Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HÚN ER SMART OG SEXÍ, HIN FULLKOMNA BRÚÐUR, EN EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA. HEILAGT HJÓNABAND - ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND MEÐ PATRICIU ARÓUETTE ÚR TRUE ROMANCE í LEIKSTJÓRN LEONARD NIMOY SEM EINNIG LEIKSTÝRÐI THREE MEN AND A BABY. SKELLTU ÞÉR Á KOSTULEGT GRÍN í BÍÓINU ÞAR SEM BRÁÐFYNDIN BRÚÐKAUP ERU DAGLEGT BRAUÐ. Sýnd ki. 7.10, 9 og 11. I LOFT UPP ÞRIR LITIR: HVITUR 5 TOMMY LEE JONES n 4 0 Aðalhlutverk: JEFF BRIDGEs! TOMMY LEE JONES Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. FORREST GUn Sýnd kl. 5.05, 6.45 og 9.15 ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI JllLIE DELPY TROIS COULELÍRS Fjögur brúðkciup og jarðarfór »** ALMBL + Ó.H.T. Riití ÍMátulega ógeðsleg hroll- |||k> qg á skjön við huggu- Ílga skólann í danskri . kflk'myndagerð" Egill jljjillscj^Morgunpósturinri. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.05 og 7. 2 FYRIR 1 Á ALLAR MYMPIR | Nýjar hljómplötur FOLK Mannakorn spilar lagið Hljómsveit Mannakorn á sér langa sögu, hefnr starfað í tuttugu ár, og gefur út plötu í dag, Spilaðu lagið, sem er safn endurgerðra helstu laga þessara tuttugu ára. Magnús Eiríksson gítarleikari og lagasmiður, segir að platan sé samtímis afmælisplata og síðasta plata Mannakoma. MANNAKORN stofnuðu þeir Magnús Ei- ríksson og Pálmi Gunnarsson fyrir tutt- ugu árum og hljómsveitin hefur haldið velli síðan og haldið tónleika á hveiju ári, þó mis mikið hafi verið um að vera og hljómsveitin mis íjölmenn. Á piötunni nýju eru þeir Pálmi og Magnús einir í aðalhiutverkum, en fá til liðs við sig Gunnlaug Briem í trommuleikinn og Þóri Baldursson til að leika á Hammondorgel. Afmælisútgáfa Magnús Eiríksson segir að nokkuð sé síðan þeir félagar ákváðu að gefa út afmælisútgáfu sem þessa og strax hafí verið ákveðið að taka upp á nýtt safn bestu laga sveitarinnar, bæði vegna þess að þeir félagar hafí séð ýmsar for- vitnilegar hliðar á lögunum eftir því sem þeir hafí spilað þau í gegnum árin og svo að það hefði einfaldlega orðið of mikið mál og flókið að semja við alla þá sem hafa útgáfurétt á gömlu upptökunum á hendi. „Þar að auki eru sumar plöturnar hugsaðar sem sjálfstæð verk, eins og til að mynda í gegnum tíðina; mér hefur alltaf gramist ef menn hafa verið að rífa þá plötu í sundur, hún var hugsað sem ákveðið verk og til að mynda byijar hvert lag í sömu tóntegund og lagið á undan endaði í.“ Hann segir að lögin hafi tekið mismiklum breytingum í endurgerð- inni, sum hafí breyst allmikið við að vera útsett fyrir órafmögnuð hljóðfæri, en önnur hafí aftur MAGNÚS Eiríksson, lagasmiður og gitar- leikari Mannakorna. á móti neitað að breytast; þau hafí einfaldlega viljað vera eins og þau voru fyrst tekin upp og við því hafi ekkert verið að gera. „Það er alltaf vafasamt að fara að fást við það sem búið er að gera vel,“ segir Magnús, „en okkur langaði til þess að velta upp ýmsum flötum á þessum lögum og ætlunin var aldrei að gera þau betur; frekar að gera þau öðruvísi og það hefur tekist afskaplega vel; ég tel að fólk sem þekkir þessi lög eigi eftir að hafa afskaplega gaman af að heyra þessa p!ötu.