Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 40
 40 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ungir prakkarar BOKMENNTIR Barnasaga AÐ SJÁLFSÖGÐU, SVANUR eftír Anders Jacobsson og Sören Olsson. Þýðingf; Jón Daníelsson. Prentverk: Singapore. Skjaldborg hf. 1994 - 134 síður. ÞETTA er þriðja bókin sem þeir félagar senda frá sér um Svan litla, strák í 2. bekk barnaskóla. Landbúnaður skapar verðmæti fyrir tæpa 20 milljarða króna áári. Andersson fjöiskyldan er að stækka, von á barni, og Svanur og Hákon, 5 ára gaur, hafa af þessu miklar áhyggjur, treysta foreldrun- um hreint ekki til að velja rétt. Anna, systir á táningsaldri, er lífs- reyndari og fagnar lítilli systur inni- lega. Það geta strákormarnir ekki. Eftir að hafa séð „gripinn“ og heyrt öskrin sem fylgja þessum nýja gesti, velja þeir systur sinni nafnið Svínka, en verða þó að sætta sig við ísabella. Höfundar leggja sig fram um að vera fyndnir: Lýsa fæðingu frá sjón- arhóli barna; lýsa hræðslu ungs drengs við sprautunál; lýsa klipp- ingu; lýsa „partíi1', þar sem ofvöxt- ur hefir hlaupið í annars bekkinga; lýsa skemmtikvöldi. Vel get eg trú- að, að góðir leikarar geti gert sér mat úr efninu í sjónvarpsþátt, því í bókinni er nóg af árekstrum og hrakförum sem fólk hlær jú að. Hitt er annað, að þrátt fyrir lipr- an stfl, létta frásögn, þá snart þessi fyndni mig ekki, eg var .næst því að hlægja er ég las lýsingu á „dansi“ Andrésar, og þá Kökudeig- ur villtist á sjúkrahúsinu. Kannske voru það myndir Sörens sem ollu. Víst er lífið spaugilegt, en að sagan um Svan komi því til skila er af og frá, nær væri að huga betur að Hákoni. Að flytja fyndni milli landa er aðeins hægt, ef höf- undar eru slíkir heimsborgarar að fyndni þeirra veki hlátur í bijóstum án landamæra. En þetta er aðeins sænsk fyndni, því miður, en gott hins vegar, að hún skuli gleðja þá. Aðal þessarar bókar er þýðing Jóns, meistaralega gerð, málið snjallt og leikandi létt. Sigurður Haukur Guðjónsson. Illa farið með pappír BOKMENNTIR Sagnfrædi HITLERSBÖRNIN eftír Gerald L. Posner. Þýðandi Sig- urður Líndal Þórisson. 268 bls. Fjölvaútgáfa 1994. ÞESSI bók byggir á viðtölum við afkomendur nokkurra leiðtoga Þriðja ríkisins og einnig minna þekkta nasista og segir höfundur að þurft hafi „dirfsku til að taka þau og fyrir viðkomandi að veita þau“ (bls. 9). Og hver skyldi vera tilgangurinn með þessari dirfsku? Því að setja saman slíka bók? Hver skyldi ávinn- ingurinn vera? Því er fljótsvarað í þessu tilfelli: Enginn. í forspjalli upplýsir höfundurinn væntanlega lesendur um hvernig hugmyndin að þessari einstaklega ógeðfelldu bók kviknaði. Bókarhöf- undur hafði kynnst Rolf Mengele í tengslum við rannsókn á bréfum og dagbókum Jósefs Mengele: „Ég varð undrandi á því að hitta ungan starf- andi mann sem var svo kvalinn af fortíð föður síns. (...) Samræðurnar þennan júnímánuð við Rolf vöktu forvitni mína um það hvort önnur börn frammámanna nasista ættu í sömu sálarkreppunni og sonur Mengeles. (...) Ég vissi að margar bækur höfðu verið gefnar út um börn þeirra sem kvalist höfðu, en lifað af veru í útrýmingarbúðum en ég vissi ekki um neina bók né til- raun til að rannsaka börn illvirkj- anna. Hvernig höfðu þau tekist á við glæpina gegn mannkyninu og hlutverk feðra sinna í þeim? (Bls. 12-13.) Af þessu má ráða að höfundurinn leggur af stað