Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORDISk FILM-&TVJ fOMD Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn er fjármagnaður með samningi milli norrænu ráðherranefndarinnar, níu norrænna sjónvarpsstöðva og norrænu kvikmyndastofnananna fimm. Sjóðurinn er skrásett stofnun með aðsetur í Stokkhólmi. Nú er verið að leita að: FORSTJÓRA til næstu fjögurra ára frá og með 1. janúar 1995 með möguleika á fram- lengingu til tveggja ára. Umsækjendur verða að geta lagt fram skriflega staðfestingu á reynslu af undirbúningi, framleiðslu og markaðssetningu kvikmynda/sjónvarpsefnis, góð alþjóðleg sambönd, almenn norræn tengsl og góða tungumálakunnáttu. Forstjórinn mælir með til stjórnar þeim verkefnum, sem hann telur eiga kost á mestu mögulegu fjármögnun samkvæmt reglum sjóðsins. í tengslum við að sjóðurinn muni bæta við sig verkefnum á sviði markaðssetningar og dreifmgar er einnig leitað að: MARKAÐS- OG UPPLÝSINGASTJÓRA til þriggja ára frá og með 1. janúar 1995 með möguleika á framlengingu. Viðeigandi menntun og víðtæk þekking/reynsla af markaðssetningu menningarefnis og/eða kvikmynda/sjónvarpsefnis-dreifmgar er kostur. Markaðs- og upplýsingastjórinn mun bera ábyrgð á markaðssetningar- og upplýsingastarfi sjóðsins, þar á meðal styrkveitingum vegna dreifmgar á kvikmyndum og sjónvarpsefhis innan Norðurlanda. Um báðar stöðurnar gildir eftirfarandi: Laun og starfsbyrjun samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Marianne Möller stjómarformaður, Helsinki, í síma 90 358 0 62 20 300 eða einhver stjómarmanna: Irigemar Leijonborg, Stokkhólmi, sími 90 46 8 76 47 700 Ulla Östbjerg, Óðinsvéum, sími 90 45 65 91 12 44 Jan Erik Holst, Osló, sími 90 47 22 42 87 40 Friðbert Pálsson, Reykjavík, sími 61 12 12 Einnig er hægt að nálgast nýjar samþykktir sjóðsins hjá þeim. Umsóknir og fýlgiskjöl ásamt sjálfstæðu uppkasti að starfsáætlun fyrir sjóðinn árin 1996-1998 verða að berast stjórnarformanni fýrir mánudaginn 12. desember: Heimilisfang: c/o Finlands filmstiftelse Kanavakatu 12 FIN-00160 Helsinki Símbréfi 90 358 0 62 20 30 50 Uppskríftir, heimsóknir, jólasiðir, konfektgerð, fóndur, jólagjafir, pakkar og margt fleira er í 64 síðna blaðauka sem fylgir Morgunblaðinu nk. fimmtudag, 1. desember. s JltagtittMaftifc -kjarni málsins! ________AÐSEMDAR GREINAR_______ Opið bréf til mennta- málanefndar Alþingis Framhaldsskólalögin og starfsmenntir - 1. grein FRAMHALDS- SKÓLALÖG sem fram til þessa hafa verið sett hafa öll verið fagurlega orðuð í upphafi. Markmiðin víðsýn og verk- og starfsmenntir áttu að hljóta forgang og örvun. Síðari grein- ar laganna hafa hins- vegar ávallt verið ann- ars eðlis, þar voru bremsuákvarðanirnar settar niður og þar var miðstýringarvaldinu skipað til hásætis og áhrifa á öll þau mál sem einhverju skipta varðandi þróun og framfarir. Hins vegar voru aukaatriði svo sem sam- setning skólanefnda gerð að tákni um víðsýni og haldið á lofti af þeim sem sömdu og túlkuðu lagatillög- urnar. Núverandi lagasmíð er í engu frábrugðin fyrri lögum hvað þetta varðar. Helstu breytingarnar eru fólgnar í nafnabreytingum á nefnd- um og ráðum svo og tilfærslur í aðild að skólanefndum. Miðstýring- arvaldinu er hinsvegar viðhaldið með þeirri viðbót að Reykjavíkur- valdi átvinnurekenda og verkalýðs- félaga er veitt aðstaða til að ráðsk- ast með ákvarðanir starfsmennta, ekki aðeins í Reykjavík heldur einn- ig á landsbyggðinni. Skólamál þurfa mikið fjármagn, það er því brýnt að halda vel á fjár- málastjórninni og skoða vel við samningu laganna hvemig það verður nýtt með sem skynsamleg- ustum hætti. Það er óskynsamlegt að setja jafnaðarmerki í milli fjár- muna og árangurs, þar sem skipu- lag stjórnunnar og eftirlit geta ráð- ið miklu um hve mikið fæst fyrir þá fjármuni sem varið er til mennta- mála. Í þeirri úttekt má ekki gleyma kostnaði heimilanna vegna skóla- göngu barna sem að sjálfsögðu skiptir verulegu máli í heildardæm- inu. Tökum einfalt