Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994_______________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íkonar Nýjar bækur • ÍSLENSK stílfræði eftir Þorleif Hauksson og Þóri Oskarsson er komin út. Þetta er fyrsta alhliða stílfræðibókin á íslensku og er hún gefin út í samvinnu við Háskóla Islands. Þó að stílfræðin sé ung fræðigrein, á hún sér ævafornar rætur í mælskufræði fornaldar, sem aftur hefur haft áhrif á íslenskar bókmenntir frá öndverðu. Bókinni er skipt í tvo hluta: Fyrri hlutinn veitir sýn yfir sögu mælsku- fræði og nútímastílfræði, auk þess sem gerð er grein fyrir mismunandi aðferðum til stílgreiningar. Síðari og meginhluti verksins er íslensk stílsaga þar sem fjallað er um þróun íslensk stíls allt frá upphafi bók- mennta okkar til dagblaða nútím- ans. Bókin er unnin á vegum Styrkt- arsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur sem er í vörslu Háskóla Islands. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er 709 bls. og unnin í Odda hf. Kápu hannaði Guðjón Ketilsson. Verðkr. 7.900. • AL VEG einstök móðir - Alveg einstakur vinur - Alveg einstök dóttir - Hlotnist þér hamingja er flokkur vinsælla smábóka. Safn til- vitnana sem ætlað er að koma í staðinn fyrir kort eða gjöf. Höfund- ar eru ýmsir. Þýðandi Oskar Ingi- marsson. Útgefandi er Skjaldborg hf. ogeru þær 30 bls. Hver bók kostar 750 krónur. • FRANK og Jói: í leit að földum fjársjóði eftir Franklin W. Dixon er komin út. Þýðandi er GísliÁs- mundsson. Sögumar af þeim bræð- rum Frank og Jóa eru víðkunnar spennubækur fyri börn og unglinga. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 142bls. ogkostar 1.380 krónur. • SJÁ UMST þótt síðar verði eftir Mary Higgins Clark er komin út. Þýðandi er Jón Daníelsson. í kynn- ingu segir: „Fréttakonan Meghan CoIIins er að vinn að frétt á sjúkra- húsi í New York þegar komið er með stúlku sem orðið hefur fyrir hnífsstungu. Enginn veit hver þessi stúlka er en andlitið sem Meghan sér er spegilmynd hennar sjálfrar. Mary Higgins Clark hefur skrifað íjolda spennusagna. Útgefndi er Skjaldborg. Bókin er 279 bls. Verð 2.480 krónur. MYNPLIST II a 11 g rí m s k i r k j a ÍKONAR KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Opið frá 14-18 daglega. Til 19. des- ember. Aðgangur ókeypis. ÍKONALIST (úr grísku eikon, mynd, eftirgerð, eftirlíking) skír- skotar til guðsdýrkunarímyndar og helgisiða Austurkirkjunnar og hafa verið notaðar ýmsar aðferðir við myndgerðina. Elstu íkona- myndir sem varðveist hafa til- heyrðu hinu koptíska Katrínar- klaustri í Sinai, og eru frá 5.-7. öld, málaðar með innbrennslu- tækni. Sérstakri aðferð, þar sem litum er blandað í bráðið vax og hann svo yfirfærður á leirflísar (encaustic). Seinna þróaðist tækn- in skref fyrir skref til temperamál- verks á viðarplötur. íkonalist er m.a. talin sækja uppruna sinn til andlitsmyndagerðar Egypta og þrátt fyrir að stíllinn bæri merki hins einstrengnislega klerkavalds tímanna og mótaðist í tengslum við deilur um trúarleg táknmál myndflatarins, eins konar mynd- sennu, ber hann keim af ímyndun- um fornmenningarinnar. Upprunalega var helgi mynd- anna svo mikil, að einungis prest- ar máttu mála þær og litir og efni