Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Málefni Framkvæmdasjóðs Akureyrar tekin til sérstakrar meðferðar Bæjarstjóri vill skoða sölu eigna af fullri alvöru JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri segir ekki lengur undan því vikist að skoða af fullri alvöru sölu á hluta af eignum Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar. í það verk yrði farið á næstu vikum ásamt könnun á mögulegum skuldbreytingum með lengingu lána í huga og lækkun vaxtakostn- aðar. í áætluðu fjármagnsyfirliti sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að fjármagna hann með lán- töku og eða sölu eigna. „Þannig hefur þessu verið stillt upp nokkur undanfarin ár en einungis iántöku- leiðin farin,“ sagði Jakob við síð- ari umræðu fjárhagsáætlunar bæj- arsjóðs í gærkvöld. „Málefni Framkvæmdasjóðs þarf að taka til sérstakrar meðferðar á næstu vikum.“ Amtsbókasafnið Ekkert gertí í tvö ár „ÉG ER alveg hættur að vonast eftir nokkru frá bæjaryfirvöldum í byggingarmálum," sagði Lárus Zhophaníasson, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, en í þriggja ára áætlun um rekstur, íjár- mál og framkvæmdir á vegum bæjarins er ekki veitt fé tiibygging- ar safnsins næstu tvö ár. Árið 1997 er áætlað að verja 20 milljónum króna til framkvæmda við Amts- bókasafnið. „Ég er sannfærður um að það verður ekkert byggt við safnið svo lengi sem ég á eftir að starfa við það,“ sagði Lárus. Hann sagði að árið 1987 á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar hefði bærinn gefið sjálfum sér viðbótar- byggingu við safnið í afmælisgjöf og að tíu ár yrðu því liðin frá því gjöfin var gefin þar til kannski eitt- hvað yrði gert í byggingarmálum og þegar væri búið að eyða yfir 30 milljónum króna í hönnun vegna viðbótarbyggingar við safnið sem væri afar brýn. Mikil þrengsli „Framkvæmdum hér hefur öll þessi ár verið stungið aftan við eitt- hvað annað,“ sagði Lárus og bætti við að þrengsli væru mikil á safninu og hefðu verið um alllangt skeið. Mikið af bókum hefur verið flutt í geymslu þar sem plássleysi er mik- ið. „Þessar byggingarframkvæmdir hafa alltaf legið í loftinu og þess vegna hefur ekkert verið gert, allt látið sitja á hakanum, viðhald og annað, svo það ríkir hér hið mesta ófremdarástand. Ég get í rauninni vel skilið afstöðu bæjaryfirvalda núna, það hafa ýmis áföll komið upp á og lítið til af peningum, en svona hefur þetta gengið undanfar-. in ár, öðrum verkefnum hefur ætíð verið potað fram fyrir okkur.“ í hálfa öld Lárus byijaði að læra bókband árið 1944 en á þeim tíma sagði hann að fyrst hafi borið á mikilli bókaútgáfu fyrir jólin, jólabókaflóð- inu svokallaða. „Það hefur verið afskaplega gaman að fylgjast með útgáfunni fyrir jólin,“ sagði bóka- vörðurinn. í máli Jakobs kom fram að ákvörðun hefði verið tekin um að stöðva skuldasöfnun bæjarsjóðs. Nettóskuldir sjóðsins hefðu aukist úr 521,4 milljónum í árslok árið 1990 í 845,5 milljónir eins og hún er áætluð við árslok 1994 eða um 324,1 milljón króna. Vaxtagreiðslur áætlaðar rúmar 100 milljónir kr. Vaxtagreiðslur bæjarsjóðs væru áætlaðar 47 milljónir króna á næsta ári; sem jafngilti kostnaði við rekstur 6 leikskóla bæjarins. Ef vaxtagreiðslum Framkvæmda- sjóðs upp á 56,4 milljónir yrði bætt við væri niðurstaðan