Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 28

Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 •Vðr Miðvikudag fró kl. 10-22 Fimmtudag frókl. 10-22 Þorláksmessa frákl. 10-23 Aðfangadag urá kl.10-12 eldhus- miðstöðin Við sendum um allt land miðstöðinni Allir jólahlutír verða nú seldir með allt að 50% afslætti lágmúla 6 Sími 684910, fax 684914. Jólatré, jólatrés- dúkar, jólaseríur oJL , Glerborð m/messingtöppum Stærð: Br. 39,4x39,4 cm, hæð 27,5 cm. 2.820 kr. Matar- og kaffistell hvort um sig á 1 .490 kr. Alpa leðurstóll 1 stk. á Kr með skemli 10.850 eða 2 stólar fyrir 19. kr. Pottasett - þrír pottar með glerloki og tvö- foldum botni 2.998 kr 3 stk. óhreinatauskörfur Mál: Br. 50x33 cm, hæö 59 cm. Br. 42x29 cm, hæð 52 cm. Br. 36x23 cm, hæð 47 cm. _________L8STIR______ Með gleðiraust og helgum hljóm TÖNLIST Digrancskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Flytjendur Karlakórinn Fóstbræður, Þórunn Guðmundsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Bjarni Þór Jónatans- son. Stjórnandi: Ami Harðarson. Sunnudagur 18. desember 1994. AÐVENTAN er ein samfelld kór- tónlistarhátíð, ekki aðeins hjá kirkjukórunum heldur og tónleika- kórunum og Sinfóníuhljómsveit ís- lands var með sérstaka bamatón- leika undir stjórn Gerrit Schuil sl. laugardag. Ekki er hægt að gera öllum þessum tónleikum skil og var t.d. ekki viðkomið að hlýða á fjöl- skyldutónleika sinfóníunnar, þó fróðlegt hefði verið að heyra Gerrit Schuil stýra sveitinni í fyrsta sinn. Að þessu sinni var Karlakórinn Fóstbræður fyrir valinu, með tón- leika í nýrri kirkju, með nýtt orgel, kirkju reista í túnjaðri bóndabýlisins Digraness, en þar voru þriðju áskriftartónleikar kórsins haldnir. Digraneskirkja er glæsilegt Guðs- hús og það sem ráðið verður í hljóm hennar, eru hljómgæðin einhver þau bestu, sem þekkjast í kirkjum höfuð- borgarinnar. Þarna er um að ræða frekar lítinn endurhljóm, utan þá hljómfýllingu, er gerir t.d. söng mjög áferðarfallegan. Orgel kirkjunnar er smíðað á verkstæði Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, svipmikið og fallegt verk, geirneglt ofan frá og niður í gólf, samkvæmt fornri smíðavenju og er hljómur orgelsins fallegur og skýr, þó enn eigi eftir að fínstilla intónunina. Nýtt orgel eru tíðindi og forðum var orgelum gefið nafn, eins og kirkjuklukkum. Björgvins- orgelið í Digraneskirkju er 19 radda og verður fróðlegt að heyra það í tónmáli orgelmeistaranna. Vel mættu kirkjur landsins huga að, þar sem íslensicur smiður á í hlut og þá muna, að saga okkar íslendinga geymir það betur, ef íslenskt er og vel gjört, en það sem erlent er. Þama má heimóttarskapur ekki ráða ferð, til skemmda, eins og gerst hefur varðandi samanburð á ís- lensku og erlendu hugviti og kunn- áttu, á öllum verksviðum okkar ís- lendinga. Karlakórinn Fóstbræður hóf tón- leikana „Með gleðiraust og helgum hljóm“ og tvískiptur kórinn, hóparn- ir staðsettir sinn hvorum megin, söng þvert yfir kirkjuskipið í ótrú- lega samfelldum hljómi. Þarna mætti sem best útfæra antifón-söng og „ecco“-söngverk 16. og 17. ald- ar. Þórunn, Hallfríður og Bjarni fluttu aríu eftir Handel, Meine seele hört im Sehen og var flutningurinn hinn besti. Á efnisskránni voru þijár