Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR BC/D *raunH*Mfr STOFNAÐ 1913 292. TBL. 82. ARG. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Boðar afsögn Berl- usconis Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi forsætis- ráðherra ítalíu mun biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína í dag og knýja á um nýjar þing- kosningar hið allra fyrsta, að sögn Giuseppe Tatarella að- stoðarforsætisráðherra. Tatarella, sem er fulltrúi Þjóðfylkingarinnar í fimm flokka samsteypustjórn Berl- usconi, sagði í gærkvöldi, að hörð kosningabarátta færi í hönd. Stjórnarskráin kveður á um að Oscar Luigi forseti verði að boða til kosninga eigi síðar en 10 vikum frá þinglausnum. Jas Gawronski talsmaður Berlusconi staðfesti að for- sætisráðherrann íhugaði af- sögn. Það væri einn þeirra kosta sem hann stæði frammi fyrir vegna framkominnar van- trauststillögu sem Norðursam- bandið, einn af stjómarflokk- unum, hefur lagt fram á þingi. Berlusconi flytur ræðu i þinginu í dag og sagði Tatar- elli, að þar myndi hann „hvetja landsmenn til þess að fylkja sér á ný um þær lýðræðishugsjónir sem fengu að njóta sín í síð- ustu kosningum." Giuliano Ferrara, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði fyrr í gær að Berlusconi vildi veita bráðabirgðastjórn forystu fram að kosningum. Biðjist hann lausnar hefur Luigi forseti það í höndum sér hvort hann út- nefnir nýjan forsætisráðherra til að mynda nýja meirihluta- stjórn eða rýfur þing. Árangurslaus fundur um aðild Spánverja að fiskveiðistefnu ESB Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. RÁÐHERRUM sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins tókst ekki að ná samkomulagi um aðild Spánverja að hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu. Helsta deilumálið er aðgangur spænskra sjómanna að írska hólfinu. Ráðherrarnir sátu á 20 klukkustunda löngum fundi á mánudag og héldu þeir áfram fundarhöldum síðdegis í gær. Að honum loknum var ljóst að ekki hafði náðst samkomulag og ákváðu ráðherrarnir að hittast á ný á fimmtudag. Spánverjar halda fast í þá kröfu sína að í það minnsta 200 fiskveiði- skipum verði veittur aðgangur að írska hólfinu. Hóta þeir að koma í veg fyrir aðild Austumkismanna, Svía og Finna að sambandinu um áramót ella. Var Spánverjum lof- Hart deilt um Irska hólfið aður aðgangur að þessum fiskimið- um eftir tíu ára aðlögunartíma er þeir gengu í sambandið árið 1986. Um 6.500 breskir og írskir fisk- veiðibátar eiga nú veiðirétt á þessu svæði og segja Bretar og írar ljóst að skera verði niður veiðiheimildir þeirra í samræmi við þær heimild- ir sem Spánverjar fá, til að vernda fiskistofna. Embættismenn sögðu Breta og íra ekki sætta sig við að aðgangur Spánverja yrði eingungis takmark- aður í Irlandshafi. Töldu þeir að veiðieftirlit yrði snar þáttur í hugs- anlegri málamiðlun. írska hólfið, sem er um 260 þúsund ferkílómetra svæði er um7 lykur írland, var upphaflega af- markað árið 1986 til a.ð vernda fiskistofna í kringum írland eftir að Spánverjar gengu í ESB. Þá vakti einnig fyrir mönnum að vernda atvinnu íbúa í sjávarþorp- um við írlandshaf. Portúgalir, sem gengu í banda- lagið á sama tíma, hafa ekki haft uppi neinar kröfur um veiðiheim- ildir við írland. Embættismenn sögðu líkur á samkomulagi á fimmtudag og munu Þjóðverjar, sem nú fara með forystuna í ráðherraráðinu, reyna að bræða saman tillögur til mála- miðlunar fyrir fundinn. Vaxandi spennu hefur gætt í samskiptum sjómanna á þessum slóðum í kjölfar þess að Spánverjar klipptu á reknet franskra og breskra túnfískveiðimanna