“ Tuttugu ár eru langur tími Tuttugu ár eru langur tími í íslenskri popp- sögu, en Magnús segir að Mannakorn hafi lifað þennan tíma ekki síst fyrir þá sök að hún hefur „brugðið sér í allra kvikinda líki“, en hljómsveit- in hefur leikið eitthvað á hveiju ári, mismikið þó eftir öðrum önnum. „Ætli þetta hafí ekki gengið svona lengi vegna þess að við vorum ekki píndir til að gera hljómsveitina út um hveija helgi, það hefði gengið af okkur dauðum. Við Pálmi höfum verið í öðrum verkefnum og Manna- korn hefur gleymst á milli; týnst í Brunaliðum og Friðrykum og Blúskompaníum og hvað þær heita allar þessar hljómsveitir sem við höfum verið í. Mannakorn hefur verið verkefni sem við höfum getað gripið í þegar við höfum haft gam- an af því. Ætli það sé samt ekki komið nóg núna, ég hefði helst viljað að þessi plata væri endapunkturinn á Mannakornum; uppgjör við þessi tuttugu ár og lokapunktur um leið,“ segir Magnús, en bætir við að vitanlega eigi sveitin eftir að fylgja plötunni eftir „Við höfum verið að spila þessi lög um allt land í þijú til fjögur ár, erum því búnir að forkynna plötuna vel, og svo eigum við eftir að spila eitthvað til að fylgja henni eftir. Svo er bara að fara að fást við eitt- hvað nýtt.“ Uppáhaldsútgáfan tók ekkert upp Eins og áður segir hafa mannaskipti verið mikil í Mannakornum þessu tuttugu ár, einu föstu meðlimimir hafa verið þeir Magnús og Pálmi, en Magnús segir að uppáhalds útgáfa hans af sveitinni hafi því miður ekkert hljóðritað. „Uppá- halds útgáfa mín af Mannakornum er útgáfa sem hljóðritaði ekkert, illu heilli. Það er sú útgáfa sem við vomm með á Dansbarnum, ég, Pálmi, Birgir Baldursson á trommur og Karl heitinn Sighvats- son á Hammondorgel. Við ætluðum að vinna að blúsplötu saman um það leyti sem Karl fórst, og því miður varð ekkert úr því.“ Hvað varðar uppáhaldsplötu vill hann ekki gera upp á milii þeirra; segir að það séu uppá- haldskaflar á hverri fyrir sig, enda séu plötumar ólíkar. Hann segist því hafa farið þá leið að velja eftir óskum fólksins í landinu, eins og han orðar það, „ég leyfði fólkinu sem hefur sótt tónleika með okkur undanfarin ár að velja lögin, en á plötunni eru þau lög sem mest er beðið um. Svo fljóta með tvö ný lög sem við tókum upp í sum- ar, svona til að hafa eitthvað sem er ekki eldgam- alt,“ segir Magnús og hlær, „þau passa ágætlega inní.“ Magnús hefur samið öll lögin sem eru á Spil- aðu lagið og því eðlilegt að spyija hvort ekki dragi þau dám hvert af öðm; hafi á sér fjölskyldu- svip. Ekki er hann á því og segir að honum finn- ist þau ekki hafa neitt eitt höfundareinkenni. Eftir smá umhugsun bætir hann þó við: .. ef eitthvað þá held ég að það sé dálítið blár litur á þeim öllum.“ Ovenju- leg atvinnu- umsókn ►BRESKA stúlkan Delia Du Sol sem er sautján ára gömul skaust nýlega fram í sviðsljósið þegar hún varð hlutskörpust úr hópi umsækjenda um starf við Cottle Sisters-fjölleikahúsið. Atvinnuumsóknin fólst í því að skríða inn í pínulitla flösku og reyndist Delia liðugust við það. Flaskan var 60 sm á hæð og 45 sm á breidd og var opið inn í hana mun minna. Delia sagði að það hefði verið lítið mál að skríða inn í flöskuna. „Ég er vön því að vera í skrítnum stell- ingum,“ sagði hún. Hún viður- kenndi þó að það setti strik í reikninginn þegar hún fengi krampa í fæturna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.