Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Um ráðningu starfsmanna- sljóra Heilsugæslunnar Ólafur F. I HADEGISFRETT- UM Bylgjunnar þriðju- daginn 15. nóvember sl. var greint frá þeim úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur, að Sam- starfsráð heilsugæslu- stöðva hafí brotið jafn- réttislög á Jennýju Sig- fúsdóttur við ráðningu starfsmannastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík árið 1991. Rætt var við Finn Ing- ólfsson, fyrrverandi for- mann Samstarfsráðsins og haft eftir honum, að auk þeirra einstaklinga sem sátu í þessu ráði, bæri undirritað- ur ábyrgð á þessari ráðningu. Óhjá- kvæmilegt er að gera athugasemd við þessa fullyrðingu Finns um leið og reynt verður að varpa ljósi á flokkspóli- tíska hlið þessa ráðningarmáls. Reglugerð um Samstarfsráð heilsugæslustöðva í kjölfar breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, þar sem rekst- ur heilsugæslu færðist frá sveitarfé- lögum yfír til ríkisins, voru ný lög um heilbrigðisþjónustu afgreidd á Alþingi í maí 1990. Þar var tiltekið, að heilbrigðisráðherra skyldi setja reglugerð um samvinnu heilsugæslu- stöðva í Reykjavík. Með setningu þessarar reglugerðar þann 4. septem- ber 1990 tókst þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Guðmundi Bjamasyni, að tryggja miðstýringu í heilsugæslunni í Reykjavík. Komið var á fót áður- nefndu Samstarfsráði heilsugæslu- stöðva, þar sem sátu fjórir ráðherra- skipaðir formenn stjóma heilsugæslu- umdæma í Reykjavík og formaður stjómar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, auk hér- aðslæknisjns í Reykja- vík. Samstarfsráðið tók sér fijótlega það vald, að vera yfírstjóm heilsu- gæslunnar í borginni og skerti verulega áhrif stjóma heilsugæsluum- dæmanna og Heilsu- vemdarstöðvar Reykja- víkur, en undirritaður sat í einni umdæma- stjóminni og í stjóm Heilsuvemdarstöðvar- Magnússon jnnar. Framsóknarmenn með 8% kjörfylgi í borgarstjómar- kosningyinum 1990 höfðu tögl ög hagldir í þessu ráði, en sjálfstæðis- menn með 60% kjörfylgi áttu ekki einu sinni áheymarfulltrúa í ráðinu! Ég hef áður gagnrýnt það, að engir kjömir fulltrúar Reykvíkinga áttu sæti í Samstarfsráðinu. Ólýð- ræðisleg skipan þessa ráðs og starfs- hættir þess urðu tii þess, að ég flutti tiliögu um það í borgarstjórn Reykja- víkur 7. nóvember 1991, að leggja bæri Samstarfsráð heilsugæsiu- stöðva niður. Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 4 atkvæð- um minnihlutans, en fulltrúi Kvenna- listans sat hjá. Sighvatur Björgvins- son, sem þá var orðinn heilbrigðis- ráðherra, virti þessa samþykkt borg- arstjórnar að vettugi. Ráðning og launakjör starfsmannastjórans Staða starfsmannastjóra Heilsu- gæslunnar í Reykjavík var augiýst Handunnir « silfur Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! laus til umsóknar 28. nóvember 1990, með umsóknarfresti til 15. desember. Atta umsækjendur vom um stöðuna, þ. á m. Jenný Sigfús- dóttir, deildarstjóri á Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur, og Einar Geir Þor- steinsson, fv. framkvæmdastjóri leigubifreiðastöðvarinnar Hreyfils. Samstarfsráð heilsugæslustöðva ákvað á fundi sínum 25. janúar 1991 að ráða Einar Geir í stöðu starfs- mannastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík frá 1. febrúar 1991. Hvergi er getið um ráðningu starfs- mannastjórans í fundargerðum stjóma heilsugæsluumdæmanna fjög- urra. Fullyrðing Finns Ingólfssonar um einróma samstöðu þessara stjóma við ráðningu starfsmannastjórans stenst því ekki. Sumir meðlimir um- dæmisstjómanna höfðu ekki hug- mynd um þessa ráðningu! Samþykkt Samstarfsráðsins um ráðningu Éinars Geirs var tilkynnt stjóm Heilsuvemd- arstöðvar Reykjavíkur fjórum dögum eftir ráðninguna og gerði stjómin ekki athugasemdir við hana. Ráðning starfsmannastjórans var alfarið í höndum Samstarfsráðsins. Formaður þess og varaformaður, Finnur Ing- ólfsson og Guðjón Magnússon, ræddu við umsækjendur