Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Létt og leik- andi flauta „ÞAÐ ER hægt að hlusta næstum endalaust á þessa tónlist. Hún er létt og leikandi og líka tilfinninga- heit og við fundum þegar hún var komin á geisladisk að hún er jafn- góð í baði og í boði með gestum og góðum mat og rómantík. Diskur- inn heitir líka Romance." Martial Nardeau hefur ásamt Guðrúnu Birgisdóttur og Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur leikið tónlist frá Prag og Vín inn á diskinn sem nýkominn er í verslanir. Þetta er tónlistarfólk sem vart þarf að kynna, Martial og Guðrún hafa getið sér gott orð hérlendis og erlendis fyrir flautuleik og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hefur víða komið fram sem einleikari eða í kammmerhóp- um. Samsetningin tvær flautur og píanó er svolítið óvenjuleg en afar ljúf. Að minnsta kosti með þessu tónlistarfólki, þaulæfðu í því að spila saman. Guðrún og Martial eiga nú fimmtán ára samleiksaf- mæli, þau kynntust í tónlistarskóla í París og hafa búið og unnið sam- an síðan. Og Anna Guðný og Guð- rún voru farnar að spila saman áður en þær fóru utan til framhalds- náms. Guðrún til Oslóar áður en hún flutti til Parísar og Anna Guðný til Lundúna. Til íslands komu þau síðan öll þrjú fyrir tólf árum. Þetta er fyrsti geisladiskur þeirra saman og fyrsti dúettdiskur Guðrúnar og Martials, en hann lék í fyrra inn á einleiksdisk Tónverkamiðstöðvar- innar. Á Romance eru verk eftir Joseph Haydn, Ludwig van Beethoven og Friedrich Kuhlau, Doppler-bræður og Antonin Dvorák, og svo rúss- neskir sígaunasöngvar. Tónlistin er eins og Martial segir létt og falleg, „fín músík og ekki of erfið að hlusta á". Sumt er þarna upphaflega skrif- að fyrir tvær flautur, Allegro og Menúett eftir Beethoven til dæmis ROMANCE heitir nýr geisladiskur flautuleikaranna Martials Nardeau og Guðrúnar Birgisdóttur og píanóleikarans Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. og Tríó í G-dúr eftir Kuhlau. Dúett nr. 3 í F-dúr eftir Haydn er hins vegar umskrifun hans á strengja- kvartett. Allt þetta spila Martial og Guðrún saman, stundum með Önnu Guðnýju, sem sérstaklega reynir á í Tríói Kuhlaus. Þau leika síðan þrjú saman Húmoreske nr. 7 eftir Dvorák og sagt er að eftirvænting einkenni það verk. Geislaplötur og snældur með kórum Langholtskirkju fást í hljómplötuverslunum um land allt. Dreifing: Japis s. 62 52 00 Kór l.artgholi •!¦¦ Irkja ásamt kammtfelí S*9r*m (¦' y I'- •• - ¦¦ < • ¦ %Í0rt9*r » mUrtJ&r FAI..** fátmi U*«* C*rJ*r C.rt.* r-,,/1 áU/. Ótlf K./tri* HtrJlfJíii <ig«V \a-HKni)*ii!ttr Minningar frá Prag, fyrir tvær flautur og píanó, er eftir bræðurna Franz og Karl Doppler. Þeir voru frægir flautuleikarar sem spiluðu mikið og sömdu saman og hafa þarna útsett sígaunastef. Sígaunar eiga einmitt lokalög Romance, Tvo gítara og Svörtu augun. Þau eru fræg af treganum, með sínum tryllta streng. Nýjar plötur Draumaland Kristínar •ÚT ER komin geislaplatan Draumalandið, þar sem Kristín Sædal Sigtryggsdóttir sópran syngur 18 íslensk einsöngslög. Annars vegar er um að ræða sex lög eftir Jórunni Viðar þar sem Jórunn spilar sjálf með á píanó. Tvö þessara laga Jórunnar hafa ekki verið hljóðrituð áður. Þau eru Sönglað á göngu við texta eftir Valgarð Egilsson og Við Kínafljót við texta eftir Þorgeir Sveinbjarnarson. Hins vegar er um að ræða 12 íslensk sönglög eftir fimm þekkta höfunda þar sem Hrefna Unnur Eggertsdóttir leikur með á píanó. Þessir fimm höfundar eru Eyþór Stefánsson, Emil Thoroddsen, Páll ísólfsson, Sigfús Einarsson og Sigvaldi Kaldalóns. Kristín Saedal Sigtryggsdóttir er útgefandi. Kjartan Óskarsson stjórnaði upptöku, upptökumaður var Páll Guðmundsson og Stúdíó Heimsveldi hf. sá um hljóðvinnslu. Japis sér um dreifingu. Upptaka fór fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í október síðastliðnum. Nýjar bækur Ný Surtseyjarbók SURTSEY, lífríki í mótun, nefnist ný bók eftir dr. Sturlu Friðriksson, sem Hið íslenska náttúrufræðifélag og Surtseyjarfélagið gefa út. Lýsir bókin þeim einstæða atburði er hafið tók að sjóða undan suðurströnd ís- lands 1963 og upp af hafsbotni reis eyja, sem vakti heinísathygli. Svo og uppbygginu eyjarinnar og baráttu hennar fyrir tilveru sinni. Bókin er ríkulega myndskreytt með fjölda lit- mynda og teikninga. Dr. Sturla Friðriksson er efða- fræðingur og hefur verið frumkvöð- ull vistfræðirannsókna hér á landi. Hann hóf rannsóknir á landnámi lífs í Surtsey strax á fyrsta ári í sögu eyjarinnar og hefur æ síðan, í rúm þrjátíu ár, fylgst með breytingum á vistkerfi þar og framvindu lífs í Surtsey. I bókinni lýsir hann á lif- andi og litríkan hátt myndun Surts- eyjar og þróun hennar, hvernig lífið hefur numið þar land stig af stigi ofan sjávar og neðan. Einnig veltir hann fyrir sér spurningunni um upp- haf lífs á jörðinni. Dr. Sturla greinir jafnframt frá öllum meginniðurstöð- um hinna fjölbreyttu og margvíslegu rannsókna sem Surtseyjarfélagið hefur staðið að á þessu þjrátíu ára tímabili. Uppbygging eyjarinnar var stórkostlegt náttúrufyrirbæri og eftirminnilegur jarðfræðilegur at- burður og hún gaf líffræðingum ein- stætt tækifæri til að fylgjast með landnámi lífsins og baráttu þess fyr- ir tilveru sinni við harðneskjuleg og óblíð skilyrði á ungri eldey. Dr. Sturla lýsir þessu á léttan og lipran hátt. Hver kafli bókarinnar hefst með til- vitnunum í skáldskaparmál fornrit- anna svo sem Völuspá og Gylfaginn- ingu og gæti bókin því allt eins flokk- ast undir fagurbókmenntir. Bókin er 112 blaðsíður í stóru broti ogprentuð á mjöggóðan mynd- pappír í vönduðu bandi. armeuse r mýkst SILKI /? ^ st Jólagjöf heimilisins ^öðinni RUMFOT JOSS Kringlunni 8-12 Marco Langholtsvegi 111 DUX Jólagjöf eiginkonunnar. NÁTTFÖT NÁTTKJÓLAR NÁTTSLOPPAR HEILDVERSLUN K. Kristinsson hf. S: 91-672077 og 91-671654 HÁGÆÐA CHARMFUSE SILKI GEGNUM GLERID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.