Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Könnun Hagvangs fyrir Skógrækt ríkisins 57% heimila með lifandi jólatré FÓLK að velja sér jólatré. Morgunblaðið/Sverrir HAGVANGUR hefur gert könnun meðal Islendinga fyrir Skógrækt ríkisins á því hvern- ig jólatré fólk hefur á heimil- um sínum á jólunum. Sambæri- leg könnun var gerð árið 1979 og hefur könnunin nú leitt í ljós að fleiri hafa lifandi jólatré nú en þá. Tekið var slembiúrtak 1.000 íslendinga um allt land á aldrinum 18-67 áraúrþjóð- skrá. Könnunin var fram- kvæmd símleiðis dagana 28. nóvember til 6. desember sl. Nettósvarhlutfall var 75,9%. Sú könnun sem er til saman- burðar frá 1989 var byggð á samskonar 1.000 manna slemb- iúrtaki og einnig gerð símleið- is. Nettósvarhlutfall þá var 79%. 57,1% með lifandi jólatré Spurt var: „Hvort eruð þið yfirleitt með gervijólatré eða "VERULEG aukning hefur orðið á reykingum meðal nemenda í eldri bekkjum grunnskóla og nema í framhaldsskólum síðastliðin ár. Halldóra Bjarnadóttir formaður tóbaksvamarnefndar segir að á hveiju ári séu börn á aldrinum 11 tjl 16 ára frædd um skaðsemi reykinga á vegum Krabbameinsfé- laganna. Spurningin sé hversu mikill áróður sé þess utan í skólun- um og á heimilunum gegn reyk- ingum. „Það þarf stöðugan áróður lifandi jólatré á ykkar heimili á jólunum?" Niðurstöður urðu þessar: 1989 sögðust 53,2% vera með lifandi jólatré en 57,1% nú. 41,4% sögðust 1989 vera með gervijólatré en 34,5% nú. 3,2% svöruðu „veit ekki“ árið 1989 en 6% nú og 2,2% sögðust 1989 ekki vera með neitt jólatré en 2,4% nú. Fleiri með lifandi jólatré á höfuðborgarsvæðinu Ef einungis eru teknir þeir sem eru með annaðhvort lif- andi jólatré eða gervijólatré fæst eftirfarandi niðurstaða: 1989 sögðust 56,2% vera með lifandi jólatré en 62,3% nú. 43,8% sögðust 1989 vera með gervijólatré en 37,7% nú. Könnunin sýnir marktæka aukningu á lifandi jólatrjám og fækkun gervijólatrjáa á heimilum landsmanna á jólun- um milli áranna 1989 og 1994. og sameiginlegt átak heimila og skóla,“ sagði hún. Á fundi __ formanna Krabba- meinsfélags íslands var samþykkt ályktun þar sem lýst er áhyggjum vegna aukinna reykinga meðal nemenda í eldri bekkjum grunn- skóla. Mikilvægt væri að bregðast við þessari öfugþróun með sam- Munur er á milli höfuð- borgarsvæðisins og lands- byggðarinnar ef miðað er við könnunina nú. Þannig fæst, ef einungis eru teknir þeir sem annaðhvort eru með lifandi stilltu átaki unga fólksins sjálfs, foreldra, skóla og æskuiýðssam- taka í samvinnu við Krabbameins-- félagið og heilbrigðisyfiivöld. Var skorað á heilbrigðisráðherra að leggja þegar fram nýtt tóbak- svarnarfrumvarp til afgreiðslu á Alþingi í vetur. Foreldrar eru fyrirmyndin Halldóra Bjarnadóttir sagði að könnun sem gerð var í vor sýndi að meiri líkur væru á að börn byijuðu að reykja ef foreldramir reyktu. „Foreldrar eru ákveðin fyrirmynd og ég hef orðið vör við að þeir foreldrar sem reykja veigra sér við að ræða um skaðsemi reyk- inga við börnin sín,“ sagði hún. „Þetta er ekki rétt því þessir for- eldrar eru ekki síður til þess falln- ir að vara við reykingum og vara þau við að lenda í þessari fíkn. Þá er það mjög mikilvægt að for- eldrar fylgist vel með börnunum þegar þau eru að fíkta og reyna að ná til þeirra áður en þau verða fíklar.“ Benti hún sérstaklega á nauð- syn þess að foreldrar væru vak- andi gagnvart munn- og neftóbaki en þessar tegundir innihalda mun meira af nikótíni en sígarettur. Komið hafi í ljós að neysla þurrtób- aks hafi aukist verulega á und- anförnum árum og um leið hafa reykingar drengja aukist verulega umfram stúlkna. Taldi Halldóra að drengir ánetjuðust frekar þurr- tóbaki fyrstu tvö til þijú árin en síðan tæki sígarettan við. „Þetta er mín skoðun og hef ég horft á þetta vaxa eins og faraldur,“ sagði hún. „Árið 1987 voru flutt inn 45 kíló af þessu fínkornaða neftóbaki en það sem af er þessu ári hafa verið flutt inn 1.460 kíló.