Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NÝLEGA féll dómur í máli, þar sem deilt var um það, hvort sú skattlagningaraðferð sé lögmæt að láta bif- reiðaeigendur greiða gjald af bifreiðum sín- um eftir þyngd þeirra, en ekki verðmæti. Varð niðurstaða Héraðs- dóms sú, að ríkissjóður var sýknaður af kröfu bifreiðaeigandans. Máli þessu verður áfrýjað til Hæstaréttar, eins og ljóst var frá upphafi að gert yrði. Af hálfu bifreiðaeig- andans, var því haldið fram í mál- inu, að slíkir skatthættir að greiða eignarskatt eftir máli eða vog, í þessu tilviki þyngd bifreiðarinnar, en ekki eftir verðmæti hennar, brjóti í bága við 67. gr. stjórnar- skrárinnar um friðhelgi eignarrétt- arins og sé því ólögmæt skatt- heimta. Það að t.d. einn bifreiða- eigandi þurfi að borga 200% af verðmæti bíls síns í bifreiðargjald, eins og dæmi eru um, þegar annar greiðir aðeins 0,4% af jafn þungum bíl, feli í sér ólögmæta mismunum og sé brot á jafnræðisreglunni. Bifreiðagjaldið sé tekjuöflunar- skattur, þar sem ekkert fari til vegamála, heldur allt til að fylla upp í fjárlagagöt ríkissjóðs, lækka matarskatt eða til að hægt sé að ljúka kjarasamningum ASI og VSÍ. Af hálfu ríkissjóðs var því hald- ið fram, að skattaðferð þessi sé lögmæt. Til grundvallar bifreiða- gjaldinu liggi eðlisrökrétt og mál- efnaleg sjónarmið. Engin jafnræð- isregla sé brotin, þar sem skattur- inn sé ekki miðaður við verðmæti, heldur sé grundvöllur hans afnota- réttindi eða heimild til afnotarétt- ar. Bifreiðagjaldið sé ekki eignar- skattur, heldur gjald, sem lagt er á notkunarmöguleika bifreiða. Þá er varað við því, að dómstólar taki fram fyrir hendur löggjafans í skattamálum varðandi lausn efnahagsvanda. Lögfræði og hagsmunir Að mati bifreiðaeig- andans var spurningin ekki um ólögmæti bif- reiðagjaldsins, sem hann taldi vera aug- ljóst, heldur hvort önn- ur sjónarmið en lög- fræðileg yrðu látin ráða ferðinni við ákvörðun héraðsdómarans um dómsniðurstöðu. Sjón- armið sem leiddi til þess, að dómarinn færi ekki að lögum, heldur sýknaði rík- issjóð á grundvelli annarra atriða en lögfræðilegra, svo sem vegna fjárhagslegra hagsmuna ríkissjóðs. I bifreiðagjaldsmálinu er stefnufjárhæðin 20.000 kr., sem bifreiðaeigandinn greiddi með fyrirvara, en ekki er vitað um aðra, sem það gerðu. Þegar stefnt er í málinu 12. apríl sl. var gildandi áratuga dómafordæmi Hæstarétt- ar, að væri skattur eða gjald dæmt ólögmætt, bar stjórnvöldum skylda til að endurgreiða, svo framarlega sem gjaldið hafði verið greitt með fyrirvara eða skatturinn, sem var algjör forsenda fyrir endurgreiðsl- unni. Aðrir fengu ekki endurgreitt, þótt gjaldtakan reyndist ólögmæt í alla staði. Ekkert átti því að vera til fyrirstöðu, að dómarinn gæti dæmt út frá lögfræðinni eingöngu. Engir stórkostlegir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi fyrir hið opinbera til þess að það ætti að geta haft áhrif á dómsniðurstöð- una. Kúvending Hæstaréttar Hinn 28. apríl sl. kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli um lóðaijöfn- unargjald, þar sem dæmt er, að allir eigi rétt á endurgreiðslu ólög- mæts gjalds, enda þótt það hafi ekki verið greitt með fyrirvara. Hvers vegna breytti Hæstiréttur áratuga dómafordæmum, spyr Jónas Haraidsson, varðandi endurgreiðslu ólögmætra skatta? Þessi breyting á rétti manna til endurgreiðslu samkvæmt þessari kúvendingu Hæstaréttar, virðist gerbreyta stöðunni varðandi bif- reiðagjaldsmálið. Sé litið á fjár- hagslega hagsmuni er ekki lengur um að ræða 20.000 kr., þ.e. endur- greiðslu á bifreiðagjaldi þess, sem greiddi væntanlega einn gjaldið með fyrirvara, þ.e. stefnanda máls- ins. Eftir uppkvaðningu áður nefnds hæstaréttardóms er nú um að ræða endurgreiðslurétt til allra bifreiðaeigenda í landinu síðustu fjögur árin, eða jafn lengi og