Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ r^/\ Hönse í/ \ bouillon AÐSEIMDAR GREINAR 0kse kodkraft sovs Alt-i-én terning -med smag, kul0r og jævning v Sala tveggja Boeing 737-400 flugvéla Flugleiða Dregnr úr áhættu og styrkir eiginfjárstöðu Fiske bouillon Svine kodkraft Gronsags bouillon Klar bouillon _______ Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! 'fíh&A' kraftmikið og gott j bragð! A ARINU 1988 var meðalaldur flugflöta Flugleiða að nálgast 20 ára aldurstakmarkið, en fór síðan lægst niður í aðeins 1,3 ár, þegar fjórða nýja Fokker 50 flugvél félagsins kom til iandsins í maí 1992, þ.e. í lok þriggja ára tíma- bils endurnýjunar alls flotans. Núverandi með- -alaldur flugvélanna er aðeins 3,9 ár, sem er með því allra lægsta sem þekkist. í ársbyijun 1994 var t.d. meðalald- ur 9.280 flugvéla 224 IATA flugfé- laga 11,1 ár. Við þessar aðstæður kunna sumir að furða sig á því, að nú skuli áfram hugað að nýjum flugvélum fyrir fé- lagið. Flugleiðir hafa hins vegar sett sér það markmið að geta ætíð boðið viðskiptavinum sínum upp á bestu fáanlegu farkostina hverju sinni, og vilja því framvegis leitast við að halda flugflota sínum tiltölulega ungum. Þá þarf að hafa í huga að ávallt er langur aðdragandi að kaupum nýrra flugvéla. Sala tveggja B737 Þann 15. þ.m. undirrituðu Flugleið- ir samning um sölu næstelstu B737- 400 flugvélarinnar, TF-FIB, til Japan Leasing Corp., og leigu hennar til Flugleiða næstu sex árin. Hliðstæður samningur verður undirritaður við annað japanskt fjárfestingarfyrirtæki um miðjan janúar nk. og gildir fyrir elstu B737-400 flugvélina, TF-FIA. Flugleiðir munu því verða áfram með báðar þessar flugvélar í rekstri sínum fram yfir aldamótin. Flugvélamar tvær eru seldar fyrir samtals um 3.700 millj. kr. í reikning- um Flugleiða eru þær hins vegar bók- færðar á samtals um 3.100 millj. Við söluna leysa Flugleiðir því til sín dulda eign í þessum tveim þotum að upphæð um 600 millj. kr., sem skiptist á rekstrarárin 1994 og 1995. Eigið fé félagsins mun því hækka og einnig eiginfjárhlutfallið. Eftir söluna eiga Flugleiðir áfram tvær B737-400 og þijár B757 þotur, sem afhentar voru félaginu á árunum 1990 og 1991. Meginmarkmið félagsins með þess- um aðgerðum er að dreifa áhættunni við að eiga sjálft fjórar flugvélar af gerðinni B737-400, ekki síst með hliðsjón af því að á ámnum 1997-98 munu Boeing-verksmiðjurnar byija að afgreiða ným' og fullkomnari gerðir B737-700 og -800, en tilkoma þeirra mun án efa hafa áhrif á markaðsverð núver- andi B737-400 flug- véla. Með sölu flugvélanna tveggja dreifa Flugleiðir áhættu, segir Leifur Þróun flutninga Magnússon, ogleysatil Leifur Magnússon m BAY JACOBSEN Fjölmargir Islendingar sofa ó hinni vel þekktu heilsudýnu frá Bay Jacobsen. Mjög góðar við gigt, bak- og vöðvaverkjum. Þrjár breiddir 70,80 og 90 sm. Stærðir fyrir vagna, burðar- og barnarúm. Einnig heilsukoddar, sem styðja vel við bnakko og böfuð. Sendum í póstkröfu. flouoiÉbScort Kleppsmýrarvegi 8,104 Reykjavík, sími 688085, fax 689413. Almennt er gert ráð fyrir að á næstu tveim áratugum muni far- þegaflutningar í áætlun- arflugi milli Evrópu- landa og milli Evrópu og N-Ameríku aukast að meðaltali um 4,4% á ári. Sé reiknað með óbreyttri markaðshlutdeild Flugleiða þarf félagið því frá og með árinu 1996 að bæta við einni þotu í flug- flota sinn á tveggja til þriggja ára fresti. Miðað við ágæta reynslu af núverandi flugvélagerðum Flugleiða má búast við því að nýjar flugvélar í flota félagsins verði, a.m.k. fyrst um sinn, af gerðunum B737 og B757, enda myndi slík viðbót m.a. leiða til betri nýtingar núverandi varahluta- birgða, tækja og sérþekkingar starfs- manna. Sé litið til lengri tíma, kæmu einn- ig til álita nýjar flugvélagerðir frá Airbus (endurbættar A319/320/321), Boeing (endurbættar B737 og B757) eða McDonnell Douglas (MD-90/95). I þessari grein verður birt örstutt kynning á hinum nýju B737-700 og -800 flugvélum, sem hugsanlega gætu komið í rekstur Flugleiða um aldamót- in. Núverandi B737-400 flugvélar Flugleiða eru með 153 farþegasæti, en við samsvarandi sætabil myndi B737-700 vera með 135 sæti og B737-800 með 171 sæti. B737-700/-800 Af hálfu Boeing var formlega til- kynnt um þróun B737-700 og -800 gerðanna í nóvember 