Morgunblaðið - 21.12.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 21.12.1994, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ n Full búð af gjafavörum fyrir dömur og herra i Jólobónus dreginn út eftir jólin \ w&s 5% staðgreidsluafsláttur jbr'ÍT;. Snyfttistoian Crœnatúni 7, Kópavogi, ÆOlUMQ sími 44025. r•VerslunmLjós ÓTVÍRÆÐIR YFIRBURÐIR í TÆKNI ÞlNN TIMI MUN KOMA Góðir fyrir fyrstu sporin Mjög vandaðir franskir barnaskór í st. 18-24. Ath. að verslunin Smáskór er flutt inn við Fákafen í eitt af bláu húsunum. smáskór ^Suðurlandsbraul 52, sími 683919.^ Notum íslenskar vörur, veitum íslenskri vinnu brautargengi h: °Í0» Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVlK HÖRKU SKlÐUBÚnUÐUR ...renndu við! r=ISCMEFt A SVIGSKÍÐI GÖNGUSKÍÐI TÖSKUR HÚFUR - HANSKAR MTYROUA SKÍÐA BINDINGA R Á SVIG OG GÖNGUSKÍÐI DACHSTEIN SKÍÐASKÓR SÍIuTH SKÍÐAGLERAUGU ______FRÉTTIR:EVRÓPA_______ Talsmaður írskra útgerðarmanna | Sníða þarf Spáni þröngan stakk „HELST viljum við að Spánveijar fái ekki að koma inn fyrir 50 mílurn- ar umhverfis írland, en það er óraunhæf krafa. Þess vegna beijast írsk stjórnvöld fyrir því að veiðar þeirra hér við land verði takmarkað- ar sem mest,“ sagði Joe Maddock, formaður samtaka írskra útgerðar- manna í samtali við Morgunblaðið. Kröfur Spánveija um aðgang að öllum veiðisvæðum Evrópusam- bandsríkjanna (ESB) hafa vakið ugg meðal írskra og breskra sjó- manna sem eiga allt sitt undh- því að geta stundað veiðar í Irska hólfinu. Svo nefnist svæði sem nær yfir hafið milli írlands og Eng- lands (írlandshaf) svo og svæði sem nær 50-60 sjómílur frá suð- ur-, vestur- og norðurströndum írlands. Reglur um hólfið falla úr gildi í lok næsta árs, 1995. Að óbreyttu verður spænskum bátum eftir það heimilt að veiða upp að 12 mílum við írland. „Við vonum að framkvæmda- stjórn ESB taki tillit til andmæla okkar, stofnarnir þola ekki aukna sókn í írska hólfinu." Minnka þarf kvóta „Fiskifræðingar telja að minnka verði lýsings- og skötuselskvótann um 40%, ella stefni í óefni. Það eitt mun hafa alvarleg áhrif á at- vinnulíf og afkomu i útgerðarbæj- um á vestur- og suðurströndinni. - Er það helsta ástæðan fyrir því að þið viljið halda Spánveijum frá miðunum? „Verði kvótinn minnkaður, sem er óhjákvæmilegt, er ekki um það að ræða að Spánveijum verði hleypt hingað til óheftra veiða. Það skilja vonandi allir. Ofveiði, eink- um á stofnum nær ströndu, sem áhafnir hundruða báta byggja af- komu sína á, myndi kippa tilveru- grundvellinum undan heilu byggð- arlögunum. - En þú segir að þið getið ekki staðið gegn því að Spánveijar fái að veiða í írska hólfinu? „Það er rétt en við viljum að sókn þeirra á þessum slóðum verði haldið í lágmarki. Við viljum að þeir verði skyldaðir til að tilkynna komu sína í hólfið og einnig er þeir yfirgefa það. Ennfremur að þeim verði skylt að gefa írskum strandstöðvum upp nákvæmar afiatölur. Spánveijar hafa sýnt það til þessa að þeim er ekki treystandi, þeir hafa þverbrotið allar reglur. Vegna þessa hafa írskir sjómenn þungar áhyggjur af væntanlegri komu þeirra á okkar slóð. Það verð- ur að takmarka möguleika þeirra 'uZL Lagt er til af hálfu ESB að aðgangur spænskra og portúgalskra skipa verði leyfður að öllu hólfinu nema svæðinu á írlandshafi sem mest með stífum reglum, sníða þeim nógu þröngan stakk.“ — Hver telur þú að verði niður- staða málsins? „Vonandi næst samkomulag um veiðitakmörkun og veiðistjórn. í því sambandi horfum við einkum til Hjaltlandshólfsins þar sem fjöldi skipa er ætíð takmarkaður og skylt að tilkynna um aflabrögð." - Búist þið við niðurstöðu fyrir jól? „Já, það gerum við þó ljóst sé að erfitt verði að fá Spánveija til þess að fallast á að tilkynna um aflabrögð. Þeir eru því yfir höfuð afar andvígir, af ástæðum sem augljósar mega vera. Mótsagnir Annars finnst okkur, að í þess- ari deilu komi í ljós mótsagnir í fiskveiðistefnu Evrópusambands- ins og félagsmálastefnu ESB. Okkar rök eru þau að strandríki eigi að hafa forgang í eigin lög- sögu, þar eigi bátar og skip sem eiga heimahöfn þúsundir sjómílna í burtu ekki að fá að valsa um að vild og sigla heim með aflann. Frá samfélagslegu sjónarmiði séð er mikilvægt að það fáist viðurkennt, sérstaklega vegna byggðarlaga á suður og suðvestur- ströndinni. Framtíð margra út- gerðarbæja þar er háð verndun og skynsamlegri nýtingu fiski- stofnanna. Þar hafa menn að engu öðru að hverfa, hrynji veiðarnar,“ sagði Joe Maddock. Italir hindra samninga við Slóveníu • ÍTALIRhindruðuáfundiráð- herraráðs Evrópusambandsins á mánudag að teknar yrðu upp viðræður við Slóveníu um auka- aðildarsamning, svipaðan þeim, sem Pólland, Ungverjaland, Tékkland og fleiri Austur-Evr- ópuríki njóta nú. Italir deila við Slóvena um eignarréttindi ít- alskra þegna, sem hröktust frá heimilum sínum er Italía varð að láta landsvæði af hendi við Slóveníu í stríðslok. Klaus Kink el, utanríkisráðherra Þýzka- lands, sagðist harma afstöðu It- ala og hvatti ríkin tvö til að ná samkomulagi. • ESB hefur gert fiskveiðisam- komulag við Grænlendinga fyrir árin 1995-2000. Samkvæmt samningnum eykst kvóti ESB á Grænlandsmiðum. • NORSKHydrohefurtilkynnt að fyrirtækið muni fresta tveim- ur stórverkefnum, tengdum út- flutningi, vegna höfnunar Norð- manna á ESB-aðild. • SAMSTARFSSAMNINGUR ESB og ísraels er i burðarliðnum eftir að Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýzkalands, og Shimon Peres, ísraelskur starfsbróðir hans, ræddu saman í síma um seinustu helgi. Stefnt er að við- ræðum við Túnis og Marokkó um svipaða samninga. ESB er um- hugað um að sýna Miðjarðarhafs- ríkjum að þau séu ekki gleymd, þrátt fyrir áherzluna á samskipt- in við Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.