á Biscay-flóa fyrr á árinu. ¦ Sníða verður 20 Carter ræðir við leiðtoga múslima og Serba í Bosníu Samkomulag um vopnahlé fyrir j ól Pale, Sarajevo, Bonn. Reuter. JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fékk leiðtoga músl- ima og Serba í Bosníu til að fallast á vopnahlé frá og með 23. desember meðan reynt yrði að ná samkomulagi um frið í landinu ekki síðar en 1. janúar. Hann sagði að friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) myndi hafa eftirlit með því að vopnahléð yrði virt og að vopnahléssamkomulagið ætti að tryggja að hægt yrði að flytja hjálpargögn til bosnískra borgara. Carter tilkynnti þetta á blaða- mannafundi á flugvellinum í Sarajevo, að viðstöddum Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, hershöfðingja í stjórn- arher Bosníu. Heimildarmenn meðal Bosníu- Serba sögðu að gert væri ráð fyrir því að yfirmenn herja múslima og Serba kæmu saman á Þorláksmessu til að ræða vopnahléð. Enn deilt um friðaráætlun Forsetinn fyrrverandi sagði að leiðtogar múslima og Serba hefðu samþykkt öll atriði vopnahlés- tillagna hans, nema hvað ekki hefði náðst samkomulag um friðaráætlun fímmveldanna sem hafa beitt sér fyrir lausn deilunnar. Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, sagði að lausn deilunnar yrði að byggjast á friðaráætluninni en Karadzic gaf til kynna að henni yrði að breyta veru- lega með tilliti til krafna Serba um landsvæði. í friðaráætluninni er gert ráð fyrir að Serbar fái tæpan helm- ing landsvæðanna, en þeir ráða nú yfir um 70% Bosníu. Embættismenn í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa haft áhyggjur af því að friðarumleitanir Carters gætu grafið undan friðaráætlun fimmveld- anna. Gert er ráð fyrir að friðargæslu- lið SÞ verði sent að víglínunum milli herjanna tveggja. Yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fundi sínum í gær að sjá liðinu fyrir fleiri og betri hergögnum til að efia friðar- gæslustarfið. Reuter Rússar herða tökin á Grosní RÚSSNESKI herinn herti tök sín á Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, í gær. Sóknin var sú þyngsta í 10 daga en her Tsjetsjena veitti rússneska hernum harða mótspyrnu. Vestrænn ljósmyndari varð vitni að því er heimamenn skutu niður rússneska her- þyrlu með vélbyssum og sprengjuvörpum við þorpið Petropavlovskaja. Rússneska sjónvarpið hélt því fram að um sjúkraþyrlu hefði verið að ræða og hef ðu þrír menn far- ist, flugmaður og tveir her- læknar. Þúsundir tsjetsjenskra kvenna urðu í gær við áskorun Dzhokhars Dúdajevs forseta og mynduðu 10 kílómetra keðju á þjóðveginum til vesturs frá Grosní til þess að hvetja Rússa til að draga hersveitir sínar til baka f rá Tsjetsjníu. Streitan hættuleg körlum Lundúnum. Reuter. STREITA daglega lífsins veldur því, að hættulega mikið adrenalin streymir um æðarnar en þó aðeins í karlmönnum, ekki í konum. Kom þetta fram á ráðstefnu breskra sál- fræðinga í Lundúnum í gær. Vísindamenn við Oxford-háskóla fylgdust með 104 mönnum, körlum og konum, í þrjá daga, sunnudag, mánudag og þriðjudag, og mældu nákvæmlega adrenalínmagnið í'blóði þeirra. Fundu jafnt konur sem karl- ar fyrir auknu álagi þegar vinnuvik- an hófst aftur og áhyggjur þeirra af einu og öðru jukust. Adrenalínið í blóði karla jókst en yfirleitt ekki hjá konunum. Það er líklega þetta, sem veldur því, að hjartasjúkdómar eru algeng- ari meðal karla en kvenna. Einn vís- indamannanna, dr. Tessa Pollard, getur séi' til, að þennan mun megi rekja til þess, að kvenhormón vegi upp áhrif adrenalínsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.