Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjúkraliðar mættu til vinnu á 5 deildum Ræða áfram tilboð ríkisins SJÚKRALIÐAR höfnuðu ekki tilboði samninganefndar ríkisins um gerðar- dóm á samningafundi í gær. Samningsaðilar samþykktu á fundinum að einbeita sér að því að ná samkomulagi um aðra þætti nýs kjarasamnings en þá sem varða sjálfan launaliðinn. Talið er að það skýrist í dag hvort einhver hreyfing kemst á samningaviðræður. Á félagsfundi í Sjúkraliðafélaginu Sjúkraliðar mættu til starfa á sl. föstudag kom fram mikil andstaða fimm deildum á Ríkisspítölum um við tilboð ríkisins um gerðardóm og kjarasamning til áramóta um 4% launahækkun. Þrátt fyrir þetta hefur samninganefnd sjúkraiiða ekki hafn- að tilboðinu. Ríkissáttasemjari hefur lagt hart að sjúkraliðum að gefa samninganefndunum færi á að ræða tilboðið frekar. Talið er víst að ef sjúkraliðar hefðu hafnað tilboðinu strax, eins og þeir voru reyndar bún- ir að gefa í skyn að þeir myndu gera, hefði deilan farið í harðari hnút en nokkru sinni fyrr. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, sagði að sjúkraliðar væru reiðubúnir til að ræða um alla þætti nýs samnings og láta sjálfan launaliðinn liggja milli hluta að sinni. Hún sagði að þrátt fyrir að ýmislegt hefði verið rætt á samningafundum síðan verk- fall hófst væru mál eins og mennta- mál sjúkraliða, mál sjúkraiiða utan höfuðborgarsvæðisins og röðun í launaflokka enn ófrágengin. helgina í samræmi við niðurstöðu Félagsdóms í síðustu viku. Forystu- menn Sjúkraliðafélagsins áttu fund með forstjóra Ríkisspítalanna á laugardag þar sem samkomulag náðist um framkvæmd verkfallsins. Sjúkraliðar mæta á Borgarspítala í gærkvöldi náðu sjúkraliðar einn- ig samkomulagi við stjórnendur Borgarspítala um framkvæmd verk- fallsins og munu sjúkraliðar, sem eiga að vinna samkvæmt umdeildum undanþágulistum, mæta til vinnu í dag. Ekki kemur því til málarekst- urs í Félagsdómi milli Sjúkraliðafé- lagsins og Borgarspítalans. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landspítala, sagði að heldur hefði dregið úr því mikla álagi sem hefði verið á hjúkr- unarfræðingum á deildunum fimm eftir að sjúkraliðar komu til starfa. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson KRISTJANA Biraa Marthensdóttir og Veigar Þór Guðbjörnsson ásamt dótturinni, sem fæddist í heimilisbílnum fyrir utan Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði, og Martheni Elvari, sem var viðstadd- ur þegar litla systir fæddist. ísfirskri stúlku lá ósköpin öll á í heiminn Fæddist í fram- sæti bifreiðar Bryggjan sökk Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson ísafirði. Morgunbiaðið. KRISTJANA Birna Marthensdótt- ir eignaðist sitt þriðja barn, 15 marka stúlku, í framsæti í fólks- bíl fyrir utan dyrnar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt síðastlið- ins föstudags. Kristjana hefur unnið nætur- vaktir í rækjuverksmiðju undan- farið og hafði hugsað sér að fara á vaktina klukkan tvö um nóttina. Upp úr miðnætti fór hún að finna fyrir verkjum, sem hún taldi varla marktæka. Áður en hún fór á vaktina þóttist hún vita að hverju stefndi og vakti eiginmanninn. Hún er kannski ekki beinlinis óvön flýtinum, sjálfri lá henni svo mikið á í heiminn, að afi hennar Sigur- geir Halldórsson tók á móti þegar hún fæddist, því Ijósmóðirin náði ekki í tíma. Veigar Þór Guðbjörnsson sagði að þegar konan hefði vakið hann og sagt honum að barnið væri að koma var ekki