Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 25 LISTIR Afmælisútgáfa með lögum Skúla TÓNSKÁLDIÐ Skúli Halldórsson varð átt- ræður 28. apríl sl. og af því tilefni var efnt til mikilla tónleika hon- um til heiðurs í íslensku óperunni. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og nú hefur nokkuð af því efni sem leikið var á tónleikunum verið valið til útgáfu á geisladiski, ásamt nokkrum eldri hljóðritunum á verkum tónskáldsins frá ýms- um tímum. Skúli Halldórsson hefur verið mikilvirt tónskáld allt frá því að hann tók lokapróf í tónsmíðum frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur árið 1947, til þessa dags. Eftir hann liggja tón- verk af ýmsum toga; sönglög, píanó- verk, hljómsveitarverk, forleikir, kantötur, svítur, fúgur og sinfónía, til að mynda. Fjöldinn allur af tónlistarfólid kemur við sögu á geislaplötunni „Út um græna grundu", þar á meðal eru söngvararnir Jóhann Konráðsson, Svala Nielsen, Jóhann Már Jóhanns- son, Kristinn Hallsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Eiður Á. Gunnarsson. í hópi hljóð- færaleikara eru einnig valinkunnir einstaklingar á borð við Martial Nardeau, Selmu Guðmundsdóttur, Láru Rafnsdóttur, Gunnar Kvaran, Martein H. Friðriksson, Ólaf Gauk, Reyni Sigurðsson og Jennifer David King, auk þess sem Skúli kemur sjálfur töluvert við sögu. Geisladiskurinn geymir einskonar syipmynd af tónsmíðum Skúla í gegnum tíðina. Þar á meðal er hans þekktasta sönglag, „Smaladrengurinn", við ljóð Steingríms Thor- steinssonar, en Það hefst einmitt á ljóðlín- unni „Út um græna grundu“. Er þetta kunna sönglág flutt af Skólakór Kársness, en sá kór syngur einnig „Smalastúlkuna“ á geisladisknum. Meðai annarra verka sem finna má á þessari af- mælisútgáfu eru söng- lögin „Illgresi", „Fagra veröld", „Draumljóð", „Linda“, „í harmanna helgilundum", „Kyssti mig sól“, „Rökkurljóð Theódóru“, „Það kom söngfugl að sunnan" og „Vöggu- lag“, ásamt ballett-svítunni „Dimmalimm kóngsdóttir“, sem er í sjö þáttum, „Prelúdíu í H-dúr“ fyr- ir selló og píanó og tveimur verkum fyrir flautu, svo nokkuð sé nefnt. Álls má finna 22 verk á geisladiskn- um, en hann spannar rúmar 76 mín- útur í spilun og gefur því glögga mynd af tónskáldinu Skúla Halldórs- syni. Upptökurnar voru allar unnar af tæknimönnum Ríkisútvarpsins, en Þórir Steingrímsson sá um uppröðun efnis ásamt Mána Siguijónssyni. Skúli Halldórsson valdi sjálfur þá tónlist sem finna má á disknum og það var Jónatan Garðarsson sem hafði umsjón með útgáfunni í félagi við tónskáldið. Umslagið var unnið hjá Prisma, en Sony DADC annaðist framleiðslu og prentun. Það er Skúlaútgáfan sem gefur „Út um græna grundu“ út, en Spor hf. annast dreifingu. Skúli Halldórsson Nýjar bækur Lögguljóð Þórðar Kárasonar ÚT ER komin bókin „Lögguljóð". Höfund- urinn, Þórður Kára- son, sem lést í ágúst síðastliðinn, starfaði í lögreglu Reykjavíkur í 42 ár og hélt til haga flestu sem hann hafði ort. Bókin er tileinkuð starfandi lögreglu- mönnum á afmæli ís- lenska lýðveldisins. í bókinni eru marg- ar myndir sem hafa verið teiknaðar við Ijóðin af ýmsum lista- mönnum ásamt ljós- Þórður Kárason mynd af starfandi lög- reglumönnum lýðveld- isárið 1944. Höfundur er skráð- ur útgefandi bókarinn- ar en börn hans luku verkinu fyrir hann. Bókina má nálgast hjá ekkju höfundar, Elínu Gísladóttur, Sund- laugavegi 28, en einn- ig í prentsmiðjunni á Akureyri. Bókin er 144 síður og prentuð í prent- smiðjunni Ásprenti á Akureyri. kr. 147.800 staðgreitt, 2ja sœta kr. 119.000 staðgreitt. húöw fu\\a' a\ \ó\a^ , Aennö°n''Wm ..^efiaUa- \ 8S\ SS toO ^ sewó'WÖ a\áM »0SSeif,' i GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnarfirði OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.