Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Snjóalög könnuð Snjóflóða- hætta hugsanleg vegna hláku MENN á vegum snjóflóða- varnadeildar Veðurstofu ís- lands athuguðu í gær snjóa- lög í fjöllum við Súðavík, ísa- fjörð og Siglufjörð með tilliti til hugsanlegrar snjóflóða- hættu. Bindingarnar gefa sig í hláku Spáð er regni með tilheyr- andi hláku í dag á Suðvestur- landi sem teygir sig síðar austur yfir landið, en snjó- flóðahætta getur myndast í hláku að sögn Magnúsar Más Magnússonar, yfirverkefnis- stjóra sjóflóðavama á Veður- stofu Islands. Þegar volgt vatn blandist snjónum geti hann brætt þær bindingar sejn séu fyrir í snjóalögum og runnið á þéttara lagi und- ir ef það til staðar. „Þetta veltur þó á styrkleika snjóa- laga og bindinganna milli þeirra," segir Magnus. Snjóflóð bestu vísbendingarnar Hann segir útilokað að segja fyrir um snjóflóð af mikilli nákvæmni. Bestu vís- bendingar séu þau flóð sem falla og verði náið eftirlit haft með líklegum snjóflóða- svæðum í Ijósi atburða sein- ustu daga. Nú sé beðið eftir niðurstöð- um þeirra sem . könnuðu snjóalög á fyrrgreindum stöð- um í gær. Sumarbústaður marar í hálfu kafi í Súgandafirði Tjónið tal ið nema •ii • * milljónum SUMARBÚSTAÐUR sem byggður var upp úr aldamótum og stóð í Gilsbrekku í Súgandafirði, marar nú í hálfu kafí í firðinum og stend- ur aðeins þakið upp úr sjónum. Talið er fullvíst að snjóflóð hafi rutt bústaðnum út í fjörðinn, en einnig fóru tveir bátar, rafstöð o.fl. sem hvorki sést tangur né tetur af lengur. Tjónið er talið nema milljón- um króna. Bárður Grímssoh, en fjölskylda hans á bústaðinn og annan til í Gilsbrekkum, flaug yfir svæðið í gær, og segir ljóst að snjófióðið sé að minnsta kosti 100 metra breitt, en þó sé erfitt að átta sig nákvæm- lega á umfangi þess, þar sem fennt hafi ofan í flóðið. Bústaður sem byggður var um 1970, sem er um 50 metrum innar í firðinum, stendur hins vegar enn, og segir Bárður að svo virðist sem flóðið hafi klofnað á hrygg fyrir ofan hann og því hafi hann ekki sópast út á fjörð. Ný yiðbygging við hann virðist hins vegar mölbrotin og sú hlið bústaðarins sem veit að brekkunni hafi eyðilagst þannig að snjór hafi komist inn. Hann reikni með að allar eigur fjölskyldunnar á þessu svæði séu ónýtar með öllu. Sjóleiðin ein fær Erfítt sé hins vegar að meta tjón- ið þar sem torvelt er að komast að bústöðunum að vetrarlagi. Brekkan er ill viðureignar, og er sjóleiðin ein fær. Bárður kveðst ætla að reyna að komast landleiðina til Súganda- fjarðar í dag og skoða ummerki flóðsins betur í gegnum sjónauka, en hann telji vonlítið að komast að svæðinu. Bárður segir að eignirnar séu illa tryggðar, en hann geri sér þó vonir um að Viðlagatrygging Morgunblaðið/RAX BÚSTAÐURINN raarar nú í hálfu kafi í Súgandafirði og rís aðeins þakið upp úr kafi. Ef vel er að gáð má sjá að einhverjar skemmdir hafa orðið á bústaðnum sem enn stendur. muni bæta skaðann, enda um tjón af náttúruvöldum að ræða. Hald manna er að ferðalag hússins hafi hafist í illviðrinu sem ríkti á Vest- fjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudagsmorgun. Ákvörðun bóksala Tekið við