voru samkvæmt nákvæmri og strangri forskrift. Lengi vel var María með Jesúbamið hið algilda myndefni og tengist helgisögninni um postulann Lúkas, verndardýrl- ing málara, sem á að hafa málað guðsmóðurina. Yfirleitt voru íkonar málaðir á tré eða efni, en þeir finnast einnig í mósaik, einhverri tegund frum- efnabræðslu, ennfremur málmi, fílabeini og mjúksteini, skornir í hálfeðalsteina og kristall, hoggnir í tré eða stein og steyptir í bronz eða látún. Þeir voru jafnt notaðir sem stakar færanlegar myndir, sem að tengjast byggingarlistinni í málverki, mósaik eða lágmynd, sem óhagganlegar einingar. Það er drjúg mannkynssaga, sem tengist íkonalist frá frum- kristni til miðalda, ásamt breyting- um á ytra myndmáli, sem gekk í gegnum mikla staðbundna útvíkk- un, einkum á tímum endurreisnar. Þá voru sótt myndefni til opinber- uninnar og ævintýra helgisagna, jafnframt því að hún varð fyrir áhrifum af myndsýn vestursins og að siðfræði og ríkdómur smáatriða þrengdi sér á myndflötinn. En allt- af er um að ræða sjón- og mynd- ræna guðsdýrkun í litum, línum og formum, sem lýtur ströngum lögmálum erkitýpunnar, hinnar upprunalegu óbreytanlegu frum- gerðar. Myndformin eru eins og þrungin tilvísunum og táknum, en um leið fullkomlega laus við allt bókmenntalegt innihald. Annað mál er að þessi dulmögnuðu sjón- tákn kunna auðveldlega að vekja upp djúpar og skáldlegar hugrenn- ingar hjá þeim er rýnir í þau. Á næstu öldum varð íkonalist að fjöldaframleiðslu, en að fyrir- mælum Péturs mikla voru hin keis- aralegu íkonaverkstæði lögð niður árið 1707 og veraldleg og trúarleg list jafnramt aðskilin. Ikonalistin einangraðist innan klausturveggja og nálgaðist um leið uppruna sinn. Við hin miklu skil og umbrot listasögunnar í upphafi aldarinnar urðu mönnum ljós þýðing íkona- listar. Söfnin uppgötvuðu sérgildi hennar sem varð til vaxandi eftir- spurnar. Tvær heimsstyijaldir, til- færsla landamæra og miklir þjóð- flutningar lögðu hér einnig lóð í vogarskálarnar. Hafi það verið árátta hjá mynd- listarmönnum í upphafi aldarinnar að sækja að hluta til aftur í tím- ann hafa núlistamenn síðari ára í enn ríkari mæli ausið af brunni fortíðar. Á þetta við hvað efnistök áhrærir, myndrænt innihald, dul- speki, heimspeki og sögu. Við sjáum þetta jafnt í nýju raunsæi, post módernisma, frásagnarlegri list og uppstokkun sögunnar í anda Anselms Kiefers. Af því leiðir að það telst af hinu markverða, en á engan hátt hlið- ar- né víxlspor að sökkva sér nið- ur í táknmál íkonalistar eins og Kristín Gunnlaugsdóttir hefur gert. Mun frekar ber það vott um að listakonan sé meðvitað eða ómeðvitað í takt við breytt gildis- mat á eðli myndlistar, sem í vax- andi mæli þrengir sér fram. íkona- list býður mönnum að gangast undir strangan aga, því gerandinn hefur fá eða engin tækifæri til persónulegrar tjáningar. En hin tæknilega undirstaða er dijúgt veganesti í hinn listræna mal og auðveldar hveijum og einum að nálgast eigið sjálf í öðrum vinnu- brögðum og á ólíkum vettvangi. Er ég þá að vísa til hins hug- myndaríka og skapandi listamans, vel að merkja, en síður hins auð- mjúka og samviskusama hand- verksmanns. Myndir Kristínar virðast tækni- lega séð mjög vel gerðar