Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Karate- stelpan - kafli 1. KVIKMYNPIR S t jör nubíó KARATESTELPAN ("THE NEXT KARATE KID") * Leikstjóri Christopher Cain. Kvik- myndatökusrjóri Laszlo Kovacks Tónlist Bill Conti. Aðalleikendur Noriyuki "Pat" Morita, Hilary Swank, Michael Ironside. Banda- rísk. Columbia Pictures 1994. ANDLEYSI er það sem ein- kennir þessa mynd, sem hefði mátt kallast KaratestrákurinnlV., en eina nýmælið í Karatestelpunni er, einsog nafnið bendir til, að titilhlutverkið hefur nú verið fært í hendur stúlku. Gúrúinn Morita fær nú það verk- efni að gera manneskju úr stelpu- trippi (Hillary Swank), barnabarni vinkonu hans. Á hún í útistöðum við strákalýð undir stjórn sadistans Ir- onside. Um sinn stunda þau Swank og Morita andlega íhugun, stríðs- spörk og valhopp í klaustri búdda- munka utan við Boston og ekki að spyrja að Ieikslokum þegar út er komið. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Myndirnar um Kar- atestrákinn nálgast listaverk í sam- anburði við þessa lummu. Svei mér ef Macchio telst ekki leikari, a.m.k. við hliðina á Swank. Morita gamli, sem manna mest og best hefur mal- að gull í þessum myndbálki öllum, heldur uppi viðteknum hætti; kennir barsmíðar, af reyndar minna offorsi en áður, og mælir af munni fram fimmaura speki á borð við „eigi skal treysta andlegum leiðtogum sem ekki kunna dans". Jakk. Svörtu sauð- irnir eru svartari en áður, hafðir svartklæddir. Ironside heldur ábúð- arlítill forsprakki þeirra. Myndin er gjörsamlega ónauðsynlegur viðauki við myndaflokk sem átti sín ágætu augnablik og óskandi að þetta sé lokahnykkurinn. Við skulum þó búa okkur undir nokkrar framhalds- myndir. Sæbjörn Valdimarsson Framúrskarandi unglingasögur BOKMENNTIR Ungli ngasögur HEFND VILLIKATT- ANNA, ÓRADÍS OG GEIMPÚKAR Hefnd villikattanna eftir Joan Phip- son. Sigrún Klara Hannesdóttir þýddi. 150 síður. Oradis eftir Ruth Park. Guðni Kolbeinsson þýddi. 186 síður. Geimpúkar eftir GilUan Rub- enstein. Ingólfur Steinsson þýddi. 195 síður. Utgefandi Lindin, 1994. Hver bók kostar 1.480 krónur. ÞEGAR sögur hafa hlotið jafn óumdeilanlega viðurkenningu og Hefnd villikattanna, Óradís og Geimpúkarnir verður vart fjallað um þær með sama hætti og aðrar nýútkomnar unglingabækur. Hefur í því sambandi verið valin sú leið að leggja áherslu á að kynna sög- urnar og benda síðan á sérkenni hverrar fyrir sig. Áður en lengra er haldið er hins vegar rétt að taka fram hvað líkt er með sögunum og er fyrst að nefna að allar segja þær frá ástr- ölskum unglingum sem búa við svipaðar _ aðstæður og jafnaldrar þeirra á íslandi. Þeir ættu því auð- veldlega að geta sett sig inn í kring- umstæður og lifað sig inn í ævin-, týralega atburðarás sagnanna. Hitt er að aðalpersónur saganna eiga allar sameiginlegt að vera hrifsaðar úr venjubundnu umhverfi sínu til að takast á við ólíkar aðstæður í framandi veröld. Hefnd villikattanna Hefnd villikattanna segir frá því hvað gerist eftir að hversdagsleg áströlsk fjölskylda dettur í lukku- pottinn og vinnur háa peningaupp- hæð í lottói. Annar sonanna, Jói 15 ára, getur ekki á sér setið að breiða út fréttina með þeim afleið- ingum að tveir ólánsmenn, Barði og Kalli, ákveða að ræna honum og Villa 14 ára bróður hans og krefjast lausnargjalds. Barði og Kalli ætla að koma strákunum fyr- ir í eyðibýli úti í skógi á meðan þeir hrinda áætlun sinni í fram- kvæmd. En margt fer öðruvísi en ætlað er og óhætt að segja að vopn- in snúist í höndunum á þeim Barða og Kalla. Einn helsti kostur sögunnar og raunar aðalsmerki höfundarins Jo- an Phipson er hvernig henni tekst að skapa og viðhalda ótrúlegri KULDASKORNIR VINSÆLU KOMNIR AFTUR ttiktf^^^ Teg. 1068 Pl st. 36-41. WS^ ¦;•-., Loðfóðraðír. Litir: Svartir, dökkbrúnir, brúnir. 