Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 31 ögn á Borgarspítala llar við Arnheiði Ingólfsdóttur orstjóra á Skjóli. kemur gjarnan í strætó þótt henni bjóðist bílfar stöku sinnum. „Maður- inn minn getur ekki borðað einn og starfsfólkið annar því ekki að mata alla, þetta fáar manneskjur," segir Friðbjörg. Aðspurð segist hún koma klukkan níu, hálftólf og seinnipart- inn. „Maðurinn minn er rúmliggjandi og það má segja að ástandið bitni mest á þeim sem eru lasnastir og þurfa mesta hjálp. Það er erfitt að koma öllum á fætur en stúlkurnar eru allar af vilja gerðar og fyrst ég var beðin um að koma og hjálpa | ætla ég að gera það á meðan ég stend uppi," segir hún. „Minn mað- ur hefur fengið þá aðhlynningu sem hann þarf en ég þekki til á öðrum stöðum þar sem aðstandendur hafa þurft að baða sína sjálfir." Aðspurð segist Friðbjörg ekki vera of þreytt en finnst langt síðan verkfallið hófst. „Þetta er að verða alveg rosa- - lega erfitt fyrir alla aðila og ekkert sjáanlegt framundan." Kerfið stopp Aldraðir á Borgarspítala hafa ekki farið varhluta af afleiðingum verkfallsins. „Biðlisti hefur lengst mjög mikið inn á öldrunarlækninga- - deild og [í gær] voru um 30 aldrað- ir í brýnni þörf fyrir innlögn sem d ekki komast að sjúkrahúsinu," segir g Anna Birna Jensdóttir hjúkrunar- fræðingur en viðkomandi einstakl- ingar eru í heimahúsi að hennar sögn. „Eins eru aldraðir inni á bráða- deildum hér sem væru undir venju- legum kringumstæðum komnir á öldrunarlækningadeildir í lengri meðferð en eru fastir þar, sem ger- ir okkur erfiðara fyrir að mæta nýjum tilfellum. Einnig er erfiðara að útskrifa fólk því við fáum ekki heimahjúkrun og að svo stöddu eru 12-15 sjúklingar á sjúkrahúsinu sem ættu að vera útskrifaðir. Eins geta hjúkrunarheimilin ekki tekið við nýju fólki þannig að ef eitthvað losnar, til dæmis við dauðsfall er ekki tekið inn í plássið. Allt kerfið er stopp," segir Anna Birna. Undir þetta taka hjúkrunarfræð- ingarnir Arndís Jónsdóttir og Vig- dís Jóhannsdóttir á deild A-6 á - Borgarspítalanum. „Það er reynt að vinna ákveðið plan fyrir sjúklingana og halda sig að því, sem tekst í mörgum tilvikum, en auðvitað er mjög erfitt að skipuleggja meðferð þegar maður fær enga þjónustu annars staðar. Þetta er biðstaða sem er sjúklingun- um mjög óþægileg. Oft skilja þeir ekki af hverju þeir eru að bíða og auðvitað vilja allir komast heim," segja þær. l& Síðastur viðmælenda er Herdís rð Herbertsdóttir deildarstjóri á A-4. ki „Mér finnst stéttarfélag sjúkraliða hafa misnotað verkfallsréttinn og sýnt mikið ábyrgðarleysi. Þótt ég styðji baráttuna fyrir betri kjörum n- finnst mér ekki að þær hefðu átt m að ganga út og ég vona að þetta ur muni ekki verða öðrum heilbrigðis- 3g stéttum fordæmi." EVROPUSAMSTARF k er látið ja meira í úminu EE S-samningur- inn festur í sessi FUNDUR EES-ráðsins, þ.e. ráðherra Evrópusam- bandsríkjanna og ríkja Fríverzlunarsamtaka Evr- ópiT (EFTA), sem haldinn var í Brussel í gær, samþykkti að láta samninginn um Evrópskt efnahags- svæði standa óbreyttan, þrátt fyrir inngöngu þriggja EFTA-ríkja í ESB um áramót. í lokayfirlýsingu fundarins ítreka ráðherrarnir stuðning sinn við EES- samninginn sem varanlegan grund- völl fyrir samskipti íslands, Noregs og Liechtenstein annars vegar og Evrópusambandsins hins ' vegar. Enginn fyrirvari var gerður við þessa yfirlýsingu og það liggur því fyrir að af hálfu Evrópusambands- ins eru engar kröfur uppi um breyt- ingar á samningnum. Það þýðir að engar nýjar samningaviðræður þurfa að fara fram og ekki er þörf á nýju og tímafreku staðfestingar- ferli í þjóðþingum aðildarríkjanna. ESB telur stofnanir EFTA trúverðugar Ráðherrarnir vísa í yfirlýsingu sinni til samningsins, sem Norð- menn og íslendingar hafa gert með sér um breytingar á stofnunum EFTA, nú þegar Svíþjóð, Noregur og Finnland hverfa úr samtökunum. Ekki