al- menn fyrningarlög leyfa. Hér stendur dómarinn því ekki lengur frammi fyrir hagsmunum upp á 20.000 kr., þegar ákvarða þarf dómsniðurstöðuna, heldur hvort ríkissjóður þurfi að endurgreiða ca 2-3 milljarða króna, tapi ríkissjóð- ur málinu. Spyija má: Hvað verður nú um lögfræðina í málinu við þessa breytingu á dómapraksís? Víkur nú lögfræðin alfarið fyrir fjárhagslegum hagsmunum ríkis- sjóðs? Geta skattayfirvöld ekki treyst einu sinni enn á það, að dómstólarnir komi þeim til bjarg- ar? Spurt er þá aftur á móti: Hvað breytist með lögfræðina, þegar krónunum fjölgar? Gufar lögfræðin og ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinn- ar upp, þegar fjárhæðin hækkar? Hvað mega krónumar vera marg- ar, áður en lögfræðin dettur út? Eins og venjulega? Niðurstaðan í héraðsdómi í þessu máli varð sú, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður hefur margoft bent á, sbr. bók hans Deilt á dómarann, og víðar, að þegar dæmt er um lögmæti skatta og hvort þeir bijóti í bága við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, þá víkja dóm- arar lögfræðinni alfarið til hliðar, en láta önnur sjónarmið ráða ferð- inni, þ.e. pólitíska stefnu ríkis- stjórnarinnar, sem hefur meiri- hluta á Alþingi. Sérstaklega á þetta við, ef málið varðar mikla fjárhagslega hagsmuni hins opin- bera. Það er með öðrum orðum efnahagspólitík stjórnvalda, þ.e. ríkisstjórnarinnar, en ekki lög- fræði, sem ræður niðurstöðunni hjá dómstólunum í málum varð- andi efnahags- og skattamál, nema í skattamálum, þar sem fjárhags- munir ríkissjóðs eru smávægilegir. Dómarar séu hallir undir stjórnvöld í dómum sínum í þessum málum, jafnvel þótt mjög mikilvæg grunn- réttindi borgaranna séu í húfi. Þau séu einfaldlega látin víkja fyrir fjárhagslegum hagsmunum stjórn- valda. Mjög margir lögfræðingar eru einnig þessarar skoðunar. Mannréttindaákvæði afnumin? Sé þetta rétt, er spurningin sú, hvort ekki eigi að breyta ákvæðum mannréttindakafla stjórnarskrár- innar í samræmi við raunveruleik- ann þannig, að tekið verði skýrt fram, að þegar um sé að ræða ráðstafanir varðandi efnahagsmál, svo sem setning skattalaga, þá hafi löggjafarvaldið, þ.e. hinn póli- tíski meirihluti á Alþingi, fijálst val, meðal annars um skattlagn- ingaraðferðir, skattafjárhæðir og skattstofna. Með því móti yrði eng- inn misskilningur hjá almenningi og dómurum, að ákvæði mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar vernda ekki ríkisborgarana á þessu ákveðna sviði, heldur hafi stjórn- völd fijálsar hendur í þessum efn- um. Hér sé um pólitískar ráðstaf- anir í efnahagsmálum að ræða, sem dómstólar eiga ekki að vera að skipta sér af. Sé það vilji lög- gjafans, að persónuskattar séu greiddir t.d. eftir þyngd, aldri, skó- stærð o.þ.l. en ekki tekjum, þá verði það svo. Aukin mannréttindi? Ein spurning brennur í huga manns. Hvers vegna breytti Hæsti- réttur áratuga dómafordæmum varðandi endurgreiðslu ólögmætra skatta? Ekki getur verið, að ætlun- in hafi verið að útiloka alveg mögu- leikann á því, að menn geti lengur borið fyrir sig ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar vegna ágrein- ings um lögmæti skattlagningar, nema fjárhagslegir hagsmunir rík- issjóðs séu sáralitlir? Ekki skal þó dregið í efa, að hugmyndin hjá Hæstarétti hafi verið að auka við mannréttindin en ekki útiloka þau á þessu sviði, eins og mun gerast. Eina ieiðin til bjargar, verði stjórnarskránni ekki breytt eins og áður gat, er að lög- fest verði gamla reglan, að ein- göngu þeir, sem greiða gjald eða skatt með fyrirvara, geti fengið endurgreiðslu. Að öðrum kosti munu dómstólar aldrei dæma skatta ólögmæta, þótt lögfræðin segi annað, því það kostar ríkissjóð einfaldlega of mikið og á það munu stjórnvöld treysta, er þau ákvarða mönnum skatta. Lokaorð I máli þessu eru