5,500 kr* M*-\cS St. 41-46. Wc*\y* Litir: Svartir, brúnir, 5.900 kr. íw^^5 . ¦k^^^ spennu allt til loka frásagnarinnar. Hefnd villikattanna er ein af þessum bók- um sem þú tekur þér í hönd og skilur ekki við þig fyrr en allt er búið og allir endar hafa verið hnýttir. Spennan er raunar á tveimur sviðum. Ann- ars vegar býr hún í atburðarásinni og hins vegar í sjálfri persónusköpuninni. Lesandinn fær nefni- lega ekki síður áhuga á því að komast að því hvað sé að gerast í kollinum á Villa heldur en hvort tví- menningunum takist ætlunarverk sitt. Höf- undurinn vakir yfir persónusköpuninni og tekst á afar sannfær- andi hátt að riðla goggunarröðunni, færa Villa upp virðingarstigann og gera hann, ekki aðeins að foringja fjórmenning- anna, heldur líka þeirra einu von til að komast lífs af í óbyggðinni. Hefnd villikattanna var fyrst gefin úr árið 1976 og vann til einna af heiðursverðlaunum áströlsku barnabókaverðlaunanna (The Australian Children's Book of the Year Award) árið eftir. Oradís í annarri sögunni gefur höfund- urinn Ruth Park lesendum tækifæri til að kynnast aðstæðum og hugs- unarhætti á viktoríönskum tíma gegnum aðalpersónuna Abigelu, sjálfstæða 14 ára nútímastelpu sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Abigela býr ein með móður sinni í nútíma Sidney þegar móður hennar kveður skyndilega upp úr með að hún ætli sér að ta'-a saman við föður hennar að nýju eftir fjög- urra ára hlé. Dótturinni er stórlega misboðið enda á skaplyndi hennar ekkert skylt 'við skaplyndi móðurinnar. En, á meðan nútíminn stendur í stað, ger- ast undarlegir hlutir. Abigelu er ætlað að læra sína Iexíu í gegnum aðra heima ólíka sínum eigin. Hún kynnist öðrum siðum og hugarfari. Síðast en ekki síst kynnist hún svo ástinni. Ekki fyrr en þá getur hún skilið afstöðu móður sinnar. Eins og Hefnd vilikattanna er OPERUHUSIÐ í Sydney. erfitt að leggja Óradísi frá sér. Persónusköpunin er frábær og söguþráðurinn spennandi. Ótvírætt stendur hins vegar upp úr hvernig hann er útfærður. Hvernig aðalper- sónan er á örskammri stund horfin inn í fortíðina og hvernig höfundin- um tekst fyrirhafnarlaust að fræða lesandann um ríkjandi gildi og við- horf. Með því móti veitir höfundur- inn, Ruth Park, lesandanum innsýn inn í horfinn heim eins og hvergi aiinars staðar er hægt að gera en í góðri skáldsögu. Um leið undir- strikar hún mismunandi viðhorf og hjálpar nútíma krökkum að skynja hvernig viðhorf mótast af umhverfi og aðstæðum. Óradís vakti mikla athygli í Ástr- alíu þegar hún kom út árið 1980. Eftir að sagan hafði fengið ástr- ölsku barnabókaverðlaunin árið 1981 fylgdu fleiri verðlaun. Af þeim má nefna New South Wales Premi- er Award árið 1981 og Boston Globe-Horn Book barnabókaverð- launin í Bandaríkjunum árið 1982. Sagan hefur verið kvikmynduð og auðnast íslenskum lesendum von- andi tækifæri til að sjá kvikmynd- ina. Geimpúkar Geimpúkar Gillian Rubenstein er félagslegri en hinar sögurnar. Höf- undurinn greinir frá aðstæðum nokkurra unglinga og segir frá því hvernig gríðarlega öflugur tölvu- leikur hefur afgerandi áhrif á tilveru þeirra og stefnir þeim sjálfum brátt í vísan voða. Þótt sögu- þráðurinn virðist í fyrstu fyrst og fremst snúast um tölvuleikinn fjallar hann ekki síður um unglingana sjálfa, samskipti þeirra á milli, víð foreldrana, leit- ina að stöðugleika og eig- in sjálfi. Hvert um sig glíma þeir við eigin vanda án þess að gera sér grein fyrir að unglingarnir í kring standi í sömu