sú að bærinn væri að greiða 102,4 millj- ónir króna í vexti á næsta ári, en það samsvaraði rekstrarkostnaði FYRSTU nemendurnir sem stundað hafa nám í Mennta- smiðju kvenna á Akureyri voru útskrifaðar fyrir helgi alls 20 konur á aldrinum 20 til 58 ára sem allar eiga það sameiginlegt að vera án launaðrar vinnu. „Þetta hefur verið eitt stórt æv- intýri,“ sagði Anna Jóna Geirs- dóttir, ein kvennanna. Skólinn starfaði í 16 vikur og var skipt niður í tvö átta vikna námskeið, alls 480 kennslustundir. Náms- efnið var fjölbreytt, m.a. ís- lenska, enska, hókhald, umhverf- isvernd, tjáning, sjálfstyrking, sálfræði, myndlist og tölvunotk- un en námið er þannig uppbyggt að 'A þess eru hagnýt fræði, 'A sjálfsstyrking og 'A listgreinar. Framlag Islands Menntasmiðjan er kostuð af tveimur ráðuneytum, félags- og menntamála auk Akureyrarbæj- ar og þá hefur hún notið velvilja fyrirtækja og stofnana í bænum, að sögn Pálínu Guðmundsdóttur verkefnisfreyju. Kostnaður við allra leikskóla bæjarins auk skóla- dagheimila. „Mér finnst ekki þurfa lengur vitnanna við, það er ekki bolmagn til aukinnar skulda- söfnunar hjá bæjarsjóði,“ sagði bæjarstjóri. Úrbætur í húsnæðismálum grunnskóla í forgang I ræðu bæjarstjóra á fundinum í gærkvöld kom fram að ijárveit- ingar til eignfærðrar Ijárfestingar væru rúmlega 80 milljónum króna minni á næsta ári en á þessu og þegar litið væri til ijáiveitinga kæmi í ljós að 66% upphæðarinnar sem til ráðstöfunar væri eða 126 milljónir væi-u bundnar í ákveðin verkefni, lögbundin mótframlög á móti ríki eða til að standa við gerða samninga. Til annarra verkefna þetta verkefni er um fjórar millj- ónir króna í ár. Menntamálaráðu- neytið valdi Menntasmiðjuna til að vera framlag íslands til sam- norræna verkefnisins Yoks Nær sem vinnur að því að finna nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu. „Við höfum ekki lagt faglegt mat á árangurinn en höfum fylgst með því að konurnar hafa vaxið, þær hafa bætt, við sig þekkingu og styrk,“ sagði Val- gerður Bjarnadóttir jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar- bæjar. Einhverjar af konunuxn sem stundað hafa nám við Menntasmiðjuna hafa fengið at- vinnu, nokkrar hyggja á frekara nám bæði í Verkmenntaskólan- um og Myndlistarskólanum og þá hafa nokkrar sótt um vinnu sem þær eiga möguleika á að fá. Fram hefur komið sú hugmynd að taka upp starfsþjálfun hjá Akureyrarbæ í framhaldi af námi í Menntasmiðjunni líkt og tíðkast hefur á Norðurlöndum, þannig að tekið verði upp eins konar starfsskiptifyrirkomulag. væru því einungis 65 milljónir króna. Af þeim 65 milljónum króna sem til ráðstöfunar eru í framkvæmdir hefur meirihluti bæjarstjórnar sett úrbætur í húsnæðismálum grunn- skóla sem forgangsverkefni. Á næstu þremur árum er gert, ráð fyrir að veija 40 milljónum í bygg- ingu áfanga við Giljaskóla og tekin er upp óskipt fjárveiting í áætlun um framkvæmdir næstu þriggja ára upp á 55 milljónir sem skóla- nefnd grunnskóla fer með sem veganesti frá bæjarráði að nýta eftir föngum til varanlegra úrbóta í húsnæðismálum grunnskólanna norðan Glerár. „Ljóst er að nýta hefði mátt mun hærri fjárhæðir til þarfra verkefna sem nú þurfa að bíða,“ sagði Jakob. Menntasmiðjukonur kæmu til starfa hjá bænum tímabundið í stað þeirra