um annað að ræða, en vekja þriggja ára son þeirra Marthen Elvar, enginn tími var til að klæða hann svo honum var vafið inn í teppi, en fara átti með hann til ömmu sinnar og afa á leiðinni á sjúkrahúsið. Kristjana og Veigar búa inni í Holtahverfi, um fimm kílómetra leið frá sjúkra- húsinu. Veigar sagðist hafa keyrt eins og druslan dró, en þau voru varla komin hálfa leið þegar Krist- jana sagði honum að reyna ekki að koma barninu í fóstur, heldur halda beint á spítalann. Sá litli horfði á fæðinguna Að venju er sjúkrahúsið læst og þurfti Veigar að geravart við sig um dyrasíma. Birna Ólafsdótt- ir hjúkrunarfræðingur svaraði og sagðist koma niður. Veigari fannst að hún teldi hann vera bara venju- legan stressaðan verðandi faðir, en öskraði samt á hana að bamið væri að fæðast í bilnum fyrir ut- an, því farið var að sjá í kollinn á barninu meðan hin verðandi móðir reyndi að hagræða sér í þröngu framsæti bílsins og talaði við Marthen litla sem stóð á milli framsætanna og fylgdist með þessum undrum. Um leið og hjúkr- unarkonan birtist með sjúkrarúm í anddyrinu fæddist stúlkubarn. Veigar sagði að Birna hefði beðið Guð að hjálpa sér þegar hún sá hvers kyns var, en síðan hefði hún fumlaust tekið við barninu, sogið slím úr nefi og munni, lyft því upp á fótunum og gefið því léttan rass- skell. Kristjana og Veigar sögðu að Birna, sem er einungis 25 ára og útskrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur síðasta vor, hefði verið róleg og eldklár og vitað nákvæmlega hvernig takast átti á við þessar sérstöku aðstæður. • • Onnur umræða um fjárlög á Alþingi í dag Meira fé til Kvik- mynda- sjóðs BREYTINGARTILLÖGUR meiri- hluta fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið, sem verður á Alþingi í dag, þýða 377,9 millj. króna hærri útgjöld rík- isins næsta ár. Meðal tillagnanna er, að framlag til Kvikmyndasjóðs hækki um 21,5 milljónir og verði 100 milljónir á næsta ári eða nánast það sama og á þessu ári. Þá komi aftur inn 14,5 milljóna framlagtil að styrkja bygg- ingar íþróttafélaga úti á landi, en það átti að falla brott samkvæmt frumvarpinu. Einnig leggur meiri- hluti nefndarinnar til að Fiskifélag Islands fái 5 millj. til almenns rekstrar, en það framlag átti að falla brott skv. frumvarpinu. Af nýjum liðum, sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til, má nefna 20 milljóna framlag til landkynn- ingar í tengslum við HM í hand- bolta. Fimm milljónum á að veita til að stofna embætti viðskiptafull- trúa í Moskvu en á móti lækkar framlag til alþjóðlegs rannsóknar- samstarfs um sömu upphæð. Prófessor og prestar Framlag til Háskóla íslands hækkar um 9,6 milljónir, m.a. vegna stöðu prófessors í eðlisfræði þéttefnis. Framlag til Biskupsemb- ættis hækkar um 8,6 milljónir, m.a. vegna nýs embættis héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts- dæmi og vegna prests í Reykjavík. Þá hækkar framlag til Alþingis um 33 milljónir, þar af um 20 milljónir vegna fasteigna. --- ♦ ♦ ♦------- Brotnaði og fór úr liði við fall ROSKINN maður meiddist talsvert þegar hann féll á hálkubletti í vest- urbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 3 í gær. Maðurinn var að sögn lögreglu bæði beinbrotinn og genginn úr liði eftir fallið. Hann var fluttur til aðhlynningar á slysadeild Borgarspítalans. LÍÚ felldi kjarasamning sem gerður hafði verið við sjómenn AKRABORGIN gat ekki tekið bíla með í eina ferð sina i gær þar sem flotbryggja skipsins í