voru heldur gerðar neinar at- hugasemdir við efni þess samnings, og af hálfu EFTA-ríkjanna, sem eftir verða um áramót, er því litið svo á að ESB telji að stofnanirnar geti áfram sinnt hlutverki sínu á trúverðugan hátt, eins og kveðið er á um í EES-samningnum. Það liggur því fyrir að EES- samningurinn stendur óbreyttur. Hins vegar hafa margvíslegar efa- semdir verið uppi, ekki slzt í Nor- egi, um það gagn, sem EFTA-ríkin muni hafa af samningnum eftir að svo mjög fækkar í hópi þeirra. Þess- ar áhyggjur skýrast meðal annars af því að menn telja tækif æri EFTA- ríkjanna til að hafa áhrif á mótun ákvarðana um nýja löggjöf ESB, sem síðan er tekin upp í EES-samn- inginn, frekar takmörkuð. Ahrif á ákvarðanamótun Jón Baldvin Hannibalsson ræddi þetta vandamál nokkuð í ræðu sinni á ráðherrafundinum, sem hann hélt sem formaður EFTA-ráðsins. Hann minnti á að EFTA-ríkin hefðu á sín- um tíma samþykkt að lögfesta stór- an hluta Evrópuréttarins með því skilyrði, að þau fengju að hafa áhrif á mótun nýrra reglna. Á því tæpa ári, sem EES-samningurinn hefði verið í gildi, hefðu sérfræðingar frá EFTA-ríkjunum tekið þátt í ákvarðanamótun í samstarfi við framkvæmdastjórn ESB. Erfitt væri hins vegar að meta árangurinn af þessu samstarfi, vegna þess að fjög- ur EFTA-ríkjanna hefðu haft að- gang að ákvarðanamótuninni sem væntanleg aðildarríki, en ekki bein- línis sem EES-ríki. Á nýja árinu myndi það skýrast hvernig ákvarð- anamótunin færi fram. Jón Baldvin lagði jafnframt áherzlu á aukna þátttöku sérfræð- inga EFTA í nefndastarfi á sviði svokallaðra jaðarmálefna EES- samningsins (t.d. menntamála, um- hverfismála og lyfjamála). Aukið samráð um utanríkismál Þá lagði utanríkisráðherra áherzlu á pólitískt samráð EFTA og ESB um utanríkismál (sem raun- Ráðherrafundur ESB og EFTA samþykkti í gær að láta EES-samninginn standa óbreytt- an. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra segir samninginn tryggja rétt íslend- inga, en það sé undir pólitískum vilja og fjár- hagslegu bolmagni komið hvernig hann verði nýttur. Olafur Þ. Stephensen fjallar um niðurstöður ráðherrafundarins. Reuter HANN fer í ESB, hún verður eftir í EFTA: Grethe Knudsen, við- skiptaráðherra Noregs, og Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráð- herra Finnlands, ræðast við í upphafi ráðherrafundarins í Brussel. Breytingar á stofnunum EFTA ÞINGSALYKTUNARTILLAGA . um fullgildingu á samningi ís- lands og Noregs um breytingar á ýmsum innri samningum EFTA vegna breyttra aðstæðna hefur verið lögð fram á Alþingi. Þær breytingar, sem um ræðir, snerta einkum stofnanir EFTA, sem tengjast EES-samningnum, þ.e. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), EFTA-dómstólinn, fastanefnd EFT A og þingmannanefnd sam- takanna. Samningur íslands og Noregs var kynntur á ráðherra- fundi Evrópusambandsins og EFTA í gær og komu ekki fram athugasemdir við hann af hálfu ESB. ¦ EFTIRLITSFULLTRÚAR við Eftirlitsstofnun EFTA hafa verið sjö, samkvæmt samningi EFTA- rikjanna. Þeim verður nú fækkað í þrjá. Fyrst um sinn verður einn eftirlitsfulltrúi frá íslandi, annar frá Noregi og sá þriðji skipaður tímabundið. Ef Liechtenstein ger- ist aðili að EES-samningnum und- ir vorið, fær furstadæmið þriðja eftirlitsfulltrúann. Minnst tveir eftirlitsfulltrúanna skulu vera ríkisborgarar EFTA- ríkja. Sé einn fulltrúi hins vegar vanhæfur til að fjalla um mál að mati hinna tveggja, skulu þeir koma sér saman um staðgengil hans, sem verður valinn af lista sem ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna hafa komið sér saman um. Þetta ákvæði er til komið til að auka trúverðugleika ESA eftir að fækk- ar í henni — eftirlitsfulltrúar munu óhjákvæmilega oft fjalla um mál eigin heimalands. ¦ DÓMURUM við EFTA-dóm- stólinn fækkar úr sjö í þrjá. Fyrst um sinn, eðaþar til Liechtenstein gerist aðili að EES, verða fast- ráðnir