Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTIiÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sverrir Borgin prýdd ljósum REYKJAVÍK ér óðum að fær- ast í jólabúning, þótt enn vanti snjóinn. Snjóleysið auðveldar starfsmönnum borgarinnar hins vegar vinnuna, þegar þeir setja ljósaseríur á trén, eins og þessi var að gera í Vonarstræti. Ríkisendurskoðun um sölu á hlut ríkisins í Islenskri endurtryggingu hf. Söluverð 144 millj. lægra en líklegt upplausnarvirði Einkavæðingarnefnd segir að ekki hafi verið unnt að leysa fyrirtækið upp RÍKISENDURSKOÐUN gerir athugasemdir við sölu á 39,23% eignarhlut ríkisins í Islenskri end- urtryggingu hf. í nýrri skýrslu um sölu á fyrir- tækjum í eigu ríkisins 1991-1994. Stofnunin segir m.a. að útreikningar bendi til þess að lík- legt upplausnarvirði fyrirtækisins í árslok 1992 hafi verið 144 milljónum kr. hærra en hið endan- lega söluverð þess, sem var rúmar 162 millj. kr. Með upplausnarvirði er átt við áætlað virði fyrir- tækis ef rekstri er hætt, eignir seldar og skuld- ir greiddar upp. Eignarhluti ríkisins í fyrirtækinu var seldur fjórum tryggingafélögum 23. desember 1992 en þau voru Vátryggingafélag Islands hf., Trygg- ingamiðstöðin hf., Sjóvá-Almennar hf. og Trygg- ing hf. en þau voru öll meðeigendur ríkisins í fyrirtækinu. Gagnrýnt er að þegar salan fór fram hafi ekki legið fyrir nýrra uppgjör en ársreikning- ur fyrir 1991 og segir Ríkisendurskoðun að sam- anburður á eigin fé fyrirtækisins leiði í ljós að verðmæti eignarhluta ríkisins hafi verið u.þ.b. 65 millj. kr. hærri í árslok 1992 en það var í árslok 1991. „Ríkisendurskoðun telur vafasamt að salan á umræddum eignarhlut ríkissjóðs á umtalsvert lægra verði en líklegu upplausnarvirði hans nam, hafi þjónað ýtrustu hagsmunum ríkissjóðs. Með þessu er þó ekki verið að fullyrða neitt um það hvort fundist hefðu kaupendur, sem reiðubúnir hefðu verið til þess að greiða hærra verð fyrir hlut ríkisins í fyrirtækinu. Miðað við þessar for- sendur sýnist sem hagsmunum ríkissjóðs hefði verið betur gætt með því að selja hlut ríkisins í fyrirtækinu ekki að svo stöddu,“ segir í skýrsl- unni. Tryggingaráðherra vísar á einkavæðingarnefnd „Þessi sala fór algerlega um hendurnar á einkavæðingarnefndinni þannig að við komum ekkert nálægt henni að öðru leyti en því að ganga frá þessu í lokin þegar okkur var tjáð að einkavæðingarnefndin væri búin að ljúka sínu verki og semja um þetta,“ segir Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra. í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru birtar at- hugasemdir frá formanni og framkvæmdastjóra Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem segir m.a. að.ekki hefði verið unnt að leysa fyrir- tækið upp. Einnig skipti verulegu máli í saman- burðinum hvort söluverð og framtíðarskatt- greiðslur fyrirtækisins skili seljandanum meiru en upplausnarvirðið eitt og sér. Ekki leiki vafi á að salan hafi verið til mikilla hagsbóta fýrir ríkissjóð. Þá hafi Alþingi samþykkt lög um einka- væðingu fyrirtækisins í apríl 1993 og því gefist nægur tími til að gera athugasemdir eða hætta við söluna ef ástæða hefði þótt til. Einnig hafi heilbrigðisráðuneytið ekki hreyft neinum athuga- semdum við verðmat á fyrirtækinu en ráðuneytis- stjóri þess hafi verið stjórnarformaður fyrirtækis- ins um langt 'skeið. ■ Skýrsla Ríkisendurskoðunar/2 Húnaröst með 11.000 taf síld HÚNARÖST RE 550 var væntanleg til Homafjarðar í morgun með 320 tonn af síld. Að sögn Hákons Magn- ússonar skipstjóra hefur skipið aflað yfir 11 þúsund tonn á vertíðinni, eða yfír 110 þúsund tunnur samkvæmt gömlu máli. Hann vildi ekki fullyrða að um Islandsmet væri að ræða. Aflinn hefur nánast allur farið í vinnslu til manneldis hjá Borgey hf., einungis um 200 tonn hafa farið beint í bræðslu. Aflinn er bæði fryst- ur og saltaður. Nú er farið að þrengj- ast um pláss hjá Borgey hf. og því eru veiðarnar bremsaðar af. „Það hefur verið mjög gaman að eiga við síldina í haust, nánast ævin- týri,“ sagði Hákon. Oft hefur nægt að taka eitt kast til að' fylla skipið. Hákon sagði gæftir hafa verið góðar þar til fyrir hálfum mánuði og þakk- aði góðan afla meðal annars því að enginn hefði verið að „trolla í síld- inni“. Engin togskip hafa verið á síld- veiðum í haust eins og undanfarin haust. „Torfurnar hafa verið þéttar í sér. Þær eru viðkvæmar og þótt við séum að klóra í eina og eina með nótinni þá er það öðruvísi en þegar verið er að ryðjast í gegnum þær með trollin." Síldin hefur haldið sig undanfarinn mánuð í Litla-Dýpi, SSA af Gerpi, um 50 mílur frá landi. Mikið er af háhyrningi á síldarslóðinni. Hákon taldi að afkoman væri þokkaleg á síld miðað við bátakjör. Hann reiknaði með að Húnaröst yrði á síld framundir jól, þá yrði kvótinn búinn. „Kvóti ókkar og Borgeyjar hf. er 14 til 15 þúsund tonn og það er gott þegar veiðiskip og fisk- vinnslufyrirtæki geta unnið svona saman.