Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögregla beitti tára gasi við handtöku Morgunblaðið/RAX Eitt neyöarsímanúmer fyrir lok næsta árs Kostnaður áætl- aður 50 millj- ónir króna á ári ÞRÍR menn, 30-36 ára, voru hand- teknir við Glæsibæ í gærmorgun eft- ir að bíl, sem þeir voru á, hafði ver- ið ekið á lögreglumann sem ætlaði að hafa tal af ökumanninum. Þegar handtaka átti ökumanninn eftir eftir- för réðust tveir farþegar hans síðan að lögreglumönnum sem þurftu að grípa til táragass til að hrinda atlögu þeirra. Mennirnir voru allir taldir ölv- aðir. Laust eftir klukkan fímm um morguninn stöðvaði lögreglubíll för mannanna í Ártúnsbrekku þar sem þeir voru á óskoðuðum bíl sem virt- ist í slæmu ástandi, að sögn lög- reglu, auk þess sem ökulag bílsins virtfet skrykkjött. Þegar lögreglumaður var að ræða við ökumanninn rak hann bílinn í bakkgír og bakkaði á talsverðri ferð á lögreglubílinn og ók siðan á brott. Lögreglumaðurinn varð þá fyrir bíln- um, kastaðist yfir vélarhlíf hans og í götuna. Bílnum var veitt eftirför sem lauk við Glæsibæ í Álfheimum. Þar ætluðu tveir lögreglumenn að handtaka öku- manninn, en að sögn lögreglunnar barðist hann á móti og eggjaði far- þega sína að hjálpa sér að komast undan. Farþegarnir hafi þá ráðist að lögreglumönnunum með hnefa- höggum og hafí lögreglan þurft að beita táragasi til að yfirbuga þá. Mennirnir, sem allir voru áberandi ölvaðir, að sögn, voru síðan allir handjárnaðir og færðir á lögreglu- stöð og í fangaklefa. í bílnum fund- ust tvær áfengisflöskur. Þá yar bíll- inn óskoðaður og í lélegu ásigkomu- lagi, að sögn lögreglu sem tók núm- eraplötur af bílnum. Mennimir voru yfírheyrðir hjá lögreglunni í gær vegna gruns um ölvunarakstur, árás á opinbera starfsmenn og hindrun við starf þeirra. Lögreglumaðurinn sem ekið var á tognaði á hné og hlaut skrámur. Skatan vel sterk í ár SKATAN er almennt vel sterk í ár, að sögn Jóns Ægis Péturssonar í Fiskbúðinni Hafrúnu í Skipholti. Alltaf selst mikið af skötu fyrir Þorláksmessu og var mikið að gera í fiskbúðum í gær. Reyndar höfðu margir skötu um helgina, „til þess að geta loftað út fyrir jólin“, segir Ægir sem er til hægri á myndinni og bregður á leik með Garðari Einarssyni og ónefndri skötu. UPPSTILLINGARNEFND Samtaka um kvennalista í Reykjavík kom sam- an í gær til að endurtelja atkvæði í forvali um skipan efstu sæta á fram- boðslistanum í Reykjavík. Að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur, sem sæti á í nefndinni, var engin sérstök ástæða fyrir því að atkvæðin voru talin á ný önnur en að nefndin hafí viljað að enginn vafí léki á niðurstöðunni, en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á félagsfundi í janúar. Niðurstaða forvalsins er ekki bind- andi þar sem ekki reyndist næg þátt- taka en miðað var við að 60% kvenna- listakvenna greiddu atkvæði um röð- un þeirra 16 kvenna sem gáfu kost á sér á listann. „Við þurfum að huga betur að þessu, væntanlega að tala við kon- umar og skipa öllum á lista og síðan GERT er ráð fyrir að eitt neyðar- símanúmer fyrir allt landið verði tekið í notkun fyrir lok næsta árs. Dómsmálaráðherra kynnti frum- varp þessa efnis í ríkisstjórn í gær og verður það nú sent þingflokkun- um, en gert er ráð fyrir að fmm- varpið verði að lögum fyrir þinglok í vor. Kostnaður samfara einu neyð- arsímanúmeri er áætlaður um 50 milljónir króna á ári. Frumvarpið er lagt fram í fram- haldi af áliti nefndar sem dóms- málaráðherra skipaði og skilaði áliti í vor. Nefndin lagði til að komið yrði á samræmdu neyðarsímanúm- eri, 112, fyrir landið allt, til að taka allan sólarhringinn við beiðnum um neyðaraðstoð lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutningamanna, lækna og björgunarsveita í stað þeirra um 150 