1993, og jafn- framt staðfest að Southwest Airlines í Bandaríkjunum hefði pantað samtals 63 B737-700; og tekið kauprétt á 63 til viðbótar. I júní 1994 var upplýst, að danska flugfélagið Maersk Air hefði einnig pantað 7 B737-700, og í nóvember staðfesti þýska leiguflug- félagið Hapag-Lloyd pöntun sína á 16 B737-800. Boeing hefur jafnframt uplýst, að viðbótar liggi fyrir pantanir á samtals 10 B737-700 og 24 B737- 800 frá öðrum félögum, sem á þessu stigi vilja ekki láta birta nöfn sín. Fastar pantanir nýju B737 gerðanna er því nú þegar orðnar samtals 119, og búist er við að þeim íjölgi ört á næstu tveim til þremur árum. Hinar nýju B737 gerðir byggjast á þeirri reynslu, sem Boeing hefur safn- að við hönnun og smíði meira en 2.600 B737 þotna á liðnum árum. Megin- I sín 600 milljóna kr. dulda eign. breytingin felst í nýjum og stærri væng. Vænghafíð er lengt um 5 m, vængflöturinn aukinn um 25%, og rýmið fyrir eldsneytið eykst um 30%. Þessi vængur gerir nýju vélunum kleift að fljúga hraðar en núverandi B737 gerðir, þ.e. á sama farflugs- hraða og t.d. B757. Hreyflarnir verða af þróaðri gerð CFM56, og eru tölvu- stýrðir. Stefnt er að því að viðhalds- kostnaður nýju flugvélanna verði um 12-15% minni en núverandi B737 gerða. Stjómklefmn verður búinn tölvuskj- ám af svipaðri gerð og eru í nýjustu B747-400 breiðþotunum, og m.a. verður hægt á þeim að líkja eftir stjómborði eldri B737 gerða, sé það talið æskilegt af flugrekanda, sem verður einnig með eldri vélarnar í rekstri. B737-700 og -800 bjóða upp á vem- lega aukið flugdrægi miðað við núver- andi B737 gerðir, og gætu t.d. flogið frá Keflavík til New York eða Balti- more. Núverandi B737-400 flugvélar komast ekki í einum áfanga á milli íslands og Kanaríeyja, en nýju gerð- imar gætu það mjög auðveldlega. Hámarksflughæð þeirra verður 41.000 fet í stað 37.000 feta, sem gildir fyrir núverandi gerðir. Af hálfu Flugleiða verður fylgst grannt með þróun hinna nýju B737- 700 og -800 flugvéla, svo og þeirra annarra flugvélagerða, sem til álita kæmu fyrir framtíðarflugverkefni fé- lagsins þegar nær dregur aldamótun- Höfundur er fnimk væm da tjóri þróunarsviðs Flugleiða hf. Athugasemdir til Ólínu Þorvarðardóttur ÓLÍNA Þorvarðar- dóttir sendir mér nokkrar línur í Mbl. 7. des. sl. vegna greinar minnar um trúverð- ugleika Jóhönnu Sig- urðardóttur sem leið- toga. Þar sem Ólína vænir mig um óheiðar- leika og ósannindi get ég ekki látið hjá líða að benda á eftirfarandi atriði þar sem Ólína fer rangt með: • I fyrsta lagi studdi Jóhanna Sigurðardóttir ekki Rannveigu Guð- Valgerður Gunnarsdóttir. Ólína Þorvarðardóttir fer með rangt mál, seg- ir Yalgerður Gunnars- dóttir, sem segir Jó- hönnu Sigurðardóttur ekki hafa stutt Rann- veigu Guðmundsdóttur í embætti varaformanns Alþýðuflokksins. mundsdóttur í embætti varafor- manns Alþýðuflokksins sumarið 1993. Jóhanna lýsti ekki yfir stuðn- ingi við hana fyrr en hún mátti til, á flokksstjómarfundinum þegar ljóst var að Rannveig yrði kjörin. Jóhanna lagðist gegn því að Rannveig yrði valin í embættið með því að standa að og styðja tillögu um að konur skyldu sitja hjá við varaformannskjörið. • í öðru Iagi sat ég enga „lokaða fundi með stuðningsmönnum formannsins" um þetta mál. Það er rangt hjá Ólínu. • í þriðja lagi sat Rannveig Guðmunds- dóttir í eitt ár sem vara- formaður Alþýðu- flokksins en ekki í sex mánuði eins og Ólína fullyrðir. Rannveig gegndi þessu emþætti við góðan orstír og hefur það sannarlega orðið bæði henni og flokknum til framdráttar. Hún nýtur trausts og virðingar sem stjórnmálamaður, innan Alþýðu- flokksins sem utan, og á flokksþing- inu í sumar var lagt hart að henni að sitja áfram sem varaformaður. • I fjórða lagi þá er samstaðan í kvennahreyflngu • Alþýðuflokksins með mestu ágætum. Besta dæmið um það er nýafstaðið landsþing Sam- bands alþýðuflokkskvenna sem var bæði fjölsótt og stórglæsilegt. Vel undirbúin málefnavinna, samstaða, baráttugleði og þróttur einkenndu þetta þing og þar var hvorki sundr- ungu né uppgjöf að finna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavíkur- kjördæmi. J/ólagjöfin hennar Leburstígvél og töskurj> Opið frá klff 9-22 SKÓVERSLUN KÓPAV0GS Hamraborg3, sími41754.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.