Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 72

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNAMSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ljósadýrð í Urriðakvísl JÓLASKREYTINGAR við íbúðarhúsið í Urriðakvísl 3 hafa vakið mikla athygli vegfarenda upp á síðkastið og hefur fjöldi lagt þangað leið sína, að sögn húsráðandans, Smára Þ. Ingvarssonar, sem hefur verið að sanka að sér skreyting- unum undanfarin ár, en þær hefur hann keypt í Bandaríkj- unum. Lætur nærri að um þrjú þúsund ljósaperur séu sam- tals í skreytingunum, en Smári sagðist hafa haft löngun til þess að lífga með Ijósunum aðeins upp á skammdegið. Smári sagði að því miður hefðu ekki allir haift hugann við akstur- inn meðan þeir skoðuðu skreytingarnar. Einn ökumaðurinn missti vald á bíl sínum og ók á ljósastaur. * \ má im 'iJ Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Fundur Icenet með Skotum og Þjóðveijum um sæstrenginn Nánara samstarf rætt FULLTRÚAR Icenet-hópsins, Landsvirkjunar, Scottish Hydro- Electric, Hambiirgischer Eletricitáts Werke og iðnaðarráðuneytis funduðu sl. föstudag í London um framvindu mála varðandi útflutning raforku frá íslandi. Fundurinn var haldinn að undirlagi iðnaðarráðuneytis, og var þetta í fyrsta skipti sem fulltrúar allra þessara aðila hittust vegna sæstrengsmálsins. „Fundurinn var haldinn til að meta stöðu þeirra athugana og áætl- anagerða sem unnið er að varðandi möguleika á útflutningi raforku um sæstreng til Bretlandseyja og megin- lands Evrópu," sagði Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar, við Morgunblaðið. „Fundurinn var mjög gagnlegur." Áhugasamir Halldór sagði ennfremur að á fundinum hefðu aðilar skipst á upp- lýsingum um forsendur í áætlana- gerðinni og þróun raforkumarkaðs- ins í Evrópu með tilliti til samkeppn- ishæfni raforku frá íslandi. „Það er gert ráð fyrir að hag- kvæmnisathugun Icenet-hópsins ljúki næsta haust og að þessir aðilar beri þá saman bækur sínar aftur. í millitíðinni munu menn áfram skipt- ast á upplýsingum um framvindu málsins. Erlendu aðilarnir eru al- mennt þeirrar skoðunar að allar at--' huganir þeirra til þessa bendi til að útflutningur á raforku frá íslandi geti verið hagkvæmur kostur." Halldór sagði ekki á dagskrá að Scottish Hydro-Electric og Ham- biirgischer Eletricitáts Werke kæmu formlega inn í Icenet-samstarfið en ætlunin væri til að byija með að halda óformlegu sambandi og skoð- anaskiptum og samræma vinnu- brögðin þannig að sem minnst skör- un yrði í verkefnum þessara aðila. Maður hraparlðO metra í Hafnarfjalli Obrotinn en mar- innog hruflaður MAÐUR um þrítugt hrapaði um 150 metra í bröttum skriðum framan í Tungukolli, sem er hluti Hafnarfjalls, er hann var þar í smalamennsku ásamt fleiri mönn- um upp úr hádegi sl. laugardag. Félagar í björgunarsveitinni Brák fóru á staðinn ásamt lækni frá Borgarnesi og var maðurinn síðan fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi. „Við vorum þarna nokkrir sam- an frá bæjunum Miðfossum, Fiski- læk og Melum og ætluðum að ná tuttugu eftirlegukindum, sem við vissum af í hóp við hitaveitutank- inn undir Tungukolli," sagði Gísli Jónsson, bóndi á Miðfossum. „Kindurnar hlupu beint til fjalls þegar við nálguðumst. Einn okkar fór þá strax á eftir þeim til að reyna að komast fyrir þær og var hann kominn nokkuð hátt upp í fjallið þegar hann missti skyndi- lega fótanna og kútveltist niður snarbratta skriðuna. Hann hefur sennilega stigið á klaka, en snjó- grámi var í fjallinu. Stöðvaðist á stóru grjóti „Ég bjóst ekki við að hann væri lifandi er hann stöðvaðist á stóru gtjóti eftir um 150 metra hrap. Við fórum strax upp í skrið- una til hans, en ég sneri við þegar ég sá að hann var lifandi og fór og náði í lækni í Borgarnesi. Fé- lagar mínir urðu eftir hjá honum,“ sagði Gísli. Marinn og hruflaður en óbrotinn Gísli sagði að það hefði örugg- lega bjargað miklu að maðurinn var í kuldasamfestingi og með þykka