skiptibókum frá Bónus og Hagkaupum BÓKSALAR munu í janúar taka við bókum sem fólk vill skipta án tillits til þess hvort þær eru keypt- ar með afslætti í Bónus eða Hag- kaupum fyrir jólin. Kom til tals hjá bóksölum að neita Þetta kom fram hjá Teiti Gúst- afssyni, framkvæmdastjóra Fé- lags bóksala, á hádegisverðarfundi ímarks í gær þar sem fjallað var um hræringar á bókamarkaði. Teitur sagði að meðal bóksala hefði komið til tals að neita að taka við bókum sem Bónus seldi og láta Jóhannes í Bónus taka við þeim í skiptum fyrir smjörlíki. „Okkur þykir hins vegar svo vænt um viðskiptavini okkar að það verða allar bækur teknar upp í skipti," sagði.Teitur. ? ? ?----------- Nýr yfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Egil Bjarnason sem yfirlög- regluþjón við embætti sýslu- mannsins í Hafnarfirði frá 1. febr- úar nk. 22 umsóknir bárust um stöðuna. Egill Bjarnason, sem er 42 ára, er nú settur yfirlögregluþjónn í Kópavogi en var áður aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins Egill hefur starf- að hjá RLR allt frá því hún var sett á stofn árið 1977. Sigrún Þórólfsdóttir um jólahaldið á Hveravöllum Verður yndislegt aðhaldajólhér „VIÐ erum löngu komin í jóla- skap. Ég var einmitt að baka og hlusta á Mahaliu Jackson þegar þú hringdir. Það er mjög jólalegt hérna með allan þennan snjó í kringum okkur og ég hugsa að það verði yndislegt að halda jól hér. Það er mjög gott að vera laus við allt stressið í bænum," segir Sigrún Þórólfs- dóttir á Hveravöllum í samtali við Morgunblaðið en hún og Magnús Björnsson sambýlis- maður hennar stunda þar veður- athuganir fyrir Veðurstofu ís- lands og er þetta fyrsti vetur þeirra á Hveravöllum en þau I tóku við starfinu 1. ágúst. „Okkur líkar mjög vel hérna og f ramhaldið leggst vel í okk- j ur. Það var nokkuð mikil um- ferð hér til að byrja með, sem datt svo niður í nóvember en hún hefur verið að aukast upp á síðkastið," segir Sigrún. Snjóþungt er á Hveravöllum og meðalsnjódýpt hefur lengi verið í kringum 60 sm, að sögn Sigrúnar. „Okkur sýnist vera óvenjumikill snjór miðað við árstima. Það mældist 63 sentí- metra snjódýpt í gær. Við höfum verið að fletta upp í gögnum til að kanna þetta og yfirleitt hefur ekki verið kominn þetta mikill snjór fyrr en í janúar eða febr- úar. Það snjóaði frekar snemma og svo hlánaði um títna og rigndi, þannig að það sjatnaði í þessu og er snjórinn orðinn þétt- ur," segir hún. Dútla við handavinnu Það hafði lengi blundað með Sigrúnu og Magnúsi að gerast veðurathugunarmenn á Hvera- völlum en Magnús hafði ferðast mikið um hálendið og oft kómið við á Hveravöllum. „Okkur lang- aði til að breyta til og svo sáum við þetta auglýst og sóttum um og vorum svo heppin að fá þetta starf," segir Sigrún. Hún segir að allt hafi gengið vonum framar og þau hafi aldr- ei fundið fyrir einmanaleika eða til einangrunar þarna upp á hálendinu svo fjarri byggðum. „Það er af sem áður var þegar þetta var talsvert einangrað en það hefur breyst og yfirleitt eru einhverjir hér á ferðinni. Það hefur aðeins komið fyrir eina helgi frá því við koinum að ekki sæist til neins hér á ferð. Auðvit- að koma tímar þegar