Morgunblaðið - 21.12.1994, Page 22

Morgunblaðið - 21.12.1994, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ h Kreppa sósíalista í Frakklandi Mauroy fer ekki í forsetaframboð París. Reuter. PIERRE Mauroy, sem var for- sætisráðherra Frakklands á árun- um 1981-1984, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér sem frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum á næsta ári. Mauroy, sem er 67 ára gamall og forseti heimssamtaka sósíalista, sagðist hafa í hyggju að verja meiri tíma í starfi sínu sem borgar- stjóri Lille. „Eftir að hafa gegnt embætti forsætisráðherra gæti ég sagt sem svo, „já, af hveiju býð ég mig ekki fram til forseta“. Ég hef hins veg- ar skuldbundið mig borginni Lille og ætla að bjóða mig þar fram á ný,“ sagði Mauroy. Mikil upplausn ríkir á vinstri væng franskra stjómmála vegna spillingarmála og kosningaósigra. Vonuðust vinstrimenn lengi vel eftir því að Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar ESB, myndi gefa kost á sér. Hann lýsti því hins vegar yfir fyrr í mánuðinum að hann færi ekki í framboð. í síðustu viku greindi svo Michel Rocard, annar fyrrum forsætisráð- herra, að hann gæfí ekki kost á sér og Bernard Tapie, sem lýst hafði yfir áhuga á framboði, var lýstur gjaldþrota og getur þar með ekki boðið sig fram í kosrtingum í fímm ár. Aðeins Lang á möguleika Samkvæmt skoðanakönnunum er Jack Lang, fyrrum menningar- málaráðherra, eini stjómmálamað- urinn á vinstri vængnum, sem á möguleika á að verða einn þeirra tveggja frambjóðanda, sem kemst áfram í síðari umferð kosninganna. Tuttugu formenn svæðissamtaka Sósíalistaflokksins hafa aftur á móti ritað Henri Emmanuelli flokksformanni bréf þar sem þeir segja Lang óheppilegan frambjóð- anda. Lang missti þingsæti sitt í fyrra þar sem hann notaði meira fé í kosningabaráttu sína en heim- ilt var. Sögðu formennirnir hann því ekki líklegan til að afmá spill- ingarímyndina af flokknum. Bemard Kouchner, sem gegndi embætti heilbrigðis- og mannrétt- indamálaráðherra í stjómartíð sós- íalista, en er þó ekki flokksbundinn sósíalisti, gaf í skyn um helgina að hann íhugaði framboð. Intel býð- ur nýjan örgjörva Santa Clara. Reuter. INTEL-fyrirtækjð tilkynnti í gær, að það myndi skipta um pentíum örgjörva í öllum þeim tölvum sem kaupendur ósk- uðu. Baðst fyrirtækið afsökunar á fyrri ákvörðun um að bjóða ekki upp á skipti. Ætlaðist Intel til að neyt- endur sýndu fram á galla ör- gjörvans, að því uppfylltu myndi það bjóða upp á nýjan örgjörva. Af hálfu Intel var því þó enn haldið fram, að áhyggjur manna út af örgjörvanum væru óþarflega miklar. Mögu- leiki á villum væru hverfandi, gætu hugsanlega einungis komið fyrir við mjög flókna gagnavinnslu. Bretar og Spánverjar efna til viðræðna um nýlenduna Gíbraltar íbúar óttast yfir ráð Spánverja London.Reuter.TheDailyTelegraph. BRESKI utanríkisráðherrann, Douglas Hurd, átti í gær og á mánudag fund með spænskum starfsbróður sínum, Javier Solana, um Gíbraltar. Reyndi Hurd að sannfæra stjórnvöld í nýlendunni um að breska ríkisstjómin myndi ekki snúa baki við íbúum hennar. Spánveijar fengju ekki yfírráð yfir Gíbraltar gegn vilja íbúanna. Getgátur hafa verið um að á fundinum hafí utanríkisráðherr- amir ætlað að semja um yfirráð yfír Gíbraltar en þeir hafa ekki staðfest það. Gíbraltar er lítill skagi á Suður-Spáni sem hefur verið nýlenda Breta frá árinu 1830 en Spánverjar gera kröfu til hans. Töfum mótmælt Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum sínum vegna eiturlyíja- og tóbakssmygls um Gíbraltar. Hefur eftirlit við landa- mærin að Spáni verið hert mjög vegna þessa og geysilangar