starfsmanna sem færu t.d. í nám. Oruggari og sterkari „Mér finnst við hafa losnað við þá félagslegu einangrun sem fylgdi atvinnuleysinu og húsmóð- urhlutverki til margra ára. Mér fannst ég markmiðslaus áður en ég uppgötvaði hér að ég átti mér draum sem ég var búin að gleyma. Við erum öruggari og sterkari eftir veruna hér til að takast á við atvinnuleysið," sagði Konný Hákonardóttir ein þeirra sem stundað hafa nám í Mennta- smiðjunni. Áætlað er að kostnaður við starfsemi Menntasmiðjunnar verði um níu milljónir króna á næsta ári en fjárveiting hefur enn ekki verið ti-yggð. Valgerður sagði þó teikn á Iofti um að úr rættist og vænti þess að styrkur fengist til áframhaldandi starf- semi. Utsvars- álagning fullnýtt á Dalvík BÆJARSTJÓRN Dalvíkur hef- ur samþykkt að hækka útsvars- álagningu úr 9% í 9,2% og þá hefur hún einnig ákveðið að taka upp holræsagjald. Aðrir tekjustofnar verða óbreyttir. Gert er ráð fyrir samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun að tekjur bæjarins verði um 160 milljónir króna og kostnaður um 130 milljónir króna. Tekjur hefðu orðið um 10 milljónum kr. lægri að óbreyttu. Svanfríður Jónasdóttir sagði á fundi bæjarstjórnar, að því er fram kemur í Éyfirska frétta- blaðinu, að bæjarsjóður Dalvík- ur ætti ekki við útgjaldavanda að stríða en hins vegar hefðu tekjur bæjarins dregist saman um 20 milljónir króna frá árinu 1992 vegna þess að bæjarstjórn hefði ekki nýtt tekjustofna sína til fulls. Tekjutap sem afnám aðstöðugjaldsins olli hefði ekki verið bætt nema að hluta og bæjarsjóður hefði ekki efni á því eins og staðan væri nú. Húsnæðis- nefnd af- henti 20 íbúðir HÚSNÆÐISNEFND Akur- eyrar afhenti fyrir helgi fjórtán íbúðir til kaupenda, átta í Skútagili og sex íbúðir í Vest- ursíðu 20. Þá afhenti nefndin nýlega sex íbúðir í Snægili. í Skútagili eru tvær tveggja herbegja íbúðir, Ijórar þriggja herbergja og tvær fjögurra her- bergja. Húsið er fjölbýlishús á tveimur hæðum. Fjölnir hf. var aðalverktaki. í Vestursíðu 20 voru þrjár af íbúðunum tveggja herbergja, ein þriggja herbergja og tvær fjögurra herbergja. Húsið er á þremur hæðum og var SJS aðal- verktaki að byggingunni. íbúðir í Snægili voru tveggja og fimm herbergja og var Pan hf. aðalverktaki að húsinu. 5 mánuði í byggingu Húsin hafa verið í byggingu í fimmtán mánuði. Verð á tveggja herbergja íbúðum í fjöl- býlishúsum er 5,3 milljónir og eru þær 70 fermetrar að stærð. Verð á þriggja herbergja íbúð er 6,9 milljónir og eru þær um 90 fermetrar að flatarmáli en fjögurra herbergja íbúðimar eru um 105 fermetrar og kosta um 8 milljónir. Jólastund hjá at- vinnu- lausum MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag frá kl. 15 til 18. Gestur á sam- verustundinni verður Miijam Óskarsdóttir, foringi í Hjálp- ræðishernum á Akureyri, en hún mun segja frá starfi Hers- ins. Að öðru leyti verður sam- verustundin helguð nálægð jól- anna. Miijam mun syngja nokk- ur lög og flytja jólahugvekju. Morgunblaðið/Rúnar Þór FYRSTU nemarnir í Menntasmiðju kvenna á Akureyri hafa verið útskrifaðir, 20 konur sem stundað hafa fjöibreytt nám siðustu 16 vikur. Fyrstu nemarnir útskrifaðir í Menntasmiðju kvenna Losnum við félagslega einangrun atvinnuleysis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.