Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 47 FRÉTTIR /»/\ÁRA afmæli. I dag, Ö V/30. nóvember, er sex- tugur Jónas Frímannsson. Eiginkona hans er Margrét Loftsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Lions- heimilinu, Auðbrekku 25, Kópavogi, milii kl. 17 og 19 í dag, afmælisdaginn. Pennavinir FRÁ Tanzaníu skrifar 25 ára karlmaður með áhuga á íþróttum og ferðalögum: Jahilan Munnisy, P.O. Box 8829, Moshi, Kilimanjaro, Tanzania. TVÍTUG finnsk stúlka með áhuga bréfaskriftum, ljós- myndun, íþróttum og tón- list: Janna Nydahl, Oriveden opisto, Koulutie 5B 304, 35300 Orivesi, Finland. FRÁ Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á tónlist, körfubolta og bókalestri: Mary Ashanti, P.O. Box 864, Oguaa str., Ghana. EINHLEYPUR 53 ára Arg- entínumaður, fæddur á ítal- íu, með áhuga á póstkort- um, frímerkjum og norrænu fólki: Gino Glavocich, Calle Chacabuco 172, 1876 Bemal (B.A.), Argentina. JAPANSKAN 21 árs pilt langar að eignast íslenskar pennavinkonur: Kensuke Yamada, 4-20-64 Minami-Sak- asai, Kashiwa City, Chiba prefecture, 277 Japan. GHANASTÚLKA, 24 ára, með áhuga á ferðalögum, ljósmyndum o.fl.: Emma Devens, P.O. Box 864, Oguaa Str., Ghana. ENSK 27 ára kona, sál- fræðimenntuð, með mikinn áhuga á íslandi. Vill helst skrifast á við konur á sínum aldri: Alison Leaman, 20 Arthur Road, St. Albans, Herts., ALl 4S2, England. ÞÝSK 32 ára kennslukona, Ines Ringel, með doktors- próf í landafræði, langar að eignast íslenska penna- vini. Hún skrifar á ensku auk þýsku: Ines Ringel, c/o Reiner Findeis, Linzer Strasse 55, D-06849, Dessau, Germany. I DAG SKÁK Dmsjón Margeir Pétursson FYRIR nokkru var sýnd hér í skákhorninu staða sem kom upp í viðureign Ljubomirs Ljubojevic (2.580) og Vyswanathans Ánands (2.720) á stórmótinu í Buen- os Áires um daginn. Hann tapaði svo skákinni, en áður missti hann af glæsi- legum leik í þessari stöðu, sem hefði dugað til jafntefl- is. Anand lék síðast 33. - Hg8-e8?! (33. - Dc2, 34. Hxh6+! - gxh6, 35. Dxh6+ - Dh7, 36. Df6+ - Hg7, 37. Dd8+ væri laglegt jafntefli, en 33. - Da6! virðist rétti leikurinn). sjá stöðumynd Anand skilur drottningu sína eftir í dauðanum og það gefur hvíti færi á að gjalda í sömu mynt. Ljubojevic lék 34. Hxe8+? - Dxe8 og tapaði fljótt, en rétt var 34. Dd8! - Hxd8, 35. dxc6 - Bxc6, 36. Hxb3 - Hd2, 37. Hgl - Hd4, 38. He3 og staðan er jafntefli. Það var skákáhuga- maður nokkur í Hol- landi, J. Noomen að nafni, sem benti á þessa leið. Ljubojevic missti af vinn- ingsleik eins og sýnt var. Farsi ÞAÐ ER svo hræðilega tómlegt síðan hann fór frá mér. HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að orða hugmyndir þínar og sann- færa aðra um gildi þeirra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hafðu bókhaldið í lagi og var- astu óþarfa eyðslu þegar kvöldar. Félagi hefur fréttir að færa sem boða batnandi horfur. Naut (20. apríl - 20. maf) Mjög gott samband ríkir hjá ástvinum, og smá vandamál leysist farsællega. Þú færð góðar fréttir frá gömlum vini í dag. Tvíburar (21. mai - 20. júní) ^ Varastu óþolinmæði í sam- skiptum við aðra, og hafðu stjóm á skapi þínu. Kurteisi er lykillinn að góðu gengi í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) t-|B Þú átt auðvelt með að ein- beita þér í vinnunni í dag, en í kvöld era ást og afþreying efst á baugi. Varastu óþarfa eyðslu. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) <e€ Nú er hagstætt að kaupa inn til heimilisins, og þú hefðir gaman af að bjóða heim góðu vinafólki þegar kvölda tekur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt auðvelt með að tjá - ástvini tilfinningar þínar í dag og þið eigið saman góðar stundir. Farðu varlega í um- ferðinni. Vog (23. sept. - 22. október) Þú kemur miklu í verk í vinn- unni í dag, og innkaupin ganga að óskum. En reyndu að varast deilur við skap- styggan vin í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hafðu háttvísi að leiðarljósi f viðskiptum dagsins ef þú vilt ná árangri. Þú íhugar fata- kaup til að hressa upp á útlit- ið. Bogmaóur (22.nóv.-21.desember) $0 Þú leggur þig fram við að ljúka áríðandi verkefni í vinn- unni í dag. Síðar gefst ástvin- um góður tími út af fyrir sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýndu aðgát f vinnunni í dag og varastu of mikla fljótfæmi sem getur valdið mistökum. Félagsmálin verða í sviðsljós- inu f kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú fínnur góða lausn á verk- efni í vinnunni og hlýtur við- urkenningu fyrir. Nú gefst þér gott tækifæri til að semja við ráðamenn. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Helgarundirbúningurinn er í íullum gangi og sumir íhuga ferðalag. Sýndu hörundsárum starfsfélaga tillitssemi í dag. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stað- reynda. Fjölskylduskemmtun í Kolaportinu í TILEFNI af alþjóðlega alnæmis- deginum standa Alnæmissamtökin og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir fjölskyldu- skemmtun í Kolaportinu við Tryggvagötu fimmtudaginn 1. des- ember og hefst skemmtunin kl. 16 og stendur til kl. 22. Á annað hundrað listamenn koma fram og gefa þeir allir vinnu sína til styrkt- ar Alnæmissamtökunum. Á skemmtuninni munu hljóm- sveitirnar Bong, Bubbleflies, Kol- rassa krókríðandi, Páll Óskar og milljónamæringarnir, Tweety, og Unun ásamt Rúnari Júlíussyni leika og söngvararnir Hörður Torfason, Bubbi Morthens, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og María Björk og tríóið Borgar- dætur og Kársneskórinn troða upp. Barnaleikhópurinn Möguleikhús- ið flytur atriði úr leikritinu Trítil- toppur, furðufjölskylda Furðuleik- hússins verður á staðnum og Felix og Gunnar úr Stundinni okkar koma í heimsókn. Þá verður flutt atriði úr barnaleiksýningu Þjóðleikhúss- ins Snædrottningunni og úr verð- launaleikritum Landsnefndar um alnæmisvarnir Út úr myrkrinu eftir Valgeir Skagfjörð og Alheimsferðir, Edda eftir Hlín Agnarsdóttur. íslenski dansflokkurínn og List- dansskóli íslands sýna þijú dansat- riði, tvö eftir David Greenall og eitt eftir Margréti Gísladóttur. Grínar- arnir Gysbræður og Steinn Ármann Magnússon og Stefán Jónsson slá á létta strengi og Bragi Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sjón og Þórarinn Eldjárn og dúettinn P.S. flytja frumsamin ljóð. Þá koma einnig dans-, tónlistar- og leikatriði frá félagsmiðstöðvunum. Aðgangseyrir að skemmtuninni er 300 krónur. Gengið frá Tjaldhóli að Lambastöðum í ÞRIÐJA áfanga í gönguferð um- hverfis gamla Seltjarnarnesið í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. nóv- ember, fer Hafnargönguhópurinn frá Tjaldhóli eftir stígum og fyrir- huguðum stígum með strönd Skeijafjarðar að Lambastöðum. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og síðan með AV suður í Fossvog að Tjald- hóli. Jólatrésala Landgræðslusjóðs í Fossvogi verður heimsótt í leið- inni. Val um að ganga frá Lamba- stöðum niður á Miðbakka eða taka SVR við birgðastöð Skeljungs eða við Vegamót. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. ---------------- ■ STEFNIR, Félag ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, verð- ur 65 ára 1. desember nk. í tilefni af þessum merku tímamótum efnir félagið til hátíðarkvöldverðar í veit- ingahúsinu Skútunni, Hólshrauni 3. Húsið opnar kl. 19 og hefst borð- hald kl. 20. Heiðursgestir kvöldsins verða Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. ■ BINGÓ verður haldið á vegum Sunddeildar Aftureldingar í Mos- fellsbæ í Hlégarði fimmtudaginn 1. desember. Mikill fjöldi vinninga er í boði en aðalvinningurinn er málverk eftir Tolla. Börnin eru að safna til að fara í æfingar- og keppnisferð til útlanda á næsta ári. fFVéstfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65x85 41.610,- HF271 92x65x85 46.360,- HF396 126x65x85 53.770,- HF 506 156 x 65 x 85 62.795,- SB 300 126x65x85 58.710,- Frystiskápar FS 205 125 cm 56.430,- FS 275 155 cm 67.545,- FS345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm kælir 199 ltr frystir 80 ltr 80.465,- 2 pressur KF350 185 cm 93.670,- kælir2001tr frystir 156 ltr 2pressur KF355 185 cm 88.540,- kælir 271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur Faxafeni 12. Sími 38 000 - kjarni máhinx! STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tegund: 340-11 litir: Svart, vínrautt Stærðir: 41-45 Verð: 3.995 kr. Ath: Félag eldri borgara fær 10% staðgreiðsluafslátt POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN SlMI 18519 ST Ioppskórinn VELTUSUNDI - SÍMI: 21212 VIÐ INGÓIFSTOKG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN / SlAðl 689212 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.