radd- setningar eftir Jón Þórarinsson, á jólalögunum, Velkomin vertu, Hin fegursta rósin er fundin og Sjá, him- ins opnast hlið, sem kórinn söng mjög agað og fallega. Raddsetning eftir undirritaðan, á íslenska þjóð- laginu Hátíð fer að höndum ein, var einnig vel flutt af kórnum, við sam- leik Hallfríðar á flautu og undirleiks Bjarna á nýja orgelið. Tvær raddsetningar á sálmalög- unum Heiðra skulum við Herrann Krist og Betlehem hjá blíðri móður, fyrir flautu og einsöng, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, heyrði undirritaður nú í fyrsta sinn og í samspili flaut- unnar og sálmalagsins mátti fínna hugblæ náttúruómunar, fegurð, sem var mjög fallega mótuð í flutningi Þórunnar og Hallfríðar. Skaparinn stjama, Herra hreinn, er nýr texti, eftir dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, við gamla sálma- lagið Víst er þú Jesú, kóngur klár, í raddsetningu Páls ísólfssonar. Þar mátti heyra nokkuð af hljómstyrk orgelsins. Hallfríður lék það fræga lag Syrinx, eftir Debussy mjög fal- lega og með orgelinu, Largo úr cem- balkonsert, eftir J.S. Bach (BWV 1056), sem er að hluta til umritun á glötuðum óbókonsert. Þórunn söng með kómum tvær litlar bænir, eftir Poulenc og tvö jólalög, með orgeli og flautu, eftir Frank Mártin. Þessi smáverk era hvorki nógu góð tónlist, eftir þessu ágætu tónskáld, né af þeirri gerðinni, að falla vel inn í þessa efnisskrá. Blake song nr. 9, eftir Vaugham-Williams, var sér- lega vel sunginn án undirleiks, af Þórunni, eins og reyndar önnur lög á efnisskránni, sem hún tók þátt í að flytja. Tvö lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein og Aðfanga- dagskvöld jóla, vora vel flutt, sér- staklega það fyrra, sem er meistara- smíð en seinna lagið er aftur á móti svolítið misheppnuð tónsmíð, með slæmum tengingum á milli kafla, mjög laust í formi og klaufa- lega hljómsett. Varðandi raddsetningar á þjóð- lögum era aðalega ríkjandi tvær stefnur og sú fyrri gengur út á að vera trúr tónskipan þjóðlagsins og sú seinni, að færa lagið til nútíma- legrar gerðar. Með báðum aðferð- unum hafa verið gerðar frábærar raddsetningar, að ekki sér talað um þegar þjóðlög hafa verið notuð sem stef í stærri tónverkum. Franska jólalagið Ding dong, er raddsett að Göte Widlund og þar reynir hann bæði að halda og sleppa, varðandi stíl lagsins, sem í þessari gerð verður svo sem ekki neitt. Til eru margar betri og jafnvel franskar raddsetningar á þessu vinsæla jóla- lagi. Það aldin út er sprungið, snilldar- verk Praetoriusar, negrasálmurinn, Far, seg þá frétt á fjöllum og síð- asta viðfangsefni tónleikanna, í dag er glatt í döpram hjörtum, eftir meistara Mozart, voru öll vel sungin undir stjórn Árna Harðarsonar og nutu góðrar hljómgunar Digranes- kirkju. Árni leggur áherslu á agaðan söng og fallega samhljóman radd- anna, sem naut sín einkar vel í sál- malögunum, sérstaklega í frábæram raddsetningum Jóns Þórarinssonar og Páls Isólfssonar og síðast, en ekki síst, í Nóttin var sú ágæt ein og lagi Mozarts. Þetta voru fallegir tónleikar er áttu fagra hljómvist í hinni fagurómandi Digraneskirkju. Jón Ásgeirsson BOKMENNTIR Skáldsaga LETRAÐ í VINDINN. SAMSÆRIÐ eftir Helga Ingólfsson. Mál og menn- ing, 1994 — 342 síður. 