ullarvettlinga á höndum. Maðurinn fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær, en hann er mar- inn og hruflaður eftir hrapið, en óbrotinn. Ráðstafanir rí kisstj órnarinnar í efnahags- og skattamálum Tekjuskattur einstaklings lægri á næsta ári Mjólkurbúið í Borgar- nesi verður úrelt Samkomu- lag náðist í gærkvöldi SAMKOMULAG sem meðal annars felur í sér úreldingu mjólkurbúsins í Borgamesi var undirritað í gær- kvöldi af stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Að sögn Guðlaugs Björgvinssonar forstjóra MS eru nokkrir fyrirvarar í samkomulaginu sem þarf að vera búið að uppfylla fyrir næstkomandi fimmtudag, en hann sagðist ekki geta tjáð sig um hveijir þeir væru. Guðlaugur sagði að um væri að ■*. ræða heildarsamkomulag sem meðal annars tæki á því hvernig eignar- haldi Mjólkursamsölunnar er háttað, en ágreiningur hefur verið um það í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað undanfarið um hagræðingu í mjólkuriðnaði sem fæli í sér úreld- ingu mjólkurbúsins í Borgarnesi. Olga meðal reykj- andi stúdenta Ósáttir við reyk- laus próf í HÁSKÓLANUM velta menn nú fyrir sér hvernig eigi að koma til móts við reykingamenn í hópi stúdenta. Bannað er að reykja á öllum almennum svæð- um, í kennslurýmum og kaffí- stofum, en reykingamenn munu ósáttir við margra klukkutíma reyklaus próf. Sveinbjöm Bjömsson, há- skólarektor, sagði að stúdentar hefðu áður fengið að fara út úr stofum til að reykja meðan á prófí stendur. Ekki væri hægt að leysa vandann nú með því að leyfa reykingar á salemum, því þangað mætti aðeins einn fara í einu á próftíma, svo raðir gætu myndast. „Við reynum að fínna einhverja lausn,“ sagði rektor. Banni frestað í ágúst var ákveðið að reyk- ingabann skyldi einnig ná til einkaskrifstofa. „Sumir starfs- manna mótmæltu þessu og lagðar voru fram þijár tillögur, að bannið yrði staðfest, að fall- ið yrði frá því, eða gildistöku þess frestað í tvö ár, til 1. jan- úar 1997. Frestunin var sam- þykkt,“ sagði háskólarektor. 8.400 kr. EINSTAKLINGAR munu greiða rúmlega 8.400 krónum minna í tekjuskatt óháð tekjum á næsta ári en í ár vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um hækkun persónuafsláttar og þar með skatt- frelsismarka. Tekjuskattur hjóna sem bæði full- nýta persónuafslátt sinn lækkar tvöfalt meira eða um 16.800 krónur á árinu. Skattar þeirra sem einnig greiða hátekjuskatt lækka til viðbótar sem nemur hækkun tekjuvið- miðunar, en hún hækkar úr 200 þúsund krónum fyrir einstakling í 225 þúsund krónur og úr 400 þúsund krónum fyrir hjón í 450 þúsund krónur á mánuði. Vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjara- jöfnun eykst halli ríkissjóðs um tvo milljarða króna frá því sem ráð var fyrir gert í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1995. Samkvæmt því gæti hallinn orðið um 8,5 milljarðar króna á næsta ári. Samkomulag náðist án hótana Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra segir að vissulega hafi verið ágreiningur milli stjórnarflokkanna um einstök mál í tekjuöflun ríkissjóðs sem samkomulag náðist síðan um á laugardag. Hins vegar sé það algerlega rangt sem fram hafi komið í fjöltniðlum að alþýðu- flokksmenn hafi verið með einhveijar hótanir, meðal annars um stjórnarslit, við þær umræður. Fjórir ráðherrar sem skipa ríkisíjármálanefnd ríkisstjórnarinnar, forsætis-, utanríkis-, fjár- mála- og viðskiptaráðherra, hafa að undanförnu unnið að samkomulagi um fjárlagafrumvarpið og málefni tengd því, svo sem við tekjuöflunar- hlutann. Síðasta lotan hófst á laugardagsmorgni og lauk um miðjan dag með samkomulagi um skattamálin. Sighvatur segir að ágreiningur hafi verið milli flokkanna um ýmis mál eins og búast megi við. Tekur hann fram að þessir fjór- ir ráðherrar hafi lagt sig fram um að ná sam- komulagi í erfiðum málum og tekist það án hótana eða hnefasteytinga. ■ Ráðstafanir ríkisstjórnar/4/8/10/11/37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.