Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR21.DESEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ W£l$g001S$í&í$ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthras Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SNJOFLOÐA- VARNIR ATÓLF ÁRA tímabili, 1980-1991, létust 789 ís- lendingar af slysförum. Flestir féllu í valinn í umferðinni, 320 talsins, þar af 31 erlendis. Hátt í 200 dauðsföll voru rakin til slysa á sjó og drukknana í sjó og vötnum. En víðar leynast hættur í íslenzkri náttúru og íslenzku umhverfi. Á það vorum við áþreifanlega minnt þegar bóndinn á Saurum í Súðavík, Karl Georg Guðmundsson, sem er á áttræðisaldri, bjargaðist naum- lega úr snjóflóði er féll á bæ hans síðastliðinn sunnu- dag. Morgunblaðið hefur það eftir Magnúsi Má Magnús- syni, snjóflóðafræðingi, í gær, að 130 manns hafi far- izt í snjóflóðum hér á landi á okkar öld. Hér skal minnt á tvö hörmuleg slys af þessu tagi. Átján manns létu lífið ímiklum snjóflóðum norður í Sigiufirði í aprílmán- uði árið 1919. Mörg hús sópuðust þá á sjó út með manni og mús. Níu manns létu lífið er snjoflóð féllu á byggð í Neskaupstað 20. desember árið 1974. Snjóflóðin í Siglufirði og Neskaupstað skyldu eftir sig sár, sem seint gróa. Eignatjón má að vísu bæta en manntjón ekki. En þjóð, sem situr uppi með reynslu af þessu tagi, axlar jafnframt ábyrgðina á því að grípa til fyrirbyggjandi slysavarna. í þeim efnum erum við eftirbátar þjóða sem búa við svipaðan vanda. „Snjóflóðavarnir hafa verið dálítið útundan," segir Magnús Már Magnússon, yfirverkefnisstjóri snjóflóða- varna á Veðurstofu íslands, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Úr því verður að bæta. Lands- og staðbundin yfirvöld verða að taka höndum saman um hvers konar varnir, sem við má koma, meðal annars um eftirlit með snjóalögum á hverjum stað og byggingu sér- stakra varnargarða, þar sem þeir teljast koma að gagni. Það verður að sinna snjóflóðavörnum markvisst og skipulega, einkum þar sem byggð og hættusvæði skar- ast. VESTFJARÐAGÖNGIN TEKIN í NOTKUN HLUTI Vestfjarðaganganna yar tekinn í notkun sl. mánudag, leiðin milli ísafjarðar og Súgandafjarð- ar. Þau verða opin í takmarkaðan tíma til að byrja með, enda er mikið verk óunnið. Fullyrða má þó, að íbúarnir munu þegar njóta ávaxta þeirrar miklu sam- göngubyltingar, sem er að verða á Vestfjorðum. Búizt er við, að í marz muni leiðin til Flateyrar opnast, þeg- ar síðasta haftið verður sprengt í burtu. Ráðgert er, að eðlilegt umferð geti hafizt um göngin næsta haust. Segja má að opnun leiðarinnar milli ísafjarðar og Súgandafjarðar hafi átti sér stað við dæmigerðar að- stæður í vetrarumferð á Vestfjörðum. Allar heiðar voru meira eða minna ófærar vegna stórviðris um helgina, snjókomu og snjóflóða. íbúarnir búa við meiri og minni einangrun við þessar aðstæður, því ekkert vit er í því að fara sjóleiðina í slíku illviðri, sem nýgeng- ið er yfir. Opnun ganganna breytti þessu öllu. íbúar Súganda- fjarðar og ísafjarðar gátu ferðast með öryggi um göng- in, farið í heimsóknir til ættingja og vina og rekið hvers kyns erindi sín. Mesta öryggið er þó fólgið í því fyrir íbúa Súgandafjarðar að geta sótt þjónustu sjúkra- hússins á ísafirði eða jafnvel farið flugleiðis suður, ef því er að