biðrað- ir, gangandi fólks og bifreiða myndast þar á degi hveijum. Þetta hefur vakið mikla reiði Gíbraltarbúa enda hafa tafirnar orðið til þess að draga mjög úr viðskiptum. Haft hefur verið á orði að eina leiðin til að komast til og frá Gíbraltar sé með flugi. Bretar hafa mótmælt töfunum við landa- mærin en jafnframt sagt að þeir vilji ekki eiga í útistöðum við Spán- veija vegna málsins. Joe Bossano, landstjóri á Gíbr- altar, er ævareiður vegna aðgerða Spánveija. Segir hann bresku stjómina hafa meiri áhyggjur af samskiptunum við Spánveija en skyldum sínum við íbúa Gíbraltar og sakar Breta um að hafa sent menn til að rannsaka meinta fjár- málaspillingu á Gíbraltar, til þess að rýra traust stjórnar sinnar. KÖNNUN á óbeinum reykingum sýnir að fólk andar að sér 100 sinnum meiri mengun af öðrum orsökum, til dæmis bensínguf- um, sem innihalda krabbameinsvaldandi efni. Reuter LÖGREGLUMENN frá Spáni og Gíbraltar, í forgrunni, virða fyrir sér geysilangar biðraðir við landmæri landanna tveggja. Spánverj- ar hafa hert ipjög eftirlit vegna eiturlyfja- og tóbakssmygls, sem þeir segja yfirvöld á Gíbraltar ekki taka nógu hart á. Segja óbeinar reyk- ingar hættulausar London. The Daily Telegraph. FYRSTA meiriháttar rannsóknin á óbeinum reykingum sýnir, að þær svara í versta falli aðeins til einnar sigarettu á viku. Þá segir, að heilsutjón af þeirra völdum sé ekkert en heilbrigðisráðuneyt- ið í Bretlandi hefur hingað til áætlað, að þar í landi deyi 300 manns árlega af sjúkdómum, sem þeim tengist. Það voru vísindamenn við Hazle ton Europe, óháða rann- sóknastöð í Harrogate á Norður- Englandi, sem unnu að rannsókn- inni en hún fór þannig fram, að fengnir voru 255 bindindismenn á tóbak til að bera um háls sér tæki, sem safnaði loftsýnum. í Ijós kom meðal annars, að fólkið andaði að sér 100 sinnum meiri mengun af öðrum orsökum, til dæmis bensíngufum, sem inni- halda krabbameinsvaldandi efni. Steve Woodward, frammá- maður í breskum samtökum, sem beijast gegn reykingum, gefur hins vegar lítið fyrir rannsókn- ina. Segir hann, að til að kanna áhrif óbeinna reykinga sé best að efnagreina munnvatn, þvag og blóð. „Ég var í veislu nýlega þar sem sex af átta gestum reyktu. Þeir reyktu fyrir mat, á milli rétta og að matnum loknum. Hefði ég gengist undir mælingu, hefði ég verið úrskurðaður reyk- ingamaður.11 Fyrir efnaframleiðendur Könnunin var gerð fyrir rann- sóknastofnun á vegum banda- rískra efnaframleiðenda, sem stundum hefur fengið framlög frá tóbaksiðnaðinum, en ýmsir fræðimenn, til dæmis breski eit- urefnafræðingurinn Simon Wo- olf, hafa lokið á hana lofsorði. Segir hann hana sýna, að mjög ólíklegt sé, að óbeinar reykingar geti valdið krabbameini. Niðurstöður könnunarinnar voru þær, að flestir þátttakend- anna hefðu aðeins „reykt“, sem svaraði til fimm sígarettna á ári, og versta dæmið var 50 sigarett- ur á ári. Hvíta húsið Skotið á vopnað- an mann Washington. Reuter. LÖGREGLUMENN skutu á mann, sem var vopnaður hnífi, og særðu hann við Hvíta húsið í Washington í gær. Embættismenn sögðu að at- burðurinn tengdist ekki Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, sem var á skrifstofu sinni og ekki í neinni hættu. Carl Mey- ers, talsmaður öryggisvarða forsetans, ’sagði að lögreglu- menn hefðu skotið á manninn eftir að hann hefði ógnað þeim og neitað að afhenda hnífínn. Atburðurinn átti sér stað á gangstétt við Pennsylvaníu- breiðstrætið norðan við Hvíta húsið. Maðurinn særðist á bringu og hægri fæti og var fluttur á sjúkrahús. Hann er 33 ára gamall og sagður heim- ilislaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.