“ jólatré eða gervijólatré: 71,1% (29,9% gervi) heimila á höfuð- borgarsvæðinu eru með lifandi jólatré en 51,2% (48,8% gervi) heimila á landsbyggðinni og er það marktækur munur. Kaffihúsin eru reykhús Halldóra sagði að mikill áhugi væri fyrir að fá inn í lög um tób- aksvarnir að bannað verði að selja 17 ára unglingum og yngri tóbak. Þannig mætti ná til allra grunn- skólabama. Víða erlendis næði bannið allt til 21 árs aldurs. „Ég vil reyna að ná grunnskólanum reykfríum,“ sagði hún. „Það eru miklar reykingar í framhaldsskól- um núna. Þetta er tískubylgja sem gengur yfir. Þau sitja á kaffihús- um, hlusta á þunglyndisleg ljóð og reykja. Þetta var svona í París áður en ekki lengur en þessi kaffi- hús okkar mætti í raun kalla reyk- hús.“ Benti Halldóra á að unglingarn- ir væru í raun að skrifa upp á 100 þús. króna víxil á ári en það er útlagður kostnaður við að reykja einn pakka á dag. „Ef þau byija að reykja þá er ólíklegt að þau reyni að hætta fyrr en þau stofna sitt eigið heimili og þurfa að nota peningana í framfærslu,“ sagði hún. Halldóra sagði það sjálfsagt að foreldrar sem reyktu tækju til- lit til barnanna og létu vera -að reykja fyrir framan þau, við sjón- varpið, í bílnum eða við matborð- ið. Helst ættu þeir að takmarka reykingarnar við einn ákveðinn stað í húsinu eða reykja utandyra. Tóbaksverð hækki Sagði hún nauðsynlegt að hækka verð á tóbaki og hætta að reikna tóbaksverð inn í vísitöluna. Það hafi sýnt sig erlendis að við hver 10% sem tóbak hækkar minnki neysla í yngstu aldurshóp- unurii um 3%-4%. Árið 1986 reyktu 6 til 8% unglinga 12-16 ára en 1990 reyktu 2,1% á Norður- landi eystra og árið 1994 voru það 4,4%. Brenndist illa við bensín- sprengingn VINNUSLYS varð í vélsmiðju í Mosfellsbæ undir kvöld á mánudag. Maður brenndist í andliti og á útlimum þegar neisti hljóp í bensínsbrúsa úr rafsuðu sem hann var að vinna við. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landsspítala. Bensínbrúsinn sprakk og af varð snögglega mikill eldur sem læsti sig í föt mannsins. Maðurinn náði með hjálp vinnufélaga sinna að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítala og þaðan á gjörgæsludeild Land- spítala. Að sögn læknis þar er maðurinn talsvert brenndur í andliti og á útlimum. Hann er ekki í lífshættu og er líðan hans sögð eftir atvikum. Stal söfnun- arbaukum úr kirkju LÖGREGLUMENN stöðvuðu för ökumanns á sunnudag, þar sem þeir grunuðu hann um að aka undir áhrifum áfengis. í bifreið mannsins, sem hefur margsinnis komið við sögu lögreglu, fundust söfnunar- baukar frá kirkjulegri hjálpar- stofnun. Hann viðurkenndi að hafa stolið þeim úr kirkju einni í borginni. Baukum og pening- um var komið til skila. Hnuplað úr búðum Tilkynnt var um 13 hnupltil- vik úr verslunum um helgina. Verðmæti hlutanna, sem reynt var að hnupla, var allt frá nokkrum krónum upp í á þriðja þúsund króna. Í öllum tilvikum eru ritaðar lögregluskýrslur og nöfn einstaklinganna færð í kæruskrár lögreglu. Leita stol- ins bíls LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir hvítum Nissan Sunny fólksbíl, R-53687, sem stolið var í bænum aðfaranótt sl. laugardags. Bíllinn er auð- þekkjanlegur á dökkri fílmu sem límd er innan á afturrúðu hans. Fjöldi árekstra í jólaumferð TÓLF árekstrar urðu í Reykja- vík frá morgni til klukkan 19 í gærkvöldi. í tveimur tilvika hlutust af minniháttar meiðsli, að sögn lögreglu, en í öðrum tilvikum var um að ræða nokk- urt eignatjón. Eins og jafnan síðustu dag- ana fyrir jól var umferðin með þyngsta móti í borginni. Lögreglan sagði að óvenju- margir gangandi vegfarendur hefðu hringt til að kvarta und- an hálum gangstéttum. Ekki höfðu orðið alvarleg slys vegna þessa í gær, að sögn lögreglu, en allvíða var því talið ábóta- vant að verslunareigendur hefðu gert hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Áhyggjur vegna aukinna reykinga eldri nemenda í grunnskólum Hvatt til sameiginlegs átaks heimila og skóla Nær 1.500 kíló af fínkornóttu tóbaki hafa verið flutt inn á þessu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.