dómarar tveir, frá Noregi og íslandi. Þeir munu í hverju einstöku máli velja þriðja dómar- ann af lista, sem ríkisstjómir EFTA-ríkjanna hafa samhljóða komið sér saman um. Svipuð ákvæði gilda um van- hæfi dómara og um vanhæfi eftir- litsfulltrúa. ¦ FULLTRÚUMífastanefnd EFTAfækkaríþrjá. ¦ í ÞINGMANNANEFND EFTA sirja 33 þingmenn, og er sú tala bundin í EES-samningnum. Fyrst um sinn munu Norðmenneiga 22 þingmenn í nefndinni og Islend- ingar 11, en bætist Liechtenstein í hópinn fær furstadæmið 3 þing- menn, einn frá íslendingum og tvo frá Norðmönnum. ¦ HUGTAKIÐ „EFTA-ríki", sem víða kemur fyrir í EES-samningn- um, er endurskilgreint í samningi íslands og Noregs. Frá og með áramótum merkir það Lýðveldið ísland og Konungsríkið Noreg, og ef Furstadæmið Liechtenstein bætist í hóp EES-rikja, vísar hug- takið einnig til þess. Sviss, fjórða aðildarríki EFTA, stendur hins vegar utan EES og er ekki með í skilgreiningunni. ar er kveðið á um í yfirlýsingu með EES-samningnum) og önnur mál, sem falla utan hins eiginlega samn- ingssviðs EES. Jón Baldvin hvatti til þess að fundum EES-ráðsins yrði fjölgað, í því skyni að auka skoðana- skipti um sameiginleg hagsmuna- mál. Breytingartillaga EFTA-ríkjanna við lokayfírlýsingu fundarins var samþykkt og hnykkt á vilja ráðherr- anna til að styrkja samráð um utan- ríkismál. Meðan á hádegisverði stóð á ráðherrafundinum i' gær var rætt um ýmis mál, sem hæst ber á al- þjóðavettvangi, og þar kom sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins fram að EFTA-ríkin höfðu sitt- hvað fram að færa. Norðmenn hafa unnið náið að málefnum Mið-Aust- urlanda og í umræðum um málefni Rússlands hafði íslenzki utanríkis- ráðherrann mest til málanna að leggja, enda nýkominn af fundi með Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands. Einnig var rætt um stríðið í Bosníu og fleiri mál. Ánægja með framkvæmdina Ráðherrar EES-ríkjanna lýstu yfir ánægju með framkvæmd EES- samningsins það sem af er, einkum síðari hluta ársins, efti'r að innri reglugerð ESB um meðferð ákvarð- ana sameiginlegu EES-nefndarinn- ar var samþykkt. Þeir ítrekuðu jafn- framt að þeir væru skuldbundnir af ákvæðum EES-samningsins um ákvarðanamótun og ákvarðana- töku, og má líta á þá yfirlýsingu • sem ákveðna viðurkenningu á að komið verði til móts við EFTA-ríkin. Loks fjallaði ráðherrafundurinn um væntanlega aðild Liechtenstein að EES og er stefnt að því að furstadæmið geti orðið aðili að samningnum 1. maí á næsta ári. Áður þurfa Liechtensteinbúar að samþykkja breytingar á tollbanda- lagi sínu við Svisslendinga í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Spurning um pólitískan vilja og fjárhagslega getu Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið eftir ráðherrafundinn að nú væri endanlega staðfest að EES-samningurinn yrði áfram í fullu gildi. Aðspurður hvort hann teldi áhrif EFTA-ríkjanna á ákvarðanamótun tryggð, eða hvort hann væri sam- mála brezka þingmanninum, sem líkti EES-samningnum við fótbolta- leik milli Brazilíu og Færeyja, yrðu aðeins Noregur og Island eftir i' EFTA-stoðinni, sagði Jón Baldvin: „Ég neita því ekki að EFTA-hliðin hefur veikzt. Þar eru aðeins tvö ríki eftir;_Noregur og ísland. Norðmenn eru miðlungssmáþjóð og íslendingar eitthvað minna. Það munar auðvitað um það að hafa ekki lengur atbeina- ríkja eins og Svíþjóðar, Austurríkis og Finnlands til að fylgja eftir þess- um ákvæðum samningsins. Nú mun þess vegna reyna á pólitískan vilja og fjárhagslega getu þeirra ríkja, sem eftir eru. En rétturinn er ekki vefengdur og hefur ekki breytzt. Spurningin er hvort við viljum beita fullveldi okkar, samkvæmt samn- ingnum." Jón Baldvin sagði að tilkoma fjögurra nýrra fulltrúa íslenzkra ráðuneyta í sendiráðinu í Brussel myndi áreiðanlega verða íslending- um mjög til aukins gagns í þessu sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.