skipta. Vestfjarðagöngin munu leiða til víðtækra breytinga í atvinnulífi um norðanverða Vestfirði, svo og í fé- lags- og menningarlífi. íbúarnir geta sótt vinnu hvar sem er á svæðinu, skóla og hvers konar aðra þjón- ustu. Göngin munu einnig laða til sín fleiri ferðamenn en Vestfirðingar hafa þekkt áður, svo aðeins sé nefnt eitt af þeim nýju tækifærum, sem göngunum fylgja. Samgöngubyltingin mun treysta byggðina á Vestfjörð- um og auðga mannlíf allt. Hundruð aldraðra án þjónustu og 30 í brýnni þörf fyrir innlög INGA Stefánsdóttir og Sigurbjörg Lárusdóttir amma hennar að loknum hádegisverði. Sigurlaug Jónsdóttir spjallar > hjúkrunarforstj VERKFALL sjúkraliða hef- ur staðið yfir í sex vikur á morgun og segir Arn- heiður Ingólfsdóttir hjúkrunarforstjóri á vistheimilinu Skjóli að ekki megi þola óbreytt ástand lengi til viðbótar. Aðspurð hversu mikið lengur svaraði hún „til kvölds" í samtali við Morgun- blaðið í gær. Aldraðir hafa orðið sérstaklega illa úti og segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á öldrunarlækninga- deildum Borgarspítalans, afleiðing- ar verkfalls hafa komið fram að langmestu leyti á öldrunar-, endur- hæfingar- og taugadeildum spítal- ans svo dæmi séu tekin. Áhrifanna gætir einnig á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og í heimahjúkrun heilsugæslustöðvanna og fá um 100 sjúklingar á Seltjarnarnesi og 130 í Reykjavík, sem áður var sinnt, nú engá þjónustu. Að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra heilsugæslunnar í Reykja- vík er erfitt að meta nákvæmlega hver áhrif verkfallsins eru á aldraða í heimahúsum. „Við höldum fundi reglulega með hjúkrunarforstjórum heilsugæslustöðvanna en ég hef ekki farið fram á nákvæmar töluleg- ar upplýsingar því þetta er óljóst sums staðar. Það gefur ekki alveg rétta mynd að taka san an hverjh fá enga þjónustu því neitað hefur verið að taka við fleirum. Einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvað ástandið er slæmt því skjól- stæðingar heilsugæslustöðvanna láta lítið í sér heyra," segir hann. Böðun lagst af að mestu Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarfor- stjóri á Heilsugæslustöð Seltjarnar- ness sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að gera mætti ráð fyrir að heimahjúkrun í umdæmi stöðvar- innar hefði dregist saman um helm- ing. Alls hefðu 217 manns fengið þjónustu fyrir verkfall en nú væri rúmlega 100 sinnt. í sama streng tekur Marta Pálsdóttir deildarstjóri á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur en hún segir heimahjúkrun hafa dreg- ist saman um þriðjung. Alls fá um 130 sjúklingar nú enga þjónustu en sólarhringsþjónustu, sem - svo er nefnd, er ennþá sinnt. Segir Marta þjón- ustu einkum hafa verið hætt við þá sem fengið hafi böðun einu sinni í' viku og hafi hún nú að mestu leyti lagst af. 25% færra starfsfólk Á hjúkrunarheimilinu Skjóli eru 97 vistmenn í augnablikinu, sem ekki geta séð um sig sjálfir. Deildir heimilisins eru*þrjár og segir Arn- heiður Ingólfsdóttir hjúkrunarfor- stjóri að með verkfalíi sjúkraliða hafi orðið fjórðungs fækkun á starfsfólki. „Það má segja að við búum við nokkuð stöðugt ástand því það vantar tvær og þrjár á hverja vakt. Það eru því hjúkrunar- fræðingar og Sóknarkonur sem vinna verkin og einnig höfum við „Þolum ástandið til kvölds" Sex víkna verkfall sjúkraliða bitnar harðast á öldruðum og eru hundruð þeirra án þjón- ustu í höfuðborginni. Helga Kr. Einarsdótt- ir heyrði hljóðið í starfsmönnum heilsugæsl- unnar og aðstandendum sem gengið hafa í störf sjúkraliða. Starfsfólkið er orðið mjög þreytt skipulagt starfsemina upp á nýtt. Starfsfólkið er orðið mjög þreytt og einnig hefur borið meira á veikind- um. Þetta er leiðinlegt ástand," seg- ir Arnheiður. „Ég hef fengið inn svolítið af skólafólki til að létta undir og gefa hinum frí en aðrar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar," segir hún. Færri á fætur Arnheiður segir vistmenn fá lág- marksþjónustu og á við að þeim sé gefið að borða og þeir baðaðir einu sinni í viku eða á tíu daga fresti. Hætt sé að baða tvisvar í viku og minna um að fólk sé látið fara á fætur, sem segi til sín þegar fram í sæki. „Fólk er látið liggja meira í rúminu og fara í slopp í stað þess að klæða sig í föt," segir hún. Að- spurð hvernig sjúklingunum reiði af andlega fyrir vikið segir Arnheið- ur ekki gott að átta sig á því. „Auð- - vitað hrakar fólki sem er minna veikt en margir þjást af það mikilli and- legri hrörnun að þeir gera sér ekki grein fyrir þessu. Einnig reynum við að skipta því niður þannig að sá sami liggi ekki stöðugt hreyfingarlaus," segir hún. Að auki kemur fram að starfsfólkið reyni að vinna sér í haginn. „Stundum er fólk háttað klukkan þrjú ef vantar fólk á kvöld- vaktina og minna haft ofan af fyrir því almennt. Einnig er minna um að sjúklingar séu þjálfaðir með gönguferðum." Aðstandendur þreyttir Ekki segir Arnheiður sjúklingana kvarta mikið en aðstandendur nokk- urra hafi gert athugasemdir og fundist til dæmis að of lengi hafi Hrp(ri<5t nð tiltnHnn sjúklingur hafi farið í bað. „Það hefur samt ekki verið mikið um það. Ég er alveg hissa í rauninni. Þetta fólk hefur ekki hátt." Aðspurð hversu margir aðstandendur hjálpi til á vistheimil- inu segir hún að á tímabili hafi um sjö manns sinnt sínum nánustu á matmálstímum á einni deildinni en nú hafi það minnkað. „Fólk þreytist auðvitað á þessu og svo er það upptekið fyrir jólin en það eru nokkrir sem koma allt- af." Loks segir Arnheiður að þrátt fyrir allt sé starfsandinn mjög góður á Skjóli. „Það er eins og fólk þjappi sér saman og reyni að láta ástandið ekki bitna á heimilisfólkinu. Við höfum reynt að vera ekki með leið- indi í garð sjúkraliða. Reiðin hefur beinst meira að samninganefnd- inni." Hræðilegt ástand Inga Stefánsdóttir er dótturdóttir Sigurbjargar Lárusdóttur vistmanns á Skjóli sem lömuð er öðrum megin. „Við höfum skipst á að koma hingað enda eru ____— systkinin níu. Ég kem frekar því ég er atvinnulaus," segir Inga sem er að gefa ömmu sinni að borða. „Yfirleitt kem ég í hádeg- inu og svo kemur einhver annar um hálftvö. Annars fer þetta alveg eft- ir því hvort vantar mikið á deildina og eitthvað kemur upp. „Mér finnst þetta hræðilegt ástand," segir Inga ennfremur en er full samúðar í garð starfsfólksins og segir það ekki geta verið alls staðar í einu. í strætó þrisvar á dag Friðbjörg Pétursdóttir á eigin- mann á Skjóli og sinnir honum þrisvar sinnum á dag. Hún vinnur ekki lengur úti að eigin sögn og Fólker liggja nr rúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.