3.380 kr. EN HVAÐ vitum við svo sem um Rómveija? Við vitum að þeir byijuðu smátt, einhvers staðar úti í mýri, en komust langt og lögðu undir sig lönd á lönd ofan, Caesar fór um Gallíu og braut brýr, reisti skíðagarða, landstjórinn í Palestínu þváði hendur sínar í keri og svo keisari eftir keis- ara, í fyrstu snjallir en síðan spilltir ög eftir það hnignun og fall niður í barbarí og að síðustu: latína sem hornreka í þremur íslenskum menntaskóium; ekki er það kræsileg- ur endir fyrir menningu heimsveldis. En Róm lokkar. Saga Rómaveldis er full af góðum söguefnum; svo ríkulega skreytt morðum, misferlum og síðast en ekki síst stórfenglegri hnignun. Fyrir okkur nútímafólk virðist hin hrausta og hetjulega Róm upphafsaldanna ekkert sérlega áhugaverð. Það er ekki fyrr en heimsveldinu tekur að vaxa ásmegin að við teygjum fram álkuna og förum að fylgjast með þessari sögu, hvem- ig hægfara hnignunarkvörnin malar stórveldið innan frá með auði og vellystingum, spillingu og klækjum. Rómarsaga Helga Ingólfssonar kann vel að greina frá þessum hlutum. Hér segir af prettum og svikum, veislum, gleðihúsum, drykkju og ást- armálum í stórborginni og allt er þetta ofíð saman í spennandi sögu- þræði. Uppistaða hans er flestum beim kunnug sem eitthvað hafa haft veður af rómverskri sögu: Samsæri Cati- línu gegn öldungaráðinu og ræðis- manninum Cíceró árið 63 f. Kr. Þess- ir viðburðir mynda hornsteininn í hinum frægu catilínísku ræðum Cí- cerós, einum af helstu verkum vest- rænna bókmennta, fyrirmynd mælsku og ræðumennsku um aldir, og þeim lauk með því að Catilína hélt á brott frá Róm með liði sínu, norður á Etrúríu og féll í bardaga árið 62 f. Kr., skammt frá þeim stað þar sem nú stendur borgin Pistoia í norðurhluta Toscana. Þessi samsærissaga drífur atburðarásina áfram og hún er sögð af leikni sögmanns sem kann að draga upp valdataflið og gera það að spennandi lesningu og hún á sér óefað hápunkt í dauða Catal- ínu og liðsmanna hans í örvæntingarfullri til- raun þeirra til útrásar úr hverkví sinni. En þegar upp er staðið er það ekki endilega þessi samsæris- saga sem skiptir hér öllu máli heldur fremur hvemig hún birtir baksvið sitt: Róm andstæðnanna, Róm of- gnóttar og fátæktar, þar liggur hin eiginlega sögugleði höfundarins. Sögumaðurinn, Helvetíus Cinna, er ekki aðeins að greina frá samsæri og pólitískri refskák, hann er ekki síður að greina frá lífi skáldsins Catúllusar í Rómarborg. Þessi skáld- skapur er bóhemsaga. Catúllus, af ríku bergi brotinn, kemur til stór- borgarinnar af því að hann vill vera skáld en faðir hans vill koma honum til mennta og helst gera úr honum nýtan höld en hvorugt freistar hins unga hagyrðings. Hann vill skemmta sér, drekka og yrkja, unna ungum piltum og lokkandi meyjum. Ferðir hans með bóhemhjörðinni um borg- ina eru ákjósanlegur vettvangur til að lýsa hinni spilltu Róm, „skækju heimsins", eins og höfundur nefndir borgina. Þær birta allt baksviðs- skrautið sem lesandinn tengir ósjálf- rátt við Róm, þá Róm sem hann man eftir úr Fellinimynd- unum, Caligúlaþáttun- um og Quo vadis?, þá Róm sem er lítið annað en spilltur haugur og þess vegna svo lokk- andi, sætrotnandi þefur- inn af hnignuninni virð- ist senda fólk í hálfgerða vímu. Hið sögulega við þessa