Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 27

Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ovæntur og fínn TONLIST Illjómdiskar Kjartan Óskarsson (klarinett) og Hrefna U. Eggertsdóttir (píanó) leika tónlist eftir Gustav Jenner, Victor Urbancic og Jos- eph Rheinberger. Útgefandi Kjartan Óskarsson. Dreifing JAPIS. ÉG HELD að þessi diskur hafi komið mest flatt uppá mig - í öllu jólaflóðinu. Ekki vegna tónlistarinn- ar, og ekki vegna þess að fallega er leikið. Einfaldlega vegna þess að hér eru listamenn sem ég vissi ekki haus eða sporð á, og líka - og ekki síst - vegna þess hversu diskurinn er settur á markað af mikilli hógværð (ekki einusinni mynd af listamönnun- um) - án þess þó að biðjast afsökun- ar á sjálfum sér. Enda engin ástæða - nema síður væri. Hér höfum við ekta og fallega tónlist í ekta og fal- legri túlkun. Efninu sjálfu er ætlað að mæla með diskinum - og látið hann ekki fram hjá ykkur fara, unn- endur góðrar tónlistar! Kjartan Oskarsson nam klarin- ettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, og var Vilhjálmur Guð- jónsson aðalkennari hans. Fram- haldsnám stundaði hann við Hoch- schule fiir Musik und Darstellene Kunst í Vínarborg. Er nú m.a. kenn- ari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hrefna U. Eggertsdóttir nam píanó- leik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hún í Vínar- borg, við sama skóla og Kjartan. Verkin eru Sónata op. 5 eftir Gusatv Jenner (1865-1920), Fant- asíusónata op. 5 eftir Dr. Victor Urbancic (1903-1958) og Sónata op. 105a eftir Joseph Rheinberger (1839-1901). Þetta eru ekki sérlega frumlegar tónsmíðar, en fínar (síð- asta verkið sérdeilis fallegt). - Dr. Victor Urbancic er sá sem er áhuga- verðastur og innihaldsríkastur. (Kemur heldur ekki á óvart.) - Auð- vitað á maður eftir að hlusta betur - og jafnvel endurmeta. Kominn er tími til að við sýnum Victor Urbancic, þessum menntaða og hæfileikamikla velgjörðamanni íslenskrar menningar, einhvern sóma. í stuttri umsögn er mér á móti skapi að fara að útþynna pistil- inn með nánari útskýringum. Þessi hljómdiskur er hlédræg en sterk röksemd, sem höfðar til kúltúrs og sannrar tónlistariðkunar. Enn ein röksemdin fyrir þá sem vilja vita: við rísum hæst í tónlistinni. Og það er flott! Oddur Björnsson MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 27 Hjá okkurer alK á : : : Tölvuborð kr. 5.980. Skrifborðsstóll kr. 3.280. Hjólavagn fyrir bílaviðgerðir. Verð kr. 1.980. ^— ----------------- Rafmagnsmælir Mjög gott tæki á góðu verði Samlokugrill Verð kr. 2.490. Inni/útihitamælar fyrir heimili, bíl o.fl. Tvær gerðir kr. 1.590. SIMI 671400 rlslensku Pdstvcrslunin Smiðjuvegi 30 Nýjar bækur • STÓRA fluguhnýtingabókin er eftir Jacqueline Wakeford og í þýðingu Friðjóns Árnasonar. Áður hafa komið út hér á landi nokkrar bækur með upptalningum og myndum af ólíkum fluguteg- undum, en þessi bók er óvenjuleg fyrir það að hún lýáir efni, tækjum og tækni við hnýtinguna ítarlega, bæði gerð votflugna og þurr- flugna. Þá eru sérstakir þættir um stél, búka, kraga, skegg, vængi og síð- an um óvenjulegar aðferðir, lökk- un, þyngingu, kjalflugur, sam- hangandi flugur og þríkrækjur og ótal margt fleira,.. Til skýringar á öllum þessum þáttum, stig fyrir stig, fylgja 350 ljósmyndir í fullum litum. I bókar- lok koma svo listar yfir ólíkar flugugerðir og þar á meðal yfir 100 íslenskar tegundir, m.a. eftir Kristján Gíslason. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Stóra fluguhnýtingabókin er 150 bls. Verð 3.280 krónur. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Kjötvörur frá Höfn Jiegar hatda skal gleðjleg j óU Kjötiðnciðanncim frá Höfn tóku þátt ífagkeppni i kjötiðn á INTERFAIR fagsýningunni í Danmörku árið 1988, fyrstir íslendinga. Ávallt síðan hafa kjötvörur frá Höfn hlotið verðlaun i þeirri keppni. Þú gengur að gæðunum vísum þegar þú \elur hjötvörur frá Höfn því þar erfagmennsha í fyrirrúmi. • • HOFN SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.