Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Atlantsálhópurinn bíður og fylgist með þróun á álmarkaði Alusuisse svarar Landsvirkjun í janúar FULLTRÚAR Atlantsálfyrirtækj- anna, Alumax, Hoogovens og Granges, þeir Alen Borne, Henk Vrins og Per Olaf Aronsson, áttu á mánudag fund með dr. Jóhannesi Nordal, stjórnarformanni Lands- virkjunar og formanni íslensku ál- viðræðunefndarinnar í Amsterdam í Hollandi. Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á fundinum hefði verið farið yfir málin, en að mati forsvarsmanna Atlantsálfyr- irtækjanna væri enn ekki sá stöðug- leiki kominn á álmarkaðinn að þeir byggjust við að geta tekið ákvörðun um byggingu nýs álvers alveg á næstunni. Jóhannes sagði að aldrei hefði legið fyrir nein skuldbinding af hálfu Atlantsáls um að það myndi byggja álver hér, né lægi fyrir skuldbinding af hálfu Islendinga í garð Atlant- sáls, um að það nyti einhvers tiitek- ins forgangs. Við gætum því haft opin augu fyrir öllu möguleikum og nýtt, ef okkur svo sýndist. Jóhannes lagði ríka áherslu á að þær hugmyndir sem uppi væru um stækkun álversins í Straumsvík í samvinnu við Die Vereinte Alumin- ium Werke, væru gjörsamlega ótengdar Atlantsálviðræðunum - ekkert samband væri þar á milli. Alusuisse að skoða málið Christoph Abt, blaðafulltrúi Alusuisse í Ziirich í Sviss, móðurfyr- irtækis ÍSAL í Straumsvík, sagði þegar Morgunblaðið spurði hann um afstöðu Alusuisse til hugsanlegrar stækkunar verksmiðjunnar í Straumsvík í samvinnu við VAW að það væru aðeins örfáir dagar liðnir frá því að stjórn Alusuisse barst erindi þessa efnis frá Jóhann- esi Nordal, stjórnarformanni Lands- virkjunar. „Það er svo sem ekki margt um þessar hugmyndir að segja á þessu stigi,“ sagði Abt, „því þær eru svo nýjar af nálinni. Við erum nýbúnir að fá tillögur stjórnarformanns Landsvirkjunar og svar okkar til hans var í þá veru að við myndum kynna okkur málið í þaula og íhuga tillögur hans af fullri alvöru. I næsta mánuði munum við greina forsvars- mönnum Landsvirkjunar frá því hver afstaða okkar verður." Uppsögn á skóladagheimili Austurbæjarskóla Lögmætið dregið í efa Hundur bjargvættur ELDIJR kom upp í íbúðarhúsinu Sléttu á Bergi í Keflavík klukku- tíma eftir miðnætti í fyrrinótt, en einn íbúi er í húsinu, sem er gamalt tréhús. Mikill reykur barst frá þaki hússins og eldur logaði glatt í eldhúsi þess. Hund- ur eigandans, Þóris Jóhannsson- ar sjómanns, vakti hann með háværu gelti, að sögn lögreglu í Keflavík, og varð hann þá var við eldinn. Ekki er sími í húsinu og hljóp Þórir yfir í næsta hús og hringdi á slökkvilið sem kom á staðinn örskömmu siðar. Slökkvistarfi lauk laust fyrir klukkan 2.30 í fyrrinótt. Rann- sókn á eldsupptökum stendur enn yfir, en eldhús hússins er mikið brunnið og aðrir hlutar þess talsvert skemmdir af sóti, reyk og vatni. JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að engin ástæða sé til að fresta samþykkt GATT- samkomulagsins, þannig að ísland verði ekki stofnríki Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Þvert á móti eigi íslendingar mikið undir tafar- lausri aðild að stofnuninni. Davíð Oddsson forsætisráðherra segist telja að hægt væri að afgreiða GATT milli jóla og nýárs, en hins vegar sé ekki mjög mikið í húfi þótt það