meiningu sína umbúðalaust. Á stöku stað hefði mátt fara betur ofan í stílinn, strika út og hnika til. Allt um það hefur Óskars Halldórssonar hér með verið minnst með verðugum hætti. Síðar meir verður þessi óvenjulegi maður vafalaust einn þeirra sem getið verður þegar öldin er á enda og allt gleymt og grafið nema stóru málin. ErlendurJónsson Á valdi örlaganna TÓNLIST Þjððlcikhúsið ÓPERAN VALD ÖRLAG- ANNA EFTIR VERDI Hjjómsveitarstjóri Rico Saccani. Föstudagur 25. nóvember. NÚ ÞEGAR hafa tveir tónlistar- gagnrýnendur Morgunblaðsins íjallað um uppfærsluna á Valdi ör- laganna í Þjóðleikhúsinu en undir- ritaður fór sl. föstudag er sýningar hófust aftur eftir nokkurt hlé. Hver sýning er sjálfstæður viðburður og þó allt eigi að vera með sama svip, þarf lítið til að veigamiklar breyt- ingar verði á, t.d. eins og á þessari sýningu, er Rico Saccani tók að sér hljómsveitarstjórnina og gaf sýn- ingunni nýtt svipmót. Stjórnandinn ræður mjög miklu um hraða sýning- arinnar og í fyrsta þætti mátti heyra að Saccani er maður hraðans og ætlaði sér að keyra upp sýningar- hraðann, svo að á stundum gætti nokkurs ósamræmis, einkum á milli kórs og hljómsveitar. Þetta tók á sig stilltari mynd er á leið sýning- una og flytjendur urðu léttari í taumi, I raun ætti undirritaður ekki að fjalla frekar um sýninguna en sem fyrr fór stórtenorinn Kristján Jóhannsson með hlutverk Alvaros, sem ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur í hlutverki Leonóru, báru uppi sýn- inguna með glæsilegum söng. Kristján söng frábærlega vel í báð- um atriðunum á móti Carlo og ekki síður í lokaatriðinu með Leonóru. Elín Ósk var frábær og hefur tekið sér stöðu sem ein besta söngkona okkar íslendinga með túlkun Leon- óru í klausturatriðinu og lokasöngn- um. Keith Reed söng Carlo og gætti nokkurrar þreytu í söng hans á móti Kristjáni í einu af rismestu atriðum óperunnar en þó sérstak- lega er Carlo fær sönnum fyrir því hver hinn dularfulli vinur hans er í raun og veru. Athyglisverður var söngur Magnúsar Baldvinssonar í hlutverki ábótans, yfirvegaður og trúverðugur, þó gervið hefði mátt vera eldri manns en hér gat að sjá. Ingveldur Ýr Jónsdóttir (Prezios- illa), Bergþór Pálsson (Melitone) og Sigurður Björnsson (Trabuco) voru öll góð. Aðrir söngvarar fóru með minni hlutverk Guðrún Jónsdóttir (Curra) og Jóhann Sigurðarson leik- ari fór með hlutverk borgarstjórans en bæði hann og Stefán Arngríms- son (Calatrava og læknirinn) voru sönglega einum of slakir til að eiga heima í þessari uppfærslu. Kór og hljómsveit áttu góða spretti en Rataplan kórinn var þó einum of flausturslega sunginn, svo að vant- aði í hann herhvötina, er fær alla til að þramma út í opinn dauðann. Eins og fyrr segir stjórnaði Saccani mjög inn á hraðann og náði oft að gera sýninguna mjög líflega og skarpa, sérstaklega þar sem tekist var á, eins óg í samleiksatriðunum á milli Alvaros og Carlos og einnig að magna upp sterka stemmningu í hinni áhrifamiklu klaustursenu með Leonóru. Jón Ásgeirsson „Ó, helga nótt“ Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:30 og föstudaginn 2. desember kl. 20:30. Einsöngvarar: Björk Jónsdóttir, sópran. Þorgeir Andrésson, tenór. Sönghópar: Vox Feminae úr Kvennakórnum. Félagar úr Fóstbræðrum. Stjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir. Aðgöngumiðasala á skrifstofu kórsins, að Ægisgötu 7, alla morgna kl. 9 -11:30 og við innganginn. KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.