og hún nær ágætlega fram þeirri mörkuðu stefnu, að hvert einstakt verk eigi að hafa líf. í hálfrökkri og við kertaljós er að vísu erfitt að rýna í tæknibrögðin og rýnirinn. er ei heldur fagmaður á þessu sérstaka sviði, en stemmningin sem fram- kallast í rýminu er í góðu sam- ræmi við hið magnaða andrúm er fylgir helgisiðum Réttrúnaðar- kirkjunnar. Vel er búið að sýning- unni og fylgir henni lítið en mjög upplýsandi rit sem jafnframt er sýningarskrá. Hið eina sem virðist skorta í myndimar er hin tímalega fylling og hér má koma fram, að fátt er jafn djúp lifun og að virða fyrir sér ævagömul byzantísk meistara- verk og þá einkum í söfnum og kirkjum í Aþenu. Kristín Gunn- lausgdóttir hefur tileinkað sér vinnubrögð, sem gefa henni mikið svigrúm og frelsi til athafna í framtíðinni, — einnig á sviði rót- tækustu geira núlista. Bragi Ásgeirsson BOKMNENNTIR S k á I d s a g a ORÐABÓK LEMPRIÉRES eftír Lawrence Norfolk. Ingunn Ás- disardóttír þýddi. Mál og nienning, 1994 - 634 síður. ÞAÐ ER ekki létt verk að endur- segja í fáum orðum söguþráð Orða- bókar Lempriéres. Þetta er marg- slungin spennusaga sem gerist að stærstum hluta í Lundúnum árið 1788. En það má segja að upphaf sög- unnar sé í La Rochelle í Frakklandi hundrað og fimmtíu árum áður, það má líka segja, að grískar goðsagna- persónur hafi töluverð áhrif á fram- vindu sögunnar. Þegar ofaná bæt- ist, að alviturt sjónarhorn sögu- manns færist í sífellu milli persóna og atvika, skýrist sú fullyrðing mín að erfitt sé að endursegja Orðabók Lempriéres. En ég get, frekar en ekkert, sagt að aðalpersóna bók- arinnar, John Lempriére, sé ungur ofviti sem hefur sökkt sér svo djúpt í klassíska goðafræði, að fomir guðir eru farnir að birtast honum sem lifandi væru. Lempriére er með öðrum orðum að truflast, veruleikaskynjun hans að skriðna. Hann tekur þá upp á því að semja uppflettirit yfir klass- íska goðafræði, og tekst þannig að skrifa sig undan því valdi sem heim- ur goðafræðinnar hafði á honum. Það eru reyndar ákveðnir aðilar sem fá unga manninn til að skrifa upp- flettiritið, þeir hinir sömu sem setja ýmis atvik goðafræðinnar á svið fyrir Lempriére. Þann- ig er morðið á föður hans grimm uppfærsla af örlögum Akteons, en lesandinn fær ekki skýringu á þessum „uppfærslum", fyrr en í sögulok. Og ekki ætla ég að gerast sá glæpa- manður að upplýsa það hér, en eins og ein sögupersónan kemst að orði: „Það byijaði allt í La Rochelle." Á bókarkápu Orða- bókar Lempriéres kem- ur fram að höfundur- inn, Lawrence Norfolk, hafí „fengið gríðarlegt Iof“ fyrir bókina. Eru það engar ýkjur, því þessi fyrsta bók Norfolks (fæddur 1963) hefur skilað honum miklu lofi, sem náði hápunkti sínum í fyrra þegar hann var útnefndur „Best of Young Brit- ish Novelist". Það er vissulega sjaldgæft að tæplega þrítugur maður (bókin kom út árið 1991) skrifí rúmlega 600 síðna skáldsögu barmafulla af þekkingu á klassískri goðafræði og daglegu lífi átjándu aldarinnar. Hæfileiki Norfolks að bregða upp sannfær- andi og lifandi svip- myndum af götulífi Lundúna árið 1788, ber því vitni að ekki er um neina yfirborðs: þekkingu að ræða. í eftirmála sínum tekur Norfolk fram, að flest- ir ytri þættir sögunnar séu byggðir á