Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Kveikt á jólatré bæjarins á Selfossi F^öldi dans- aði meðjóla- sveinunum Selfossi - Fjöldi fólks, Selfossbú- ar og nærsveitafólk, fylgdist með þegar kveikt var á jólatré á Tryggvatorgi á Selfossi á laugar- dag. Forseti bæjarstjórnar, Sig- ríður Jensdóttir, flutti ávarp og leikin voru jólalög. Jólasveinaru- ir komu í bæinn og dönsuðu í kringum jólatréð ásamt viðstödd- um. Þessi viðburður á sér 18 ára sögu. Öll árin hefur verið örtröð í miðbæ Selfoss og í verslunum því nærsveitafólk nýtir jafnan ferðina og verslar til jólanna um leið og börnunum er skemmt. Afbrýðisöm eiginkona- sýnd á Raufarhöfn Raufarhöfn - Leikfélag Raufar- hafnar hefur að undanförnu sýnt „farsann" Afbrýðisama eiginkonu eftir Gay Paxton og Edward Hoile í þýðingu Sverris Haraldssonar. Verkið er sýnt fjórum sinnum, aðsókn hefur verið góð og undir- tektir sömuleiðis. Afbrýðisöm eiginkona er 21. verkefni leikfélagsins. Það hefur verið sett upp hjá leikfélögum víða um land á undanförnum árum og, að því er fram kemur í leikskrá, hafa áhorfendur skemmt sér kon- unglega. Guðfinna Margrét Óskarsdóttir leikstýrir. Leikendur eru: Jónas Friðrik Guðnason, Sóley B. Sturlu- dóttir, Kristján Ónundarson, Snorri Kristjánsson, Berglind M. Tómasdóttir, Sigurveig Björns- dóttir, B. Hjördís Ragnarsdóttir og Páll Þormar. Morgunblaðið/Helgi Ólafsson FRA sýningu Leikfélags Raufarhafnar á Afbrýðisömu eiginkonunni. Islenskt jólaskraut -játakk SENN líður að jólum og er undir- búningur hátíðarinnar víða kom- inn í fullan gang og margir eru farnir að skreyta. Að venju eru búðarhillur og borð troðin af er- lendum kúlum og glingri, en það hefur engin áhrif á Hálfdán Björnsson og Bergljótu Benedikts- dóttur á Hjarðarbóli í Aðaldal sem nota heimafengið skraut. Á dög- unum voru þau að tína eini og lyng í hrauninu, en eftir var að fella jólatréð sem í ár verður hvít- skreytt birki með ljósum og til- heyrandi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lífleg togaraáhöfn á Egilsstöðum Slegist í Egilsstöðum - Áhöfn togarans Óttars Birtings lenti í innbyrðis slagsmálum í flugstöðinni á Egils- stöðum í gærmorgun og þurfti lögreglan að skakka leikinn. Áhöfnin ætlaði með Flugleiðavél til Reykjavíkur kl. 10 í gærmorg- un, en fimm sjómannanna voru fjarlægðir og komust þeir ekki með vélinni. Óttar Birting kom til Fáskrúðs- fjarðar í fyrrinótt eftir um 50 daga túr í Smugunni, og að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum hóf- ust einhvetjar ryskingar milii sjó- flugstöð mannanna í rútu á leið til Egils- staða í gærmorgun. Slagsmál brutust svo út þegar komið var í flugstöðina, en að sögn lögregl- unnar hlaut enginn sjómannanna alvarlega áverka. Einum úr áhöfninni var haldið á lögreglustöðinni fram eftir degi á meðan hann var að róast og jafna sig eftir átökin, en ljórir fóru með flugvél íslandsflugs eft- ir hádegið. Smávægilegar tafir urðu á áætlun Flugleiðavélarinn- ar af völdum uppákomunnar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Egilsstöðum - Ökumaður dráttar- vélar með tengivagni missti stjórn á vélinni þegar hann ók niður brekk- una í Fénaðarklöpp á Egilsstöðum. Mikil ísing hafði safnast á götur innanbæjar og fór ökumaður vélar- innar því um fáfarnari götur bæjar- ins á leiðinni að leggja ull inn í kaupfélagið. Brekkan er brött og lét vélin ekki að stjórn, valt á hlið- ina og vagninn líka. Ökumaður slapp ómeiddur frá óhappinu en eitthvert tjón varð á vélinni. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir MIKIL ísing á götum varð til þess að þessi dráttarvél valt á hliðina. Dráttarvél valt í hálku Nú kaupa allir /MÍXflC 486DX2-66 tölvur! Aöeln s Irr. 119.900 fullbúln! 486 DX2-66 (297) SX-25 Hlutfallsleg afköst MITAC 486DX2-66 borð- eða tumtölva (Uppfæranleg í Pentium), 4MB minni, 256KB flýtiminni, 214MB diskur, 3.5" drif, S3 VL-bus skjáhraðall (24M Winmarks!), 14" örgjörvastýrður lággeisla litaskjár, lykiaborð, MS- DOS 6.22, Windows 3.II og mús - Aðeins kr. 119.900 staðgreitt! Wm Slcipholti SOc Sími 620222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.