Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírlýsing ríkisstjórnar iéttvœg og þunn í robinu. ASÍ: Útreikningar SUS á skattabreytingum 1974-1994 Tekjuháir greiða mun hærri skatta HJÓN með tvö börn og 4,8 millj. kr. í árslaun greiða tæplega 700 þúsund kr. meira í skatt í dag en árið 1974 skv. útreikningum Sam- bands ungra sjálfstæðismanna,’ sem birtir eru í nýjasta fréttablaði SUS. Í blaðinu eru birtir ýmsir út- reikningar á áhrifum skattabreyt- inga undanfarin 20 ár á ráðstöfun- artekjur fjölskyldna og er því hald- ið fram að breytingarnar hafi stór- bætt ráðstöfunartekjur þeirra sem lægst hafa launin og þyngstu framfærsluna. „Ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með meðaltekjur og þar yfir hafa hins vegar verið skertar og eykst skerðingin samfara hækkun launa. Barnmargar og tekjulágar fjölskyldur hafa hagnast á skatt- kerfisbreytingunum en þeir tekju- háu og þá sérstaklega tekjuháir einstaklingar greiða nú hærri skatta en áður,“ segir í blaðinu. Samkvæmt dæmum sem sett eru upp í blaðinu hefðu hjón með fjögur börn á framfæri sínu og með 1.440 þús. kr. árstekur árið 1974 haft til ráðstöfunar 1.598 þús. kr. eftir að tekið hefði verið tillit til áhrifa skattkerfisins á því ári. Árið 1994 hefðu hjón með sömu tekjur haft mun meira til ráðstöfunar eða rúmlega 2 millj. kr. vegna áhrifa skattkerfisins, s.s. hærri endurgreiðslna í formi vaxtabóta og. barnabóta. Hjón með tvö böm og 4,8 millj. árstekjur árið 1974 höfðu hins vegar til ráðstöfunar 4,1 millj. eft- ir að tekið hefur verið tillit til áhrifa skattkerfisins þá en nú tuttugu árum síðar hafa skattkerfisbreyt- ingar haft það í för með sér fyrir þessa fjölskyldu að hún hefur 672 þúsund kr. minna til ráðstöfunar eftir skatta eða rúmlega 3,4 millj. kr. skv. útreikningum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Með brugg í bílunum LÖGREGLAN fann tvívegis landa, þegar bifreiðar voru stöðvaðar um helgina. í öðru tilvikinu komst upp að bruggverksmiðja var starfrækt í húsi á Kjalarnesi. Aðfaranótt sunnudags stöðvuðu lögreglumenn tvo unga menn í akstri. í Ijós komu átta landabrúsar í þeirra fórum. Þeir voru handteknir og í framhaldi af því var framkvæmd húsleit á tilteknum stað í borginni. Þar fannst talsvert af soðnum landa, á þriðja tug lítra. Mennimir viður- kenndu að hafa verið að reyna að selja vökvann. Gripinn í þriðja sinn Aðfaranótt mánudags stöðvuðu lögreglumenn bifreið í akstri á Höfðabakka við Vesturlandsveg. Er að var gætt kom í ijós að talsvert af landa var í bifreiðinni. Ökumaður- inn ásamt þremur farþegum voru vistaðir í fangageymslunum og hald var lagt á landann í bifreíðinni. Undir morgun fóru lögreglumenn í hús á Kjalamesi og gerðu upptæk áhöld og efni til brugggerðar. Á staðnum fundust um 500 lítrar af gambra. Einn mannanna fjögurra var að koma við sögu lögreglunnar í þriðja sinn vegna bruggmála. Skrásetning V-lslendinga fyrirhuguð Yiljum auðvelda þátttöku í ís- lensku þjóðfélagi TIL stendur að skrá- setja Vestur-íslend- inga, þ.e. fóik af íslensku bergi brotið, bú- sett í Bandaríkjunum og Kanada. Hugmynd þessi heljur verið rædd meðal ræðismanna Islands í Vesturheimi og innan ís- lendingafélaga þar. Einar Benediktsson, sendiherra í Washington, hefur fylgst með þróun málsins frá því hann tók við sendiherra- embættinu í september á síðasta ári. - Hvernig er þetta til komið? „Upphaf þessa máls eins og ég þekki það er að skömmu eftir að ég kom til starfa í^Washington var fundur Íslensk-ameríska verslunarráðsins, ræðis- manna íslands í Bandaríkjunum og Kanada og ýmissa íslenskra frammámanna, m.a. utanríkisráð- herra og viðskiptaráðherra. Ýmsir Úr hópi þeirra Vestur-íslendinga sem þarna voru höfðu áhuga á að hafin yrði einhvers konar skráning þein-a. Þeir bentu á að Vestur-Islendingar eru mjög utan- garðs á Islandi, m.a. vegna þess kerfis sem við höfum hér með kennitölur. M.a. var nefnt að þetta fólk getur ekki stofnað banka- reikning á íslandi, ekki haft greiðslukort eða síma og ekki átt íbúð nema með mikilli fyrirhöfn. Þó