það ekki pen- ingar, sem tekist er á um, heldur grundvallarréttindi, þ.e. túlkun á ákvæðum í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Það var öllum bifreiðaeigendum fulljóst, að ríkis- sjóður ætlaði sér að ná í þessar skattatekjur, og hefði gert það með lögmætum hætti, hefði þessi ólögmæta skattlagningaraðferð, að greiða eftir þyngd bifreiða, ekki orðið fyrir valinu. Tilgangur bif- reiðaeigandans með málshöfðun- inni er að reyna að þvinga stjórn- völd með dómi að láta af ólögmæt- um og jafnframt óhemju ranglát- um skattháttum hvað bifreiða- gjaldið snertir. Jafnframt að reyna að stöðva stjórnvöld í því að mis- bjóða réttlætiskennd þorra al- mennings með svo grófum hætti, eins og raun ber vitni, sem getur ekki verið markmið stjórnvalda, eins og ætla mætti. Höfundur er lögfræðingur. Um bifreiðagjald Jónas Haraldsson Fjölmiðlafár Um áhrifamátt fréttamanna Fyrri grein FYRIR tvö þúsund árum hrópaði æstur múgurinn „krossfestið hann, krossfestið hann“. Samviska heimsins skyldi hreins- uð af syndum sínum. Allir þekkja hvernig sú saga endaði. Ætla mætti að eitthvað hefði maðurinn lært síðan, Undanfarna mánuði komu þessi orð upp í hugann varðandi að_- förina að Guðmundi Árna Stefáns- syni, varaformanni Alþýðuflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra. Fréttaflutningurinn af máium hans var svo kryddaður ofstæki að með ólíkindum mátti teljast. Hafi raun- verulegt markmið með honum verið að veita aðhald, þá fór það fyrir ofan garð og neðan. Árásargimi skein nefnilega svo berlega í gegn- um fréttaflutninginn að á stundum minnti á hreinar galdraofsóknir. Á þessum vikum sem aðförin stóð upplýstu fjölmiðlamenn okkur betur um eigin vanhæfni en Guðmundar Árna. Tilgangurinn með þessari grein er að velta fyrir sér hvemig íslenskir fjölmiðlamenn starfa. Grimmd og ofsóknir eru ekki fyrri Rúna Guðmundsdóttir tíma fyrirbæri, heldur birtast aðeins í annarri mynd í dag. Þeir sem níðst hafa á varnar- lausum einstaklingum hafa yfírleitt falið sig í hveijum þeim búningi sem hentað hefur tii að réttlæta fyrir sér, og öðrum, einhvern til- gang með ofsóknunum. I okkar litla samfélagi birtist grimmdin á ýms- an hátt. T.d. er miskun- arlaust hægt að svipta menn ærunni, svo þeir fá ekki rönd við reist. Vegna smæðar samfé- lagsins er oft afar erf- itt fyrir þá sem slíka meðferð hljóta að fóta sig aftur. Afleiðingar geta orðið niðurbrot fjölskyldu og vina, auk sjálfs fórnarlambsins, ekki síst í ljósi miskunnarlausra gróusagna sem skjóta rótum og ógerlegt virð- ist vera að sporna gegn. Munum að auðvelt er að svipta menn ær- unni, en erfitt getur reynst fyrír þá að endurheimta hana. Nú ber ekki að skilja að tilteknir menn í þjóðfélaginu, og þá helst stjómmálmenn, séu yfir gagnrýni hafnir. Því fer víðs fjarri. Það er afar mikilvægt að fylgst sé náið með störfum þeirra til að veita þeim aðhald, en oft tekst það einfaldlega ekki. Engan ætti að undra það vald sem blað- og fréttamenn (hér eftir kallaðir fréttamenn) ráða yfir. Þeir hafa farið sem krossfarar í boðun siðvæðingar undanfama mánuði. Það er svo sem gott og blessað, en eins og allir aðrir þurfa þeir svo sannarlega á aðhaldi að halda sjálf- ir. Árvökull almenningur er best til þess fallinn að veita þeim hana, sérstaklega þegar fagmennskan er farin að víkja fyrir sölumennsku og athyglisþörf. Skýrt skal þó tekið fram að hér er ekki átt við alla fréttamannastétt- ina, heldur er þessu vísað til ákveð- ins hóps þeirra. Þó verður ekki kom- ist hjá því að lýsa yfir óánægju með þá fréttamenn, sem ég veit að hefur blöskrað meðferðin á Guðmundi Árna, en ekki haft sig neitt í frammi. Aðförín að Guðmundi Árna var, að mati Rúnu Guðmundsdóttur, krydduð ofstæki. Fréttamenn hafa þeim skyldum að gegna að leita eftir upplýsingum og afla frétta af mikilvægum