með það helst í huga að velta sér upp úr sektarkennd af- komendanna - og það gerir hann svikalaust. Kaflar bókarinnar eru reyndar misjafnlega illa skrifaðir og ekki allir eins ógeðfelldir en í það heila má segja að ekkert í þessari bók réttlæti útgáfu hennar. Hér er engu aukið við, og það eru engin ný sannind.i að syndir feðranna komi niður á börnunum. Þó lætur höfund- urinn í það skína að hann hafi ein- mitt uppgötvað þau sannindi á með- an „þjóðir heimsins hafi ekki gert sér grein fyrir þeim“ (bls. 250). Þeg- ar upp er staðið vekur það furðu að haft hafi verið fyrir því að þýða þetta drasl og gefa út hér á íslandi. Hér er greinilega á ferðinni angi af þeirri „nútímafjölmiðlun" sem hingað til hefur helst fengið inni í gulu pressunni og byggir tilveru sína á eins konar nikrófílíu og ámóta subbuskap. Öll framsetning efnisins minnir helst á þess háttar æsifrétta- mennsku þar sem höfðað er til lægstu hvata lesendanna. Skýrt dæmi þess er t. d. upphaf annars kafla bókarinnar (bls. 19) þar sem sagt er frá aftöku Hans Frank land- stjóra Póllands. Og eins og í samræmi við inni- hald bókarinnar er „íslenskun" hennar alveg einstakt klúður. Á köfl- um er þýðingin svo skelfileg að það læðist að manni sá grunur að bókin geti einfaldlega ekki verið eins slæm á frummáiinu og hún er á „íslensku". Og rétt svona til að fullkomna klúðrið hefur prófarkalestur algjör- lega misfarist. Að slepptum þeim ambögum og málvillum sem úir og grúir af í bókinni er útlit textans meira en lítið vafasamt - orðabil er einatt ójafnt og notkun gæsalappa víða út í hött. Kommusetning er ekki í samræmi við neinar reglur. Pappírinn í þessari bók ætti að endurvinna sem fyrst. Kristján Kristjánsson Undir Snæfellsjökli BOKMENNTIR Vísindaskáldsaga fyrir börn SJÁVARBÖRN eftir Braga Strauinfjörð. Teikningar eftír Ama Elfar. Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Höfundur 1994.141 síða. SJÁVARPLÁSS á Snæfellsnesi. Þar alast upp systkinin Þórir og Sóley. Um sviðið leiðast þau, hann 12 ára og hún 9 ára. Leikur þeirra er ekki aðeins á fjörukambi, innan um báta og það sem sjávaraldan ber að landi, heldur í undraheimum líka. Svane er apótekarinn í plássinu, og í þjónustu hans er kominn Súi, 12 ára strákur. Sumir töldu hann úr Reykjavík, en annað kemur í ljós. Hann er vera úr ósýnilegum heimi okkur flestum. Þeir verða vinir Þórir * Utgefendur skora á Ir- anssfjórn AÐILDARFÉLÖG Alþjóðasamtaka námsefnisútgefenda (IGEP), saman- komin í Stuttgart, Þýskalandi, 26.--27. maí 1994, senda frá sér svohljóðandi ályktun: „Með árásinni á norska útgefand- ann William Nygaard í október 1993 í Ósló höfum við fengið að kynnast dauðadómi þeim eða „fatwa“ sem íransstjórn kvað upp yfir breska rit- höfundinum Salmon Rushdie og hveijum þeim útgefanda, þýðanda eða öðrum er tengdust útgáfu bókar hans, Söngva Satans. Samfélag þjóðanna getur ekki unað því að ríkisstjórnir kveði upp dauðadóma yfír þegnum annarra landa eða reyni að kæfa málfrelsi í löndum sfnum og öðrum löndum með hótunum um ofbeldisverk. Aðilar að IGEP hvetja ríkisstjórnir landa sinna til að hrinda af stað al- þjóðlegu átaki á breiðum grundvelli því skyni að knýja íransstjóm til að falla frá hinum ólögmæta og ósið- lega dauðadómi (fatwa). Til þess að fá dómnum hnekkt verður að beita þrýstingi á æðstu stöðum milli ríkis- stjórna og í alþjóðastofnunum. Ef diplómatískar leiðir duga ekki skor- um við á ríkisstjórnir að íhuga í sam- einingu að slíta stjórnmálasambandi og ijúfa öll viðskiptatengsl við íran.