Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 17

Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR21. DESEMBER 1994 17 Morgunblaðið/Ámi Helgason FRÁ vígslu kapellu við Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Ný kapella vígð Stykkishólmi - KAPELLA í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hefur verið vígð. Vígsluna annaðist herra Ólafur Skúlason, biskup, sem flutti bæn, blessun og ræðu við þetta tæki- færi. Hann minntist starfs og at- orku systranna þar frá upphafi en árið 1938 komu hingað st. Fransiskus-systur sem hófu hér rekstur sjúkrahússins og var það stór og veglegur kapituli í sögu Stykkishólms. Þá aðstoðuðu við vígsluna prófasturinn, sr. Ingi- berg Hannesson, og prestarnir, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson og sr. Ólafur Jens Sigurðsson, og systurnar á sjúkrahúsinu. Kirkju- kór Stykkishólmskirkju söng og David Enns lék undir. Að athöfn lokinni var viðstöddum boðið í kaffi og kökur. Athöfnin var mjög virðuleg og er nýja kapellan mjög hlýleg og hefur verið vandað mjög til verks- ins. Það var Trésmiðjan Nes. hf. í Stykkishólmi sem annaðist vinnu og frágang. RONNING i:Kl K-EUSKAi’AR SJONVÖRI Vandadar uppþvottavélar Fagor uppþvottavélarnar hafa hlotiö lof fyrir aS vera afar hljóSlátar og skila leirtauinu tandurhreinu. Frábært jólatilboð LVE-95E kr.47.900,- stgr. Munalón, Visn og Euro-raðgrsioslur BORGARTUNI 24 S(MI 568 5868 Þú getur treyst Fagor Hálka og svipti- vindar í Fagradal 3 rútur og flutninga- bíll útaf ÖKUMENN áttu í miklum erfið- leikum í Fagradal á mánudag vegna mikillar hálku á veginum og sviptivinda. Lentu þijár rútur og einn flutningabíll út af veginum með skömmu millibili en enginn slys hlutust þó af og tókst í öllum tilvikum greiðlega að ná bílunum aftur upp á veginn. Hlífar Þorsteinsson, ökumaður rútu frá Austfjarðaleið, sem lenti útaf í vindhviðu. Nokkrir farþegar voru í rútunni og varð þeim ekki meint af. Hlífar segir að glæra- svell hafi verið á öllum vegum og mjög hvasst, svo ökumenn þurftu að dóla á 20-30 km. hraða. „Það kom snörp vindhviða sem feykti bílnum til og þá tekur maður enga sénsa á að eitthvað meira verði úr því og setur framendann fram af þegar aðstæðumar eru þann- ig,“ sagði hann. Plógur frá Vega- gerðinni aðstoðaði Hlífar við að ná rútunni aftur upp á veginn. Landbúnaður skapar verðmæti fyrir tæpa 20 milljarða króna áári. ora ... að sjálfsögðu! UÞ011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.