Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 53 gáskafullum atvikum sem Sævar átti stóran þátt í. Við munum öll eftir ferðunum með honum í vöru- bílaakstrinum, þegar við fengum að hjálpa til við að sturta, og skrá niður hverja ferð í stílabók. Hann lét okkur finnast við vera ómiss- andi, við hjálpuðum honum í vinn- unni og fengum prins póló og kók fyrir. Þetta munum við öll, og einn- ig allan tímann sem hann hafði fyrir litlu frændsystkinin sín í leik og alvöru og alla þolinmæðina sem hann átti til handa okkur. Nú þegar við erum orðin fullorð- in hefur margt breyst. En Sævar var alltaf stóri frændinn okkar og þó að árin liðu stóð hann alltaf eins og klettur með alla sína þolin- mæði, kæti og einskæra góð- mennsku. Hann var góður vinur og félagi og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Sævar bjó lengi í foreldrahúsum og nutum við frændsystkinin hans góðs af því. Hann tilheyrði Skriðó og var það okkur alltaf tilhlökkunarefni að hitta Sævar frænda, sem alltaf átti til fyrir okkur nokkra brandara og þessa sérstöku stríðni sem við urð- um aldrei leið á. Hann gerði ekki síst grín að sjálfum sér og gat lát- ið okkur veltast um af hlátri yfir skemmtilegum athugasemdum sín- um. Það var t.d. alltaf jafn fyndið þegar hann staglaðist á frasanum sem allir sem þekktu hann kannast við: „Sæbbi feiti, búinn til úr hveiti, fæddist í Háaleiti um sexleytið." Þetta fannst okkur alltaf jafn fynd- ið hversu oft sem hann þuldi þetta. Það var alveg sama hvað beðið var um, Sævar var alltaf tilbúinn að gera hvað sem var fyrir þá sem honum þótti vænt um og hann var alltaf tilbúinn til að veita athyglis- sjúkum frændsystkinum sínum all- an þann tíma sem við þurftum. Hann hefur verið til staðar á erfið- um stundum og samglaðst okkur þegar við átti. Það verður því erf- itt að sætta sig við það mikla tóma- rúm sem hann skilur eftir. En söknuðurinn er ekki sístur hjá eftirlifandi eiginkonu hans og fósturbörnum. Eftir að Sævar kynntist Hrefnu sinni, og gekk börnum hennar í föður stað, var fátt annað sem komst að í hans lífi. Fjölskyldan átti hug hans allan enda var það einmitt það sem hann hafði alltaf þráð, að eignast sína eigin fjölskyldu. Þessi allt of fáu ár sem hann átti með Hrefnu og börnunum hennar voru sennilega dýrmætust af þeim öllum. Við vilj- um því þakka þér, elsku Hrefna, og börnunum þínum fyrir að hafa gert frænda okkar kleift að láta þennan draum sinn rætast, elska hann og virða til endaloka. Elsku Hrefna og börn, amma, Addi, Gunni, Dagný, Gréta, Ásta og aðrir aðstandendur og vinir. Við vitum að söknuður ykkar er sár, en minningarnar eru sætar og góð- ar og verða aldrei teknar frá okkur. Takk fyrir allt, elsku Sævar frændi, og vonandi líður þér vel þar sem þú ert í góðum félagsskap Guðs og elsku Guðmundar afa. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Systkinabörn. Snemma á þessu ári hringdi hjá mér síminn og mjúk karlmannsrödd spurði eftir „Gunna bróður“. Þetta voru mín fyrstu kynni af Sævari Guðmundssyni, en það má segja að hann hafi haft hæfileika til þess að ganga beint inn í hjarta þeirra sem kynntust honum. Okkar kynni urðu styttri en nokkurt okkar átti von á. Ég vissi að Sævar átti við alvarlega vanheilsu að stríða, en hann var ekki kvartsár maður. Iiann hafði til að bera smitandi glaðlyndi og því var einstaklega notalegt að vera í návist hans. Hann var alúðlegur í allri fram- komu og vildi allt fyrir alla gera. Umhyggja hans fyrir þeim sem honum þótti vænt um kom fram bæði í viðmóti hans og athöfnum. Börn löðuðust að honum, enda held ég að Sævar hafi haft barnið í sjálf- um sé enn í hjarta sínu. Af okkar stuttu samverustundum að dæma held ég að þessi orð lýsi honum best: Tryggð, hugsunarsemi, greið- vikni - í bland við dálítinn hrek- kjalóm. í síðustu viku vorum við að bolla- legja ferðalag með þeim Hrefnu og Sævari, en nú er hann farinn í lengri ferð og þá gafst ekki tími fyrir kveðjur. Elsku Hrefna og börn, Vigdís, systkini og fjölskyldur, þið eigið alla okkar samúð. Kristín og Þórarinn Björn. Glaðværð og góðvild er það sem fyrst kemur upp í huga okkar þeg- ar minnst er samverustunda með Sævari. Hann var með eindæmum barngóður maður og hændust börn ævinlega að Sævari. Ósjaldan mætti maður honum á vörubílnum sínum með lítinn