Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 27 LISTIR Óvæntur og fínn TONLIST Hljómdiskar Kjartan Óskarsson (klarinett) og Hrefna U. Eggertsdóttir (píanó) leika tónlist eftir Gustav Jenner, Victor Urbancic og Jos- eph Rheinberger. Útgefandi Kjartan Óskarsson. Dreifing JAPIS. EG HELD að þessi diskur hafi komið mest flatt uppá mig - í óllu jólaflóðinu. Ekki vegna tónlistarinn- ar, og ekki vegna þess að fallega er leikið. Einfaldlega vegna þess að hér eru listamenn sem ég vissi ekki haus eða sporð á, og líka - og ekki síst - vegna þess hversu diskurinn er settur á markað af mikilli hógværð (ekki einusinni mynd af listamönnun- um) - án þess þó að biðjast afsökun- ar á sjálfum sér. Enda engin ástæða - nema síður væri. Hér höfum við ekta og fallega tónlist í ekta og fal- legri túlkun. Efninu sjálfu er ætlað að mæla með diskinum - og látið hann ekki fram hjá ykkur fara, unn- endur góðrar tónlistar! Kjartan Oskarsson nam klarin- ettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, og var Vilhjálmur Guð- jónsson aðalkennari hans. Fram- haldsnám stundaði hann við Hoch- schule fiir Musik und Darstellene Kunst í Vínarborg. Er nú m.a. kenn- ari við Tónlistarskólann i Reykjavík. Hrefna U. Eggertsdóttir nam píanó- leik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún í Vínar- borg, við sama skóla og Kjartan. Nýjar bækur • STÓRA fluguhnýtingabókin er eftir Jacqueline Wakeford og íþýðingu Fríðjóns Árnasonar. Aður hafa komið út hér á landi nokkrar bækur með upptalningum og myndum af ólíkum fluguteg- undum, en þessi bók er óvenjuleg fyrir það að hún lýsir efni, tækjum og tækni við hnýtinguna ítarlega, bæði gerð votflugna og þurr- flugna. Þá eru sérstakir þættir um stél, búka, kraga, skegg, vængi og síð- an um óvenjulegar aðferðir, lökk- un, þyngingu, kjalflugur, sam- hangandí flugur og þríkrækjur og ótal margt fleira,.. Til skýringar á öllum þessum þáttum, stig fyrir stig, fylgja 350 ljósmyndir í fullum litum. I bókar- lok koma svo listar yfir ólíkar flugugerðir og þar á meðal yfir 100 íslenskar tégundir, m.a. eftir Kristján Gíslason. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Stóra fluguhnýtingabókin er 150 bls. Verð 3.280 krónur. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarai málsins! Hjá okkur er alK á góðu verði Frábær jólatilboð t ^eLði TölvuborðhT. 5.980. Skrifborðsstóll kr. 3.280. Hjólavagn fyrir bílaviðgerðir. Verðkr. 1.980. Verkin eru Sónata op. 5 eftir Gusatv Jenner (1865-1920), Fant- asíusónata op. 5 eftir Dr. Victor Urbancic (1903-1958) og Sónata op. 105a eftir Joseph Rheinberger (1839-1901). Þetta eru ekki sérlega frumlegar tónsmíðar, en fínar (síð- asta verkið sérdeilis fallegt). - Dr. Victor Urbancic er sá sem er áhuga- verðastur og innihaldsríkastur. (Kemur heldur ekki á óvart.) - Auð- vitað á maður eftir að hlusta betur - og jafnvel endurmeta. Kominn er tími til að við sýnum Victor Urbancic, þessum menntaða og hæfileikamikla velgjörðamanni íslenskrar menningar, einhvern sóma. I stuttri umsögn er mér á móti skapi að fara að útþynna pistil- inn með nánari útskýringum. Þessi hljómdiskur er hlédræg en sterk röksemd, sem höfðar til kúltúrs og sannrar tónlistariðkunar. Enn ein röksemdin fyrir þá sem vilja vita: við rísum hæst í tónlistinni. Og það er flott! Oddur Björnsson ^^^ÉS^ss^ & Q- ÉMs Rafmagnsmælir Inni/útihitamælar Mjög gott tæki á góðu verði. fyrir heimili, bíl o.fl. Kr- 2.650. jvær gerðir kr. 1.590. Samlokugrill Verðkr. 2.490. Brún rlslcnska PöstversIunJn Smiöjuvegi 30 SIMI 671400 1 i i i I I k i I ! Kjötvörur frá Höfn þegar halda skal gleðileg jól! Kjötiðnaðarmenn frá Höfn tóku þátt ifagkeppni í kjötiðn á INTERFAIRfagsýningunni i Danmörku árið 1988,fyrstir íslendinga. Ávallt síðan hafa kjötvörur frá Höfn hlotið verðlaun í þeirri keppni. Þú gengur að gœðunum vísum þegar þú velur kjötvörurfrá Höfn því þar erfagmennska ífyrirrúmi. • • HOFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.