í húsakynnum heil- brigðisráðuneytisins. Ég tel að á þeim vettvangi hafí mikilvægar ákvarðanir verið teknar í þessu ráðningarmáli og að hinn nýráðni starfsmannastjóri Ábyrgðin á þessari um- deildu ráðningu, segir Olafur F. Magnússon, er alfarið hjá samstarfs- ráðinu, undir forystu Finns Ingólfssonar. hafí notið góðs af því að vera flokks- bróðir þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, a.m.k. varð- andi góð launakjör. Hins vegar er skylt að geta þess, að Einar Geir var alls ekki óverðugur umsækjandi um stöðu starfsmannastjóra, vegna langrar reynslu af starfsmannahaldi hjá Hreyfli. Samstarfsráð heilsugæslustöðva hafði ekki samráð við þáverandi framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík um ráðningu starfs- mannastjórans. Til stóð að ráða nýj- an framkvæmdastjóra eða forstjóra Heilsugæslunnar og sú gagnrýni hefur komið fram, að ganga hefði átt frá þeirri ráðningu áður en starfs- mannastjóri yrði ráðinn. Samstarfs- ráðinu virtist hins vegar liggja nokk- uð á að ráða starfsmannastjóra og kann það einnig að eiga sér flokks- pólitíska skýringu. Launakjör hins nýráðna starfs- mannastjóra urðu fljótt ágreinings- efni. Laun Jennýjar Sigfúsdóttur voru bætt nokkuð í febrúar 1991 frá því sem áður hafði verið en námu samt aðeins tveimur þriðju hlutum af launum starfsmannastjórans. Auk þess fékk hún aðeins þriðjung þess bílastyrks, sem starfsmannastjórinn hlaut. Þessu vildi Jenný ekki una og sagði upp starfi sínu við Heilsuvernd- arstöðina í mótmælaskyni. Þegar uppsögn Jennýjar lá fyrir lét ég bóka á stjórnarfundi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, að ég harmaði uppsögn reynds starfs- manns Heilsugæslustöðvarinnar, vegna óánægju með launakjör. Ábyrgðin er hjá Samstarfsráðinu Tuttugu og tveir einstaklingar sátu í stjórnum Heilsugæslunnar í Reykjavík þegar ráðning starfs- mannastjórans fór fram. Eg var sá eini af þessum stjórnarmönnum, sem lét uppsögn Jennýjar Sigfúsdóttur sig einhveiju varða, sbr. áðurnefnda bókun. Því finnst mér það bæði óverðskuldað og óviðeigandi að vera tilgreindur sem eini aðilinn utan Samstarfsráðs, sem beri ábyrgð á þessum sérstæða ráðningarsamningi í áðurnefndri frétt Bylgjunnar 15. nóvember sl. Með hliðsjón af reglu- gerð þeirri, sem Samstarfsráð heilsu- gæslustöðva er grundvallað á, og þeim staðreyndum málsins, sem hér hafa verið lagðar fram, er ljóst, að ábyrgðin á þessari umdeildu ráðn- ingu er alfarið hjá Samstarfsráðinu undir forystu Finns Ingólfssonar. Höfundur er læknir og vnraborgarfulltrúi í Kcykjavík. V erkfallsréttur heilbr igðisstar fsmanna I SEINNI tíð heyrir fremur til undantekn- inga að það ár líði að ekki komi til vinnu- deilna á heilbrigðis- stofnunum landsins, ýmist í formi hópupp- sagna starfsfólks eða löglega boðaðra verk- falla. Á Borgarspítalan- um eru 15 stéttarfélög með sjálfstæðan verk- fallsrétt en innan hvers félags er hugsanlegt að einstakir hópar segi upp störfum. Vegna sérhæf- ingar er nánast hver starfsgrein annarri háð svo heildin verði starf- Jóhannes M. Gunnarsson hæf. Þannig verður veruleg röskun á starfsemi sjúkrastofnana í hvert sinn sem t'l vinnudeilu kemur og giidir einu hvaða starfshópur á í hlut. Verkfallsrétturinn byggir á neyð- arrétti lítilmagnans til að beita ör- þrifaráðum í því skyni að knýja fram réttláta lausn í ágreiningsmálum við vinnuveitandann. Lengstum höfðu starfsmenn sjúkrahúsa ekki verk- fallsrétt fremur en aðrir opinberir starfsmenn, að sagt var vegna mikil- vægis starfa þeirra fyrir samfélagið. Kjaradómur skar úr um launakjör. Heilbrigðisstarfsmenn sóttu fast að fá verkfallsrétt á þeim forsendum að kjaradómur væri hallur undir sjón- armið hins opinbera. Nokkuð má vera til í þeirri fullyrðingu því stað- reynd er að heilbrigðisstarfsmenn eru upp til hópa lágt launaðir og búa við hin erfiðustu starfsskilyrði. Sé þessi ályktun rétt hefur kjaradómur haldið launum niðri í skjóli mikilvæg- is