at- burðum og miðla þeim, en ekki að stíga í fínpússuð stígvél aftökusveit- ar. Almenningur hlýtur að eiga kröf- ur á að þeir fjalli um málin á hlut- lægan og sanngjaman hátt og það frá fleiri hliðum en einni. Að þeir láti ekki stjórnast af eigin tilfinning- um og skoðunum og taki þátt í dansi sem hugsanlega hefur verið saminn út í bæ. Að skjóta ekki fyrst og spyija svo. í fréttum af máli Guðmundar Árna hafi ákveðnir fréttamenn gert sig seka um mikinn dómgrendar- skort, þröngsýni, fordóma og jafn- vel harðneskju. Oftar en ekki hefur hin hliðin „gleymst", eða einfaldlega ekki verið ijallað um hana, eða frétt- ir svo illa unnar að hreinlega hefur „gleymst" að fá Guðmund Árna til að svara fyrir sig. Þessar hugleið- ingar leiða síðan til eftirfarandi spurninga: Voru fréttamenn e.t.v. leikbrúður í höndum pólitískra öf- undarmanna Guðmundar Árna? Hversvegna sameinuðust margir þeirra um að velja hann í tilraun til pólitískra aftöku? Var þetta per- sónuleg óvild eða metorðagirnd þessara sömu fréttamanna í hans garð? Hvernig velja menn yfir höfuð til manorðsmissis? Hvers vegna hættu fréttamenn ekki fyrr en hann sagði af sér? Voru þeir ekki ánægð- ir nema þeim tækist að knésetja hann? Hver getur ákveðið hvenær fullnægjandi skýringar fást? Þá er athyglisvert að velta fyrir sér hveijir hinir svokölluðu heimild- armenn fréttamanna eru. Eru þeir yfír höfuð til eða nota fréttamenn hugtakið sjálfum sér til verndar? Getur verið að ritstjórar/fréttastjór- ar hafi sett sölumarkmiðin ofar' sannleiks- og réttlætisgildinu? Það datt undirritaðri svo sannarlega í hug, þegar hún heyrði haft eftir rit- stjóra dagblaðs hér í bæ, meðan Guðmundarmálið stóð sem hæst, að sannleikurinn í máli hans skipti ekki meginmáli, heldúr sú staðreynd að hann væri söluvara! í barnaskap sínum trúa frétta- menn líklega sjálfir að þeir hafi valdið byltingu í umfjöllun fjölmiðla á íslandi um stjórnmálamenn eftir aðförina að Guðmundi Árna, blindir fyrir þeim möguleika að þeir hafi látið teyma sig á asnaeyrum af póli- tískum öfundarmönnum í'yrrverandi félagsmálaráðherra. Ekki er óeðlilegt miðað við venjur að stjórnarandstæðingar taki þátt í trylltum dansi um ráðherra. Hins vegar er það siðlaust þegar þeir kappkosta að knésetja pólitískan andstæðing með því að nýta fjöl- miðlana sér til framdráttar. Eflaust hafa margir þeirra þakkað sínum sæla fyrir að það voru ekki þeir sem verið var að ofsækja. Þeir virkuðu því oft á mann sem þátttakendur í dansinum, gagngert til að koma sér í mjúkinn hjá fólki og fjölmiðlum. Sorpritið Pressan hóf ofsóknirnar á hendur Guðmundi Árna í sumar og er varla vert að nefna það blað, þar sem ekki er beinlínis hægt að segja að pennar þess hafi margir hveijir verið í svo háum gæða- fiokki. Að einhveijir skuli vilja hafa lifibrauð sitt af því að níðskrifa og mannorðssvipta fólk er ofar mínum skilningi, en það er önnur saga. Með ólíkindum er að fréttamenn geti skrifað nánast hvað sem er um einkahagi fólks, eða æru þess, í skjóli þess að það sé skylda þeirra að upplýsa þjóðina, með oft á tíðum nafnlausum greinum í þokkabót. Sá sem hóf aðförina í Pressunni að Guðmundi Árna var stjórnarlið- inn Árni Mathiesen, sá hinn sami og taldi sér til tekna að hafa starfað í yfir tuttugu nefndum_ innan og utan þings. Ekki skal Árni reyna að bera það fyrir sig að honum hafi borið skylda til að upplýsa al- menning um „afglöp" Guðmundar Árna við bæjarstjórn Hafnarfjarðar með skrifum sínum. Ætli hitt sé ekki líklegra að Árni hafi þá þegar hafið keppnina um hylli kjósenda, en eins og kunnugt er sækjast þeir báðir eftir atkvæðum í Reykja- neskjördæmi í næstu alþingiskosn- ingum. Hvort slík vinnubrögð dugi honum vel síðar, á eftir að koma í ljós. Höfundur starfar sem niarkaðsfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.