Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 1 AKUREYRI Glerárskóli Foreldrar krefjast fram- kvæmda STJÓRN Foreldrafélags Glerár- skóla hefur sent skólanefnd grunn- skóla Akureyrar ítrekaða ályktun um forgangsröðun skólabygginga þar sem hvatt er til að byggingu skólans verði lokið samkvæmt fyrir- liggjandi teikningum áður en til einsetningar kemur. Nú stefni í stórfellt atvinnuleysi hjá iðnaðar- mönnum á Akureyri og telji foreldr- ar, sem hafni dýmm bráðabirgða- lausnum, ekkert því til fyrirstöðu að heíja framkvæmdir. Hilmar Antonsson formaður For- eldrafélags Glerárskóla sagði að 20 ár væru frá því byijað var á bygg- ingu skólans og fyndist mönnum tími til kominn að ljúka henni, enda væri ekki fyrirsjáanlegt að nemend- um skólans fækkaði á næstu árum. Eftir væri að byggja eina álmu við skólann, svokallaða stjórnunar- álmu. Hann nefndi að kostnaður við að breyta leikskóla sem í bygg- ingu er í Giljahverfi á þann hátt að þar gætu yngstu börnin í hverf- inu hafið skólagöngu ásamt kostn- aði sem leggja þyfti út í til bráða- birgða vegna einsetningar sem stefnt væri að á næsta ári næmi um 100 milljónum króna. Ingólfur Armannsson skólafull- trúi Akureyrarbæjar sagði að rætt yrði um erindi foreldrafélagsins á fundi skólanefndar. Síðar í vikunni kæmu niðurstöður úr könnun á við- horfum foreldra til skólagerða. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs yrði til síðari umræðu í bæjarstjórn í næstu viku en áður en hún yrði afgreidd væri ekki hægt að segja hve mikilu fé yrði varið til málaflokksins. Morgunblaðið/Rúnar Þór __ GRAFAN maraði í hálfu kafi við Vitann á Svalbarðseyri. Á innfelldu myndinni er Kristján B. Kristinsson gröfustjóri. Gröfumaður hætt kominn þegar vinnuvél sökk í sjóinn Spyrnti út rúðu og synti til lands KRISTJÁN B. Kristinsson komst heldur betur í hann krappan síðdeg- is á sunnudag þegar grafa sem hann var að vinna á sökk í sjóinn. Óhappið átti sér stað við vitann á Svalbarðseyri þar sem Kristján var að vinna á gröfunni við að grafa skurð en þar standa yfir allmiklar holræsaframkvæmdir. Um það bil sem hann var að Ijúka verkinu gaf sig bakki sem grafan stóð á með þeim afleiðingum að hún lagðist á hliðina og sökk. Kristján beið í bíl- stjórasætinu þar til klefinn var nærri fullur af sjó en þá spyrnti hann út hliðarrúðu og komst út af eigin rammleik og synti til lands. Nokkurn tíma tók að ná gröfunni upp úr sjónum en til aðstoðar við það verk voru fengnir kafarar og tæki en björgunaraðgerðir stóðu yfir í nokkra klukkutíma. Tvær um- sóknir um stöðu veiði- stjóra TVÆR formlegar umsóknir bárust um stöðu veiðistjóra en embættið tekur til starfa á Akureyri 1. febrúar næst- komandi. Þeir sem sóttu um voru Ásbjörn Dagbjartsson líf- fræðingur, Akureyri, og Þröstur Reynisson matvæla- fræðingur, Reykjavík. Að sögn Þórðar Ólafssonar skrif- stofustjóra í umhverfisráðu- neytinu barst að auki ein fyr- irspurn um starfið. Frestur til að sækja um stöðuna rann út á föstudag í liðinni viku og sagði Þórður hugsanlegt að fleiri umsóknir ættu eftir að berast. Hann sagði stefnt að því að ráða í embættið fyrir áramót en það tekur til starfa á Akureyri 1. febrúar næstkomandi. Húsnæði undir starfemi veiði- stjóra hefur verið leigt í Krón- unni, verslunar- og skrif- stofuhúsnæði við Hafnar- stræti 97. Sýning Errós framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningu á verkum Erró í Listasafninu á Akureyri til sunnu- dagsins 18. desember næstkom- andi. Listasafnið á Akureyri er opið frá kl. 14. til 18. Tilkynning um almennt útbob Hlutabréfasjóbs Norburlands hf. Nafnverð hlutabréfanna: Sölutímabil: Sölugengi: Söluabilar: Skráning: Greiðslukjör: Umsjónaraðili útboðs: 50.000.000,- kr. 12. 12. 1994-12. 6. 1995 1,26 Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Handsal hf., Landsbréf hf., Samvinnubréf Landsbankans, Fjárfestinga- félagið Skandia hf., Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf., afgreiðslur sparisjóðanna og Búnaðarbanka Islands. Óskað hefur verið eftir skráningu á hlutabréfunum á Verð- bréfaþingi íslands. Alit að 80% af kaupverði bréfanna má greiöa með skulda- bréfum til 8 mánaða. Kaupþing hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF. Löggilt veröbréfafyrirtæki Kringlan 5, 103 Reykjavík Sími 91-689080 éélKAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4, Akureyri Sími24700 Morgunblaðið/Rúnar Þór Logar á jólatrénu FJÖLDI fólks var saman kotninn á Ráðhústorgi þegar ljós voru kveikt á jólatrénu frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku síðdegis á laugardag. Jólasvein- arnir lögðu leið sína í bæinn af þessu tilefni og brugðu á leik með börnunum og að sjálfsögðu tóku þeir lagið. Randersbúar hafa gef- ið Akureyringum jólatré síöustu ár og eru ljósin tendruð á trénu með mikilli viðhöfn ár hvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.