starfanna, skotið sjúkum og öldr- uðum fram fyrir skjöldu. Meint hlut- drægni kjaradóms hefur kallað fram kröfuna um verkfallsrétt og beitingu hans. Tiltrú á kjaradóm sem tæki til lausnar kjaradeilna varð að engu þegar úrskurður hans um laun ýmissa embættismanna ríkisins var ómerktur með lögum árið 1991. Með endurteknum verkföllum á heilbrigðisstofnunum eru stéttarfé- lög að beita sömu bardagaaðferð, að höfða til neyðarréttar lítilmagnans og bera fyrir sig sjúka og aldraða. Einn af hornsteinum siðferðishug- mynda í velferðarríkj- unum svokölluðu er hjálpsemi við þá sem minna mega sín. Sjúkir og aldraðir geta síður gætt hagsmuna sinna en aðrir, ýmist vegna skerðingar á líkamlegu þreki eða andlegum styrk. Margir þessara einstaklinga eru hinir raunverulegu lítilmagn- ar samfélagsins, sumir þeirra í raun svo smáir að þeir geta hvorki tjáð sig um eigin vilja né þarfir. Siðferðilegur grunnur verkfalls á heilbrigðisstofnunum er því vægast sagt veikur á sama hátt og það er vafasamt siðferði að halda kjörum starfsstétta óeðlilega lágum í skjóli þess að þær geti ekki af sið- ferðilegum ástæðum varið rétt sinn til réttmætra starfskjara. Það kemur því undarlega fyrir sjónir og gengur þvert á viðteknar siðferðishugmyndir að yfírvöld og stéttarfélög sammæl- ist um að hinir raunverulegu lítil- magnar samfélagsins skuli vera sá hópur sem lendir milli deiluaðila þeg- ar ágreiningur verður um kaup og kjör heilbrigðisstétta. Fyrst siðferðilegur grunnur verk- falla heilbrigðisstétta er svo veikur mætti ætla að einhver önnur sterk- ari rök séu fyrir því að verkföll á sjúkrahúsum séu eðlileg og lögleg leið til að knýja fram lausn í kjara- deilum. Slík rök gætu verið að verk- fallsvopnið sé svo máttugt og ógn þess slík að hún ein geti knúið fram lausn i deilumálum áður en til verk- falls kemur eða að minnsta kosti með hraði ef til þeirra kemur. Þetta væru þá sömu rök og þegar sagt er að kjarnorkuvopn skapi frið sökum þess að enginn þori að beita þeim. Sé litið til reynslu undanfarinna ára er vandséð að verkfallsvopnið hrífi á þennan hátt. Yfirstandandi verkfall sjúkraliða bendir ékki til þess að samningsaðilar líti svo á að afleiðing- ar verkfalls á sjúkrastofnunum séu svo ógnvekjandi að þær knýi fram skjóta lausn. Árangur launþeganna af þessum langdregnu vinnudeilum virðist ekki vera sá að líkur séu á Sjúkir og aldraðir eru hinir raunverulegu lítil- magnar samfélagsins. Jóhannes M. Gunnars- son telur það siðferði- lega vafasamt að skjóta þeim fram fyrir skjöldu í kjaradeilu. vinnufriði. Ofan á vandræðin bætist að leikreglur sem lög um framkvæmd verkfalls á sjúkrastofnunum setja, þar sem kveðið er á um að naúðsyn- legasta heilbrigðisþjónusta: skuli veitt, eru óljósar og ófullnægjandi. Þær eru því túlkaðar rétt eins og deiluaðilum hentar hvetju sinni. Af framansögðu er ljóst að brýna nauðsyn ber til að lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna verði endurskoðuð svo að vinnudeilur á sjúkrastofnunum heyri sögunni til. Með öðrum orðum, þess verði frei- stað að afleiðingar verkfalla á sjúk- rastofnunum undanfarin ár hafi kennt mönnum nóg til þess að verk- fallsréttur heilbrigðisstétta verði af- numinn og að hlutlausum dómstóli verði veitt vald tii að skera úr um öll kjaramál, fái að starfa án íhlutun- ar og að niðurstöður hans verði virt- ar. Styrkja verður trúverðugleika dómsins með því að tryggja að sjón- armið eins og þau sem tengjast kyn- ferði, menntunarstigi o.s.frv. komi þar fram. Hver heilbrigðisstétt þarf að eiga sér viðurkennda viðmiðun utan sjúkrahúsa. Hópuppsagnir starfsmanna ijúfa þau grið sem nauðsynleg eru til að mál heilbrigðis- þjónustunnar lendi ekki í sama feni og hún er í nú. Þessi leið krefst gagn- kvæms heiðarleika beggja aðila en er væntanlega sú eina sem getur leitt deiluaðila úr því siðferðisöng- stræti sem þeir eru í. Höfundur er lækningaforstjóri Borgarspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.