sagn- fræðilegum staðreynd- um, hvort sem um er að ræða hluti á borð við klæðnað, veðurfar eða verð á eplum. Sag- an er þó ekki bundin á klafa staðreynda, því höfundur gefur sé það skemmtilega skáldaleyfi, að taka það inn í söguna sem fólk í lok átjándu aldar gat ímyndað sér að hægt væri. Og skýrir það nærveru vélmenna, svo fullkominna, að við í lok tuttugustu aldarinnar ráðum ekki yfir þeirri tækni sem þarf til að búa þau til. Orðabók Lempriéres er ákaflega spennandi saga. Sá sem byijar að lesa hana, mun eiga erfitt með að leggja hana ólesna frá sér. Sögu- þráðurinn í senn margslunginn og markviss. Sagan ágætlega skrifuð og vel uppbyggð. Mér er það reynd- ar til efs, að hægt sé að benda á tæknilega galla í byggingu hennar. Það má hiklaust halda því fram að skáldsaga Norfolks sé glæsileg spennusaga. En, í mínum augum er hún ekki mikið meira en spennu- §aga. Jafn fáranlegt og það kann að hljóma, má segja að Orðabókin sé of spennandi, á ég þá við að spennuþátturinn sé full rúmfrekur, hafi hrifið höfundinn um of á kostn- að þeirra þátta sem geta hafið bók upp í það sem við köllum listaverk. Vegna skriðþunga spennuþáttarins, verður goðsöguþátturinn til dæmis heldur yfirborðslegur, stundum lítið meira en skraut. Það er næstum því ergilegt að þekking höfundar, bæði á goðsögufræði, sagnfræði almennt og eðlisþáttum skáldsög- unnar, sé eingöngu notuð til _að skrifa ábúðarmikla spennusögu. Eg segi eingöngu, því svo virðist sem Norfolk hafi ætlað sér stærri hlut en að skrifa spennusögu, öðruvísi verður það ekki skilið, að hann sér ástæðu til að skrifa eftimála þar sem hann veltir ýmsum þáttum sögunnar fyrir sér. Það er engin nýlunda að höfund- ar notfæri sér eiginleika spennusög- unnar og auðvitað ekkert neikvætt við það; nægir að benda á sum verka Dostojevskis. Þessi aðferð hefur og notið sívaxandi vinsælda síðustu árin. Hefur sá möguleiki freistað höfunda, að með henni geta þeir skrifað fagurfræðilega skáldsögu sem selst vel. En þetta er varasöm aðferð, enda ganga flestir of langt til móts við spennu- söguna og fórna um leið djúplæg- ari þáttum. Og það er mín bjarg- fasta skoðun, að Norfolk hafí í sinni skáldsögu gengið full rösklega til móts við spennusöguna. Sem er synd, því hér er hæfíleikamaður á ferð. Ingunn Ásdísardóttir þýðir Orða- bók Lempriéres. Hún gerir það víða vel, en þó eru fullmargar setningar í þýðingunni stirðar í munni. Þann- ig get ég ekki sætt mig við að segja einhvern „langt fjarri heimili sínu“ (bls. 530). Að eitthvað sé „aðeins töpuð spilaskuld í spilinu" (bls. 278) eða: „Skyndilega sá hann jarlinn hvergi" (bls. 174-5). Fleiri dæmi má nefna: „Maðurinn sem hann var að skrifa þetta bréf, Guardian skip- stjóri, hafði enga trú á Philips“ (bls. 37). Svo þykir mér afar vafasamt að tala um að einhver „brölti gæti- lega á fætur", eins og John Lempri- ére gerir á blaðsíðu 20. En þrátt fyrir þessi og önnur ótalin dæmi, rennur þýðingin oftast vel. Hallast ég helst að því, að Ingunn hafí ekki haldið fullri einbeitingu í síð- asta yfirlestri og því hafí nokkur fjöldi stirðra setninga flotið með. Jón Stefánsson Glæsileg spennusaga, en... Lawrence Norfolk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.