“ Síldarkóngarnir í dag Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar og síldarsér- fræðingur, vildi ekki fullyrða að óat- huguðu máli að hér væri um íslands- met að ræða í síldveiðum. „Mér finnst að þjóðin eigi að vera þakklát þeim kapteinum Hákoni Magnússyni á Húnaröst og Jóni Eyfjörð á Þórs- hamri GK að stefna svona eindregið á að veiða síld til manneldis. Þeir hafa skorið sig úr í flotanum og ver- ið til fyrirmyndar. Þetta eru síld- arkóngarnir í dag.“ Jakob sagði að fiskveiðar íslend- inga ættu að vera með þessum hætti. „Þeir eiga að taka þetta á ódýran hátt og sinna mörkuðunum. Þannig fáum við langmest út úr sjávarútveg- inum, í stað þess að vera að keppast við og slást um tonnin.“ Morgunblaðið/Júlíus Spillief naey ðing í Sementsverksmiðjunni Fái að brenna olíuúrgangi HOLLUSTUVERND ríkisins lagði í gærkvöldi fram á fundi á Akra- nesi nýjar tillögur um hvaða spilli- efnum verður leyft að brenna í Sementsverksmiðjunni. Þessar til- lögur kveða á um að leyft verði að brenna olíuúrgangi og leysiefnum, sem að mati Hollustuverndar eru ekki talin hættulegri en kolin sem nú eru notuð þar til eldsneytis eða svartolía sem áður var brennt í verksmiðjunni. Að magni til eru þessi efni um 95% þess sem upphaf- lega var lagt til að brennt yrði af spilliefnum í Sementsverksmiðj- unni. Þau efni, sem nú eru undan- skilin, til dæmis málningar- og lakkafgangar, eimingarleifar og efni frá rannsóknarstofum, verða áfram send til Danmerkur til eyð- ingar. Að sögn Ólafs Péturssonar, for- stöðumanns mengunarvarna Holl- ustuverndar, mættu um 40 manns á fundinn, fulltrúar bæjaryfirvalda og þeirra sem gerður athugasemdir við leyfi til spilliefnabrennslunnar. Nú verður beðið niðurstöðu bæjar- yfirvalda um þetta mál áður en Hollustuvernd gefur út starfsleyfi til spilliefnaeyðingarinnar. „Eg tel að við getum alveg stað- ið á því að það stafi ekki hætta af þessari eyðingu," sagði Ólafur Pét- ursson. Körfubíllinn náði í slasað- an mann MAÐUR slasaðist um borð í gúmbát við Grandabakka um helgina. Til að ná honum upp úr gúmbátnum á sem þægileg- astan hátt og til að tryggja að hann yrði ekki fyrir frekari meiðslum var leitað liðsinnis Slökkviliðsins í Reykjavík, sem notaði körfubíl sinn til verks- ins. Maðurinn var síðan fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Húseignir flokkaðar eftir áhættu hjá VÍS Heildar- iðgjöld 6% lægri VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf. (VÍS) hefur ákveðið að gera veruleg- ar breytingar á töxtum húseigenda- trygginga einstaklinga og húsfélaga frá og með næstu mánaðamótum. Þær fela í sér að viðskiptamönnum verður raðað í áhættuflokka eftir aldri og staðsetningu húseigna, eig- ináhættu hins vátryggða i vatnstjón- um og verðmæti eignarinnar. Þetta mun þýða lækkun iðgjalda þegar um er að ræða nýlegar eign- ir. Sömuleiðis lækka iðgjöld fyrir stærri eignir og á það bæði við um húsfélög og einstaklinga. Aftur á móti gætu eigendur eldri húsa þurft að greiða hærri iðgjöld. Taxtar munU lækka hjá viðskipta- mönnum með eigináhættu vegna vatnstjóna en gætu hugsanlega hækkað hjá þeim sem hafa keypt sig frá henni. Hins vegar gefst eig- endum húsa sem eru eldri en 20 ára ekki Iengur kostur á að kaupa sig frá eigináhættu vegna vatnstjóna. Að öllu samanlögðu munu þessar breytingar leiðá af sér að heildarið- gjöld í húseigendatryggingum fé- lagsins lækka um 6%. í frétt frá VIS segir að meirihluti viðskipta- manna félagsins muni njóta lægri iðgjalda eftir breytinguna, sem tekur gildi um mánaðamótin. Þar kemur jafnframt fram að undanfarin misseri hafi sjónir VÍS beinst að aukinni tjónatíðni af völd- um vatns í húseigendatryggingum. Eftir ítarlega könnum meðal við- skiptavina hafi komið í ljós að tjóna- tíðni af völdum vatns sé mun hærri í eldri húsum en nýlegum. Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins sem gerð hafi verið í samráði við ýmsa hagsmunaaðila bendi eindregið til þess að orsakir vatnstjóna séu einkum tæring og slit lagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.