Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 18

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Hrygningarsvæðum á Georgsbankanum lokað Boston BANDARÍSK stjórnvöld fyrirskip- uðu á miðvikudag að allar fiskveið- ar yrðu bannaðar á hrygningar- svæðum á Georgsbanka til að stöðva hrun þorsk-, ýsu- og lúðu- stofna og voru bréf þess efnis að umrædd mið yrðu lokuð frá og með næsta mánudegi til 12. mars á næsta ári, ef ekki lengur, send 5.500 sjómönnum á norðaustur- strönd Bandaríkjanna. Um er að ræða um 6.600 fer- mílna svæði eða 17 hundraðshluta af miðunum undan strönd ríkjanna Massachusetts og Rhode Island. Um leið bannaði viðskiptaráðu- neytið nánast allar veiðar með minna en 16 sentimetra möskva- stærð á miðunum öllum. Fiskveiðistjórnunarráð Nýja Englands fór fram á það í nóvem- ber að gripið yrði til neyðarráð- stafana eftir að skýrsla, sem út kom í ágúst, benti til þess að stofn- ar væru minni en áður var talið. Gengið of nærri vistkerfinu Talið er að gengið hafi verið svo nærri vistkerfinu á Georgsbanka að það muni ekki ná sér aftur og nýjar tegundir muni taka sér þar bólfestu í stað þeirra, sem fyrir voru. Má til dæmis nefna hákarls- tegund, sem nú er komin í beina samkeppni við sjómenn um þorsk og ýsu. Ekki hafði verið búist við veiði- banninu fyrr en eftir áramót og sagði Judy Ramos, talsmaður sjó- mannasamtakanna í Massachus- etts, að það myndi „koma hart niður á mörgum fjölskyldum yfir hátíðarnar að setja bannið á 12 dögum fyrir jól“. Peter Torkildsen, fulltrúa- deildarþingmaður í Massachu- setts, sagði að það væru mikil Einföld lausn fyrir tvo. Innifalið: moreunverður af hlaðborði í boði eru Qmismunandi lyklari viKuuiiiu kr. 11.000,- fyrir tvo. sem gilda til ársloka 1995 u Úrf3a%r) ímiðri viku kr. 17.800,- fyrir tvo. kr. 21.800,- fyrir tvo. kr. 29.800,- fyrir tvo. Innifalið í þessum íjórum lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður Gestir hafa að sjákfsögðu aðgang að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, nfu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti- og hárgreiðslustoía, nuddstofa, hestaleiga, bflaleiga, stangveiði og margt fleira. Lyklamir eru til sölu á Hótel Örk í síma 98-34700. , OPNUM í BORGARKRINGLUNNI í DAG Þeir eru sendir hvert á land sem er. ... Yí'" Visa - Euro raðgreiðslur. Sendum 1 postkrofu. ^ HÓTELOí* HVERAGERÐI - SÍMI98-34700 - FAX 98-34775 iiTiiiiií ininiiiiiii ií iii niminiii iiiiiiii n n ... i ■ jolagjof vonbrigði að stjóm Bills Clintons forseta ákvæði að lýsa yfir stríði á hendur sjávarútvegi á norðaust- urströndinni 7. desember, sama dag og Japanir réðust á Pearl Harbor. Aflinn hraðminnkandi Aflinn á Georgsbanka hefur farið hraðminnkandi undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að þar veiddust 23 þúsund tonn af þorski árið 1993, rúmlega helmingi minna en árið 1992 að mati við- skiptaráðuneytisins. Árið 1993 veiddist aðeins fjórðungur þeirrar ýsu, sem aflað var árið 1992. Fyrr á árinu var gripið til svip- aðra aðgerða til að takmarka lax- veiðar undan Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Ætlunin er að sér- stakt ráð geri áætlun um veiðar á Georgsbanka til langs tíma og gæti farið svo að bannið verði lengt um þijá mánuði