spor- um. En í gegnum tölvu- leikina tekst þeim að kom- ast yfir fyrsta skrefið, þ.e. að tjá tilfinningar sínar, mynda tengsl og finna eigin styrk. Sagan vekur sérstaka eftirtekt fyrir ytri ramm- ann, tölvuleikina. Höf- undur notar ótvírætt ein- kenni nútímans til að koma skilaboðum sínum á fram- færi. Með því móti ætti hann að eiga greiðari leið að lesendanum og auðveldar með að koma boðskap sínum til skila. Sagan Geimgúkar var fyrst gefin út árið 1986. Ári síðar komst hún á heiðurslista ástralska barna- bókaráðsins og sama ár vann hún til Children's Literature Peace Prize og South Australia Festival Nation- al Children's Book Award verðlaun- anna. Árið 1990 vann hún Yabba verðlaunin sem besta skáldsagan fyrir eldri flokk barna. Árið 1989 naut höfundurinn aðstoðar Richards Tulloch við að semja leikgerð sög- unnar og var leikritið sýnt í Suður- Ástralíu, í Viktoríu-fylki og Nýja Suður-Wales árið 1990. Skemmst er frá því að segja að frábærir íslenskir þýðendur hafa verið vealdir til að snúa sögunum á íslensku og ber textinn þess vitni, þjáll og hnökralaus. Allur frágangur er útgáfunni Lindinni til mikils sóma. Vonandi hefur hún aðeins tekið fyrsta skrefíð í útgáfu sinni á framúrskarandi erlendum unglinga- bókum. Að lokum skal þess svo getið að þó bækurnar séu sérstaklega ætlað- ar ungum lesendum á aldrinum 11 til 14 ára ættu þær, eins og allar góðar skáldsögur, að geta höfðað bæði til yngri og eldri unnenda góðra bóka. AnnaG. Ólafsdóttir Þjóðhátíðin 1994 BOKMEJNNTIR Afmælisrit ÞJÓÐ Á ÞINGVÖLLUM eftír Ingólf Margeirsson. Vaka- HelgafeU, 1994 - 72 síður. 3.480 kr. Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3 SÍmÍ 41754 HÁLFRAR aldar afmæli íslenska lýðveldisins hefur varla farið fram hjá neinum. Nú er komin út bók sem lýsir í máli og myndum þessum merka at- burði. Eg minnist þess varla að hafa séð glæsilegri prentgrip. Þar hefur ekkert verið til sparað. Þá er textinn hástemmdari en maður á að venj- ast. Höfundur má vart vatni halda fyrir þjóðerniskennd, sem hann eign- ar jafnframt öllum lýðnum, heilag- leika Þingvalla og glæsileika hátíð- arinnar. Eiginlega fannst mér nóg um og hrökk í baklás yfir þessu öllu. Það er þó ekki af því að ég væri einn af þeim sem sagt fastur á miðri leið, því að ég reyndi ekki að kom- ast til Þingvalla. í þess- um „baklásþönkum" mínum spurði ég: Af hverju öll þessi sjálf- umglaða sýndar- mennska? Erum við ís- lendingar í raun svona óskapl"ga þjóðræknir? Stöndum við dyggan vörð um sjálfstæði okk- ar? Ræktum við akur tungunnar? Er ekki fjölda manna skítsama um sjálfstæði og tungu ef þeir eiga nóga pen- inga? Og heilagleiki Þignvalla? Víst eru Þingvellir „sterkasti" sögustaður íslendinga því hann geymir fleiri mikilvægar minningar en aðrir staðir. En þær minningar eru ekki án dökkra skugga. Ætli hátíðargestir hafi ekki gengið fram hjá Gálgakletti og Drekkingarhyl? Sterkir eru Þingvell- ir í minningunni, en heilagir? Varla! Ingólfur Margeirsson Látum þetta liggja á milli hluta. Menn geta tekið þetta sem leið- indanöldur ef þeir vilja. Bók þessi er augna- yndi að skoða og hafa í höndum. Hún er til- einkuð íslenskum börn- um. Ef hún verður til þess að efla þjóðrækni þeirra, án þess að fylla þau rembingi, er ekki nema gott eitt um það að segja. Ingólfur Margeirs- son, sem margt gott hefur skrifað, hefur leyst verk sitt vel af hendi og hljóta því þeir sem seldu honum verkið í hendur að vera vel ánægðir. Frágangur bók- arinnar er sömuleiðis skýr vitnisburð- ur um það hvers íslenskir bókagerð- armenn eru megnugir ef þeir fá tæki- færi. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.