dæmi. Setjum svo að verknámsdeildir í málm- og tré- iðnum í Ilafnarfirði væru lagðar niður sökum þess að unnt væri að sanna að ein stofnun í Reykjavík væri rekstrarlega ódýrari en tvær, þar sem önnur væri í Hafnarfirði. Hver myndi kostnaður hafnfirskra heimila verða af breytingunni. Far- gjöld með strætisvögnum yrðu um 400 kr. á dag eða 2.000 kr. á viku; í 36 vikur yrði ferðakostn- aður á nemanda 72.000 krónur. Sé mið- að við að nemenda- fjöldinn sé 80 þá er kostnaðrauki hafnfir- skra heimila 5.760.000 kr. á ári hverju fyrir utan mikið óhagræði vegna þess mikla tíma sem fer í ferðir. Fjöl- skyldur sem búa enn fjær kennslumiðstöð verða enn verr úti en fram kemur í nefndu dæmi. Hætt er við að heimilin vildu firra sig slíkum kostn- aðarauka og unglingamir því ör- vaðir til að sækja í bóknámsdeildir framhaldsskólans. Engu af þessu hafa verið gerð markverð skil og er þó ekki van- þörf á að skoða fjármögnunar- og arðsemisþátt skólakerfisins með til- liti til íslenskra aðstæðna. Starfs- hópur er taldi átján manns sat á rökstólum í 800 daga til að móta nýja stefnu í skólamálum og þrátt fyrir að megin verkefni hennar væri að efla starfsmenntir í fram- haldsskólanum eru mestar líkur á að aðeins verði um orðaleik að ræða sem áður. Enda er miðstýringunni viðhaldið og almennt frumkvæði skólamanna og framsækinna at- hafnamanna í byggðum landsins íjötrað með reykvískum nefndum ráðuneytismanna og framamanna í félagsmálum. Hvað þarf að skoða betur? í langan tíma hafa starfsmenntir verið undir stífri stjórn mennta- málaráðuneytis, nefnda og stórr- áða, svo sem iðnfræðsluráðs og sjávarútvegsráðs. Þrátt fyrir þessa trúverðugu uppbyggingu hafa starfsmenntir stöðugt verið á und- anhaldi fyrir menntaskólalínunni sem hefur fengið einokunaraðstöðu á æðra námi. Ekki hafa verið skoð- aðar ástæður þess að nefnd skipan hefur ekki megnað að skapa virð- ingu fyrir starfsnámi. Hér er eitt- hvað alvarlegt að sem að mínu mati er eftirtalið: 1. Yfirstjórn starfsmenntaskól- anna, svo sem annarra fram- haldsskóla, er í höndum starfs- Starfsmenntir hafa stöðugt verið á undan- haldi, segir Steinar Steinsson, þrátt fyrir stífa stjómun ráðuneyt- is og ýmissa stórráða. fólks menntamálaráðuneytisins og eru forustumenn þar allir með bóknámsmenntun að baki og hafa viðhorf sem einkennast af því. Virðing þeirra fyrir starfs- námi er aðeins í orði en ekki á borði. Fjöldi starfsmanna ráðu- neytisins hefur verið starfandi þar í langan tíma og hefur misst tengsl við nútíma atvinnulíf og þá þróun sem þar á sér stað í framleiðslu og þjónustuiðnaði. 2. Stórráðin hafa verið helstu ráð- gjafar ráðuneytisins, en þau eru skipuð mönnum sem eru tals- menn ákveðinna hagsmuna og er umræða þeirra lituð af þeirri staðreynd. Þeir eru bundnir við hagsmuni líðandi stundar og sér- hagsmuna og snúa sér ekki að framfarasinnuðum verkefnum á meðan lögin gera þá að þrösurum núdagsins. Arangursleysi stór- ráðanna, í að efla verk- og starfs- menntir á undaförnum áratug- um, er hrópandi dæmi um gagns- leysi þeirra. 3. Frumkvæði og samstarf fram- farasinnaðra fyrirtælqa og skóla í heimabyggðum starfsmennta- skóla til þróunar og nýs náms- framboðs er nær útilokað vegna skorða sem settar eru í anda forsjárhyggju. 4. Starfs- og verkmenntakennslan hefur verið mjög einhæf og þróun hæg. Er það verulegt umhugsun- arefni, þar sem við skólana starf- ar fjöldi mjög hæfra kennara sem geta áorkað miklu hefðu þeir til þess frelsi. Firring ábyrgðar í kerfinu er áberandi og þangað má rekja verulegan hluta af þeim vanda sem gerir verknámið lítt áhugavert. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. © Husqvarna 250 slœrígegn! Sœnsk gœðasaumavél með 13 nytjasaumum, 12 skrautsporum o.m.fl. Rafeindastýrður mótor. Taska og vinnuborð fylgja með íþessu tilboði. Verð 42.513- kr. stgr. Smaragd 230 kostar aðeins 37.810- kr. stgr. VÖLUSTEINNh. Faxafen 14, Sími 889505 Steinar Steinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.