liggi álit ráðsins ekki fyrir í mars. Aukin síldarsala SÖLUSKRIFSTOFA SH í Hamborg í Þýzkalandi hefur aukið síldarsölu verulega á þessu ári. í fýrra nam síldarsal- an alls um 2.000 tonnum, en nú stefnir í að salan verði um 5.000 tonn. Óskar Sigmunds- son, starfsmaður skirfstofunn- ar, segir að áherzla sé lögð á að auka sérvinnslu síldarinnar og Ijölga tegundum til að breikka hóp kaupenda. Morgunblaðið/RAX „Þara-Freyja“ LISTMUNIR unnir úr íslenzkum þara, eru um þessar mundir til sýnis á veitingastaðnum Við Tjörnina. Munirnir eru unnir af Katrínu Þorvaldsdóttur og er megin viðfangsefnið úr Völuspá. Þessi föngulega kona er Freyja, en hún er á veitingastaðnum í tilefni þess að þar er nú boðið upp á grænmetis- og þörunga- hlaðborð á miðviku- og fimmtu- dag. „Rett að sameina Gæsluna og Hafró“ Magnús Reynir Guðmundsson vill róttækar breytingar á högum landhelgisgæslunnar MAGNÚS Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Togaraútgerðar ísaijarðar hf. og stjómarformaður íshúsfélags ísfirðinga hf. vill sjá rót- tækar breytingar á högum Landhelg- isgæslunnar. Hann leggur til að Gæslan og Hafrannsóknarstofnun yrðu sameinaðar og skipakostur þeirra og starfsmenn nýtt betur en nú gerðist. Honum finnst einnig að eðlilegast væri að taka Fiskistofu með, þvi erfitt getur verið að finna réttar boðleiðir á milli þessara aðiia, sem þó svo oft þyrftu og ættu að vinna saman. Starfsemi hafrannsókna- og gæsluskipa tímabundin í viðtali við Verið sagði Magnús Reynir að nú þegar uppi væru hug- myndir um að endurnýja skipakost Landhelgisgæslunnar og byggja stærri skip væri nauðsynlegt að at- huga gaumgæfilega, hvort þessi litla þjóð gæti ekki nýtt fjármuni betur, en nú væri gert, þar sem aðalverk- efni Gæslunnar væri ekki lengur að eltast við erlenda landhelgisbijóta og koma yfir þá íslenskum lögum, heldur að gæta þess, að íslensk skip færu að réttum leikreglum við fisk- veiðarnar. Hann sagði jafnframt að það væri vitað að starfsemi gæsluskipa og hafrannsóknarskipa væri tímabundin og mikið um aðgerðarlítil eða aðgerð- arlaus tímabil. Væri yfirstjórnin á einni hendi hlyti að vera hægt að laga starfsemina að mestu leyti að þörfum beggja aðila. „Það hlýtur að vera erfitt að verja það að stórt varðskip þurfi að vera af einhverri sérstakri herskipagerð til að starfa við vorid veðurskylyrði í hafinu umhverfis ísland, þegar vit- að er að stórir togarar, sem væntan- lega hafa svipað byggingarlag og hafrannsóknarskip, eru að veiðum í öllum veðrum og leita aldrei landvars vegna óveðurs. Þá hefur það oft sýnt sig að togvírabúnaður djúpsjávartog- ara, líkt og góð fiskirannsóknarskip þurfa að vera búin nýtast fullkom- lega til að draga vélarvana skip til hafnar. Útgerð þessara skipa verður alltaf dýr, því er lítilli fjárvana þjóð nauð- synlegt að gæta allra leiða til að fá sem besta þjónustu á hafinu fyrir minnsta tilkostnað,“ segir Magnús Reynir. I Blómálfurinn býður þér í heillandi ævintýraheim jólaskrauts, blóma, skreytinga, smágjafa og fallegra antikhúsgagna. Líttu inn! Heitur epladrykkur í anda blómálfa hlýjar þér og hressir. i Vesturgata 4, sími 562 2707. 0PIÐ: mán-fim 10-21, fös-lau 10-22 og sun 11-19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.