maður vildi gjarnan sjá framan í fjöl- skylduna og vini en við höfum símasamband og svo er þetta afskaplega fljótt að Iíða," segir hún. Ekki segir Sigrún að þau skorti viðfangsefnin á Hvera- völlum og tíminn líði hratt. „Við Morgunblaðið/Hafþór Ferdinandsson höfum alltaf nóg að gera. Fyrir utan þessar reglulegu veðurat- huganir á þriggja tíma fresti, gerum við snjódýptarmælingar, snjósýnatökur og ýmislegt fleira af því tagi. Einnig fer talsverður tími í viðhald á tækjum og öðru sem tilheyrir staðnum. Svo erum við að dútla við ýmiskonar handavinnu og siðustu vikur hafa að mestu farið í jólagjafa- gerð og annað föndur. Við lesum líka og skrifum og þegar er gott veður þá tökum við fram gönguskíðin," segir hún. Aðspurð hvað þau ætiuðu að hafa í jólamatinn sagði Sigrún að ekki yrði brotið út af venj- unni og eldaður hamborgar- hryggur á aðfangadagskvöld. Sagðist Sigrún að lokum allt eins eiga von á að þau fengju til sín gesti á jólunum. Hjukrunarfræðingar að kikna undan álagi á sjúkrastofnunum Aukið líkamlegt og andlegt álag „HJÚKRUNARFRÆÐINGAR eru orðnir mjög þreyttir á því að vinna undir þessu mikla vinnuálagi og vilja að þessu verkfalli ljúki hið allra fyrsta," sagði Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, en verkfall sjúkra- liða hefur komið illa við stétt hjúkrunarfræðinga. Hún sagði að verkfallið hefði leitt til aukins lík- amlegs og andlegs álags á hjúkr- unarfæðinga, sem m.a. birtist í meiri veikindum hjá þeim. „Hjúkrunarfræðingar eru undir miklu álagi við að halda uppi þeirri þjónustu sem þjóðfélagið krefst af þeim. Þeim líður illa yfir því að horfa upp á skjólstæðinga sína fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Hjúkrunarfræðingar hrópa á að þetta verkfall leysist," sagði Ásta. Erfitt á öldrunar- stofnunum Ásta sagði að heldur hefði dreg- ið úr álagi á hjúkrunarfræðinga á Borgarspítala og Ríkisspítölum eftir úrskurð Félagsdóms 9. des- ember sl., en þá komu um 100 sjúkraliðar til starfa. Hún sagði 1 að ástandið hefði hins vegar lítið breyst annars staðar. Álagið væri enn mjög mikið á öldrunarstofnun- um, sem eru alfarið háðar undan- þágum sjúkraliða. Asta sagði að álagið á hjúkrun- arfræðinga fælist ekki bara í því að það væri meira að gera hjá þeim. Verkfallinu fylgdi einnig mikið andlegt álag. Hjúkrunar- fræðingar þyrftu að útskýra fyrir sjúklingum og aðstandendum þeirra að þeir gætu ekki fengið alla þá þjónustu sem þeir hefðu þörf fyrir. Ásta sagði að þessu fylgdi mikið andlegt álag. Þurfa að vinna umjólin Ákveðið hefur verið að hafa hjartadeild Landspítala opna milli jóla og nýárs, en á þeim tíma hef- ur deildinni verið lokað undanfarin ár. Draga hefur þurft úr starfsemi deildarinnar í verkfallinu og hafa biðlistar eftir hjartaaðgerðum lengst. Ekki var talið fært að loka hjartadeildinni að þessu sinni vegna verkfallsins. Óánægja er meðal hjúkrunarfræðinga á deild- inni með að fá ekki frí um jólin, en þeir hafa verið undir miklu álagi undanfarnar vikur. Fleiri dænii tnunu vera um að hjúkrunarfræð- ingum, sem áttu vona á að fá frí um jólin, sé gert að vinna um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.