óguðlegu skáld- sögu er því annars vegar áhugi á veislum og giaumi, lífshlaupi skálds sem flosnar upp úr námi af því að hann vill skrifa og „vera fijáls". Hins vegar era það stjórnmál- in og refskák þeirra sem augljóslega eiga sér hliðstæðu í stjómmálasið- ferði samtímans. Þar ganga hrossa- kaupin á víxl og hver reynir sem best hann getur að koma sinni ár fyrir borð, rétturinn er fótum troð- inn, hver maður falur fyrir fé, og — til að staðfesta regluna — þá er að- eins einn sem hefur fastar skoðanir og sem þorir að segja það sem segja þarf, öldungaráðsmaðurinn Cató (af- komandi hins fræga), hinir eru stað- festulausir tækifærissinnar. Er Róm þá Reykjavík? Varla er hægt að segja það, en samt sem áður er Ijóst að höfundur vill benda hér á hliðstæður þó að þær séu aldrei útfærðar sem hrein og klár samfella. Það er frem- ur á öðru sviði sem hliðstæður Róm- ar og Reykjavíkur verður áberandi, nefnilega þegar kemur að þeim skoð- unum sem sögumaðurinn setur fram og sem ráða yfir sögunni þegar allt kemur til alls. Því þótt saga Helga sé vel byggð og sé spennandi lesning er henni stjómað af gamalkunnum hugmyndatuggum, klisjum um skáldskapinn, stjómmálin, eðli mannsins, eðli valdsins og annarra slíkra mála. Það er því með blöndnum huga að bókin er lesin. Annars vegar er hér heillandi heimur, eiginlega sjónvarpsheimur þar sem mikil örlög og ríkulegur baksviðsbúnaður með ótal senum sem sýna hallir og glæsi- mennsku, veislur og dýrðir ráða ferð- inni. Þetta er heimur þar sem vondir menn (kvalalosti Gajusar Júlíusar er dæmi um sli'ka klisjukennda uppá- komu sem er helst skyld einhverri sjónvarpsseríu) og góðir senda frá sér strauma sína, þar sem eymd og volæði eru sett andspænis lúxus og svalli en þar sem allt lendir að end- ingu undir sama hattinum; svona var Róm, miklar andstæður, mikil örlög, en sem er samt svo skemmtilega kitlandi. Hins vegar er einskonar vasaheimspeki sem einkum birtist í upphafi hvers kafla þar sem sögu- maðurinn Cinna heldur eilitla prédik- un til upphitunar. Þó að fýrstu per- sónu sögumenn verði seint taldir áreiðanlegar málpípur höfunda (líkt og reyndar aðrir sögumenn í skáld- verkum) þá er tónninn í þessum fyrir- lestrum slíkur að þar mætti ætla að færi miðaldra reykvískur borgari með allar þær „heilbrigðu" skyn- semisskoðanir á lífínu og tilvonandi sem hann telur „sjálfsagðar og rétt- ar“. Þessar skoðanir era hins vegar svo miklar tuggur að lesandinn hefur ekkert með þær að gera, þær flækj- ast eiginlega bara fyrir atburðarás- inni og spillingarlýsingunni sem era það sem ber bókina uppi. En þær hanga ekki bara þama, þær eru óað- skiljanlegur hluti af heimsmynd verksins, hún er nefnilega eilítið í ætt við aðsenda grein í Morgunblað- inu, heimspeki þess sem vill leggja orð í belg. En það verður seint sagt að þessi saga sé leiðinleg. Hún er skrifuð af fagmennsku „lipurs höf- undar“ eins og slíkur skriftarháttur var nefndur hér í eina tíð, vandlega saumuð saman og sniðin að þörfum lesanda. Höfundurinn hefur lofað framhaldið, spennandi verður að sjá hveija mynd Róm tekur á sig, hvaða mynd hennar skýtur þá upp á yfír- borðið. Kristján B. Jónasson Segðu mér söguna af Róm Helgi Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.