símanúmera sem nú þarf að hringja í um landið allt eftir slíkri þjónustu. í skýrslu nefndarinnar er gert ráð fyrir einni vaktstöð á höf- uðborgarsvæðinu með sólarhrings- vöktun fyrir landið allt en að eftir því sem aðstæður og fiárhagur leyfi verði byggðar upp vaktstöðvar í einstökum landshlutum. verður haldinn fundur snemma í jan- úar þar sem listinn verður kynntur,“ segir Guðrún. Þrýst á Kristínu Halldórsdóttur Samskonar staða er uppi á Reykjanesi en þar urðu niðurstöður skoðanakönnunar sem efnt var til ekki bindandi vegna ónógrar þátt- töku og er uppstillingarnefnd enn að störfum við að fara yfir röðunina á listann. Að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, sem sæti á í nefndinni, voru skráðar Kvennalistákonur beðn- ar um að senda inn tilnefningar og var svo efnt til forvals um röðun þeirrá kvenna sem gáfu kost á sér í tíu efstu sætin. Þótt niðurstöður forvalsins lægju fyrir voru þær ekki kynntar á félagsfundi sem haldinn Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að annað hvort myndu stjórn- völd koma upp nauðsynlegum bún- aði vegna þessarar miðstöðvar og sjá um rekstur hennar eða samið yrði við aðila sem kæmu nálægt björgunar- og slysavarnarmálum eða hugsanlega einkaaðila á þessu sviði sem ynnu að öryggismálum. Hefði viljað sameina krafta „Ég hefði viljað sameina krafta allra þessara aðila í einni miðstöð utan um þetta verkefni. Það verður kannað til þrautar hvort slík sam- staða getur tekist en ella verður ríkið að axla þá ábyrgð að gera þetta,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að áætlað væri að árlegur kostnaður vegna miðstöðv- arinnar yrði um 50 milljónir króna. Á móti myndu sveitarfélög spara mikla fjármuni við þessa breytingu, auk þess sem þjónustan yrði betri. Þá væri hugsanlegt að kostnaður- inn yrði eitthvað minni ef víðtækt samstarf tækist um svona miðstöð. var fyrir tæpum tveimur vikum, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, og voru nokkrar Kvennalistakonur ekki sáttar við þetta. Hafa þær að undan- förnu safnað undirskriftum með áskorun á Kristínu Halldórsdóttur fyrrv. þingkonu, að gefa kost á sér í efsta sæti framboðslistans, en hún hafði áður hafnað því. Anna sagði að beðið yrði eftir því hvort Kristín breytti afstöðu sinni áður en gengið yrði endanlega frá þessum málum og kvaðst hún ekki gera ráð fyrir að framboðslisti lægi fyrir fyrr en í janúar. Kristín sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær hafa tekið þá ákvörð- un í haust að gefa ekki kost á sér og hún hefði ekki breytt um afstöðu. Hún sagðist skoða málin í rólegheit- um ef hún fengi áskoranir í hendur. Vetrarsólstöður í nótt VETRARSÓLSTÖÐUR er það kallað þegar sólargangur er stystur. Sólin verður lægst á lofti næstu nótt, klukkan nákvæm- lega 2,23. Sólaris á morgun verð- ur klukkan 11,22 og sólarlag klukkan 15,31. Upp úr þessu fer daginn að lenngja og aðfangar- dagur yerður einni mínútu lengri en morgundagurinn. Hæst verð- ur sólin á lofti- 21. júní og er það nefnt sumarsólstöður. í Islensk- um þjóðháttum Jónasar Jónas- sonar frá Hrafnagili segir að það sé gömul trú að veðurfar, það sem eftir lifir vetrar, ráðist af tíðarfari fýrstu þijá dagana fyrir og eftir vetrarsólstöður. Niðurstöður í forvali Kvenna- listans kynntar í janúar Uppnám á þingfundi við upphaf umræðu um fjáraukalög ríkisstjórnarinnar Þingmenn mótmæltu áliti fjárlaganefndar TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokks mótmæltu atriðum í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við upp- haf umræðu um frumvarp til ijáraukalaga á Alþingi í gær. Eftir talsverðar deilur í þingsalnum var umræðu um málið frestað þar til samkomulag tókst í stjórnar- flokkunum um að breyta nefndar- álitinu. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til, fyrir 3. umræðu um fjáraukalög, að Byggðastofnun fái 20 milljóna króna framlag til að ráðstafa í styrki og lán til eigenda smábáta. í nefnd- arálitinu segir síðan að Byggða- stofnun sé ætlað að gera fjárlaga- nefnd sérstaklega grein fyrir ráð- stöfun þessara fjármuna. Þessu mótmælti Matthías Bjarna- son formaður sjávarútvegsnefndar og stjórnarformaður Byggðastofn- unar. „Af hveiju tekur fjárlaga- nefndin þá ekki ákvörðun um að ráðstafa þessu fjármagni? Ég vil ekki taka neitt slíkt yfir á hendur Byggðastofnunar að hafa íjárlaga- nefnd yfirboðara þeirrar fjárúthlut- unar. Stofnunin heyrir undir forsæt- isráðuneytið og hefur þingkjörna stjórn. Er fjárlaganefnd þá orðin yfir þessu öllu, bæði því sem Al- þingi kýs og forsætisráðuneytinu?" sagði Matthías. Markleysa Fjárlaganefnd lagði einnig til 40 milljóna framlag samkvæmt jarð- ræktarlögum, vegna haughúsa og vatnsveitna sem byggð voru á árun- um 1992 og 1993. Fram kemur í nefndarálitinu að þetta sé gert í samráði við ijármálaráðherra og landbúnaðarráðherra, en þessir aðil- ar taki skýrt fram að ekki verði um frekari ljárveitingar að ræða til framkvæmda samkvæmt jarðrækt- arlögum. Þessu mótmælti Egill Jónsson formaður landbúnaðar- nefndar og sagði yfirlýsinguna markleysu. Fram kom að nefndarálit meiri- hluta fjárlaganefndar hafði ekki yerið kynnt í þingflokki Sjálfstæðis- flokks, eða fyrir minnihluta nefndarinnar, áður en því var dreift á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar kröfðust fundarhlés og Matthías tók undir það og sagði siðlaust að halda umræðunni áfram án þess að ræða málið í þingflokkum stjórnarliðsins. Eftir þingflokksfundi í stjómar- flokkunum var málið tekið af dag- skrá þingfundar í bili. Samkomulag náðist svo um að breyta nefndar- áliti fjárlaganefndar þannig að setn- ingin um Byggðastofnun yrði tekin út en setningin um jarðræktarfram- lögin stóð áfram, enda var þar um sérstakt samkomulag stjórnarflokk- anna að ræða. Sturla Böðvarsson varaformaður íjárlaganefndar sagði að nefndin hefði talið eðlilegt að fjárlaganefnd ’gæti séð með hvaða hætti Byggða- stofnun úthlutaði ijármunum til smábátaeigenda þannig að hægt væri að taka tillit til þess ef frekari aðgerðir kæmu til vegna vanda þessarar stéttar. Sturla sagði að í heimildargreinum fjárlaga, þar sem veittar væru heimildir til viðkvæmra aðgerða, væri yfirleitt áskilið, að haft væri samráð við fjárlaganefnd. „En þetta var okkur ekki fast í hendi,“ sagði Sturla. Deilur stjórnarflokka Áætlanir um þingstörf hafa farið veruiega úr skorðum síðustu daga. Fyrir helgina var stefnt að þing- frestun í dag, en nú er talið mjög vafasamt að takist að ljúka þing- störfum fyrir jól og því verði að halda þingfundi milli jóla og nýárs. ítrekað hefur komið fram, og m.a. verið staðfest úr ræðustól af Ijármálaráðherra, að tafirnar stafa ekki af því að stjórnarandstaðan þvælist fyrir málum, heldur hefur gengið hægt hjá stjórnarflokkunum að afgreiða ýmis mál tengd fjárlög- unum. Frumvörp um ráðstafanir i ríkisfjármálum og breytingar á skattalögum komu seint fram og hafa annir í efnahags- og viðskipta- nefnd verið miklar síðustu daga vegna þess. Þingfundir hafa því verið stuttir til að gefa nefndinni tíma til að starfa. Stjórnarandstæðingar hafa gagn- rýnt vinnubrögð stjórnarmeirihlut- ans harðlega. Olafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalags sagði að þingmenn stjórnarandstöð- unnar hefðu undanfarið orðið að sitja aðgerðarlausir á meðan þing- menn stjórnarflokkanna deildu sín á milli í þingnefndum. „Ég hef nóg annað við tímann að gera en að sitja og bíða eftir því að stjórnarflokkarn- ir leysi ágreiningsmál sin,“ sagði Ólafur á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.