Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 35 LISTIR ELISABET Waage og Peter Verduyn Lunel Harpa og flautá TONLIST Áskirkja Flytjendur. Elisabet Waage hörpu, Peter Verduyn Lunel flautu. 18. des. SIÐUSTU dagarnir fyrir jól eru ekki heppilegustu dagar ársins fyr- ir tónleikahald, nema þá um sér- staka aðventutónleika sé að ræða. Þetta fengu þau að reyna, Elísabet og Peter í dag í Áskirkju. Elísabet er búin að sýna ágæti sitt sem hörpuleikari og það undirstrikaði hún við tónleikana í dag. Sónatan fyrir hörpu eftir Benjamin Britten er byggð upp af fimm þáttum, mjög ólíkum, þar sem síðasti þátturinn er velskt sálmalag. Þættirnir eru mjög ólíkir í byggingu og innihaldi og tæknilega reyna þeir á marga þætti og hæfni flytjendans. Elísabet lék þessa þætti alla mjög vel, hver þeirra fékk. sitt ákveðna yfirbragð og mjög svo trúverðuga innihald. Elísabet virðist eiga allt það til að bera sem prýða má góðan hörpu- leikara, m.a. skáldlegt innsæi. Flutningur þessarar hörpusónötu var hápunktur tónleikanna. Engar upplýsingar er að finna í efnisskrá um flautuleikarann, en af nafni hans mætti geta sér til að niður- lenskur sé. Peter Verduyn Lunel er góður flautuleikari, öruggur og með góða tækni. Tónninn er þó örlítið sár og beittur og þótt allt sé rétt gert saknar maður mýktar og hlýrri tóns og um leið skapmeiri túlkunar. Ballada Henks Badings, þess merka Hollendings, er þónokkuð frönskuskotið verk og vissulega var um margt fallega flutt, en einhvern veginn fannst mér vanta það skáld- lega í flautuleikinn. Franz Schubert er sjálfum sér líkur í Sónötunni í a-moll - Arp- eggione - sem hann skrifaði fyrir selló og píanó, að ég best veit. Fyrsti þátturinn ætlar engan enda að taka, eins og Schubert ætli aldrei að tíma að setja punktinn fyrir aftan i-ið, auk þess var fyrsti þátturinn í hæg- ara lagi fluttur, Eftir tiltölulega stuttan adagio-þátt var síðasti þátt- urinn, í sínu fjölbreytta formi aftur í anda höfundar, endalaus söngur. í þessari hljóðfærasamsetningu, harpa og flauta, ætti þessi sónata þó að geta unnið sér varanlega hlustun. Ragnar Björnsson. Nýjar bækur • BOÐSKAPUR Maríutil mann- kynsins er að sögn útgefanda bók með miðluðum upplýsingum frá Maríu mey. í kynningu útgefanda segir: „Efni bókarinnar er miðlað af Bandaríkjakonunni Annie Kirk- wood og meginboðskapurinn fjall- ar um það hvernig við getum opn- að hjörtu okkar fyrir Guði og lifað lífinu fullkomlega meðvituð um veru okkar og tilgang á jörðinni fyrir endurkomuna í heima andans eftir dauða líkamans. María leggur ríka áherslu á kærleikann og mikil- vægi þess sem hún kallar almenn- an kærieika, kærleika til alls og allra". í bókinni er kafli um líf Maríu og Jósefs og koma þar fram marg- ar sérstæðar upplýsingar. Bókin er þýdd af Önnu Maríu Hilmars- dóttur, en hún hefur þýdd fjölda bóka um svipuð málefni. Bókin er 175 bls. að stærð og útgefandi er Leiðarljós hf. og Bókaklúbbur Birt- ings. mRAGGIHtliog týndijóla- sveinninn er ný barnabók eftir HaraldS. ¦ +Í+Þ .. v Magnússon. Myndir eru eftir -. Brian Pilking- ton. Raggi litli fer ^^B ~Á í heimsókn til Grýlu, Leppa- lúða og sona •é\ Æm þeirra, jóla- ¦Slr ^ ¦"¦»'. sveinanna. Haraldur S. Honum er vel Magnússon fagnað og hann kemst að því að Grýla gamla er ekki dauð úr öllum æðum. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 24 blaðsíður prentuð í Prentbæ. Hún kostar 1.280 kr. RUSSELL ATHLETIC t*vii-k.t íettv ci\é.Ci^t ¦ MJUKIR PAKKAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA PANTANIR OSKAST SÓTTAR ATHLETIC VERSLUN LAUGAVEGI 51 - S. 17717 Éjgws|| HREYSTI LÍKAMSR/EKTARVÓRUR SKEIFUNNI 19 - S: 68 17 17 - FAX: 81 30 64 SENDUMÍPÓSTKRÖFU a halfvirði Körfur úr basti með eða án höldu með haldi. Áður: 690 kr. nú: 345 kr. 3 stk. saman án halds. Áður: 390 kr. niú:195kr. 3 stk. saman Kaffi, köku- eða sælgætisbaukar 3 stærðir. Háir og lágir, sama verð. Allar með fallegu jólamynstri. Áður: 390 krJ nú:195 kr. Jólavaxdúkur breidd 130 sm. Áður: 299 kr. i\iú:149 kr/m Jólasveinar Lítill. Áður: 490 kr. nú: 245 kr. Stór. Áður: 990 nú: 495 kr. Frábært úrval af jólaefnum Ýmsir litir og mynstur. Áöup: 590 kp/m pdu: 295 kr/m Fallegir jóladúkar 100% bómull. 50% af slattur Hottagöröom Sketturmi13 Reytqarvikurvegi 72 ^Joröurlanga 3 Beykjavík Reykjavík Hafnarfiröi Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.