Reykjavíkurhöfn hafði sokkið til botns eftir að gat kom að loftt- anki hennar. Viðgerð hófst strax og þegar skipið kom til síðasta skipti til borgarinnar um sexleytið síðdeg- is í gær héldu tveir 45 tonna kran- ar bryggjunni uppi meðan skipið stóð við í höfn, svo að unntyrði að aka bílum frá borði og í land. Aftan á Akraborginni er uggi sem á að lyfta undir flotbrúna þegar skipið leggst að en að sögn Júlíusar Guðnasonar, yfirstýri- manns Akraborgar, virðist ugg- inn hafa rekist í flottank brúar- innar og gert gat á hann þegar skipið lagðist að í fyrstu ferð til Reykjavíkur í morgun. Eftir að skipið fór frá Reykjavík í hádeg- inu uppgötvaðist hvað gerst hafði þegar bryggjan sökk til botns. Áð sögn Júlíusar Guðnasonar var vonast til að viðgerðum á flottönkunum yrði lokið i nótt og að ástand bryggjunnar yrði kom- ið í eðlilegt horf þegar ferðir hefjast í dag. Flest sj ómannafélög á Aust- urlandi felldu samninginn LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna og 11 sjómannafélög felldu kjarasamning sem LÍU og Sjómannasamband íslands undirrituð í september síðastliðnum, en það var fyrsti kjarasamningur þessara aðila sem gerður hafði verið um árabil. Samningurinn sem fól í sér framlengingu á eldri samningi, auk viðauka um sérkjör við ýmsar veiðar, átti að gilda út næsta ár. Álls höfðu 18 sjómannafélög samþykkt samninginn og 8 félög áttu eftir að greiða atkvæði um hann. Mest var andstaðan við samninginn á Austurlandi en þar felldu öll félög sjómanna samninginn að undan- skildum félögunum á Vopnafirði og Reyðarfirði. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið að LÍÚ hefði fellt samn- inginn þegar ljóst hefðiverið hve mörg félög sjó- manna hefðu fellt hann. Kristján sagði að í viss- um tilfellum hefðu sjómenn haft samninginn að gamanmáli og þannig hefðu t.d. aðeins fimm sjómenn greitt atkvæði um hann á Höfn í Horna- firði og allir fellt hann. Átján félög höfðu sam- þykkt, 11 felltogátta höfðu ekki greitt atkvæði „Meðan verið er að ieitast við að gera einn samning sem eigi að gilda fyrir sjómenn á svæði Sjómannasambandsins þá gengur þetta ekki eft- ir svona,“ sagði hann. Líst illa á framhaldið Aðspurður sagði Kristján að sér litist illa á framhald málsins en hann óttaðist hins vegar alls ekki að til verkfalls sjómanna kæmi. Þarna væri ekki eingöngu um að ræða mál sem snerti Sjómannasambandið eitt, því LÍÚ hefði ítrekað reynt að fá Farmanna- og fiskimannasambandið og Vélstjórafélagið að þessum samningi, en það hefði ekki tekist. „Við erum með hlutaskipti þar sem eitt verður yfir alla að ganga í skipshöfninni og okkur tekst ekki að ná þeim að einu samningaborði. Þetta eru aðilar sem fóru í allsheijarverkfall í fyrravet- ur, þannig að okkur finnst að þetta sé málefni sem sjómannasamtökin þurfi að endurskoða með hhðsjón af því hvernig þetta hefur tekist hjá þeim,“ sagði hann. Ákvörðun á fimmtudag Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bandsms, sagði að sér væri ekki kunnugt um hvers vegna svo mikil andstaða hefði verið við samninginn á Austurlandi, en það yrði kannað á næstu dögum. Hann sagði að sambandsstjórn- arfundur Sjómannasambandsins yrði haldinn næstkomandi fímmtudag og þar yrði tekin ákvörðun um hvert framhald málsins verður. „Fi amhaldið verður auðvitað að gera nýjan kjarasamning en á fundinum á fimmtudaginn verður ákveðið með hvaða hætti verður staðið að því,“ sagði Sævar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.