koll einn eða fleiri brosandi út að eyrum sér við hlið. Sævar var næstelstur 6 systkina og bjó lengst af í foreldrahúsum að Skriðustekk .15. Við fráfall föður síns hélt hann heimili með eftirirlif- MINNINGAR andi móður sinni, Vigdísi Ámunda- dóttur. Þau reyndust hvort öðru góðir félagar og vinir í raun. Ham- ingjan blasti við Sævari er hann kvæntist Hrefnu Sigurðardóttur fyrir tveimur árum. Sævar og Hrefna höfðu búið sér og börnum hennar heimili í nýbyggðu einbýlis- húsi í Hamratanga 18, Mosfellsbæ. Þar áttu framtíðardraumarnir að rætast, en enginn veit sinn nætur- stað og kallið kom allt of fljótt. Sævar fór aldrei miðjar hlíðar og gekk að hveiju því er hann tók sér fyrir hendur af atorku. Hann vann við hin ýmsu störf þó afraksturinn hafi verið mismikill eins og geng- ur. Lengst af starfaði- hann við vörubifreiðaakstur og jarðverks- framkvæmdir. Nú á haustdögum hafði hann lagt nótt við dag ásamt samstarfsmönnum sínum við að opna nýtt dekkjaverkstæði og smurstöð í Breiðholti. Ánægjulegt var að heimsækja Sævar á þennan nýja vinnustað þar sem hann sýndi sitt hlýja og vingjarnlega viðmót og vildi leysa hvers manns vanda, jafnt hárra sem lágra. Um leið og við kveðjum þennan góða dreng vottum við Hrefnu, börnum hennar, eftirlifandi móður, Vigdísi Ámundadóttur, sem og öðr- um ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Onni og Anna. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. t ÞÓRIR JÓHANNESSON Kamabaseli 26, Reykjavík, sem andaðist 8. þ.m, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 14. desember kl. 15.00. Ingunn Ásgeirsdóttir, Garðar, Hörður, Ólafur og Gunnar Rafn Jóhannessynir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, UNNAR HERMANNSDÓTTUR frá Hjalla íKjós. Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson, Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson, Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Guðni Hansson, Högni Hansson, Karin Loodberg, Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir, Helga Hansdóttir, Árni Björn Finnsson, Erlingur Hansson, Kristjana Óskarsdóttir, Vigdis Hansdóttir, Jan Olof Nilsson, Guðrún Hermannsdóttir, Valborg Hermannsdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýnu okkur hlýhug oq samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGFÚSAR TRYGGVA KRISTJÁNSSONAR, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans og dvalarheimilis- ins Seljahlíðar. Elín Guðbjartsdóttir, Sigfús Örn Sigfússon, Margrét Jensdóttir, Sigríður Sigfúsdóttir Kjaran, Björn Kjaran, Helga Sigfúsdóttir, Hjalti Stefánsson, Guðbjartur Sigfússon, Ragnheiður M. Ásgrimsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR fyrrverandi yfirvélstjóra, Skeggjagötu 6. Jóhann Valberg Sigurjónsson, Lára J. Árnadóttir, Sigríður Þóra Sigurjónsdóttir, Ólafur Valberg Sigurjónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir, Guðm. Valberg Sigurjónsson, Steinþórunn K. Steinþórsdóttir, Jón Valberg Sigurjónsson, Sigurjón Ari Sigurjónsson, Þóra Gunnarsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Guðmundur Gíslason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Giljum. Sérstakar þakkir til starfsfólks þriðju haeðar á Droplaugarstöðum fyrir frábœra umönnun. Gleðileg jól! Jón Aðalsteinn Jónsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elfsabet Sólbergsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hrafn Óli Sigurðsson og langömmubörnin. t Þökkum inninlega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkaers móðurbróður okkar, INGA S. ÁSMUNDSSONAR tæknifraeðings, Vesturhólum 17, Reykjavík. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ása Gréta Einarsdóttir, Ólafía Sigrún Einarsdóttir, Hjálmar Ingi Einarsson, Jakob Einarsson, Auðbjörg Jóhanna Einarsdóttir. Póstsendum Handunnu silfur ° g guii skartgiipii. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, JÖHÖNNU C. M. JÓHANNESSON, frá Vatneyri, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Seljahlíð fyrir góða umönnun. Unnur Friðþjófsdóttir, Kristinn Friðþjófsson, Kolbrún Friðþjófsdóttir, Bryndis Friðþjófsdóttir og fjölskyldur. N#HÞI5IÐ Laugavegi 21, s. 25580 Góð úlpa er hlýjólagjöf Mikið úrval af úlpum með og án hettu. Stærðir 34-50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.