er margt af því jafnvel fætt pg uppalið á Islandi. Ræðismaður íslands í Kentucky, Jón Sigurður Guðmundsson, lýsti sérstökum áhuga á að stofnað yrði til auka- þjóðskrár og að afbrigði af kenni- tölu yrði til. Þá yrði þessu fólki gert auðveldara að dvelja á ís- landi og rækja tengsl við það. Þarna var þessi umræða kveikt og hún hefur síðan haldið áfram. Utanríkisráðherra hefur nýlega skipað nefnd til samskipta við Yestur-íslendinga sem Vésteinn Ólason, prófessor við Háskóla ís- lands, veitir forstöðu. Á fjárlögum, sem verið er að afgreiða nú, er nokkur upphæð ætluð til verkefna nefndarinnar. Eflaust verður eitt af aðalmálum nefndarinnar að samræma aðgerðir sem geta leitt til betri samskipta við Vestur- Islendinga, þar á meðal að afla vitneskju um áætlaðan fjölda Vestur-íslendinga, búsetu þessa fólks og tengsl við ísland." - Hefur verið ákveðið hvernig skráningin verður framkvæmd? „Það er mikill áhugi á þessu máli innan íslendingafélaganna. í tengslum við hátíðahöld í Wash- ington í haust í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins var haldinn fundur með ræðismönnum og for- mönnum íslendingafélaga. Forseti íslands og utanríkisráðherra voru á þeim fundi og var þetta mál til mikillar umræðu. Þar ------------- voru m.a. ræddar þær miklu breytingar sem hefðu orðið á undan- fömum árum á því hversu greiðan aðgang........... útlendingar hefðu að þjóðfélagi okkar, fyrst með Norðurlanda- samstarfi. Með því hafa íbúar annarra Norðurlanda mjög víðtæk réttindi hér eins og við Islendingar höfum á hinum Norðurlöndunum. Svipað hefur gerst með EES- samningnum. Á þessum fundi var varpað fram þeirri spurningu hvort einhver slík réttindi gætu orðið til fyrir þann hóp fólks sem við köllum Vestur-íslendinga. Ég benti á að áður en við gætum tek- Einar Benediktsson ►Einar Benediktsson fæddist 30. apríl 1931 í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í hagfræði, MA- prófi í alþjóðafræði og stundaði framhaldsnám í hagfræði við London School of Economics og Háskólann í Torino á Italíu. Ein- ar var fulltrúi hjá Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu 1956-60 og var deildarstjóri í ráðuneyt- um þar til hann varð sendiherra í Genf 1970. Hann var sendi- herra í París 1986-82, í London 1982-86, í Brussel 1986-91, í Ósló 1991-93 og í Washington frá 1993. Einar er kvæntur Elsu Pétursdóttur og eru börn þeirra og fjölskyldulið búsett hér, í Frakklandi og Noregi. ið afstöðu til þess hvert enda- markmið eða niðurstaða þessa máls verður þá þurfum við að gera könnun á því hver þessi hóp- ur eiginlega er og ákveða síðan í samráði við þetta fólk hvert fram- haldið verður. Á þessum fundi kom einnig fram að ef samstarf Islendingafé- laganna á austurströnd Bandaríkj- anna tækist þá gætum við til að byrja með notið aðstoðar hjónanna Atla Steinarssonar og Önnu Bjarnason í Flórída. Þau myndu sjá um skráningu. Þess fólks sem er utan félaga væri hugsanlega hægt að ná til í sjálfboðaliðavinnu íslendingafélaganna, sem eru tæplega 20 talsins." - Hvetjir komast í skrána? „Ég held að flestir séu á þeirri skoðun þegar rætt er um það hversu mikið íslenskt blóð þurfi að renna í æðum Vestur-íslend- ings til að hann teljist slíkur þá sé það mál hvers og eins hvort hann vilji telja sig til þess hóps.“ - Eiga íslendingar á íslandi einhverra hagsmuna að gæta í þessu máli? „Við þekkjum reglur ýmissa Evrópulanda um það að ef banda- rískur þegn á afa eða ömmu af viðkomandi þjóðerni hefur hann rétt til vegábréfs þess lands. Þó ekki sé verið 1 að ræða um eitthvað slíkt gætum við auðveldað fólki aðganginn að landinu, að því að dvelja hér og að þátttöku í ís- lensku þjóðfélagi. Við erum að sækjast eftir þátttöku útlendinga í íslensku atvinnustarfi, lítum eftir fjárfestum og það eru margir Vestur-íslendingar sem hafa vissulega mikinn áhuga á því að leggja eitthvað til þessa lands sem öllum er ástfólgið og kært. Þetta yrði leið til þess,“ sagði Einar að lokum. Hugmyndir um afbrigði af kennitölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.