“ og hann, og fleira áttu þeir sameigin- legt en aldurinn, Súi átti líka 9 ára systur, Hrafnaklukku. Fyrir undramátt töfra- vökva apótekarans geta börnin ferðazt milli heimanna tveggja, gist heimili beggja, kynnzt undrum og töfr- um sem í augum barn- anna var draumi líkast. Höfundi er í mun að benda á, að heimar raunveruleikans eru líka utan jarðlífsins markaða baugs, og lýs- ir heimi Súa og Klukku í ævintýraljóma. Margt er þar með öðrum brag: Orkan; farkostir; veiða- færi. En svo er líka margt eins: Matur; Andrés Önd og guð, svo eitthvað sé tínt til. Víst efast eg ekki um aðra heima, frekar en höfundur, en að þeir væru svo líkir erlendri verzlunarmiðstöð, hefði mér aldrei órað fyrir. En hver hefir ekki leyfi til að láta sig dreyma, og þökk sé höfundi fyrir að leiða huga barns að þeirri gátu sem sköp- unin er. Lýsingar hans, „hérna meg- Bragi Straumfjörð in“, á sjávarsíðunni eru mjög vel gerðar, innan um báta og fisk fer hann á kostum. En þar sér hann svo margt sem hann langar að fræða um, að hraði sögunnar líður fyrir. Málið er fallegt, þó á eg erfitt með að sjá hvalbein standa, og al- gjör óþarfi er að hanga í svo staðbundnu máli að gera ekki mun á sátu og bagga. Fimi höfundar er of mikil til að staðhæfa að Sjávar- börn séu vísindaskáld- saga. Hátt gerir hann vísindunum undir höfði, ef hann telur skjóðuna þeirra rúma skáldskap, eða þá lítið úr hugar- flugi sínu. Það er miklu meir en málstokkur vís- inda fái það fangað. í orðinu er því hrein þversögn. Nokkrar villur hafa lætt sér í bókina, sak- lausar þó (19, 20, 100, 101, 110, 127). Teikn- ingar Árna eru listagóðar, falla mjög vel að efni. Höfundur hefir lagt metnað í að gera bókina sem bezt úr garði, og gaman að sjá, að hann hefir trú á íslenzku prentverki. Þökk fyrir bók handa hugsandi börnum. Sigurður Haukur Guðjónsson. Nýjar bækur Hreinar línur - Lífssaga Guðmundar Arna HREINAR línur - Lífs- saga Guðmundar Árna eftir Kristján Þorvalds- son er komin út. í kynningu útgef- anda segir: „Eins og nafn bókarinar ber með sér fjallar hún um Guðmund Árna Stef- ánsson alþingismann og fyrrv erandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði og ráðherra. Fáir eða eng- ir menn á íslandi hafa verið jafnmikið í sviðs- ljósi íjölmiðla undan- farna mánuði og Guð- mundur Árni. Allir virtust hafa skoðanir á Guðmundur Árni Stefánsson fram að vinnsla henn- ar hófst 18. nóvem- ber. Hefur bókin því verið unnin á skemmri tíma en títt er um slíkar bækur hérlendis þótt erlend- is gerist það oft að bækur um samtíma- viðburði komi út jafn- vel nokkrum dögum eftir að þeir gerðust. í bókinni fjallar Guðmundur um líf sitt og störf og segir frá kynnum af mönnum og málefnum. Útgefandi er Fróði. Hreinar línur - Lífs- orðum, athöfnum og gerðum hans og eftir harða gagnrýni úr ýmsum áttum sagði Guðmundur Árn: af sér ráðherradómi og er það nánst eins- dæmi á íslandi." í eftirmála Kristjáns Þorvalds- sonar, höfundar bókarinnar kemur saga Guðmundar Árna er 244 bls. og prýdd mörgum myndum. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuhönnun annaðist Auglýsingastofan Örkin. Verð bók- arinnar er 3.390 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.