frestist. I Morgunblaðinu í gær kom fram hjá Bimi Bjamasyni, formanni ut- anríkismálanefndar Alþingis, að ekki væri nauðsynlegt að Alþingi staðfesti GATT-samninginn fyrir áramót. Einnig kom fram að endan- leg útfærsla tillagna um lagabreyt- ingar vegna aðildar að GATT lægi ekki fyrir. í samræmi við íslenzka hagsmuni „ísland, sem er háðara utanríkis- viðskiptum en flest önnur ríki, á meira í húfi en flest önnur lönd að gerast aðili að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni strax í upphafi. Það er STARFSMANNAHALD Reykja- víkurborgar leggur í dag fram álit á ásökunum um meint vinnusvik forstöðukonu skóladagheimilis Austurbæjarskóla og annars starfsmanns heimilisins. Ásakanir um þessi svik eru bomar fram af þriðja starfsmanni heimilisins en skólastjóri Austurbæjarskóla, eig- inmaður forstöðukonunnar, sagði honum upp störfum nú fyrir skemmstu. Viktor Guðlaugsson, forstöðu- maður skólaskrifstofu Reykja- víkurborgar, segir að starfsmaður sá er skólastjórinn sagði upp hafi borið ásakanir á hendur forstöðu- konunni um að ekki væri unnið einfaldlega í samræmi við íslenzka hagsmuni að það verði,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Breyting á innlendri löggjöf, til þess að hún samræmist niðurstöðu Úrúgvæ-lotu GATT-samningsins, hefur verið lengi í umfjöllun undir verkstjóm forsætisráðuneytisins. Málið er út af fyrir sig ekkert sér- staklega flókið. Þetta er spurning um pólitíska forgangsröðun og póli- tískan vilja til að tryggja að Island njóti þess hagnaðar, sem í aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni felst, strax í upphafi.“ Utanríkisráðherra sagði að áður en hann hélt af landi brott til Rúss- lands og Belgíu til fundahalda hefði hann fylgzt með vinnunni í nefnd fimm ráðuneyta, sem fjallar um lagabreytingar vegna GATT, eink- um hvað varðar innflutning land- búnaðarvara. „Málið hefur ekki enn komið til kasta ráðherra ríkisstjóm- arinnar, af því að nefndin hefur ekki skilað af sér,“ sagði hann. „Ef samkvæmt innsendum vinnu- skýrslum. Hann segir að starfs- mannahaldi borgarinnar hafi verið falið að ræða við þá einstaklinga sem málið snerti og niðurstöður úr þeim samtölum, sem fram fóru sl. fímmtudag, muni liggja fyrir í dag. Skólaskrifstofa taki ekki ákvarðanir í málinu fyrr en að þeim niðurstöðum fengnum. Óheppileg uppsögn Viktor segir uppsögn starfs- manns skóladagheimilis mjög óheppilega. Skólastjórinn sé ríkis- starfsmaður en starfsmenn skóla- dagheimilis - borgarstarfsmenn. Lögmæti uppsagnarinnar sé þess vegna dregið í efa og borgarlög- það er ætlunin að hafa þinghald milli hátíða, tel ég einsýnt að málið verði útkljáð á þeim tíma.“ Davíð Oddsson sagði að ekki væri útséð um að hægt yrði að stað- festa GATT-samninginn fyrir ára- mót. „Ef þingið starfar milli jóla og nýárs, þá væri það vel hægt. Þetta gengur þannig fyrir sig er- lendis að menn gerast stofnaðilar að GATT og skýra þá frá eftir hvaða meginlínum er farið varðandi um- deilda þætti eins og landbúnaðar- innflutning. Síðan tekur þingið við og útfærir á nokkrum mánuðum eða jafnvel ári; þannig gera Norð- menn það,“ sagði Davíð. Hann sagði að lyki þinginu fyrir jól, væri ekki hægt að afgreiða GATT fyrr en í febrúar. „Það er í sjálfu sér ekkert í hættu þótt það gerist, þótt það væri óneitanlega skemmtilegra að vera stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni,“ sagði Davíð. manni hafi verið falið að taka af- stöðu til réttmætis hennar. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að hún hefði boðað til fundar með stjórnendum Austurbæjarskóla í dag en beiðni um stjómunarúttekt á skólanum hefði borist henni frá menntamálaráðuneytinu á mánu- dag. Þann dag barst henni einnig bréf frá foreldrafélagi Austurbæj- arskóla sama efnis. Hún segist ekki enn hafa tekið afstöðu til þess hvernig úttektin verði framkvæmd, en hún hallaðist helst að því að fá til þess óvilhallan aðila. Aðeins meginstefna þarf að liggja fyrir Aðspurður um skilyrði þing- manna um að útfærsia á breyting- um á innflutningslöggjöf lægi fyrir sagði Davíð að meginstefnulína þyrfti aðeins að liggja fyrir. Ekkert ríki myndi afgreiða slíkt jafnharð- an. Útfærslan lægi fyrir í grófum dráttum, aðeins þyrfti að fínpússa orðalag. Davíð sagðist ekki telja að neitt ylli vandræðum á milli stjórnar- flokkanna í málinu. Spurður álits á orðum utanríkisráðherra um póli- tískan vilja sagði hann; „Þá verður viljinn að vera fyrir hendi hjá öllum flokkum, ekki síður hjá Alþýðu- flokknum en öðrurn." — Er þá engin fyrirstaða innan Sjálfstæðisflokksins? „Nei, það styðja allir aðild að GÁTT, eins og nánast allt þingið. Menn vilja hafa þessa útfærslu klára samt sem áður, og ég tel að það eigi ekki að vera vandamál," sagði Davíð Oddsson. Islenskur tölvuleikur Leikmenn reka útgerð ÍSLENSKI tölvuleikurinn Sægreifinn, hefur litið dags- ins Ijós, en það eru félagarnir Ármann Sverrisson og Bjarni Einarsson hjá Tölvu- og hug- búnaðarþjónustunni á Akur- eyri sem eru höfundar leiks- ins. Sægreifínn er nákvæmur útgerðarhermir í formi tölvu- spils og nær hann yfir dagleg- an rekstur útgerðarfyrirtækis og blandast inn í leikinn ýms- ar skammtíma- og lang- tímaákvarðanir varðandi hann. Þar má nefna að ákveða þarf á hvaða mið skuli stíma í næsta túr, hvernig vinna eigi aflann og selja hann. Huga þarf að ástandi fiskistofna, uppbyggingu fiskveiða og flota, kvótakaup- um, markaðsuppbyggingu og ýmsu fleira er að útgerðinni lýtur. Reka útgerð með hagnaði Hver leikmaður byijar sem meirihlutaeigandi útgerðar- fyrirtækis sem hann velur en um er að ræða raunveruleg íslensk útgerðarfyrirtæki og einnig er hann skipstjóri á skipi fyrirtækisins, Sæ- greifanum. Gangi allt að ósk- um á leikmaðurinn von á að vera hækkaður í tign og gerð- ur að forstjóra. Tilgangur leiksins er að reka útgerð með hagnaði, ná að kaupa upp aðrar útgerðir og verða einráður á markaðnum eða ná sem mestum hagnaði. Að sögn Ármanns er öflug- ur hlutabréfamarkaður í leiknum þar sem bréf ganga kaupum og sölum. Til að afla sér uppiýsinga um gengi, hlutabréf og markaðsmál geta leikmenn lesið sér til í fréttum úr Morgunblaðinu sem höfundar hafa skrifað inn í leikinn. Að sögn Ármanns er ætlunin að bjóða norska út- gáfu leiksins til sölu í Noregi. ■ Sægreifinn/C7 Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að fresta samþykkt G ATT -samkomulags Island á meira í húfi en flest önnur lönd Forsætisráðherra segir enga hættu á ferðum þótt afgreiðsla frestist % I t í 1 > i i l > I , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.